Morgunblaðið - 17.07.2002, Side 40

Morgunblaðið - 17.07.2002, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                      !    "       #$ "     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ Á fimmtudagskvöldið hefst Gull- mót JB og Breiðabliks sem er einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er hérlendis. Þar munu upp undir 1000 stúlkur spila fótbolta af lífs og sálar kröftum í þrjá daga fram á sunnudag. Liðin sem spila eru rúm- lega 90 og þau koma frá yfir 20 fé- lögum víðs vegar að af landinu. Leikið er í þremur aldursflokkum og eru stelpurnar á aldrinum 6-15 ára. Þetta er 17. Gullmótið og þau hafa verið haldin árlega frá árinu 1986. Uppgangur kvennaboltans hefur verið mikill á síðustu árum og eflaust eiga mót eins og Gullmótið mikinn þátt í því. Árangur kvenna í fótbolta hefur verið góður og vaxandi og má í því sambandi minna á frábæran ár- angur landsliðsins okkar sem enn á í baráttu við að komast í lokakeppni HM í Kína á næsta ári. Þá var árang- ur 17 ára landsliðs okkar á Norður- landamótinu hér á dögunum mjög at- hyglisverður, en þar lentu okkar stúlkur í 3ja sæti. Að mörgu leyti má því segja að ár- angur kvennalandsliða okkar sé mun betri en árangur karlanna þótt sam- anburður af þessu tagi sé auðvitað alltaf vafasamur. Það er allavega ljóst að það er full ástæða til þess að við séum stolt yfir þeim frábæra árangri sem stelpurnar okkar eru að ná. Að einu leyti hefur kvennaboltinn þó alltaf átt undir högg að sækja þótt árangur, þátttaka og leikgleði sé ekki síðri en hjá körlunum. Þarna er ég að vísa til mjög mismunandi áhuga fjöl- miðla og umfjöllunar eftir því hvort kynið er að spila. Þetta er ekki síst at- hyglisvert í yngri flokkunum þar sem það hefur viljað brenna við að umfjöll- un sé meiri og ítarlegri af pollamótum en pæjumótum þrátt fyrir að um- gjörðin sé í raun og veru sú sama. Margir telja að ástæðan fyrir þessu sé að flestir þeirra sem fjalla um íþróttir séu karlar, en væntanlega eiga þeir sem um fjalla álíka margar dætur og syni sem spila fótbolta þannig að skýringin er auðvitað ekki einhlít. Að mínu mati er þarna um draug úr fortíðinni að ræða sem er nauðsynlegt að kveða endanlega nið- ur. Auðvitað hafa málin verið að þróast í rétta átt á undanförnum ár- um hvað þetta varðar, en betur má ef duga skal. Ég vil hvetja alla, hvort sem þeir fjalla um íþróttir eða ekki, að koma í Kópavogsdalinn um helgina og líta á þetta frábæra starf sem þar fer fram. Það er mjög skemmtilegt að sjá um 1000 stelpur leggja sig allar fram um að ná árangri í íþrótt sinni. En skemmtunin felst ekki bara í boltan- um, heldur er stefnt að því að hafa umgjörðina alla líflega og skemmti- lega. Í því sambandi má benda á kvöldvökur með frábærum skemmti- kröftum sem fara fram í Smáralind og Smáranum á föstudags- og laugar- dagskvöld. Gullmótið er stórviðburð- ur og það á skilið að um það sé fjallað og að eftir því sé tekið. ARI SKÚLASON, situr í unglingaráði knatt- spyrnudeildar Breiðabliks. Frá Ara Skúlasyni: Morgunblaðið/Jim Smart Gullmótið og kvennaboltinn Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.