Morgunblaðið - 28.06.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.06.2002, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 9 www.oo.is Opið laugard. frá kl. 11-16 BRIO Kombi kerruvagn 62.950 - 59.800 stgr. Teutonia Delta kerruvagn 66.300 - 62.990 stgr. ORA Carletto kerruvagn 59.950 - 56.950 stgr. BASSON Roma kerruvagn 49.900 - 47.400 stgr. Ú rv al ið e r h já o k k u r Engjateigi 5, sími 581 2141. Útsala Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Bankastræti 14, sími 552 1555 Fallegt úrval af kvenfatnaði og yfirhöfnum Frábært verð og 20% afsláttur kr. 7.900 ÚTSALA 20-50% afsláttur Ullarkápur Leðurkápur Regnkápur Vínilkápur Sumarúlpur Vindjakkar Háttar og húfur Mörkinni 6, sími 588 5518, Opnum kl. 9 virka daga laugard. kl. 10—15 sunnud. kl. 12—17 HEIMILISLÆKNAR á Sólvangi í Hafnarfirði hafa sagt upp störfum og hyggjast opna læknastofur og hefja sjálfstæða starfsemi. Að sögn Emils L. Sigurðssonar, yfirlæknis á Sól- vangi, ætla læknarnir að nýta rétt sinn til uppsagnar þar sem heilbrigð- isráðuneytið vill ekki ljá máls á því að þeir fái að opna eigin stofur og gera gjaldskrársamninga við Trygg- ingastofnun eins og aðrir sérfræð- ingar. „Þetta eru tíu læknar sem eru hérna á stöðinni sem vilja vinna sam- an og þess vegna ætlum við að reyna að opna stofur saman,“ segir Emil og bendir á að undirbúningur sé hafinn, þeir séu byrjaðir að skoða húsnæði og kanna fjármögnunarleiðir. Að hans sögn er stefnt að því að opna stofurnar 1. desember, en hann segir að ef málin leysist þá verði læknarnir áfram á Sólvangi og bendir á að þá hafi þeir jafnframt hlotið frelsi, þar sem þá yrði hægt að tvinna saman vinnu á heilsugæslunni og á eigin stofu. „Ég sé ekki rök fyrir því af hverju okkur hefur verið haldið eftir. Það er mjög óeðlilegt að einn hópur fái ekki sömu stöðu og aðrir sérfræðingar,“ segir hann. Aðspurður um viðbrögð ráðuneyt- isins við þessum aðgerðum segir hann þau engin og segist vera undr- andi á því, þar sem yfirvofandi sé að Hafnarfjörður, þetta stóra bæjar- félag, og Bessastaðahreppur missi sína heimilislækna. „Það er alveg ljóst að við þurfum að ganga frá ýmsum samningum og kaupum á tækjum og fleira með tveggja til þriggja mánaða fyrirvara, þannig að ég tel að eftir 1. september verði ekki aftur snúið. Tíminn er að renna frá þeim en við höldum okkar striki,“ bendir Emil á en hann er ekki mjög bjartsýnn á að samkomu- lag náist áður og reiknar með að skrefið verði stigið til fulls og stof- urnar stofnaðar. Læknarnir hafa skrifað samninga- nefnd ríkisins bréf, að sögn Emils, og óskað eftir að fá svipaða samn- inga og aðrir sérfræðingar en ekkert svar hefur enn borist. „Ef ríkið vill ekki leyfa okkur að fá svona gjald- skrársamning og greiða niður þessa þjónustu þá er ríkið í raun að svipta Hafnfirðinga rétti sínum sem þeim á að vera tryggður samkvæmt al- mannatryggingalögum, þ.e.a.s. að fólk eigi rétt á aðgengilegri og ódýrri grunnþjónustu, en það þyrfti að greiða fullt verð fyrir okkar þjón- ustu.“ Heimilislæknar á Sólvangi hafa sagt upp störfum Stefna að því að opna læknastofur 1. desember Á SUMRIN færist borgin í sitt feg- ursta skart enda keppast borgar- starfsmenn þá við að snyrta hana hátt og lágt. Hreinsunin nær þó til fleiri staða en gatna og gróinna bletta. Þannig var til að mynda hreinsað upp úr niðurfalli við Lauf- engi í Grafarvogi og þurfti stór- virkar vinnuvélar til verksins. Hvort þær hafi dugað til þess að snyrtilegra hafi orðið umhorfs hjá kallinum í neðra skal hins vegar ósagt látið. Morgunblaðið/Ingólfur Sumartil- tekt í neðra AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.