Morgunblaðið - 28.06.2002, Side 29

Morgunblaðið - 28.06.2002, Side 29
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 29 BYGGÐASAFNIÐ í Skógum opnar sýningu um samgöngur og tækni- minjar 20. júlí næstkomandi, en nú stendur yfir flutningur frá Reykja- vík á fornbílum og öðrum vinnu- tækjum, sem ætlaður er staður á sýningunni. Það er Vegagerðin sem sér um að flytja tækin austur, en í Skógum er verið að taka í notkun 1.500 fer- metra nýtt sýningarhús, þar sem lögð verður áhersla á samgöngur og tæknimynjar og er þetta fyrsta sýningin þar. Að sögn Björns Björnssonar sýn- ingarhönnuðar lána Þjóminjasafn Íslands og Vegagerðin muni á sýn- inguna. Þjóðminjasafnið lánar gamlar bifreiðar, auk nokkurra uppgerðra véla, líkt og báta- og ljósavél, en Vegagerðin leggur til níu vinnutæki, þeirra á meðal skurðgröfu, veghefil og valtara. Björn segir að bifreiðarnar sem verið sé að flytja séu með elstu bif- reiðum á landinu. „Elsti bíllinn er vörubíll af gerðinni T-Ford árgerð 1917, mjög fallega uppgerður. Síð- an er slökkvibíll, einnig T-Ford, ár- gerð 1923 og svo má nefna Willys- blæjujeppa árgerð 1946, sem Krist- ján Eldjárn átti lengi vel,“ bætir hann við. Hann segir að í dag verði meðal annars fluttur norskur veghefill, uppgerður og fallegur, af tegund- inni Drafn, en hann sé frá 1927. Þá verði líka fluttur Citroën-snjóbíll, sem hafi verið notaður á Holta- vörðuheiði. Bifreiðin sú sé búin beltum að aftan og skíðum að fram- an og sé frá árinu 1927. „Bílarnir ganga ekki allir ennþá, en elsti bíllinn, T-Fordinn, er öku- fær. Þeir eru samt ekkert keyrðir, heldur settir upp á vagn og fluttir þessa löngu leið. Bílarnir eru í mjög misjöfnu ásigkomulagi, en það er einmitt hugmyndin með þessari sýningu að sýna bíla sem hafa verið gerðir upp og líka þá sem á eftir að gera upp,“ bendir Björn á. Nokkrar af elstu bifreiðum landsins á faraldsfæti Morgunblaðið/Arnaldur Þessi gamli Elcar, árgerð 1927, er meðal bílanna sem Þjóðminjasafnið lánar á sýninguna. Sá er mjög merkilegt eintak en óuppgerður. Einar Magnússon menntaskólarektor átti bílinn lengi, en Einar var mikill ferðagarpur og ferðaðist mikið um óbyggðir. Samgöngusafn opnað í Skógum sem og öryggi sjúklinga og veita sjúklingum í húsarústunum fyrstu hjálp. Námskeiðið var hluti af almanna- varnaæfingunni Samverði 2002 sem lýkur á sunnudag. Alls taka 19 þjóð- ir þátt í æfingunni sem er hluti af al- þjóðlegu öryggis- og varnarstarfi Atlantshafsbandalagsins. Þetta er þriðja Samvarðaræfingin sem hald- in er á Íslandi. Um 1.000 manns taka þátt í æfingunni, þar af milli 400 og 500 erlendir þátttakendur ef starfsmenn Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli eru taldir með. Í til- kynningunni segir að markmið æf- ingarinnar sé að styrkja og samhæfa aðgerðir herja og borgara- legra stofnana aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins og samstarfsríkja þess á sviði björgunar þar sem æfð eru viðbrögð við náttúruhamförum. 125 BJÖRGUNARMENN frá Belg- íu, Litháen, Rúmeníu og Úsbekistan sóttu námskeið hjá rústabjörgunar- sérfræðingum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Gufuskálum á Snæ- fellsnesi og lauk því í gær. Björg- unarmennirnir æfðu m.a. notkun sérhæfðra hljóðleitartækja, rústa- björgunarmyndavéla og loftpúða sem hægt er að nota til að lyfta rúst- um. Á lokaæfingunni, sem fram fór í gær, var æfð leit og björgun í rúst- um. Í fréttatilkynningu frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu segir að aðstæðum hafi svipað mjög til þeirra sem verða á vettvangi jarð- skjálfta. Björgunarmennirnir fengu það verkefni að finna 30 menn sem voru í kjallara húss sem átti að hafa hrunið eftir jarðskjálfta. Björgunar- menn