Morgunblaðið - 28.06.2002, Page 11

Morgunblaðið - 28.06.2002, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 11 PÉTUR Valdimar Snæland, fyrrverandi forstjóri, lést í Reykjavík í gærmorg- un. Pétur fæddist í Hafnarfirði 10. janúar 1918, sonur hjónanna Péturs V. Snæland kaupfélagsstjóra og Kristjönu Sigurðar- dóttur Snæland hús- freyju. Móðir hans lést úr spænsku veik- inni sama ár og Pétur fæddist og ólst hann því upp hjá móður- systur sinni. Uppeldis- foreldar hans voru Sveinn Hjartar- son bakari og Steinunn Sigurðar- dóttir húsfreyja. Pétur var fyrstu starfsárin bú- stjóri á Laugalandi í Laugardal eftir að hafa lokið námi frá búnaðarskóla í Danmörku. Hann lauk sveinsprófi í plötu- og ketilsmíði frá Stálsmiðj- unni í Reykjavík árið 1944. Hann stofnaði fyrirtækið Pétur Snæland í lok fimmta áratugarins. Fyrstu árin var það bifvélaverkstæði en þegar verkstæði hans á Há- logalandi brann til grunna nokkrum árum síðar byrjaði Pétur sem verktaki að leigja út vörubíla, kranabíla, loftpressur og aðrar vélar sem hann keypti af varnarliðinu og gerði upp. Síðan stofnaði hann svampgúmmí- verksmiðju árið 1952 sem var með fyrstu gúmmíverksmiðjum á Norðurlöndum. Hann framleiddi einnig Lin- ova-málningu og gólf- efni. Árið 1968 stofnaði hann fyrstu svampverksmiðjuna hér á landi þar sem hann framleiddi plastsvamp. Fyrirtækin Pétur Snæland hf. og Lystadún sameinuðust árið 1991 en nokkrum árum áður hafði Pétur sest í helgan stein. Pétur var kvæntur Ágústu Pét- ursdóttur Snæland sem lifir eigin- mann sinn. Þau eignuðust fjóra syni, Pétur, Svein, Halldór og Gunnar. Andlát PÉTUR V. SNÆLAND Í SAMNINGI Búnaðarbanka Ís- lands og fimm stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis er eins og fram hefur komið gert ráð fyrir að stofnfjár- eigendurnir fái í sinn hlut ákveð- inn gengismun vegna viðskipta með stofnfé í SPRON. Auk þessa gengismunar greiðir bankinn, samkvæmt fyrstu grein samnings- ins, allan kostnað vegna kaupanna, þar með talið vegna hugsanlegra málaferla og fjármögnunar vegna lántöku. Þessu til viðbótar segir í sjöttu grein samningsins að bank- inn ábyrgist að stofnfjáreigend- urnir fimm muni ekki bera fjár- hagslegan skaða af kaupum á stofnfé og lántöku samkvæmt samningi þessum. Sá gengismunur sem um ræðir er munur á kaupgengi því sem fimmmenningarnir greiða öðrum stofnfjáreigendum og sölugenginu sem þeir hyggjast selja bankanum stofnféð á. Kaupgengið er 4,0 og sölugengið 4,077 og mismunurinn á þessu er gengismunurinn sem áður var nefndur. Ef fimmmenn- ingunum tekst að kaupa 67% stofnfjárins eins og að er stefnt verður hlutur þeirra samanlagt 25 milljónir króna, eða 5 milljónir króna á mann. Kaupi þeir allt stofnféð verður hluturinn um 37 milljónir króna, eða ríflega sjö milljónir króna á mann. Þessar greiðslur bankans til stofnfjáreig- endanna fimm jafngilda um 1,9% þóknun. Yfirtökutilboð Búnaðarbankans Stofnfjáreigendurnir fimm fá 25–37 millj- ónir króna í þóknun Morgunblaðið/Halldór SveinbjörnssonVestfjarða- víkingurinn í tíunda skipti KRAFTAMÓTIÐ Vestfjarðavíking- urinn hófst í gær í tíunda sinn, en fyrsti liður keppninnar fór fram í Vigur í Ísafjarðardjúpi þar sem kapparnir reyndu með sér í steina- tökum. Hér sést Guðmundur Otri toga grjóthnullunga upp á tunnur. Á vef Bæjarins besta kemur fram að í dag verði haldið til Flateyrar í Önundarfirði þar sem gengið verði að hætti kraftmikilla bænda til forna. Lokadagur keppninnar er laugardagurinn þegar