Morgunblaðið - 28.06.2002, Page 38

Morgunblaðið - 28.06.2002, Page 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ester LáraMagnúsdóttir fæddist á bænum Kjarna í Eyjafirði 29. apríl 1917. Hún lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 20. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- finna Guðmunds- dóttir, frá Felli í Árneshreppi í Strandasýslu, f. 6.9. 1895, d. 19.5. 1973, og Magnús Hanni- balsson skipstjóri, frá Múlaseli í Gufu- dalssveit, f. 14.4. 1874, d. 3.3. 1963. Alsystkini Esterar voru: Trausti Breiðfjörð, Vilborg og Emma Breiðfjörð, og er Trausti sá eini sem enn er á lífi. Hálfsystkini Est- erar voru: Klara, Guðrún, Vilma, Magnús, Helga og Lára og lifir hún systkini sín. Ester giftist 27. okt. 1939 Guð- harður en fyrir átti Ester soninn Magnús Arturo. b) Ragnar Ólafur, f. 1977, maki Edna Sólrún Birg- isdóttir. Sonur þeirra er Gabríel Daði en áður hafði Ragnar eignast dótturina Guðrúnu Sunnu. c) Jó- hann Skagfjörð, f. 1981, unnusta hans er Ingibjörg B. Bjarnadóttir. Þegar Ester var u.þ.b. eins árs fluttu foreldrar hennar að Kúvík- um í Árneshreppi og þar fæddust alsystkini hennar. Þegar hún var átta ára flutti fjölskyldan að Gjögri í sömu sveit. Þegar hún var á tíunda ári lamaðist móðir hennar skyndilega og lenti þá heimilishald að miklu leyti á Ester. Síðar var hún í vist í sveitinni, á Ísafirði og í Reykjavík. 1938 hóf hún störf við matsöluna við síldarverksmiðjuna í Djúpuvík. Þau Guðmundur áttu heima í Djúpuvík til ársins 1959, en þá fluttu þau til Hafnarfjarðar, þar sem þau áttu heima til ævi- loka. Í Hafnarfirði stundaði hún lengst af fiskvinnu, en síðustu starfsár sín vann hún í þvottahúsi St. Jóepsspítala. Útför Esterar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. mundi Ágústssyni, úr Kjós, f. 11.12. 1912, d. 30.10. 1997. Synir þeirra eru: 1) Ágúst, f. 1942, búsettur í Vest- mannaeyjum, maki Ása Sigurjónsdóttir. Börn þeirra eru: a) Ester Fríða f. 1963, maki Guðlaugur Ólafsson, börn þeirra eru Ólafur Ágúst og Stella, b) Guðmundur, f. 1964, maki Andrea Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Sigurður Ingi, Ása Guðrún, Ás- dís Ósk og Daníel. c) Ágúst Grétar f. 1973, sonur hans er Ágúst Einar. d) Sæþór, f. 1979. 2) Magnús, f. 1945, búsettur í Hafnarfirði, maki Jóhanna Ragn- arsdóttir. Börn þeirra eru: a) Ester Lára, f. 1972, maki Ólafur T. Her- mannsson. Sonur þeirra er Rík- Mig langar til að minnast Esterar, tengdamóður minnar, í nokkrum orð- um. Eitt af því fyrsta í fari hennar sem vakti athygli mína var hvað hún var glaðvær og hafði gaman af að syngja. Ekki var ég búin að vera lengi í fjöl- skyldunni þegar ég heyrði talað um Djúpuvík og Strandir. Það var greini- legt að þangað lágu sterkar rætur. Eins og títt var um börn á fyrri hluta tuttugustu aldar þurfti hún fljótlega að fara að vinna. Þegar hún var tíu ára lamaðist móðir hennar skyndi- lega og lenti þá að miklu leiti á Ester að annast heimilið og yngri systkini sín. Þetta hlýtur að hafa verið mikið álag á barn á hennar aldri. Hugsan- lega hefur þetta haft þau áhrif á hana, að hún var alla tíð mjög vinnu- söm og féll sjaldan verk úr hendi. Allt frá því að við Magnús byrj- uðum að búa bjuggum við í nágrenni við Ester og Guðmund og var því mikill samgangur milli heimilanna. Kannski má segja að í byrjun hafi kynslóðabilið valdið smáárekstrum í samskiptum, því stundum fannst henni að ég ætti að stilla hlutum öðruvísi upp en ég gerði. En með ár- unum fórum við að virða sjónarmið hvor annarrar. Alltaf var gott að