Morgunblaðið - 28.06.2002, Side 31
Skýrsla nefndar um úrbætur vegna
kláms og vændis hefur vakið tals-
verða athygli og ekki eru allir á eitt
sáttir um tillögur nefndarinnar. Í
viðtali við Rúnar Pálmason segir
Sigríður Ingvarsdóttir, formaður
nefndarinnar, frá helstu forsend-
um fyrir niðurstöðunum.
MÖRGUM þykja tillög-urnar róttækar og þaðgetur vel verið að þærséu það. Öðrum finnst
sjálfsagt að of skammt sé gengið.
Við vorum með ákveðin gögn í hönd-
unum og drógum af þeim ályktanir.
Þær eru ekki endilega hinar einu
réttu. Þarna eru mörg vandasöm
matsatriði en það sem er mikilvæg-
ast er að þessi umræða fari fram hér
á landi,“ segir Sigríður Ingvarsdótt-
ir, héraðsdómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur, en hún var formaður
nefndar sem dómsmálaráðherra fól
að gera tillögur um úrbætur vegna
kláms og vændis.
Nefndin kynnti skýrslu sína í síð-
ustu viku og lagði m.a. til að aflétta
banni við að stunda vændi í fram-
færsluskyni og leyfa vægt klám.
„Við lögðum mjög mikið upp úr
því að afla traustra upplýsinga. Við
höfðum þessar tvær skýrslur, frá
Rannsókn og greiningu um vændi á
Íslandi og félagslegt umhverfi þess
og skýrslu dómsmálaráðherra um
samanburð á lagaumhverfi á Norð-
urlöndunum. Við unnum út frá þess-
um skýrslum en jafnframt öfluðum
við mikilla og mikilsverðra viðbót-
arupplýsinga. Við ræddum við fólk
sem gjörþekkir þessi mál og öfluð-
um skriflegra gagna frá Norður-
löndunum, Bretlandi og Bandaríkj-
unum. Í þessum málaflokki eru
mjög mörg atriði sem miklu skiptir
að tekið sé rétt á, að það séu teknar
réttar ákvarðanir og fundnar raun-
hæfar lausnir til úrbóta. Við töldum
að það væri ekki hægt nema með því
að hafa haldgóðar og traustar upp-
lýsingar um ástandið,“ segir Sigríð-
ur.
Nefndarmenn lögðust þó ekki
sjálfir í eiginlegar rannsóknir og
Sigríður segir að ekki hafi verið til
nægilega greinargóðar upplýsingar
um ástandið að öllu leyti. Það hafi
t.d. engin rannsókn verið gerð á um-
fangi vændis hér á landi og hvernig
sú starfsemi fer fram. Nefndin hafi
einfaldlega þurft að takmarka starf
sitt við þær upplýsingar sem lágu
fyrir og nefndarmenn gátu aflað og
miða tillögur sínar við þær. Sam-
staða hafi verið í nefndinni um nið-
urstöður hennar.
Beðið verði með ákvarðanir
í sumum málum
Það hefur verið gagnrýnt að
nefndin lagði ekki til að refsivert
yrði að kaupa kynlífsþjónustu af ein-
staklingum eldri en 18 ára. Hvers
vegna var þetta ekki lagt til?
„Sum mál voru þess eðlis að okk-
ur þótti rétt að bíða með að taka
ákvörðun, til dæmis varðandi það
hvort það ætti að vera refsivert að
kaupa vændi eða ekki,“ segir Sigríð-
ur.
Svíar séu einir Norðurlandaþjóða
um að hafa lýst kaupum á vændi
fullorðinna sem refsiverðu broti en
lögin um það tóku gildi árið 1999. Að
hennar mati er ekki komin nægjan-
leg reynsla af því fyrirkomulagi til
að hægt sé að draga af því víðtækar
ályktanir en nefndin hafi þó rætt
möguleikann á því að gera kaup á
vændi refisverð.
