Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓHÆTT er að segja aðgróf ofbeldisverk ogalda innbrota hafi vak-ið óhug meðal almenn-ings í sumar. Sem dæmi um faraldur innbrota bárust lögreglunni í Reykjavík tilkynningar um 198 innbrot í fyrirtæki, heima- hús, bíla og verslanir í júlí, miðað við 142 í sama mánuði á síðasta ári. Lögreglan álítur að ákveðnum há- punkti hafi verið náð þó óttast sé að fleiri innbrot verði framin á næstu mánuðum heldur en sömu mánuði í fyrra. Auðgunarbrotin eru gjarnan framin af svokölluðum síbrotamönn- um og haldast gjarnan í hendur við vímuefnaneyslu og ofbeldisverk af ýmsum toga. Skemmst er að minn- ast hrottafenginnar árásar hinna svokölluðu Skeljagrandabræðra og föður þeirra á tvítugan mann 2. ágúst síðastliðinn. Enda þótt bræð- urnir séu aðeins 20 og 21 árs gamlir eiga þeir rétt eins og faðir þeirra langan brotaferil að baki, t.d hefur komið fram í fréttum í tengslum við árás þeirra á unga móður að 11 og 12 ára gamlir hafi þeir þegar alloft komið við sögu lögreglunnar. Brota- ferill þeirra hefur verið nær óslitinn síðan og kennir þar ýmissa grasa, m.a. þjófnaða, innbrota og ofbeld- isverka. Sem dæmi má nefna að alls bárust lögreglunni sex kærur vegna annars eða beggja bræðranna í tengslum við innbrot, önnur auðg- unar- og ofbeldisbrot í apríl og fimm í maí sl. Dómsmálaráðherra leggur sér- staka áherslu á að unnið sé í mál- efnum ungra fanga og telur að leggja beri meðferðarstefnu til grundvallar til fullnustu refsingar þar sem ungir afbrotamenn eigi í hlut. Lítil inni í sér Eins og dæmin sanna er ekki óal- gengt að síbrotamenn hefji feril sinn á unga aldri. Oft kemur því fyrst til kasta barnaverndaryfirvalda þegar langur afbrotaferill er annars vegar. Bryndís Guðmundsdóttir, deildar- sérfræðingur á meðferðardeild Barnaverndarstofu, segir að fyrstu afskipti barnaverndaryfirvalda af ungum afbrotamönnum felist jafnan í því að lögregla geri barnavernd- arnefndum viðvart um að barn undir lögaldri hafi gerst brotlegt við lög. „Lögreglan lætur alltaf barnavernd- arnefndir vita af því að barn undir lögaldri hafi framið afbrot og venju- lega eru einhverjir starfsmenn nefndarinnar viðstaddir skýrslutök- una. Með því móti reynum við að koma því til skila til barnsins að hegðun þess sé ekki liðin,“ segir hún og tekur fram að strax við fyrsta brot sé barnið fært á skrá hjá barna- verndaryfirvöldum. „Ef barnið heldur áfram upptekn- um hætti þarf nefndin að kanna frekar hvað er að gerast hjá barninu. Ef slík rannsókn leiðir í ljós að tilefni er til að veita barninu frek- ari aðstoð er því boðið að taka þátt í uppbyggjandi starfi á vegum Fé- lagsþjónustunnar, þ.e. til að koma því á rétta braut. Tölfræðin segir okkur að langflestir unglingar sem fremja afbrot gera það sjaldan og aðeins á stuttu tímabili ævi sinnar – jafnvel þó ekkert sé að gert. Enda þótt góður árangur hafi hlotist af starfi Félagsþjónustunnar er því ekki að neita að sumir heltast úr lestinni og halda jafnvel áfram uppteknum hætti. En þá er oftar en ekki um að ræða fjölþætt vandamál, s.s. vímuefnaneyslu, félagslega erf- iðleika og skólaerfiðleika. Oft taka því við meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu,“ segir hún. „Við höfum reynt að