leita til Esterar ef okkur vantaði pössun fyrir börnin. Þá var nú sungið fyrir börnin eða með þeim og spilað á spil. Hún vildi vera í hlutverki veitandans og þekkja margir kleinurnar og flatkökurnar hennar, sem hún var ósínk á. Ester var barn síns tíma. Henni fannst synd að kasta mat og blöskr- aði sóun neysluþjóðfélagsins. Hún hlífði sér aldrei í vinnu og var því orð- in slitin og þreytt. Síðustu árin átti hún við sjóndepru að stríða, en lét það ekki aftra sér frá að fara ferða sinna um bæinn. Ester gisti aldrei í húsinu í Djúpu- vík eftir að það varð íbúðarhæft á ný og átti hún þó svo mikinn þátt í því að okkur tókst að koma því í stand. Hún fylgdist af áhuga með hverjum áfanga. Draumur okkar var sá að hún gæti gist þar þegar hún kæmi í af- mælið hans Gústa. Síðan um páska dvaldi Ester að mestu leyti á St. Jósepsspítalanum í Hafnarfirði. Vil ég færa starfsfólki spítalans alúðarþakkir fyrir þá hlýju og vinsemd sem það sýndi henni. Mér þykir við hæfi að kveðja tengdamóður mína með orðum Stephans G. Stephanssonar um eik- ina: „Bognar aldrei, brotnar í bylnum stóra seinast.“ Jóhanna. Elsku amma mín. Mig langar í fáum orðum að minnast þín. Ég veit að þú vildir ekkert vol eða væl en allt- af er erfitt að kveðja ástvin. Þú þurft- ir sem betur fer ekki að liggja lengi á sjúkrahúsi og fékkst að fara á þann hátt sem flestir óska sér. Nú þegar þú hefur kvatt okkur hrannast upp góðar minningar. Þú varst eldklár og hörkudugleg sem sást best í því að þó svo að sjónin þín hafi verið orðin mjög slæm þá bak- aðir þú flatkökur úti á svölum í há- vaðaroki, bjóst til fiskibollurnar þín- ar góðu og bakaðir kökur og kleinur. Þið afi voruð mjög söngelsk og vor- uð alltaf raulandi og syngjandi. Þið kunnuð svo margar vísur, þulur og skemmtilegar sögur sem þið kennd- uð okkur barnabörnunum og síðan okkar börnum. Þið voruð mjög vinamörg og oft var mikill gestagangur hjá ykkur og oft var spilað á spil. Og eitt var víst að enginn fór svangur frá ykkur. Fyrir nokkrum árum hitti ég mann frá Djúpuvík og hann sagði: Hún amma þín er svo hress og skemmti- leg kona og þar sem hún og Emma systir hennar voru saman komnar í gamla daga þá var sko stuð. Þetta voru orð að sönnu. Þú sagðir mér fyrir stuttu að þig langaði svo mikið til að sjá nýja húsið mitt í Eyjum og líka gamla húsið ykk- ar afa á Djúpuvík, sem er orðið svo fallegt. En því miður gat ekki orðið af því. Og mikið hefði verið gaman ef þú hefðir getað komið með okkur í af- mælið hans pabba á Ströndunum, þín var sárt saknað þar. En þú varst orð- in lasin en sagðist vera svo fegin að þú skyldir „tóra“ fram yfir afmælið því þú vissir svo sem að hverju stefndi. Elsku amma, nú eruð þið afi aftur saman og syngið á himnum. Takk fyrir allt. Guð geymi þig. Þín Ester Fríða. Nú er elsku amma okkar búin að kveðja þennan heim. Undanfarna daga höfum við systkinin verið að rifja upp þær góðu stundir sem við áttum með henni, bæði í bernsku og á fullorðinsárum, og viljum við minnast hennar í nokkrum orðum. Sem börn eyddum við miklum tíma með ömmu enda bjuggu hún og afi í Hafnarfirði eins og við. Þau voru ætíð tilbúin að passa okkur og höfðum við gaman af því. Það var nefnilega aldr- ei lognmolla í kringum ömmu, alltaf var nóg að gera. Með þeim fórum við í gönguferðir um slippinn og smá- bátahöfnina, hreinsuðum dún niðri í kjallara, lékum okkur með leggi og skeljar eins og hún í gamla daga og margt fleira. Það fyrsta sem amma gerði þegar gestir komu var að leggja á borð allt það bakkelsi sem til var í húsinu og bjóða. Hún