„Við töldum að það væri margt
sem mælti með því. Því
fylgdu hins vegar
ókostir, meðal annars
að með því yrði miklu
erfiðara að upplýsa mál
sem tengjast vændi og
þar með yrði erfiðara
að koma upp um þá
sem gera sér að féþúfu
að selja fólk í vændi.
Það eru þessir milliliðir
sem gjarnan hirða allan
gróðann og við töldum
mikilvægast að ná til
þeirra,“ segir Sigríður.
Af þeim upplýsingum
sem liggi fyrir varðandi
reynslu Svía megi ráða
að með nýju lögunum hafi dregið
mjög úr sýnilegu götuvændi.
Hvort að það hafi einungis orðið
ósýnilegt, þ.e. farið neðanjarðar,
hafi ekki verið rannsakað. Þá sé
sönnunarbyrði í slíkum málum afar
erfið. Erfiðlegast hafi gengið að
sanna að aðilar hafi samið um að
kynlífsþjónusta yrði látin í té gegn
endurgjaldi. Þá hafi lögin gert það
að verkum að mun erfiðara sé að ná
til milliliðanna.
Nánast sé útilokað að fá menn til
að bera vitni þar sem í flestum til-
fellum er um að ræða viðskiptavini
vændiskvenna. Með því að bera vitni
viðurkenna þeir sitt eigið brot og
eiga þar með yfir höfði sér refsingu.
Sigríður segir að vændi á Íslandi sé
og hafi verið neðanjarðarstarfsemi
en með því að gera kaup á vændi
refsiverð hafi nefndarmenn óttast
að það færi enn lengra undir yfir-
borðið og þar með yrði enn erfiðara
að berjast gegn því og koma fólki
sem það stundar til hjálpar.
„Við teljum mjög mikilvægt að
koma í veg fyrir vændi og skaðlegar
afleiðingar þess. Vændi er skaðlegt
fyrir þá einstaklinga sem eiga hlut
að máli og það er skaðlegt fyrir þjóð-
félagið,“ segir Sigríður.
Verður að rjúfa vítahringinn
Nefndin lagði til að aflétt verði
banni við vændi í framfærsluskyni.
Hver eru helstu rökin fyrir því?
„Í fyrsta lagi er erfitt að skil-
greina hvenær einhver stundar
vændi í framfærsluskyni. Sam-
kvæmt núgildandi lögum er vændi
ekki refsivert ef það er ekki gert í
framfærsluskyni. Það væri þá vænt-
anlega í lagi að stunda vændi í hluta-
starfi. Sönnun í slíkum málum er af-
ar erfið og mér vitanlega hefur slíkt
mál aldrei komið til kasta dómstóla
hér á landi,“ segir Sigríður.
Þá hafi rannsóknir sýnt fram á að
þeir sem stunda vændi eru mjög
gjarnan fórnarlömb aðstæðna, þeir
séu fátækir, hafi verið misnotaðir
kynferðilega í æsku eða séu háðir
fíkniefnum. „Það er mjög brýnt að
þessum einstaklingum sé hjálpað út
úr þessum vítahring. Það er hins
vegar ekki hægt að rjúfa vítahring-
inn ef fólkið á yfir höfði sér refsingu
ef það leitar sér hjálpar, hvort sem
það er til læknis eða lögreglu,“ segir
Sigríður. Þar að auki sé fólk sjaldn-
ast tilbúið til að bera vitni ef það fell-
ir þar með sök á sjálft sig og þar með
verði erfiðara að koma lögum yfir
vændismiðlarana.
Nefndin lagði einnig til að bannað
væri að bjóða kynlífsþjónustu á al-
mannafæri. Rúna Jónsdóttir,
fræðslu- og kynningarfulltrúi Stíga-
móta, hefur sagt að þessi tillaga, auk
þeirra takmarkana sem lagðar eru
til varðandi staðsetningu nektar-
staða, beri þess merki að nefndin
telji slíka starfsemi í lagi svo lengi
sem hún sé ekki sýnileg. Vilja nefnd-
armenn fela vændi og nektarstaði?