sérhæfa heimilin eftir fremsta megni þó að slíkt sé erfitt í jafn litlu landi og Ís- landi. Meðferðin felst síðan í því að byggja börnin upp með jákvæðum hætti innan afar agaðs ramma. Ferl- ið getur tekið talsvert langan tíma. Stundum hefur vandinn grafið um sig á löngum tíma og er orðinn afar djúpstæður. Sum börn sem beita of- beldi hafa vanist því að bregðast við öllu utanaðkomandi áreiti með því að kreppa hnefann. Oftar en ekki eru þau mjög lítil inni í sér, minnsta truflun getur valdið því að þeim finnst þeim ógnað og þau snúast til varnar á þennan afgerandi hátt sem beiting ofbeldis er. Með þessu eru þau að reyna að ná valdi á aðstæðum sínum.“ Í væntanlegri Ársskýrslu Barna- verndarstofu fyrir árið 2001 kemur fram að sótt var um greiningu eða meðferð fyrir 191 barn til Barna- verndarstofu. Vandi þeirra er yfir- leitt fjölþættur, t.d. hegðunarerfið- leikar, afbrot, ofbeldi, útigangur, fjarvistir úr skóla og vímuefna- neysla. Eins og fram kemur í yfirliti yfir tilefni fyrir því að óskað er eftir aðstoð Barnaverndarstofu áttu 82% barnanna við hegðunarvanda að etja, 43% höfðu framið afbrot, 23% höfðu sýnt af sér ofbeldishegðun og 60% stríddu við vímuefnavanda. Með sama hætti vekur athygli að að- eins lítill hluti barnanna eða 21,5% bjó hjá báðum kynforeldrum. Lítið eitt hærra hlutfall eða 23,6% bjó hjá móður og stjúpa og 43% bjuggu hjá móður. Afplánun í meðferð Samkvæmt íslenskum lögum eru börn talin sakhæf 15 ára gömul. Bryndís segir að heimild sé fyrir því að bjóða afbrotamönnum á aldrinum 15 til 18 ára að taka út refsingu sína á meðferðarheimili á vegum Barna- verndarstofu. „Þá lætur Fangelsis- málastofnun okkur vita að ungur af- brotamaður hafi hlotið dóm, t.d. tveggja mánaða fangelsisvist eins og algengt er fyrir smærri brot. Barna- verndarnefndir taka síðan að sér að komast að því hvort hann vilji taka út refsinguna í meðferð. Eina skil- yrðið er að hann sé í meðferðinni í að lágmarki 6 mánuði óháð því hvað fangelsisdómurinn er langur. Ungur afbrotamaður með tveggja mánaða fangelsisdóm á bakinu gæti því valið að sitja hann af sér á tveimur mán- uðum í fangelsi eða farið í sex mán- aða meðferð á meðferðarheimili sem er þá afplánun um leið,“ segir Bryn- dís og tekur fram að brjóti ungi af- brotamaðurinn meðferðarrammann sé honum umsvifalaust vísað í fang- elsi. „Nokkrir ungir brotamenn hafa afplánað dóma sína í meðferð og ár- angurinn af því hefur verið afar góð- ur. Á hinn bóginn eru líka dæmi um hitt, t.d. að viðkomandi hafi gefist upp eftir þrjá daga eða farið út fyrir meðferðarrammann á ferlinu. Enn aðrir hafa kosið að taka út refsingu sína í fangelsi.“ Stundum hefur verið talað um að síbrotamenn á Reykjavíkursvæðinu væru um 30 talsins. Þegar Björgvin Björgvinsson, lögreglufulltrúi hjá auðgunarbrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík, var spurður að því hvort sú tala væri nærri lagi, svaraði hann því til að afar erfitt væri að segja til um nákvæman fjölda. Aðeins væri hægt að fullyrða að hópur síbrota- manna færi vaxandi með aukinni fíkniefnaneyslu. „Fjöldinn gengur dálítið í bylgjum. Einn hópur er áberandi á ákveðnu tímabili. Eftir að hann hefur náð sér út úr þessu lífsmynstri tekur annar hópur við og svo framvegis. Hugsanlegt er að tal- an 30 eigi við í hæstu toppunum. Við erum greinilega í ákveðnum há- punkti núna eins og endurspeglast í fjölda innbrota í heimahús. Venju- lega erum við að tala um nokkra mánuði, þ.e. meðan málin eru í rann- sóknarferli og síðan í dómskerfinu.