passaði upp á að allir fengju alveg örugglega nóg, og varla er til sá maður sem hefur labbað svangur út frá ömmu. Enda var amma líka feiknadugleg við bakstur- inn og hringdi hún oft í okkur og bað um aðstoð, sem við vorum meira en til í að veita. Hún var afar dugleg við að virkja okkur í öllu sem hún gerði, en passaði sig jafnframt á að láta okkur ekki spila stærra hlutverk en við réðum við. Amma var einstaklega kát og ljúf kona sem var góð við allt og alla. Við eigum aldrei eftir að gleyma þegar hún raulaði gamlar vísur fyrir okkur eða sagði sögur, eða þeim ótalmörgu stundum sem við eyddum í eldhús- króknum að spila við hana á spil og að hjálpa henni við baksturinn. Eftir að við fórum að fara í heimsóknir á Djúpuvík og mamma og pabbi fóru að gera upp húsið fengum við líka að heyra sögur frá lífinu þar í gamla daga. Við vildum óska þess að amma hefði fengið að gista eina nótt í hús- inu á Djúpuvík enda á hún stóran þátt í því að það kláraðist. Við viljum þakka þér, elsku amma, fyrir allar góðu minningarnar. Við biðjum að heilsa afa. Ester, Ragnar og Jóhann. Mínar fyrstu minningar eru frá Djúpuvík á Ströndum. Inni í víkinni trónaði tignarleg síldarverksmiðjan, þar voru byggjurnar og önnur mann- virki sem tilheyrðu síldarárunum, en fyrir ofan á litlu holti stóð ofurlítil húsaþyrping. Efst á holtinu var lítið hús sem skar sig aðeins frá hinum húsunum vegna staðsetningar sinn- ar. Þetta hús kölluðum við börnin Esterarhús. Þangað sótti ég margt á mínum ungdómsárum, fyrst og fremst félagsskapinn við frændfólk mitt en ekki síður viðurværi í mat og drykk, hlýju og umhyggju. Í dag eru bryggjurnar horfnar, síldarverksmiðjan hrörleg og húsun- um á holtinu hefur fækkað til muna. En Esterarhús stendur á sínum stað nýuppgert og reisulegt. Því miður lifði Ester frænka mín það ekki að gista í húsinu sínu fulluppgerðu, standa við eldhúsgluggann eins og forðum daga og upplifa miðsumarið á Djúpuvík, spegilsléttan fjörðinn þar sem fjöllin speglast í haffletinum. Þegar síldarævintýrinu á Djúpu- vík lauk fór fólkið á staðnum að tínast á braut. Þó að systkinin Ester, Trausti og Emma og makar þeirra sem öll höfðu fasta búsetu á Djúpuvík reyndu að lifa áfram á því sem landið gaf var ljóst að þarna voru tækifærin ekki lengur til staðar. Ester og Emma fluttu til Hafnarfjarðar með stuttu millibili og Trausti tók að sér vitavörslu á Sauðanesi við Siglufjörð. Ekki fækkaði heimsóknunum til Esterar eftir að við fluttum í Fjörð- inn, stutt var á milli okkar og enn á ný naut ég samvista við mitt kæra frændfólk og allra þeirra viðurgjörn- inga sem ávallt voru í boði á þeirra heimili. Ester frænka mín var kát og lífs- glöð kona, dugnaður og kraftur var henni í blóð borinn, þar sem hún hafði strax á barnsaldri kynnst lífsbarátt- unni á Ströndum. Að því bjó hún alla sína tíð og hún var ekki gefin fyrir að láta verk úr hendi falla. Fyrir tæpum fimm árum lést Guð- mundur eiginmaður Esterar, en þeirra hjónaband hafði ávallt verið einkar farsælt og þau hjónin sam- stiga í öllum sínum gjörðum. Saman eignuðust þau tvo syni Ágúst og Magnús, mikla mannkostamenn sem hafa látið til sín taka í þjóðfélaginu. Ég var þeirra gleði aðnjótandi að eyða helginni með bræðrunum norð- ur á Ströndum á 60 ára afmæli Gústa og fékk ég að gista í nýuppgerðu „Esterarhúsi“ mér til mikillar ánægju. Þá var mjög af Ester dregið, en hún virtist ákveðin að lifa fram yf- ir þessi tímamót og fylgjast með úr fjarska, sem hún og gerði. Nokkrum dögum síðar eða hinn 20. júní sofnaði hún síðan vært