þurftu að tryggja eigið öryggi Björgunarmenn frá Úsbekistan við æfingar á Gufuskálum. Kenndu erlendum björgunarmönnum rústabjörgun HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að regla í samþykktum Samtaka aldr- aðra um að söluverð íbúða samtak- anna „megi aldrei vera hærra en kostnaðarverð hennar, að viðbættri verðhækkun samkvæmt vísitölu byggingakostnaðar, en að frádreginni hæfilegri fyrningu, að mati dóm- kvaddra manna,“ sé ekki bindandi fyrir dánarbú sem átti slíka íbúð. Samtök aldraðra eiga forkaupsrétt á íbúðinni en þegar erfingjarnir ætl- uðu að selja íbúðina gerðu samtökin kröfu um að verð ákvarðaðist í sam- ræmi við þessa reglu og væri þá mun lægra en markaðsvirði íbúðarinnar. Í samþykktum Samtaka aldraðra, sem staðfestar voru af félagsmála- ráðuneytinu 1981, segir að félagsmað- ur sem fengið hafi íbúð að tilhlutan fé- lagsins megi ekki selja hana nema stjórn félagsins hafi áður hafnað for- kaupsrétti. Söluverð íbúðar, hversu oft sem eigendaskipti kunni að verða, megi aldrei vera hærra en kostnaðar- verð hennar að viðbættri verðhækk- un samkvæmt vísitölu byggingar- kostnaðar, en að frádreginni hæfi- legri fyrningu samkvæmt mati dóm- kvaddra manna. Samhljóða ákvæði er í 12. gr. samþykkta félagsins frá októ- ber 1991 en þær hafa ekki verið stað- festar af ráðuneytinu. Ekki þinglýst Í niðurstöðu héraðsdóms segir að telja verði að framangreindri reglu í samþykktum samtakanna verði ekki beitt nema fyrir því séu skýrar heim- ildir gagnvart þeim sem þar eigi hlut að máli. Heimildir fyrir slíkri reglu voru ekki í lögum á þeim tíma sem konan keypti íbúðina en samþykktir Samtaka aldraðra voru hins vegar í gildi þegar konan keypti íbúðina. Í málinu var einnig deilt um hvort umrædd kona hefði verið félagi í Sam- tökum aldraðra þegar hún keypti íbúðina. Í dómi héraðsdóms segir að engin gögn hafi verið lögð fram um beiðni konunnar um inngöngu í sam- tökin og verði að telja ósannað að hún hafi gengið í þau. Þá hafi ekki verið lögð fram undirskrift hennar undir skuldbindingu um að hún skyldi vera háð samþykktum samtakanna eins og þær væru á hverjum tíma svo sem gert sé ráð fyrir að félagsmenn geri við inngöngu í samtökin. Í ljósi þessa alls féllst héraðsdómur ekki á að dán- arbúið sé bundið af umræddri reglu. Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Karl Axelsson, hrl., flutti málið f.h. dánarbúsins en Ragnar H. Hall, hrl., var til varnar. Skýrar lagaheimildir nauð- synlegar til að reglan gildi Regla um hámarksverð íbúða bindur ekki dánarbú BANDARÍSKU náttúrverndarsam- tökin World Wildlife Fund (WWF) hafa sent frá sér tilkynningu þar sem álframleiðandinn Alcoa er hvattur til að hætta við byggingu álvers í Reyð- arfirði. Þau fordæma framkvæmdina. Í fréttatilkynningunni segir að virkjunarframkvæmdir vegna vænt- anlegs álvers komi til með að sökkva hluta Dimmugljúfra. Þá segir að ákvörðun Alcoa, sem leggi opinber- lega áherslu á umhverfisvernd í starf- semi sinni, komi afar mikið á óvart þar sem norska álfyrirtækið Norsk Hydro hafi hætt við þátttöku í verk- efninu. Það hafi verið vegna mikillar gagnrýni og umhverfismats sem hafi sýnt fram á geigvænlegar afleiðingar fyrir svæðið. „WWF styður íslensk náttúru- verndarsamtök í viðleitni sinni til að fá austurhluta miðhálendisins sam- þykkt sem þjóðgarð. Slíkur þjóðgarð- ur myndi tryggja vernd hálendisins til langs tíma fyrir áhrifum fram- kvæmda á borð við Alcoa-álverið. Þetta myndi skapa fleiri störf, í ferða- mannaþjónustu, en myndu skapast í kringum fyrirhugaða virkjun og ál- ver, með miklu minni tilkostnaði.“ WWF fordæmir fyrirhugað álver í Reyðarfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.