“ Björgvin segir að enn sé meiri- hluti síbrotamanna karlar. Þó hafi það aukist að konur hafi gerst sekar um auðgunar- og fíkniefnabrot á síð- ustu árum. Ofbeldisbrot séu enn töluvert minna áberandi hjá konum en körlum. Margir hafi alist upp við erfiðar félagslegar aðstæður þó dæmi séu um hið gagnstæða. „Lang- oftast eru fíkniefni, innbrot og of- beldi samhangandi þættir í lífi sí- brotamanna. Við höfum þó orðið vör við nýjan hóp á síðustu tveimur til þremur árum. Sá hópur virðist hreinlega vera rekinn áfram af tómri græðgi því hann er ekki háður fíkniefnum eins og hinir síbrota- mennirnir,“ sagði hann og vill engu spá um hvort síðarnefndi hópurinn haldi áfram að stækka. Björgvin telur samverkandi þætti valda ört vaxandi hópi síbrota- manna. „Ég er þeirrar skoðunar að þarna haldist í hendur minnkandi aðhald í foreldrahúsum og þverrandi burðir félagslega kerfisins til að ráða við vaxandi vanda samfara aga- leysi og peningaþörf ungra afbrota- manna. Hömluleysið í þjóðfélaginu fer einfaldlega vaxandi og erfitt er að benda á einhverja einfalda lausn á vandamálinu. Við þurfum raun- verulega öll að horfast í augu við hvað er að gerast og reyna að taka á vandanum í okkar eigin umhverfi. Óneitanlega ber hæst aðstæður barna inni á heimilunum.“ Björgvin segist þekkja nokkuð mörg dæmi um að tekist hafi að beina síbrotamönnum aftur á rétta braut. „Algengt er að menn leiðist út í afbrot á ákveðnu tímabili en snúi síðan við blaðinu. Oft lýkur brota- ferlinum í framhaldi af áfengis- eða fíkniefnameðferð í kjölfar fangelsis- vistar. Sú leið virðist mér vera ár- angursrík. Eftir meðferðina hafa menn svo fengið stuðning til að kom- ast aftur út í samfélagið og standa á eigin fótum.“ Rjúfa þarf vítahringinn Hörður Jóhannsson yfirlögreglu- þjónn tekur undir með Björgvini um að árangursríkasta leiðin til að rjúfa vítahring síbrotamanna sé með ein- hvers konar meðferð. „Allt of al- gengt er að síbrotamenn séu fastir í ákveðnu ferli. Þeir eru háðir fíkni- efnum, fremja afbrot til að fjár- magna fíkniefnakaupin, lenda í fang- elsi og er aftur sleppt út til að endurtaka sama leikinn. Stóra spurningin hlýtur að felast í því hvort hægt sé að rjúfa þennan víta- hring á meðan á afplánun stendur með einhvers konar meðferð til að lækna fíknina og koma síbrotamönn- unum á réttan kjöl.“ Hörður lagði áherslu á að síbrota- menn væru alls ekki einsleitur hóp- ur. „Einna mikilvægast er að hafa uppi á og reyna að hjálpa yngsta aldurshópnum. Þjóðfélagið allt verð- ur að sýna ákveðið aðhald. Við verð- um að vera með augun opin og láta vita af því ef okkur sýnist vinur eða Síbrotamenn og Miðað við tíð innbrot lítur út fyrir að óvenjumargir síbrotamenn hafi verið á ferli á götum borgarinnar í sumar. Anna G. Ólafsdóttir leitaði svara við því hvaða aðferðir væru árangurs- ríkastar í baráttunni gegn afbrotum og hlýddi á frásögn ungs fyrrverandi síbrotamanns og fíkils.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.