og rótt í faðmi sona sinna södd lífdaga. Við eigum Ester margt að þakka. Umhyggja hennar og ræktarsemi við mína fjölskyldu gleymist aldrei og er af nógu að taka sem seint verður full- þakkað. Fyrir hönd systur minnar, mágkonu og eiginkonu vil ég þakka Ester samfylgdina. Einnig vil ég koma á framfæri þökkum og kveðj- um frá börnum okkar, hún reyndist þeim öllum svo vel. Elskulegu frændur og vinir Magn- ús og Ágúst. Við Ella sendum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um góða og skemmtilega konu mun orna okk- ur öllum um ókomin ár. Guð geymi þig, kæra frænka. Gunnlaugur Sveinsson og fjölskylda. Elsku Ester. Við vorum góðar vin- konur eftir áralöng kynni. Það var eftirminnilegt fyrir okkur í fásinninu á Sauðanesi við Siglufjörð þegar Est- er og Emma frænkur okkar komu með fríðu föruneyti alla leið frá Hafn- arfirði. Þið Emma eruð sennilega skemmtilegustu konur sem ég hef kynnst næst á eftir ömmu Guðfinnu. (Mamma, þú fyrirgefur en eru „mömmur“ nokkurntíma skemmti- legastar? Þær eru einfaldlega best- ar). Eins þegar þú og Mundi komuð í berjamó það var oft gaman og alltaf kom eitthvað gott upp úr töskunni hjá Ester frænku, lakkrís, brjóstsyk- ur og annað góðgæti sem við fengum að njóta og það ríkulega. Einnig var ásamt öðrum sveita- störfum tekið á í heyskap, rifjað, rak- að og hirt. Ester var nefnilega kona sem frá barnæsku hafði unnið hörð- um höndum við öll þau störf sem þekktust á heimilum þeirra daga úti sem inni, þar sem amma Guðfinna fékk lömunarveiki og gat ekki sinnt heimilinu fyllilega af þeim sökum frá því Ester var 10 ára. Ester kunni vel til verka, var ósérhlífin og gaman var að sjá hve samhent hún og Mundi voru í hverju því sem þau tóku sér fyrir hendur. Ester var einstaklega hjálpsöm, stundum fékk ég fullan kleinudunk eða annað góðgæti sent frá henni til að létta undir þegar ég var að kljást við mín veikindi. Þeir eru ófáir sem nutu gestrisni og gjaf- mildi Esterar frænku. Ester var sú sem ræktaði ættar- tengslin hvað mest, eins konar höfuð ættarinnar sem allir leituðu til, trygglynd og staðföst. Mikið var gaman þegar við fórum öll saman til Ameríku að heimsækja Magga frænda og „Ameríkufólkið“, en Klara hálfsystir ykkar pabba flutti þangað ung að árum ásamt manni sínum Þórði og Maggi hálfbróðir ykkar með henni. Þessi ferð styrkti enn frekar vina og ættarböndin og gaman að hafa ykkur Munda sem ferðafélaga. Bæði áhugasöm um hagi ættingjanna úti og þú hafðir sérstak- lega gaman af því að sjá með eigin augum hvernig þau búa. Strákarnir okkar voru mjög ánægðir að fá að kynnast ykkur betur og var mikið skrafað og skeggrætt, í þessari ferð var meðal annars stofnuð útgerð um áhugamál strákanna sem var tengt sjónum og pabbi munstraði sig í áhöfnina, Mundi gerðist útgerðar- stjóri, markið sett hátt og haft gaman af öllu saman um leið. Þess má til gamans geta að sonur okkar sem hvað áhugasamastur var um þau út- gerðarmál er nú sjómaður og hyggst leggja sjómennskuna fyrir sig. Gamansöm varstu alltaf og mörg gullkorn komu frá þér og mun ég geyma þau með mér um ókomin ár. Það er stórt tómarúmið sem þú skilur eftir en það eru þín eigin orð sem hugga þegar á reynir. Þér fannst eðlilegt að nú væri komið að þér og sagðir það hreint út. Því ætla ég að taka mark á orðum þínum þó ég leyfi mér auðvitað að vera dálítið eigin- gjörn í laumi og óska þess að við hefð- um haft meiri tíma með þér. Þú varst hins vegar tilbúin að fara og ég get alveg séð þig fyrir mér þar sem vel er tekið á móti þér og heyrt þig í anda flytja