meðal ann- ars verður keppt í vatnaraunum á Suðureyri og uxagöngu á Ísafirði. AÐSTANDENDUR Eldborgarhá- tíðarinnar hafa kært eigendur Miða- vefjarins ehf. til efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra fyrir að hafa ekki staðið skil á greiðslum vegna sölu á aðgöngumiðum að há- tíðinni. Fjármálastjóri Miðavefjar- ins var handtekinn í síðustu viku vegna rannsóknar á meintu fjár- málamisferli hjá fyrirtækjunum Vísi.is og Fréttablaðinu þar sem hann var einnig fjármálastjóri. Forsaga málsins er sú að Mið- avefurinn ehf. seldi miða að Eld- borgarhátíðinni samkvæmt samn- ingi við aðstandendur hátíðarinnar. Seldir voru miðar fyrir 4,7 milljónir króna og var þóknun Miðjavefjarins 404.040 kr. samkvæmt uppgjöri sem fjármálastjóri Miðavefjarins undir- ritaði. Samkvæmt samningnum átti að gera upp andvirði seldra miða, 4,3 milljónir króna, eigi síðar en 10. september 2001. Segir í kærunni að þegar komið var að því að inn- heimta upphæðina hafi komið fram „alls kyns kröfur um skuldajöfnuð við allt aðrar kröfur alls óskyldra félaga.“ Aðstandendur hátíðarinnar höfð- uðu einkamál sem endaði með því að gerð var dómsátt, sem fjármála- stjóri Miðavefjarins og lögmaður hans undirrituðu, um ákveðna skuldajöfnun við aðrar kröfur með vörslufénu. Miðavefur samþykkti að greiða 2,5 milljónir króna hinn 7. júní sl. Kemur fram að sú greiðsla hafi aldrei borist. Í kærunni segir að ástæða þess að málinu var upp- haflega stefnt sem einkamáli hafi verið sú, að talið var að með því myndi vörsluféð innheimtast fyrr en með því að kæra málið til lögreglu. Aðstandendur hátíðarinnar hafi einnig samþykkt dómsátt með veru- legri lækkun á fjárhæð sinni til að fá einhverja fjármuni, en allar líkur séu á því „að Miðavefur ehf. rambi nú á barmi gjaldþrots“. Miðavefur er í eigu SKÝRR, Vísis.is, Kuggs og fleiri. Kæra vanskil á miðasölu vegna Eldborgarhátíðar Ítrekuð innbrot í Ketilási í Fljótum BROTIST var inn í útibú Kaupfélags Skagfirðinga í Ketilási í Fljótum aðfararnótt miðvikudags, en lögreglan á Sauðárkróki rannsakar málið og nýtur til þess aðstoðar lög- reglunnar á Siglufirði og á Ólafsfirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki voru skemmdir nokkrar, en ekki er að fullu ljóst hverju var stolið. Lögreglan segir að ítrekað hafi verið brotist inn í Kaup- félagið í fyrra og á þessu ári og telur hún að um sömu að- ilana sé að ræða, þar sem margt sammerkt sé með þessum innbrotum og gefi það lögreglunni ákveðnar vís- bendingar sem verið sé að skoða. Lögreglan biður fólk sem einhverjar vísbendingar hefur um innbrotin að hafa sam- band og brýnir jafnframt fyr- ir fólki að fylgjast vel með eigum sínum á svæðinu en töluvert er um sumarbústaði í Ketilási. Þá lagði lögreglan á Sauð- árkróki hald á fíkniefni og vopn í húsi í bænum er hún gerði þar húsleit á þriðjudag. Töluverð neysla hafði verið á staðnum og játuðu eigendur íbúðarinnar neyslu fíkniefna og að hafa haft þau í vörslu sinni. Aðgerðin fór fram með hjálp leitarhunds frá Akur- eyri sem virkaði vel, að sögn lögreglu, en hún hafði fylgst með staðnum í nokkurn tíma. Þeir sem játuðu hafa komið við sögu lögreglu áður. Málið telst upplýst. STOFNFJÁREIGENDURNIR fimm sem hafa milligöngu um yfir- tökutilboð Búnaðarbankans hafa sent öðrum stofnfjáreigendum í SPRON bréf þar sem þeir fara fram á aðstoð þeirra við til að fundur verði boðaður á ný svo fljótt sem kostur er. Á miðvikudag ákvað stjórn SPRON að fresta fundi