„Tillagan um bann við að bjóða
kynlífsþjónustu á almannafæri lýtur
ekki að því að gera vændi ósýnilegt.
Það er alls ekki vilji nefndarinnar.
Við viljum einmitt að vændisstarf-
semin komi upp á yfirborðið því að-
eins þannig er hægt að berjast gegn
henni. Þetta varðar almenn velsæm-
ismörk og hjá nágrannalöndum okk-
ar eru víðast sambærileg ákvæði í
lögum,“ segir Sigríður. Varðandi
nektarstaðina þá sé tilgangurinn
með tillögum sá að koma í veg fyrir
að nektarstaðir eyðileggi ásýnd
heilu hverfanna. Því hafi verið lagt
til að þeir standi ekki of nálægt
hvorum öðrum, verði ekki of nálægt
miðbæjum, kirkjum, skólum eða
öðrum opinberum byggingum. Sig-
ríður bendir á að mörgum þyki
ásýnd nektarstaðanna vera óaðlað-
andi og sú menning sem þeir standa
fyrir óæskileg. Nefndin hafi þó ekki
viljað ganga svo langt að leggja til að
nektarstaðir yrðu bannaðir með öllu
því þá væri hætta á að starfsemin
færi neðanjarðar. Nefndin lagði hins
vegar til að einkadans verði bann-
aður og gestir megi ekki snerta
dansara. „Mér finnst ekki ganga að
leyfa einkadans vegna þess að það
er ekkert eftirlit með honum og
dansararnir geta verið í mikilli
hættu á að verða fyrir ofbeldi eða
misnotkun,“ segir Sigríður. Þá sé
engin ástæða til þess að gestirnir
snerti dansarana enda kalli dans-
sýningar sjaldnast á snertingu.
Klámið verður sífellt grófara
Tillaga nefndarinnar um að af-
létta banni við vægu klámi en banna
áfram gróft klám hefur vakið at-
hygli. Rúna Jónsdóttir hefur m.a.
gagnrýnt nefndina fyrir að taka ekki
tillit til þess að klám sé skaðlegt fyr-
ir þá sem eru notaðir við framleiðslu
á klámi.
„Skýrslan um vændi á Íslandi
fjallaði ekki um þetta. Við höfðum
engar sérstakar upplýsingar um
þetta og við einbeittum okkur að
þeim verkefnum sem okkur voru
fengin í hendur. Áhrif kláms á þá
sem eru notaðir við framleiðslu var
ekki í verkahring nefndarinnar. Það
hefði verið hægt að færa út verksvið
nefndarinnar á ýmsa vegu en þá
hefði vinnu hennar seint eða aldrei
lokið og tillögurnar ekki litið dagsins
ljós,“ segir Sigíður.
„Það hefur ekki tekist að sýna
fram á bein tengsl milli þess að fólk
hafi klám undir höndum og að það
fremji ofbeldisbrot eða kynferðis-
brot. Hins vegar voru nefndarmenn
mjög meðvitaðir um að bæði klám
og vændi hafi óbein áhrif sem felast
til dæmis í því að fólk, ekki síst ungt
fólk, fær brenglaða mynd af sam-
skiptum kynjanna. Aðgangur að
klámi verður sífell greiðari og klám-
ið verður ofbeldisfyllra. Um leið
virðist sem þeir sem hafa það á boð-
stólum þurfi alltaf að ganga lengra
og lengra. Sennilega er þetta til að
koma til móts við markaðinn en af-
leiðingin er m.a. sú að klámið verður
víðar á boðstólum þannig að fleiri
eigi aðgang að því, meðal annars
börn. Þessu fylgir aukið umburðar-
lyndi og siðferðisvitundin sljóvgast.
