Morgunblaðið - 28.06.2002, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
STJÓRN Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss mun í dag senda heil-
brigðisráðherra tillögur að sparnað-
araðgerðum sem stjórnin leggur til
að gripið verði til á sjúkrahúsinu.
Rekstraruppgjör sjúkrahússins fyr-
ir fyrstu fimm mánuði ársins sýnir
319 milljónir króna umfram fjár-
heimildir eða 3,3% frávik frá fjár-
heimildum tímabilsins.
Fjárveitingar til sjúkrahússins
voru á þessu ári skornar niður um
4% á fjárlögum, að sögn Önnu Lilju
Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra
fjárreiðna og upplýsinga. Hún segir
að stefnt sé að 2% sparnaði á árinu
og því sé sjúkrahúsið 1,3% yfir því
marki miðað við rekstraruppgjörið
fyrstu fimm mánuðina.
Anna Lilja segir að sparnaðar-
markmiðin ættu að nást verði tillög-
um stjórnar fylgt eftir. Meðal annars
sé ætlunin að lækka starfsmanna-
kostnað, draga úr yfirvinnu, herða á
ráðningareftirliti og endurskoðun á
verklagi. Þá sé verið að sameina
deildir sem þýði að hægt verði að
fækka fólki á vakt. Ekki verði hjá því
komist að draga saman í þjónustu og
eru það einkum þær hugmyndir sem
ráðherra fær til umfjöllunar. Anna
Lilja segir að hún geti ekki tjáð sig
frekar um þær hugmyndir fyrr en
ráðuneytið hefur fjallað um þær.
Aðspurð hvort aðgerðirnar hafi
uppsagnir í för með sér segir Anna
Lilja að þegar 2% sparnaðaráformin
voru sett fram um áramót hafi verið
ákveðið að forðast uppsagnir. Um
síðustu áramót hafi nokkrum starfs-
mönnum verið sagt upp. Alltaf sé
eitthvað um að fólk hætti á stórum
vinnustað eins og Landspítalanum
og frekar verði gripið til þess ráðs að
færa starfsfólk milli deilda.
Hún segir að miðað sé við að sum-
ar sparnaðaraðgerðir hefjist nú þeg-
ar og aðrar að afloknum sumarfríum.
Dregið verður úr skurð-
aðgerðum á síðari hluta ársins
Í greinargerð með rekstrarupp-
gjörinu kemur fram að ástæður fyrir
umframkostnaði á sjúkrahúsinu
fyrstu fimm mánuði ársins séu
nokkrar. Ákveðið hafi verið í upphafi
árs að nýta afkastagetu skurðstofa
og legudeilda til fulls fyrri hluta árs-
ins með það að markmiði að fækka á
biðlistum. Þótt skurðaðgerðum hafi
fjölgað um tæp 10% miðað við sama
tímabil í fyrra séu biðlistar enn of
langir í nokkrum sérgreinum. Það
eigi einkum við augnaðgerðir, al-
mennar skurðaðgerðir og bæklunar-
aðgerðir. Segir einnig að hagkvæmt
væri að nýta afkastagetu skurðstofa
spítalans til fulls og fækka á biðlist-
um þar sem kostnaður við rekstur
skurðstofanna sé fastur. Spítalinn
hafi þó ekki fjármögnun til að standa
undir því þar sem hann sé á föstum
fjárlögum. Verði dregið úr aðgerðum
síðari hluta ársins.
Þá er rekstur öldrunarsviðs tals-
vert fram úr áætlun. Helsta ástæðan
er sögð að ekki hafi tekist að útskrifa
sjúklinga sem hafa lokið sinni með-
ferð á spítalanum og þurfa á annars
konar vistunarúrræðum að halda.
Rekstur slysa- og bráðasviðs fór
einnig talsvert fram úr áætlun sem
er í greinargerðinni skýrt með auk-
inni eftirspurn eftir þjónustunni.
Legudögum á sólarhringsdeildum
fækkaði um 5,4% fyrstu fimm mán-
uði ársins, dagvistardögum á dag-
deildum fjölgaði um 8,7% og komum
á göngudeildir um tæpt 1%. Meðal-
legutími styttist á hverju ári, er nú
8,9 dagar en var 9,3 dagar í fyrra.
Fæðingum fjölgaði um 2,5%.
Landspítali – háskólasjúkrahús 3,3% umfram fjárheimildir fyrstu 5 mánuði ársins
Ráðherra sendar tillögur
um að draga úr þjónustu
ÞAU eru ófá skemmtiferðaskipin sem
lagt hafa leið sína til Íslands það sem
af er sumri og enn fleiri eiga eftir að
koma til landsins á næstunni.
Skipið Black Watch var á ytri höfn-
inni í Reykjavík og blasti tignarlega
við ljósmyndara Morgunblaðsins þegar
hann átti leið um Frakkastíginn í gær.
Black Watch staldraði reyndar stutt
við, kom til landsins í gærmorgun og
hélt aftur á brott um kvöldið, en skipið
er skráð á Bahamaeyjum.
Annað skip ættað þaðan kom einnig
við í Reykjavík í gær en það heitir
Maxím Gorky og lagðist að bryggju við
Korngarða í Sundahöfn.
