Morgunblaðið - 28.06.2002, Page 34
UMRÆÐAN
34 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í
vikunni kom út skýrsla
Fraser-stofnunarinnar
um efnahagslegt frjáls-
ræði ríkja. Ánægjulegt
var að sjá að Ísland hafði
færst í rétta átt á listanum, hækk-
að úr átjánda sæti í það ellefta frá
árinu 1995 til ársins 2000. Þessi
hækkun Íslands á listanum er
sérstaklega ánægjuleg með hlið-
sjón af því að efnahagslegt frelsi
ríkja fór almennt vaxandi á þessu
tímabili og því erfiðara en ella
fyrir ríki að hækka sig. Ríkjum er
raðað á listann með því að gefa
þeim einkunn fyrir 37 atriði sem
meðal annars lúta að umfangi rík-
isins, lagaumhverfi, vernd eign-
arréttarins, peningastefnu, fjár-
málamarkaði, viðskiptafrelsi og
vinnumarkaði.
Ísland stendur ágætlega þegar
litið er til lagaumhverfis, peninga-
mála og fjármálamarkaðar. Ein-
kunnagjöfin fyrir fjármálamark-
aðinn hækkaði talsvert á þessu
fimm ára tímabili, en það sem
helst dró landið niður á því sviði
var eign-
arhald fjár-
málastofn-
ana, þó sú
einkunn færi
reyndar líka
batnandi.
Þar sem þessar tölur eru frá
árinu 2000 má reikna með að
vegna þeirrar þróunar sem verið
hefur síðan og líkleg er á næst-
unni muni einkunnin fyrir fjár-
málakerfið verða enn betri í
næstu skýrslu. Þróunin hefur
hins vegar ekki verið jákvæð á öll-
um sviðum. Sú einkunn sem hlýt-
ur að valda mestum áhyggjum er
einkunnin fyrir ríkisútgjöld, en
hún lækkar verulega á þessu
tímabili og var þó léleg fyrir.
Það er ekki út í loftið að gefin
er einkunn fyrir ríkisútgjöld þeg-
ar verið er að meta efnahagslegt
frelsi. Aukin ríkisútgjöld þýða
aukna skattheimtu sem aftur þýð-
ir að einstaklingarnir halda færri
krónum eftir í eigin vasa. Þetta er
verulega þýðingarmikið atriði
þegar efnahagslegt frelsi ein-
staklinga er metið og því eðlilegt
að menn gefi því gaum og reyni að
draga úr útgjöldum ríkisins sem
mest má verða.
Ólíkt þróuninni í fjármálageir-
anum er fátt sem getur gefið
mönnum vonir um að nú sé að
rofa til í ríkisfjármálum. Sem
dæmi má nefna aukinn kostnað
vegna laga um fæðingar- og for-
eldraorlof sem samþykkt voru ár-
ið 2000 og tóku gildi í byrjun síð-
asta árs. Þessi lög höfðu ýmsa
alvarlega galla, svo sem að mis-
muna börnum eftir fjölskylduhög-
um og að gera fólki misnotkun
kerfisins enn auðveldari en al-
mennt tíðkast um velferðarkerfi.
En jafnvel þó litið sé framhjá
þessum alvarlegu göllum höfðu
lögin einnig þann mikla ókost að
auka útgjöld ríkisins umtalsvert.
Eins og jafnan þegar þrýstihópar
og stjórnmálamenn þeirra vinna
að því að „selja“ borgurunum
hugmyndir um aukin ríkisútgjöld
eru upphaflegar áætlanir í lægri
kantinum. Þannig hljóðuðu áætl-
anir fjárlagaskrifstofu fjár-
málaráðuneytisins, sem birtar eru
í greinargerð með frumvarpinu,
upp á 3,7-3,8 milljarða króna
kostnað á ári þegar lögin hefðu að
fullu tekið gildi, sem var hækkun
um að minnsta kosti 1,6 milljarða
króna frá fyrri lögum.
Fyrir nokkrum dögum birtu
Samtök atvinnulífsins tölur um
áætlaðan kostnað vegna laganna.
Þar er gert ráð fyrir að hann
verði nálægt 5,5 milljörðum
króna á næsta ári, en þá munu
lögin hafa tekið gildi í endanlegri
mynd. Gangi þessar áætlanir eft-
ir, en þær eru gerðar í ljósi feng-
innar reynslu, verður kostnaður-
inn um 1,7 milljörðum króna
meiri á ári til frambúðar en hald-
ið var fram fyrir samþykkt lag-
anna. Þessi mikli aukakostnaður
hefði sjálfsagt haft áhrif á af-
stöðu einhverra til frumvarpsins,
enda er talsverður munur á því
að samþykkja 3,8 milljarða króna
árleg útgjöld til allrar eilífðar en
5,5 milljarða króna árleg útgjöld í
sama tíma.
