Morgunblaðið - 28.06.2002, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku afi, nú ertu
farinn frá okkur. Sem
betur fer leið stuttur
tími frá því að okkur
var sagt að nú væri
baráttu þinni lokið þangað til þú
fékkst að fara. Og nú ertu kominn á
betri stað og örugglega búinn að
hitta alla þá sem voru farnir á undan
þér.
Þú komst alltaf með eitthvað gott
þegar þú komst að heimsækja okk-
ur, oftast eitthvað úr bakaríinu.
Heima á Þorragötu áttirðu alltaf til
tyggjó handa okkur uppí skáp og
það var alltaf einn pakki á mann í
hvert skipti sem við heimsóttum þig.
Meira að segja litlu krakkarnir
fengu tyggjó, því afi gerði aldrei upp
á milli okkar barnabarnanna. Þú
söngst mikið fyrir okkur og það sem
við minnumst helst er „Fljúga hvítu
fiðrildin“.
Afi, þú mátt vita það að þín er
sárt saknað og við munum aldrei
gleyma góðum stundum með afa
Kolla.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Erna Kristín og Andrea Lilja.
Ég hef líklega verið átta eða níu
ára þegar ég kynntist Kolla fyrst.
Otti bróðir minn og Ella dóttir hans
EYJÓLFUR E.
KOLBEINS
✝ Eyjólfur E. Kol-beins fæddist í
Bygggarði á Sel-
tjarnarnesi 31. maí
1929. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 14. júní
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Seltjarnarneskirkju
24. júní.
höfðu fellt hugi saman
og ég skrapp oft í
heimsókn með Otta í
Tjarnarbólið. Það
spillti ekki fyrir að
Árni, sonur Ernu og
Kolla, var á mínu reki
svo að þar eignaðist ég
einn af mínum bestu
og traustustu vinum. Í
Tjarnarbólinu eignað-
ist ég í raun annað
heimili og í Ernu og
Kolla nokkurs konar
fósturforeldra. Einn
fagran sumardag sát-
um við í garðinum í
Tjarnarbólinu og sleiktum sólskinið,
ég var að velta því fyrir mér hvernig
ég myndi tengjast þeim eftir að Otti
og Ella giftu sig og spurði Kolla
hvort hann yrði bróðurtengdapabbi
minn. Ég gleymi eflaust aldrei hvað
Kolli hló mikið, hann rifjaði þetta
líka oft upp þegar við hittumst.
Það sem stendur mér efst í minni
er ég rifja upp kynnin við Kolla er
hve hreinskiptinn og drífandi hann
var. Hann hafði skýrar og ákveðnar
skoðanir á þjóðmálum og pólitík,
enda reyndi ég aldrei að rökræða
svoleiðis nokkuð við hann. Hann var
einstakt snyrtimenni, það mátti sjá
hvort sem var á heimilinu, í bílnum
eða á vinnustaðnum. Ef einhver
verkefni voru til úrlausnar dreif
hann í því að klára þau. Og af því að
hann var af Seltjarnarnesinu og var
svona fljótur kölluðu vinnufélagar
hans á Hótel Sögu hann oft Nes-
quick.
Kolli var duglegur að rækta fjöl-
skyldubönd, hann hugsaði mikið um
móður sína sem bjó á Kolbeinsstöð-
um, hann var einstaklega barngóður
og ávallt reiðubúinn að líta eftir
barnabörnunum. Ef einhver í fjöl-
skyldunni var að mála eða vinna í
hýbýlum sínum var hann einnig oft
og iðulega þar við störf.
Eitt sinn skruppum við Árni á
rúntinn við þriðja mann á bílnum
hans Kolla. Við vorum að skoða
stelpur í Bankastrætinu, reyndar
vorum við allir að skoða stelpurnar,
og auðvitað lentum við í árekstri
neðst í götunni. Skemmdirnar voru
ekki miklar. Við komum heldur
sneyptir í Tjarnarbólið og vorum
snupraðir af karlinum, en hann
glotti í laumi og fannst þetta líklega
frekar spaugilegt.
Kolli sagði okkur oft sögur af
samferðamönnum sínum og vinnu-
félögum, hann lýsti mönnum þannig
að þeir urðu ljóslifandi í hugskots-
sjónum mínum og kom mér til að
hlæja dátt.