Héldu margir farþegar í land til
skoðunarferða. Morgunblaðið/Golli
Tignarleg
sjón við
Frakka-
stíginn
MIKIL þurrkatíð hefur verið víða á
Vesturlandi undanfarið og segja
bændur það sums staðar farið að
koma niður á sprettunni. Þurrkurinn
kemur sér hins vegar vel fyrir þá sem
stunda dúntekju.
Í Flatey hefur lítið rignt síðan um
miðjan maí og segir Hafsteinn Guð-
mundsson, bóndi og sjómaður í Flat-
ey, ekki hafa verið svo þurrt í mörg
ár. „Við fengum smáskúr fyrir hálfum
mánuði en síðan hefur ekki komið
neitt sem heitið getur. Við það bætist
síðan að mikill sjór gekk yfir eyjuna í
rokinu á þjóðhátíðardaginn og er
gróður víða skemmdur eftir seltuna
en hann hefur ekki getað jafnað sig
vegna rigningarleysis.“ Hafsteinn
bendir á að gras sé víða skrælnað og
að hvönn og njóli séu víða orðin svört
efst. Þá hafi áburður ekki nýst að
gagni vegna þurrksins og að slætti
muni líkast til seinka. „Ég man nú
ekki eftir svona þurrki, ekki nema
helst þá árið 1974 en þá var enn meiri
þurrkur í byrjun sumars.“
Hafsteinn segir að frost í fyrri
hluta maí hafi haldið raka í jörðinni og
því sé hún ekki jafn þurr og ella hefði
verið. „Búast má við að vatnsskortur
verði í eynni ef þetta heldur svona
áfram en þar er þó allt í lagi ennþá.“
„Ég held það hafi aldrei verið eins
þurrt og núna svo ég muni til. Nú
mætti gjarnan fara að koma rigning á
túnin,“ segir Lilja Þórarinsdóttir,
húsfreyja á Grund í Reykhólasveit.
Hún segir að minnkað hafi í ám í
grenndinni. „Miðnesá og Heyá eru til
dæmis orðnar hálfgerðar sprænur og
Grundará er nánast þornuð upp,“
segir Lilja.
Þurrkurinn hefur mismikil áhrif á
sprettu, þar sem tún hafa tekið við sér
snemma er heyskapur kominn vel af
stað en annars staðar voru tún farin
að skrælna, að sögn Eiríks Blöndal,
framkvæmdastjóra Búnaðarsamtaka
Vesturlands. „Menn hafa þó borið sig
vel og núna virðist víðast hvar vera
útlit fyrir ágætis heyfeng.“
Þurrkatíð farin að há
sprettu á Vesturlandi
STOFNFJÁREIGENDURNIR
fimm sem hafa milligöngu um yfir-
tökutilboð Búnaðarbankans sendu í
gær öðrum stofnfjáreigendum í
SPRON bréf þar sem þeir hvöttu þá
til að krefjast þess að nýr fundur
verði boðaður. Í kjölfar yfirtökutil-
boðsins var ákveðið að fresta fundi
stofnfjárfesta sem átti að fara fram í
dag en stjórn SPRON telur yfirtöku-
tilboðið ekki standast lög og vill bíða
úrskurðar Fjármálaeftirlitsins. Eig-
endur a.m.k. þriðjungs stofnfjár
þurfa að krefjast þess að boðað verði
til fundar til að svo verði.
Í yfirlýsingu segir Guðmundur
Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON,
tilboð fimmmenningana hafa skapað
óraunhæfar væntingar meðal stofn-
fjáreigenda um hugsanlegan rétt
þeirra til gjafakvóta á eiginfé spari-
sjóðanna í landinu. Ekki sé ólíklegt
að þær tefji aðlögun sparisjóðanna
að markaðsaðstæðum og harðnandi
samkeppni á fjármálamarkaði. Hann
segir ámælisvert að banki í meiri-
hlutaeigu ríkisins standi fyrir van-
hugaðri skyndiárás af þessu tagi.
Stofnfjár-
eigendur
krefjist nýs
fundar
Stofnfjáreigendurnir/11
Árásinni verður/28
Ekki andstaða/30
ÞETTA gæsapar fór í heljarinnar
göngutúr ásamt ungum sínum um
Vestmannaeyjabæ í gær en fjöl-
skyldan hefur búið við flugvöllinn í
Heimaey. Leiðin lá frá flugvellinum
niður í bæ þar sem þær spásseruðu
inn með Friðarhöfn og inn á Eiði en
þar fékk öll fjölskyldan sér sund-
sprett. Stefnan var síðan tekin
beina leið að meginlandinu. Smá-
vaxnir ungarnir áttu í nokkrum
erfiðleikum með að komast leiðar
sinnar í stórgrýttri fjörunni og
þáðu því hjálp ungra áhorfenda við
að komast til sjávar.
Parið hefur gert sig heimakomið
við flugvöllinn í nokkur ár og verpt
þar og komið upp ungum. En ung-
arnir virðast hins vegar ekki hafa
snúið aftur til að verpa svo þetta er
eina parið á svæðinu.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Ungarnir
skoða
heiminn
♦ ♦ ♦