En báðar þessar tölur eru vita-
skuld óásættanlegar hafi menn
áhuga á að draga úr ríkisút-
gjöldum, lækka skatta og auka
efnahagslegt frelsi einstakling-
anna. Það er vitaskuld enn verra
að auka árleg útgjöld úr 2,1 millj-
arði króna, eins og fyrri lög kost-
uðu, í 5,5 milljarða króna en að
auka þau „aðeins“ í 3,8 milljarða
króna. En þeir sem vilja draga úr
skattheimtu og ríkisútgjöldum
hafna hvoru tveggja.
Þessi mikla og skipulagða
aukning útgjalda eykur ekki
bjartsýni um að tekið verði af
festu á ríkisfjármálunum. Ekki
er heldur hægt að segja að staða
skattgreiðenda hafi batnað þegar
enn einn sérhagsmunahópurinn
kynnti útgjaldahugmynd sína í
fyrradag. Þar var á ferðinni hóp-
ur fólks sem telur að stjórnvöld
geri ekki nóg til að styrkja leikna
innlenda dagskrárgerð í sjón-
varpi. Ríkið rekur að vísu fyr-
irtæki sem skattleggur heimili
landsins um 27.000 krónur á ári,
meðal annars með þeim rökum
að það sinni innlendri dag-
skrárgerð, en það er bara ekki
nóg að mati þrýstihópsins. Ríkið
rekur einnig leikhús og styrkir
leikhópa og kvikmyndagerð.
Fyrir utan að reka Kvikmynda-
sjóð setur ríkið einnig fé í sér-
stakan stuttmyndasjóð og annan
til styrktar heimildarmyndum.
En þetta nægir víst ekki því nú
þarf einnig að styrkja leikna inn-
lenda dagskrárgerð fyrir sjón-
varp með sérstökum rík-
isstyrktum sjóði. Og næst þarf
sennilega að stofna sjóði um
stuttmyndir og heimildamyndir
fyrir sjónvarp, og jafnvel ein-
hverjar fleiri gerðir mynda ef
hugmyndaflugið leyfir.
Vissulega má endalaust stofna
nýja ríkisstyrkta sjóði til að gera
hitt og þetta sem myndi gleðja
ýmsa og jafnvel verða til gagns.
Staðreyndin er hins vegar sú að
ef menn vilja ekki að allt sem
þeir afla fari í skattgreiðslur og
renni svo frá ríkinu til ýmissa
„góðra mála“ þá verður einhvern
tímann að láta staðar numið. Ef
marka má reynsluna er umtals-
verð hætta á að þessi hugmynd
um nýja ríkisstyrkta sjóðinn
verði að veruleika og þar með
yrði enn þrengt að efnahagslegu
frelsi einstaklinganna.
En þó of mikil lausatök og eft-
irlátssemi hafi verið í ríkisfjár-
málum gefur viðtal við forsætis-
ráðherra frá síðustu helgi von um
að tekið verði í taumana, að
minnsta kosti í þeirri fjár-
lagagerð sem framundan er. Í
viðtalinu segir hann að skila þurfi
myndarlegum afgangi af ríkis-
sjóði á næsta ári og hver veit
nema fjármálaráðherra og aðrir
fagráðherrar hafi þessi orð í
huga þegar haustar og þrýsti-
hóparnir gerast háværari.
Lausatök
Ólíkt þróuninni í fjármálageiranum er
fátt sem getur gefið mönnum vonir um
að nú sé að rofa til í ríkisfjármálum.
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj@mbl.is
PÉTUR Blöndal al-
þingismaður hefur oft
talað um „fé án hirðis“.
Nú ætlar hann sér að
hirða þetta fé sjálfur og
hagnast á. Þessir fimm
stofnfjáreigendur eru
að misnota aðstöðu sína
sem stofnfjáreigendur
til að græða tæplega 40
milljónir persónulega.
Þeir hafa þá skyldu
sem stofnfjáraðilar að
stuðla að vexti og við-
gangi SPRON. Þeirri
skyldu eru þeir að
bregðast. Þeir láta ráð-
ast af gróðafíkn og láta
hagsmuni sparisjóðsins
og viðskiptavina hans lönd og leið.
Aðgerðir þingmanns og félaga
hans til að ná yfirráðum í SPRON
með því að ganga gegn vilja og mark-
miðum Alþingis eru forkastanlegar.
Þingmaðurinn var á móti frumvarpi
ríkisstjórnarflokkanna um að heimila
sparisjóðunum að breytast í hluta-
félög. Í stað þess að sætta sig við nið-
urstöður meirihluta Alþingis hefur
þingmaðurinn nú talið sig hafa fundið
leið framhjá þessum lögum. Það er
með ólíkindum að alþingismaður
skuli standa að aðgerðum „gegn anda
laganna“ eins og viðskiptaráðherra
orðar það.