stofnfjár- festa sem átti að fara fram í dag. Þetta segjast fimmmenningarnir gera til að tryggt sé að stofnfjáreig- endur eigi möguleika á að selja stofnfé sitt. Eigendur a.m.k. þriðj- ungs stofnfjár þurfa að krefjast þess að nýr fundur verði boðaður til að svo verði og fylgir krafa með bréfinu um boðun nýs fundar. Þeir hvetja stofnfjáreigendur til að skrifa undir hana og senda til lögmanns þeirra, Jóns Steinar Gunnlaugssonar. „Í [kröfunni] eru tilgreind þau fundarefni sem taka verður fyrir á þeim fundi sem afboðaður var ólög- lega,“ segir í bréfinu. Þau fundarefni eru (1) tillaga stjórnar SPRON um að breyta SPRON í hlutafélag, (2) tillaga stofnfjáreigenda um að af- nema hámarkseign sérhvers stofn- fjáreiganda og (3) tillaga stofnfjár- eigenda um að stjórn SPRON muni ekki standa gegn framsali stofnfjár- hluta í sparisjóðnum. „Algjör for- senda fyrir því að stofnfjáreigendur geti selt stofnfé í sinni eigu með öðr- um hætti en tillaga stjórnar SPRON gengur út á er að hafna tillögu stjórnar SPRON (tillaga 1) og sam- þykkja tillögur stofnfjáreigenda (til- lögur 2 og 3), sem hér eru tilgreindar að ofan. Að öðrum kosti verður stofnfé SPRON að okkar mati illselj- anlegt og í það minnsta til muna verðminna en framkomið tilboð,“ segir í bréfinu. Fimmmenningum neitað um lista yfir stofnfjáreigendur Jón Steinar Gunnlaugsson segist gera ráð fyrir því að það takmark ná- ist að fá eigendur þriðjungs stofnfjár til að krefjast nýs fundar. „Við ger- um ráð fyrir því að stofnfjáreigendur í Sparisjóðnum standi með fimm- menningunum í stórum stíl.“ Hann segir að ýmsir hafi haft samband og einnig hafi verið rætt við nokkra. Jón Steinar segir að forsvarsmenn SPRON hafi neitað að afhenda lista yfir stofnfjáreigendur þótt skylt sé samkvæmt samþykktum sparisjóðs- ins að veita stofnfjáreigendum að- gang að listanum. Þeim hafi einungis verið heimilað að skoða listann á skrifstofu SPRON en stofnfjáreig- endur eru rúmlega 1100 talsins. „Við teljum að sú skýring á þessu ákvæði sé út í hött, það er alveg augljóst að þegar það er tryggt í samþykktum að stofnfjáreigendur hafi aðgang að listanum að þá hljóti að felast í því heimild til að fá afrit af honum.“ Jón Steinar telur að auðsótt væri að fara til sýslumanns og krefjast þess að fá listann afhentan. Hann telur óvíst að það verði gert. Vel geti verið að þau nöfn sem fimmmenningarnir hafa nú þegar dugi til. Bréf fimmmenninganna til stofnfjáreigenda SPRON Vilja að fundur verði boðaður sem fyrst á ný Er ósáttur við aðgerðir lögreglu ÍVAR Hannesson, eigandi veitinga- staðarins Club Diablo, sem sviptur var tímbundið vínveitingaleyfi, vill að það komi fram að lögreglan í Reykjavík hafi ekki haft samband við hann út af leyfissviptingunni og er hann mjög ósáttur við þessar að- gerðir. „Ég hef fengið ýmis bréf frá þeim en ekki neitt þar sem tilkynnt er um tímabundna sviptingu áfengisleyfis,“ segir hann og bætir við að hann hafi rætt við lögfræðinga og hyggist leita réttar síns. Hann leggur áherslu á að hann hafi ítrekað skýrt fyrir lögreglu að enginn fari inn á Club Diablo skil- ríkjalaus, en ástæða leyfissvipting- arinnar er dvöl unglinga undir ald- ursmörkum á staðnum og telur hann að ekki sé alltaf hægt að greina hvort skilríki séu fölsuð eða ekki. Ívar segir að hann fari eftir lögum og að staðurinn verði lokaður um helgina en hann hyggst halda ótrauður áfram og opna aftur fyrstu helgina í júlí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.