Ég kynntist Hrefnu konunni
minni í gegn um Árna, þau unnu
saman í ísgerð MS. Kolli og Erna
tóku henni mjög vel og vorum við
ávallt velkomin inn á heimilið.
Ég komst ekki til að líta til Kolla
eftir að hann var lagður inn, síðast
hitti ég hann fyrir nokkrum vikum í
afmæli hjá Andreu Lilju, dóttur-
dóttur hans. Hann var þreytulegur
eftir meðferðina en þó mátti sjá vilj-
ann brenna í augum hans. Þegar ég
kvaddi hann tók hann þétt í höndina
á mér og brosti. Skömmu áður en
hann lagðist inn á sjúkrahús í síð-
asta sinn fóru þau hjónin ásamt
börnum og barnabörnum út að
borða á Grillið á Hótel Sögu. Eflaust
hefur hann notið þess að verja nota-
legri kvöldstund í faðmi fjölskyld-
unnar með fallegu útsýni og góðum
veitingum.
Ég kveð Kolla með trega og sökn-
uði en með því að rifja upp allar þær
skemmtilegu stundir sem ég átti
með honum og fjölskyldunni birtir
heldur til í sinninu. Hvíl í friði, kæri
vinur.
Guðjón Guðjónsson
og fjölskylda.
Amma mín, Anna
Pálsdóttir frá Neðra-
Dal í Biskupstungum
kom ung til Reykjavík-
ur til að dveljast hjá systur sinni
Jónínu og Kristni mági sínum í Ána-
naustum vestast í vesturbæ Reykja-
víkur. Það er haft fyrir satt að það
fyrsta sem Björn bróðir Kristins
hreifst af í fari Önnu hafi verið hlát-
urinn. Anna amma hreifst líka af
þessum myndarmanni, ættuðum úr
Hvítársíðu, sem var eins og enskur
lord í fasi og klæðaburði þegar hann
gekk austur Vesturgötuna í land-
legu. Björn afi minn var farsæll
skipstjóri, lengst af á kútter Sigríði,
og það var ánægjulegt þegar ég hitti
fyrir nokkrum árum bræður frá
Súluholti í Flóa sem sögðu mér frá
því hvað afi minn hafði verið mikils
metinn þar á bæ, en Guðmundur
faðir bræðranna var um árabil með
honum til sjós eða þangað til kútt-
erinn strandaði við Stafnestanga. –
Auðbjörg föðursystir mín sagði mér
að alltaf hefði verið ákaflega hlýtt á
milli foreldra hennar, hjónanna
Önnu og Björns í Ánanaustum, og
áttu þau miklu barnaláni að fagna.
Börnin urðu þrettán, sjö synir og
sex dætur, sem öll komust á legg, og
var Ásta þeirra elst. – Á árunum
1937 til 1946 létust fimm barna
þeirra hjóna og loks dó afi í ágúst
1946 á besta aldri. Þetta voru erfiðir
tímar en ég veit að amma, Ásta,
ÁSTA L.
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Ásta LaufeyBjörnsdóttir
fæddist í Ánanaust-
um í Reykjavík 24.
nóvember 1908. Hún
lést á hjúkrunardeild
Hrafnistu í Hafnar-
firði 17. júní síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík 27. júní.
yngri systkini hennar
og tengdabörnin stóðu
þétt saman og studdu
hvert annað þótt ekki
hafi verið höfð mörg
orð um það.
Það reyndi á styrk
Ástu þegar hún missti
Hjört eiginmann sinn
1985 og elsta son sinn
Björn í blóma lífsins í
júní 1992. Grétar
yngsti sonur hennar
lést svo til nákvæm-
lega 10 árum síðar í lok
maí sl., en þá var hún
sjálf að þrotum komin.
Ásta föðursystir mín var sterk
kona, greind, glaðlynd og víðsýn. Ég
heyrði hana aldrei halla orði á nokk-
urn mann. Hún tók frekar upp
hanskann fyrir þá sem minna máttu
sín. Ásta lét sér mjög annt um börn
sín og aðra afkomendur auk þess
sem hún hugði að velferð systkina-
barna sinna. Um síðustu jól töluðum
við Ásta saman í síðasta sinn og var
þá augljóst að hún var orðin þreytt
en hún ljómaði við að sjá Önnu Þór-
unni dótturdóttur mína og hafði
mikinn áhuga á því hvað hún hefði
fyrir stafni. Þannig var Ásta.
