Morgunblaðið - 28.06.2002, Page 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 39
gjarnan stoppað í nokkra daga, nóg
að spjalla og tekið í spil. Ester lét
ekki sitt eftir liggja að taka þátt í
heimilisstörfum, hvað kom sér vel,
því kona mín var þá komin með
skerta starfsgetu.
Ester átti því láni að fagna að vera
heilsuhraust um dagana en hin síðari
ár hallaði þó undan, sjónin skert að
mun og starfsorkan dvínandi. Mun
það hafa fallið að hennar ósk að þurfa
ekki að eyða löngum tíma án starfa
og því hefur hún verið að fullu sátt við
endalokin.
Burtkvaðning vina og samferða-
fólks skilur óhjákvæmilega eftir sig
tóm í huga þeirra sem standa eftir á
ströndinni. Ég á eftir að sakna síma-
spjalls okkar, sem var fastur liður af
og til eftir að ég fluttist hingað suður.
„Bilið er stutt milli blíðu og éls“
segir skáldið Matthías Jochumsson í
einu snilldarljóða sinna, og vissulega
er það oft svo í okkar lífi. Ágúst, eldri
sonur Esterar, vinsæll og vinmargur
drengur, hélt upp á sextugsafmæli
sitt norður í fæðingarbyggð sinni,
Árneshreppi, hinn 15. júní sl. með
mikilli rausn og myndarbrag. Var
hann nýkominn suður þegar móðir
hans lést. Ég og mitt fólk færum hon-
um, Magnúsi bróður hans og skyldu-
liði þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Minning Esterar mun lengi hug-
stæð þeim sem henni kynntust.
Eyjólfur Valgeirsson.
Æ! Elsku kerlingin mín, var það
fyrsta sem mér kom í hug þegar ég
frétti af andláti Esterar. Svo kom
samviskubit og leiði yfir að hafa ekki
heimsótt hana á spítalann, en ég veit
að hún fyrirgefur mér það.
Við Ester kynntumst fyrir u.þ.b.
þremur árum þegar hún vegna sjón-
depurðar þurfti aðstoð heimahjúkr-
unar. Fljótt urðu þessar heimsóknir
hinar mestu skemmtistundir og við
spjölluðum um allt mögulegt.
Alltaf var eitthvað til með kaffinu
því hún hætti ekki að baka þótt sjónin
væri döpur. Nei, mín kona steikti
kleinur og flatkökur úti á svölum. En
þegar hún sagðist einu sinni „rétt
vera búin að drepa sig“ út af rokinu
dró úr bakstrinum. Ég hef kynnst
mörgu eldra fólki en engum eins og
Ester.
Hún var svo einstök, gamansöm og
hláturmild, kunni mikið af vísum og
ljóðum.
Svo sungum við stundum saman
og hún söng fyrir mig og ég skrifaði
upp það sem á að syngja fyrir hana í
dag.
Það var einstaklega ljúft að gera
henni greiða og aðstoða hana á allan
máta, hvort sem það var að fara yfir
bréf með henni, skrifa á gjafakort eða
taka hana með í búð. Ég gleymi ekki
þegar hún sagði það „hálfgerða bil-
un“ en sig langaði að taka slátur. Það
gerði hún og besta hjálpin var að
þræða nálarnar fyrir hana, hitt gat
hún gert sjálf. Hún var einstaklega
sjálfbjarga þrátt fyrir mikla sjón-
depru.
Samband okkar varð enn sterkara
þegar hún ákvað að flytja á Sólvangs-
veginn og við keyptum íbúðina af
henni. Henni fannst nú nóg um rusk-
ið sem við gerðum á íbúðinni, en var
fyrst til að koma og skoða og leist
bara vel á.
Hún var alltaf velkomin og það var
gaman að fá hana í heimsókn. Hún
hugsaði alltaf mikið um hvernig mér
gengi í garðinum og þess háttar. Hún
var líka óspör á góð ráð.