Það verður að sporna gegn þessari
þróun,“ segir Sigríður.
Aukið framboð af klámi og mark-
aðsvæðing kynlífs setji börn í hættu.
„Þeim hefur í auknum mæli verið
stillt upp sem eins konar kynferð-
isverum eða klædd í tískufatnað sem
leggur áherslu á kynferði þeirra. Þá
styttist í að þau verði notuð í barna-
klám eða misnotuð kynferðislega.
Þetta er hinn þjóðfélagslegi skaði af
auknu klámi, ofbeldisfyllra klámi og
grófu klámi,“ segir Sigríður.
„Það er búið að fjalla mikið um
þetta og ég heyri að fólk hefur ýms-
ar skoðanir á þessu. Það er grund-
vallarregla að hefta ekki tjáningar-
frelsið. Ef einhver vill verða sér úti
um klámblöð eða klámmyndir þá á
ekki að hefta frelsi hans til þess
nema það séu góð og gild rök fyrir
því. Við teljum fulla ástæðu til að
banna algjörlega grófa klámið, það
er að segja ofbeldisfullt klám,
barnaklám og dýraklám. Annað
klám sem maður myndi ætla að væri
algjörlega hættulaust verði ekki
bannað en það megi aldrei hafa það
á boðstólum fyrir börn og það verði
ekki til sýnis þar sem þau geta séð
það, eða aðrir sem kæra sig ekki um
að sjá það,“ segir hún. Nefndin hafi
ekki talið það í sínum verkahring að
setja nákvæmar reglur um flokkun
á klámi eða hvar það megi vera til
sölu.
Lögin álitin tímaskekkja
Sigríður segir að veruleikinn sé sá
að umræða um kynlíf sé orðin mun
meiri en hún var fyrir nokkrum ár-
um og miklu meira efni á boðstólum
þar sem er fjallað um kynlíf á ýmsan
hátt. Erfitt geti verið að greina á
milli fræðslu og kláms en eins og
lögin og tíðarandinn séu núna eigi
dómstólar stundum erfitt með að
flokka eða greina hvað teljist eðlileg
umfjöllun um kynlíf og hvað sé
klám. „Dómstólar og lögregla hafa
margt þarfara að gera en að vinna
eftir lögum sem að flestra áliti eru
tímaskekkja.“
Sigríður leggur áherslu á að um-
fjöllun um klám og vændi ljúki ekki
með gerð skýrslunnar. „Þetta er
verkefni sem þarf sífellt að vinna.
Það berast stöðugt nýjar upplýsing-
ar um þennan heim sem breytist í sí-
fellu,“ segir hún.
Þá verði að gæta þess að tillögur
nefndarinnar um lagabreytingar
eru aðeins tillögur. Það verði Al-
þingis að ákveða hverjar þeirra
verði að veruleika. Aðrar tillögur
nefndarinnar sem fjalla um forvarn-
ir, samstarf og að samhæfa krafta,
þekkingu og reynslu eru háðar því
að við þeim verði brugðist af þeim
sem hafa með þau mál að gera.
Formaður nefndar sem falið var að smíða tillögur um úrbætur vegna kláms
„Tillögur nefndarinnar eru ekki endilega
þær einu réttu og það er Alþingis að ákveða
hverjar verða að veruleika,“ segir Sigríður
Ingvarsdóttir héraðsdómari.