Ef þingmanninum og hinum lepp-
um Búnaðarbankans tekst ætlunar-
verk sitt að ná yfirráð-
um yfir stofnfé SPRON
eru allir sparisjóðir í
landinu í hættu. Stóru
bankarnir munu hirða
þá sparisjóði sem þeim
líst vel á og sameina þá
sínum rekstri. Litlir
sparisjóðir á lands-
byggðinni verða skildir
eftir því þeir þykja ekki
eins feitir bitar. Við
þetta mun allt samstarf
sparisjóðanna veikjast
og dótturfélög spari-
sjóðanna verða seld eða
sameinuð sambæri-
legum félögum stóru
bankanna. Þetta mun
þýða endalok sparisjóðanna eins og
við þekkjum þá í dag. Er það vilji
stjórnvalda og viðskiptavina að starf-
semi sparisjóðanna leggist niður?
Meginstoðir fjármálafyrirtækja
eru þrjár: fjármagn, viðskiptavinir og
starfsmenn. Aðgerðir þingmannsins
og félaga miða að því að ná tangar-
haldi á fjármagninu. Þeir segja að
þeir muni ekki segja upp starfsfólki
og hagræðing mun eiga sér stað með
eðlilegri þróun. Hvað er eðlileg þró-
un? Er það að leggja niður allar stoð-
deildir SPRON og láta stoðdeildir
Búnaðarbankans sjá um þau störf?
Er það eðlileg þróun að loka þeim
útibúum sem þeim hentar? Ég spái
því að ef þessi yfirtaka tekst þá muni
starfsfólki SPRON fækka um 50% á
næstu sex mánuðum. Hvað verður þá
um traust viðskiptavina á SPRON?
Byggist það ekki á sambandi starfs-
manna við viðskiptavini. Það er mín
skoðun að markmið Búnaðarbankans
og leppa hans sé eingöngu að ná yfir-
ráðarétti yfir fjármagni SPRON og
eignarhlutum sem SPRON á í öðrum
félögum en afdrif viðskiptavina og
starfsmanna skipti þá litlu sem engu
máli.
Ég skora á stjórnvöld að standa
vörð um sparisjóðina svo þeir geti um
ókomin ár haldið áfram að veita við-
skiptavinum góða þjónustu og verði
áfram bakhjarl atvinnulífs víða um
landið.
„Góði“ hirðirinn
reynir að hirða SPRON
Geir
Þórðarson
SPRON
Í stað þess að sætta
sig við niðurstöður
meirihluta Alþingis,
segir Geir Þórðarson,
hefur þingmaðurinn
talið sig finna leið
framhjá lögunum.
Höfundur er stofnfjáreigandi
í SPRON.
SPARISJÓÐUR
Reykjavíkur og ná-
grennis fagnar 70 ára
starfsafmæli sínu í ár. Í
70 ára sögu SPRON
hefur áherslan í starf-
seminni ávallt verið sú
að veita viðskiptavinum
persónulega og góða
fjármálaþjónustu og
með því móti hefur fyr-
irtækið vaxið og dafnað
mjög vel. Lykillinn að
þessari þróun er gott og
vel þjálfað starfsfólk og
traust bakland, þar sem
stofnfjáraðilar spari-
sjóðsins eru. Stofnfjár-
aðilar sparisjóðsins eru
stór og mjög mikilvægur hluti við-
skiptavina SPRON og hefur samstarf
þeirra og starfsfólks verið mjög gott í
gegnum árin. Viðskiptavinum
SPRON hefur fjölgað jafnt og þétt og
síðastliðin ár hefur aukningin verið
mjög mikil og segir það sína sögu um
hvað það er sem viðskiptavinirnir
vilja – góða og persónulega þjónustu
frá hæfu og traustu starfsfólki.
Starfsfólk og viðskiptavinir
Hvað er það sem gerir fyrirtæki að
því sem það er? Í hverju liggja mestu
verðmætin? Í mínum huga er svarið
einfalt – það liggur í þekkingu og
hæfni starfsmanna – mannauði fyr-
irtækisins – og þeim viðskiptasam-
böndum sem starfsmenn koma á við
viðskiptavinina.
Í starfsmannastefnu SPRON segir
m.a.: „Til að tryggja velgengni
SPRON þarf hóp af hæfum, áhuga-
sömum og metnaðar-
fullum starfsmönnum.
Starfsmenn byggja upp
starfsframa sinn í fyrir-
tæki sem býður hvetj-
andi starfsumhverfi og
tryggir að einstaklingar
fái notið sjálfstæðis og
ábyrgðar í starfi.