Við teljum það vera eitt mesta lán í
lífinu að flytja á Mýrargötuna með þá
góðu anda sem hér eru og nú bætist
örugglega sá besti við. Við erum æv-
inlega þakklát fyrir góð kynni og ein-
staka gæsku í okkar garð. Öllum að-
standendum sendum við sam-
úðarkveðjur, ég veit að Ester var
tilbúin, en við vorum það ekki.
Vertu sæl, elsku Ester, og þakka
þér fyrir allt.
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir
og fjölskylda, Mýrargötu 2.
✝ Herdís GuðbjörgBjarnadóttir
fæddist á Fossi í Vest-
urhópi 21. febrúar
1901. Hún andaðist á
Heilbrigðisstofuninni
á Hvammstanga 14.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru:
Bjarni Bjarnason og
Ingibjörg Ágústa
Andrésdóttir. Systk-
ini hennar voru:
Bjarni Ágúst Bjarna-
son, Jónína Bjarna-
dóttir, Þóra Margrét
Bjarnadóttir, Andrea
Sólveig Bjarnadóttir, Hálfdán
Bjarnason og Þórarinn Bjarnason
og eru þau öll látin.
Herdís stundaði
nám í Alþýðuskólan-
um á Hvammstanga
veturinn 1918.
Herdís var vinnu-
kona í 20 ár á ýmsum
stöðum og lausakona
eftir það. Árið 1979
fluttist Herdís á Heil-
brigðisstofnunina á
Hvammstanga og
dvaldi þar sem eftir
var.
Útför Herdísar
verður gerð frá
Breiðabólstaðar-
kirkju í Vesturhópi í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku frænka. Ég ætlaði nú ekki að
kveðja þig á þennan hátt, mín mein-
ing var að koma norður í sumar eins
og mér þótti svo gaman og ræða öll
heimsins mál við þig. Ég sé þig fyrir
mér sitjandi í stólnum þínum annað-
hvort að lesa bók eða skrifa niður vís-
ur. Þetta hvort tveggja var það
skemmtilegasta sem þú gerðir.
Þú varst afskaplega gestrisin og
fannst gaman þegar fólk kom í heim-
sókn, börn voru alltaf í miklu uppá-
haldi hjá þér, og hafðir þú það oft á
orði að ég hefði alltaf verið mjög
stríðin á yngri sem eldri árum, ég
vona að þú hafir fyrirgefið mér það.
Ég vissi að þig hafði alltaf dreymt
um að læra, þú settir allar þínar kind-
ur, sem ekki voru margar, til þess að
þú gætir komist einn vetur í skóla á
Hvammstanga, það var þér mikils
virði. Þú sagðir mér að þau ár sem þú
varst á elliheimilinu á Hvammstanga
hefði þér aldrei liðið eins vel og þar.
Vil ég þakka alla þá umhyggju og vel-
vild sem þér var sýnd þar, sérstak-
lega vil ég þakka Jóhönnu, Birni og
Nínu á Syðri Þverá.
Hvíl í friði.
Þín frænka
Stella.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Það er skrýtið að hugsa til þess að
hitta ekki Dísu næst þegar ég á leið
inn á Sjúkrahúsið á Hvammstanga.
Dísu kynntist ég fyrst þegar ég fór að
starfa þar sem gangastúlka í afleys-
ingum. Þá var ég aðeins 16 ára stelpu-
skott, ekkert nema skinn og bein og
hafði Dísa takmarkaða trú á mér. En
þegar samverustundunum fjölgaði
tókst mér að sanna mig og urðum við
mestu mátar. Ekki spillti það fyrir að
hún hafði unnið sem kaupakona hjá
Gunnlaugi langafa mínum og fékk ég
oft að heyra sögur frá þeim tímum.
Minnisstæðast er mér þegar hún, 97
ára gömul, þuldi upp, án mikilla vand-
kvæða, fimm erinda grínkvæði sem
hann hafði ort um hana.
Það er margt sem hún Dísa hefur
kennt mér án þess að vita það, til
dæmis að þakka fyrir það sem maður
hefur, en hún var ávallt svo þakklát
fyrir það sem gert var fyrir hana.
Hún var líka svo kát og það gat auð-
veldlega smitað út frá sér.