Nauðsynlegt að ræða
um klám og vændi
runarp@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 31
ig greint
nauðsyn-
markaðs-
breyta í
að óháður
markaðs-
að stjórn
etta mat
l af því að
stofnfjár-
uni af því
etið sem
eiri hluta-
a í spari-
var með
stjórnar
ð því er
tofnfé í
til
ðar
rið skiln-
en í um-
fram að
afhenda
nhverjum
ættu ekki
rt fram í
og spari-
eiga ein-
nborguðu
tilkall til
isjóðsins.
arpinu.“
varpaði
rri spurn-
tabréf og
þeirrar
til yrði
r sagðist
ann hefði
m enginn
naður og
nna hefði
jög háum
agt verið
og spari-
fi búið til
u,“ sagði
hrifinn af
ari lausn.
a þess að
tterí sem
gra hefði
endur að
áreigend-
gert væri
eir ráði í
sem til
ingu, og
an spari-
verið að
eigendur
hefðu fengið þetta hreint og beint,
eða um 1⁄3 af sparisjóðnum en af-
ganginum yrði síðan skipt á milli
skuldara og sparifjáreigenda sjóð-
anna.
Lögðust ekki gegn
hlutafjárvæðingu
Steingrímur J. Sigfússon, vinstri
grænum, benti á að ekki væri um
það að ræða að aðkallandi vandamál
eða bág staða sparisjóðanna kölluðu
á breytingar á lögunum. „Þarf ekki
einmitt,“ sagði Steingrímur, „að
fara varlega og gera engar þær
breytingar á starfsumhverfi spari-
sjóðanna sem veikt gætu þann
grundvöll sem hefur nýst þeim svo
vel.“
Steingrímur tók þó fram að hann
legðist ekki gegn því að stærstu
sparisjóðirnir breyttu sér í hluta-
félög.
Margrét Frímannsdóttir, Sam-
fylkingunni, sagði m.a. vera mikil-
vægt að aðeins væri um heimild að
ræða en ekki væri verið að neyða
sparisjóðina í hlutafjárvæðingu.
Hún sagði Samfylkinguna vera
hlynnta því að að sparisjóðirnir
fengju heimild til þess að breyta
rekstrarformi sínu: „Við erum
hlynnt því og við teljum að þeir sem
hafa farið með stjórn séu best færir
til að segja okkur hvaða leið sé best
til þess fallin.“
Nokkrir þingmenn gagnrýndu
það mikla vald sem verið væri að
veita fáum, og í sumum tilvikum ör-
fáum stofnfjáreigendum, með því að
þeir réðu alfarið sjálfseignarstofnun
sem til yrði við hlutafélagsvæðingu
sparisjóða.
Guðmundur Árni Stefánsson,
Samfylkingunni, benti til að mynda
á að í sumum tilvikum hafi fáir ein-
staklingar í krafti nokkurra tugþús-
unda króna, sem þeir lögðu til, vald
á gífurlegum fjármunum. Og vera
má að Guðmund hafi rennt í grun
um að önnur félög eða fjársterkir
aðilar myndu renna hýru auga til
sparisjóðanna: „Maður veltir því dá-
lítið fyrir sér hvort það sé ekki ein-
mitt ígildi þessa valds yfir fjármun-
um sem skapi síðan andlag að
ákveðnu eignarhaldi og hvort þessir
stofnfjárhlutir, ef þeir ganga kaup-
um og sölum, hvort sem það er uppi
á borðum eða undir borðum, séu
ekki ígildi verulegra fjárhæða og
verði ekki eftirsóttir meðal þeirra
sem hafa fjármuni undir höndum.
Til að segja það bara eins og er þá er
hættan sú að fjársterkir aðilar taki
ákvörðun um það að kaupa völd og
áhrif með einhverjum tilteknum
peningum.“
Um þetta vald sagðist ráðherra
ekki sjá aðra aðila en stofnfjáreig-
endur sem hefðu meiri ástæðu til að
koma að stjórn sjálfseignarstofnun-
ar. Þá minnti hún á að eftirlit verði
með virkum eignarhlutum í spari-
sjóðunum og það sé því ekki eins og
stjórn eða stofnfjáreigendur geti
ráðskast með viðkomandi sparisjóði
án tillits til laga og eftirlits.
ða við
ðingu
lega
eyt-
Arn-
ggjaf-
ifjar
ngi.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
arnorg@mbl.is