Áhugasöm um menn og málefni og
lét sér annt um stórfjölskylduna. Ég
minnist þess með einlægu þakklæti
hvað hún sýndi mér og mínum ein-
staka ræktarsemi og ég veit að þar
mæli ég fyrir munn fjölda frænd-
systkina minna.
Þegar ég var tíu ára dvaldist ég á
Bræðraborgarstígnum hjá þeim
hjónum Ástu og Hirti í nokkrar vik-
ur. Þá var sól alla daga og þegar ég
hugsa til baka fyllist ég þakklæti yf-
ir að hafa fengið að dveljast hjá og
kynnast þessum samhentu hjónum.
Oftar en ekki leyfði Hjörtur mér að
vinna í búðinni og fólst starfið mest í
því að raða í hillur. Stundum fékk ég
líka að vigta en Kristín Jóns,
frænka, var nú samt aðalbúðarstúlk-
an og bar ég auðvitað takmarka-
lausa virðingu fyrir henni enda hún
„miklu“ eldri. Þessi tími var upphaf
ævilangrar vináttu við hjónin Ástu
og Hjört. Hjónabandið var ástríkt
og þau sýndu hvoru öðru virðingu í
hvívetna.
Það er ekki vandalaust að vera
skyldur góðu fólki og vilja líkjast því
í sem flestu. Guð blessi minningu
Ástu Laufeyjar Björnsdóttur.
Anna Pálsdóttir.
Ég ákvað að setjast niður og
skrifa minningar mínar um eina
uppáhaldsfrænku mína, Ástu
ömmusystur.
Ég mun minnast Ástu sem glaðr-
ar, fallegrar og góðrar konu. Þótt
farið væri að líða undir lok hjá henni
fannst mér alltaf gott að sjá hana og
bros hennar sem sást undir næstum
hvaða kringumstæðum sem var.
Ásta frænka var ávallt góð við alla
sem í kringum hana voru og mér og
örugglega mörgum fleirum leið vel í
návist hennar. Alveg fram á það síð-
asta var hún að búa eitthvað til.
Fyrir tveimur árum fékk ég fallegan
kross í jólagjöf frá henni og hann
hangir nú fyrir ofan rúmið mitt þar
sem hún sagði mér að hengja hann
upp.
Það sem ég mun helst sakna, þar
sem hún er farin til betri heima, eru
heimsóknir til Ástu frænku á að-
fangadag. Það komu ekki jól nema
farið væri til hennar og alltaf var
hún fín og bauð okkur krökkunum
upp á sælgæti og fullorðnum upp á
sérrí. Þetta var það notalegasta sem
hægt var að upplifa á aðfangadag,
enda hefur þetta verið gert síðan
Reynir stóri bróðir minn var lítill.
Hann hætti ekki að mæta þótt hann
væri löngu fluttur að heiman. Þó að
Ásta hafi verið orðin lasburða um
síðustu jól var alveg jafn gott að
koma í heimsókn til hennar. Það
verður skrítið að hefja jólahátíðina
þegar engin verður heimsóknin til
Ástu frænku.
Ég held að allir sem þekktu Ástu
á einn eða annan hátt munu sakna
hennar sárt en við vitum öll að núna
er hún komin á betri stað. Kvalir
hennar eru horfnar og hugsað er vel
um hana. Svo hittum við hana öll
aftur seinna meir, eitt af öðru.
Lifi minning Ástu frænku.
Kristín Ýr Sigurðardóttir.
Mig langar að minnast Ástu elstu
móðursystur minnar í nokkrum orð-
um. Ásta frænka var alltaf höfuð
ættarinnar í mínum augum, enda
náði ég aldrei að kynnast afa Birni
og amma Anna dó þegar ég var 10
ára.
Æskuminningarnar sem tengjast
Ástu eru ljúfar. Hlýlegt viðmót,
glaðværð og alltaf eitthvað til að
stinga upp í litla munna.
Það líður að jólum, ys og þys, inn-
kaupum lokið, búið að taka til,
pakka inn gjöfum, skreyta. Aðfanga-
dagur rennur upp, skipt á rúmum,
jólasteikin komin í ofninn. Farið
með pakkana og endað hjá Ástu.