Með þessum orðum vil ég minnast
Dísu minnar og þakka henni yndisleg
kynni og ég er þess fullviss að minn-
ingarnar komi til með að ylja mér í
framtíðinni.
Frændfólki og vinum Dísu minnar
bið ég Guðs blessunar.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Blessuð sé minningin um þig, Dísa
mín.
Inga Rut Ólafsdóttir.
Hún frænka okkar og vinkona Dísa
Bjarna eins og hún var oftast kölluð
var dálítið sérstök manneskja, ekki
var lífið henni alltaf létt er hún fór á
milli sem vinnukona og erfitt að
standast þær kröfur sem vinnuum-
hverfið gerði á þeim tíma. Argaþras
voru verstu ummæli um vist hjá Dísu
en annars lagði hún allt gott til allra
og vildi ekki tala illa um nokkurn
mann. Síðar fór Dísa á milli heimila
ættingja sinna og vinafólks og aðstoð-
aði við barnagæslu og að segja börn-
um til við lestur en það var hennar
mesta ánægja ásamt því að skrifa nið-
ur vísur og lesa bækur. Minninga-
brotin um Dísu eru mörg frá liðinni
tíð en og tengjast þá heimilum for-
eldra okkar.
Eftir að Helga Ágústsdóttir
frænka hennar flutti suður kom Dísa
heim til okkar á aðfangadagskvöld
meðan hún treysti sér til og eftir það
þá voru heimsóknir okkar og
barnanna til hennar á aðfangadags-
kvöld fastur liður í okkar helgihaldi
en Dísa var sannkallað jólabarn og
byrjaði að skoða í pakka og kort
snemma dags en beið ekki til kvölds-
ins með að byrja. Gleðitíðindi úr fjöl-
skyldunni og af vinum voru lesin upp
úr jólakortunum og glaðst yfir góðum
fréttum. Síðasta bílferð Dísu út í
Vesturhóp var messuferð að Breiða-
bólastaðarkirkju síðastliðið haust til
að gleðjast yfir endurbótum og við-
haldi á kirkjunni, en hugur Dísu og
stuðningur hafði gert það kleift, hún
hafði gefið fjármuni til að vinna áfram
að viðhaldsmálum í kirkjunni.
Við þökkum þér Dísa fyrir samvist-
irnar og gullmolana sem hrutu þér af
vörum og er þú hélst upp á eitt
hundrað ára afmælið þá var það stór
stund og þú gladdist innilega yfir
frændfólkinu þínu er sumt kom að
sunnan og öllum vinum þínum sem
samglöddust þér þennan dag. Eftir
síðasta afmælisdag hjá þér var eins
og það væri ekkert meira að stefna
að, meira fengir þú ekki út úr lífinu og
þú kvaddir hægt og hljótt eins og lífs-
ganga þín var lengstum, í sátt við allt
og alla.
Fjölskyldan, Melavegi 10,
Hvammstanga.
HERDÍS GUÐBJÖRG
BJARNADÓTTIR
S. 555 4477 555 4424
Erfisdrykkjur
! "
"##$
%
&
!
' !'! !
( !!
)!(
! "
!
"!
# $
"
!
%!
#$%&'( ' $ %)
" *( '
+,( -,$ ,('
.'' # ' / 0
1
2( '
(3 ,#
#, ,( '
&
&,& &,&
4 ( ) ,
*
+ &
! &
!
" #!
,( &
'
-
.
/
0(
! $% & '$
*
+&+ !
()'
( (!
&(!
,!
1
.
/
0( 0
$* $* +
2
!
!
,-. !
"/ )*
01"12 3(
(!
3 !0
4
.
/
)2& / '$
%)%/ 3( 41 +
. & %/* '$
0%%3 3( 41 +
* '$
$ 3( 41 '$
) %0%% +
3( 41 3( 41 +
) %1 '$
4 4 +%4 4 4
2
! !
!
567
"0)*"+ 1$
!
5 ( (!
)
4
. !
/
8%& 59) '$ : '
59) : '
. 1 +
3( : '
,$ / %9)2 '$
'$; : '
8 ( 1*/ +
) : '
. / . ( " '$
+%"4