fréttir af okkur, eins og þér einni er lagið. Ég sakna þín, þín frænka Vilborg Traustadóttir og fjölskylda. Ég minnist þess þegar Ester, þessi lífsglaða frænka mín, kom í heimsókn norður á Sauðanes nánast á hverju sumri þegar foreldrar mínir bjuggu þar. Það var svo gaman þegar hún kom, alltaf syngjandi falleg íslensk gömul lög en hún kunni ógrynni af textum og gömlum vísum. Svo dró hún alltaf eitthvað spennandi upp úr töskum sínum, lakkrís og súkkulaði, niðursoðna ávexti og annað góðgæti sem hún hafði sankað að sér fyrir ferðina. Við krakkarnir á Sauðanesi vorum nú heldur betur hrifin en mest var þó gaman að hafa Ester nálægt sér, hún var alltaf glöð, þurfti alltaf að hafa eitthvað að gera og þau voru ófá skiptin sem hún stóð við bakstur meðan hún staldraði við. Allt virtist henni svo létt og lífs- gleði hennar var smitandi. Það var mikið hlegið þegar Ester var nálægt, henni var einkar lagið að tala við fólk og leggja því lífsreglurnar án þess að vera dómhörð, glettnin var alltaf í fyrirrúmi. Hún minnti mig oft á Guð- finnu ömmu mína sem hafði þessa sömu kosti. Þau Ester og Guðmundur voru sérstök hjón, afar samrýnd og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Þeg- ar þau komu norður komu þau oftast í ágúst til þess að fara í berjamó, þá komu þau gjarnan með berjatínur og tíndu mikið. Svo var búin til saft og sulta og þegar verið var að hreinsa berin var oft glatt á hjalla á nesinu. Ég minnist frænku minnar með virð- ingu og þökk fyrir ánægjulegar sam- verustundir sem áfram munu lifa í minningunni. Innilegar samúðar- kveðjur til Gústa, Ásu og fjölskyldu og Magnúsar, Hönnu og fjölskyldu svo og annarra aðstandenda. Guð blessi minningu Esterar Magnúsdóttur. Margrét. Við sem á ströndinni stöndum starandi á æviskeið genginna karla og kvenna oss kunnug á farinni leið. Minningar mætar, kærar, merlast og fanga hug, einkum ef ævistarfið var unnið af fórnandi dug. Við burtkall frænku minnar og vin- konu gegnum tíðina, Esterar Magn- úsdóttur, er gengin kona sem vissu- lega hefur skilað sínu lífsstarfi með frábærri reisn og dugnaði. Ester var aðeins 11 ára þegar móðir hennar veiktist af lömunarveiki og varð að dveljast hér syðra á sjúkrahúsi um árabil. Féll það þá í hennar hlut að taka að sér umsjón heimilisins og rækti hún það hlutverk þannig að eft- ir var tekið. Karveli Ögmundssyni út- gerðarmanni, sem reri frá Gjögri eina vor- og sumarvertíð og dvaldi á heimili hennar, var hugstæður dugn- aður þessarar 11 ára stúlku og fer um það viðurkenningar- og aðdáunar- orðum í einni minningabók sinni. Já, hún Ester var virkilegur vinnu- víkingur og gaf sig alla í það sem fyr- ir lá hverju sinni og þá gjarnan raul- andi eða syngjandi. Hafði hún góða söngrödd og kunni ógrynni ljóða og texta. Heimili sitt kunnu þau hjón að prýða með smekkvísi og myndar- brag. Þangað var jafnan gott að koma, bæði í Djúpuvík og Hafnar- firði. Húsfreyjan lagði sig alla fram um að veita gestum góðan beina, létt í máli og gædd góðri samræðulist, og húsbóndinn hógvær húmoristi með sérlega geðþekka frásagnarhæfi- leika. Frændsemi okkar Esterar var á þann veg að móðir hennar og ég vor- um systrabörn en kona mín systur- dóttir Guðmundar, bónda hennar. Voru hún og Ester sérlega góðar vin- konur. Heimilin voru þannig tengd frændsemis- og vináttuböndum sem aldrei bar skugga á. Eftir að þau hjón fluttust til Hafnarfjarðar var það okkur sérleg ánægja að fá þau í sum- arheimsókn að Krossnesi. Var þá ESTER LÁRA MAGNÚSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.