Heimili Ástu gaf fagurkeranum
sem í henni bjó gott vitni. Hún vel til
höfð og fallega klædd. Þar var allt
smekklega skreytt og borðstofu-
borðið svignaði undan fallega inn-
pökkuðum jólagjöfum, sem flestar
innihéldu fagra muni sem Ásta hafði
lagt mikla vinnu í. Alltaf var mein-
ingin að draga úr gjöfunum en ekki
tókst það því þetta var hennar líf og
yndi.
Spjallað var um heima og geima,
Ásta víðlesin og fróð. Nú voru jólin
komin, margir úr fjölskyldunni litu
inn og glatt var á hjalla. Nú var hún
Ásta frænka í essinu sínu. Við héld-
um síðustu árin að hún treysti sér
ekki að taka á móti öllu þessu fólki
en hún lét boð út ganga að allir
væru velkomnir. Gat ekki án þess
verið. Hafði áhuga á mönnum og
málefnum og gat gefið góð ráð.
Mundi afmælisdaga og fæðingarár
allra í stórfjölskyldunni svo undrum
sætti.
Við sem fengum að njóta samvista
við Ástu erum lánsöm og munum
geyma minningu hennar um
ókomna tíð. Blessuð sé minning
hennar.
Magnea Antonsdóttir.
Móðursystir mín, Ásta Björns-
dóttir frá Ánanaustum, er fallin frá
á 94. aldursári, og vil ég hér með
nokkrum fátæklegum orðum minn-
ast frænku minnar, en Ásta var svo
langt aftur sem ég man höfuð ætt-
arinnar og foringi til flestra verka,
enda elst þeirra Ánanaustasystkina,
en þau voru þrettán en í þeim hópi
eru nú aðeins fjögur á lífi, þau Hild-
ur, Auðbjörg, Haraldur og Valdi-
mar.
Ef litið er til æskuáranna þá voru
heimsóknir í Reynimel við Bræðra-
borgarstíg til þeirra hjóna Ástu og
Hjartar Hjartarsonar ævinlega
ánægjuefni fyrir ungan svein, en þar
var tekið á móti manni þannig að í
minningunni er þakklæti og virðing
við þau hjón í efsta sæti.
Ásta skar sig úr fjöldanum á
margan máta, m.a. naut hún þess að
hafa gengið í Kvennaskólann í
Reykjavík sem ekki var hlutskipti
margra kvenna á fyrri hluta síðustu
aldar. Gagngóð menntun ásamt
meðfæddum forustuhæfileikum
gerðu þessa frænku mína afar eft-
irminnilega sama hvort verið var í
fámenni eða á góðum stundum með
fjölda manna. Aldrei fór á milli mála
hvar Ásta var stödd í hópnum slíkir
voru persónutöfrar þessarar ágætu
konu. Þrátt fyrir háan aldur hélt
hún reisn sinni og óskertu minni allt
fram undir sína síðustu daga og
mörgum eru eflaust minnisstæðir
spjallþættir sem Jónas Jónasson sá
ágæti útvarpsmaður var með á
föstudagskvöldum, fyrir tveimur ár-
um eða svo, þá kallaði hann Ástu til
spjalls um gömlu Reykjavík og
menn og málefni á fyrri hluta síð-
ustu aldar, og er skemmst frá að
segja að Ásta fór þannig á kostunum
að ekki dugði til einn þáttur heldur
var nægjanlegt efni í tvo þætti, og
er mér kunnugt um að fleiri en ég
nutum þess að hlusta á þau Jónas
ræða saman um menn og málefni.
Um leið og ég kveð þessa öldnu
heiðurskonu hinstu kveðju þakka ég
henni fyrir hönd móður minnar og
systra öll góðu árin og alla hennar
vináttu og umhyggju sem okkur féll
í skaut er faðir minn féll frá langt
um aldur fram. Blessuð sé minning
Ástu Björnsdóttur.
Anton Örn Kærnested.
;
!'0 / (
/(
!
!
6 !!58 !
)2)%)BC
'%(2
2) ( *
%"(
'%(2
2 '( ')
-
"
!
* *(
5
/-
&+3
A?
4(% "(
,9" ''
9 ,
, '
.
, '
% ' < +
BC , # '
&
2 &
! &
! !
/2)
.(') 3("
! )
6
"#$$
;+%( ;$ +
0
( %'':)
4 4 +%4 4 4