Hjá SPRON starfar
samheldinn, traustur og
afbragðsgóður hópur
fólks sem hefur það að
aðalmarkmiði að veita
góða þjónustu og leggja
sitt af mörkum til að
sparisjóðurinn geti vax-
ið og dafnað í því sam-
keppnisumhverfi sem
hann starfar í. Frumkvæði starfs-
manna, hugmyndir og framtakssemi
hefur gert SPRON að leiðandi fyr-
irtæki með auknu þjónustuframboði
og tækninýjungum á fjármálamark-
aðnum. Okkur hefur tekist að skapa
SPRON sérstöðu vegna sveigjanleika
og hæfni starfsmanna og í því liggja
mikil verðmæti sem starfsmenn,
stofnfjáraðilar og viðskiptavinir hafa
notið góðs af í gegnum árin. SPRON
er eftirsóknarverður vinnustaður og
áhugi almennings á að fá að starfa í
SPRON, í því starfsumhverfi sem
skapað hefur verið, er mikill.
SPRON í efsta sæti
Í árlegri vinnustaðagreiningu
SPRON, sem unnin er í samvinnu við
IMG-Gallup, leggja starfsmenn mat á
starfsanda, aðbúnað, hvatningu og
tækifæri til starfsþróunar. Í síðustu
greiningu sem gerð var skilaði niður-
staða starfsmanna SPRON í efsta sæti
þeirra fyrirtækja á Íslandi, sem gert
hafa slíkar kannanir meðal starfs-
manna sinna. Það segir mikið um hug
starfsmanna til SPRON. Í könnunum
sem gerðar hafa verið meðal viðskipta-
vina SPRON hafa niðurstöður einnig
verið afbragðsgóðar. Þjónustukönnun
meðal viðskiptavina sem gerð var sl.
vetur sýnir að viðskiptavinir SPRON
eru mjög ánægðir með þá þjónustu
sem þeir fá hjá SPRON.
Ennfremur má geta þess að spari-
sjóðirnir hafa undanfarin þrjú ár ver-
ið í verðlaunasæti í könnun Íslensku
ánægjuvogarinnar. Íslenska ánægju-
vogin mælir ánægju viðskiptavina
helstu fyrirtækja í nokkrum atvinnu-
greinum. Fyrstu tvö árin voru spari-
sjóðirnir með hæstu einkunn allra
fyrirtækja á Íslandi, þ.m.t. fjármála-
fyrirtækja, sem mæld voru og í síð-
ustu könnun voru sparisjóðirnir með
hæstu einkunn í samanburði við önn-
ur fjármálafyrirtæki sem mæld voru.
Framtíð SPRON er björt ef …
Það er skiljanlegt að samkeppnis-
aðilar SPRON hafi mikinn áhuga á að
komast yfir þessi miklu verðmæti
sem í SPRON liggja og það sam-
keppnisforskot sem SPRON hefur.
Sá áhugi sem komið hefur fram hjá
Búnaðarbankanum varðandi yfirtöku
á SPRON, sýnir okkur að þeir mögu-
leikar sem liggja í SPRON eru gíf-
urlegir og framtíðin björt, ef rétt er
að málum staðið. Búnaðarbankinn er
greinilega tilbúinn að ganga langt til
að ná yfirráðum yfir SPRON.
En varðveitast þessi verðmæti ef
fyrirætlanir Búnaðarbankans um yfir-
töku ná fram að ganga? Það má stór-
lega efast um það. Samstarf og sam-
hugur er það sem skapar þessi
verðmæti – óvinveitt yfirtaka, eins og
gerð er tilraun til nú, er ekki til þess
fallin að tryggja óbreyttar aðstæður
starfsmanna og viðskiptavina SPRON.
Eins og kom fram á fjölmennum
starfsmannafundi, sem haldinn var í
SPRON 26. júní sl., er stuðningur
starfsmanna einróma við stjórn og
framkvæmdastjórn SPRON varðandi
það að tryggja framtíð SPRON og
áframhaldandi skapandi starfsum-
hverfi og uppbyggingu traustra við-
skiptasambanda við viðskiptavini
sparisjóðsins.
Það er einlæg von mín að stofnfjár-
aðilar SPRON styðji okkur starfs-
menn í þeirri baráttu, að SPRON fái
að starfa áfram sem sjálfstætt fyrir-
tæki, nýta áfram þá krafta og hæfi-
leika sem í starfsmönnum býr og
skapa með því framtíðarverðmæti.
Harpa
Gunnarsdóttir
SPRON
Efast má um það, segir
Harpa Gunnarsdóttir,
að þessi verðmæti varð-
veitist ef Búnaðarbank-
inn yfirtekur SPRON.
Höfundur er forstöðumaður starfs-
mannaþjónustu SPRON.
SPRON verði áfram
sjálfstæður sparisjóður