Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR gengið er inn í höf-uðstöðvar Skýrr hf. viðÁrmúla fer ekki á millimála að hér er unnið meðmikilvægar upplýsingar. Blaðamaður er skráður í afgreiðslu og fær gestakort, sem hann ber á sér meðan hann dvelur innanhúss. Hús- næðið hefur þegar verið stækkað nokkrum sinnum, en Skýrr hefur haft aðsetur á horni Ármúla og Háa- leitisbrautar frá árinu 1964. Ný við- bygging verður tekin í notkun á næstu dögum í tilefni fimmtugsaf- mælis fyrirtækisins. Starfsfólki fyr- irtækisins hefur fjölgað vegna auk- inna umsvifa, en á hinn bóginn hefur vélbúnaðurinn orðið mun smærri í sniðum og tölvurnar núna smásmíði miðað við fyrstu tölvurnar sem tekn- ar voru í notkun. Um sex þúsund manns tengjast tölvukerfunum beint sem hýst eru í vélasal Skýrr og mun fleiri í gegnum ýmsar gagnaflutn- ingstengingar á hverjum degi. Skýrr er eins og stór upplýsingamiðstöð þar sem gögn og upplýsingar skjót- ast á örskotshraða til viðskiptavina. Skýrr heldur upp á fimmtugsaf- mæli sitt hinn 28. ágúst. Aðdragandi að stofnun fyrirtækisins er áhuga- verður, og ekki víst að almenningur þekki til þess hvernig þetta stórtæka fyrirtæki á sviði tölvuvinnslu og upp- lýsingatækni varð til. Hreinn Jak- obsson, forstjóri Skýrr, segir stofnun fyrirtækisins hafa borið að á allsér- stakan hátt. „Þannig var að Sigurður Sigurðsson, berklalæknir og síðar landlæknir, hafði forgöngu um að umræður áttu sér stað milli Raf- magnsveitu Reykjavíkur, Hagstofu Íslands og Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur vegna hugsanlegra kaupa á vélasamstæðu til skýrslu- gerðar. Ástæður þess að Sigurður kom á málinu voru þær að hann var í forsvari berklarannsókna á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar hér á landi, og til þeirrar vinnu þurfti skýrsluvélar með gataspjöld- um. Hins vegar kom heilsuverndar- stöðin ekki beinlínis að stofnun fyr- irtækisins heldur Rafmagnsveitan fyrir hönd Reykjavíkurbæjar og Hagstofa Íslands fyrir hönd ríkis- ins.“ Stofnað til félagsskapar Í samningi um stofnun Skýrslu- véla ríkisins og Reykjavíkurbæjar árið 1952 er svo tekið til orða, að hér sé stofnað til „félagsskapar til rekstr- ar á skýrslugerðar- og bókhaldsvél- um frá International Business Mach- ines, New York.“ Hér er að sjálfsögðu átt við IBM, sem í þá daga framleiddi ýmsar skrifstofu– og skýrsluvélar, en varð síðar stórtækur tölvuframleiðandi. „Hagstofan þurfti stórvirka skýrsluvél við gerð þjóð- skrárinnar og manntals, Rafmagns- veitan við útskrift reikninga og ýmsa útreikninga, og loks berklarannsókn- in við skráningu sjúkraskráa. Sam- starfið var öllum mjög til happs, þar sem erfiðleikum var bundið að fá þennan dýra búnað keyptan til lands- ins á tímum haftastefnu.“ „Skýrslugerð ýmiss konar, og síð- ar tölvuvinnsla, bæði fyrir ríki og borg, var unnin hjá Skýrr. Samstarf- ið var mjög farsælt og hagkvæmt fyrir alla aðila. Það þótti nokkuð sér- stakt að ríki og sveitarfélag skyldu fara í samstarf af þessu tagi. Á Norð- urlöndum þekktust dæmi þess að sveitarfélög annars vegar og ríkis- stofnanir hins vegar tækju sig saman um stofnun slíkra fyrirtækja, en vegna fámennis hér heima má segja að ríki og borg höfðu ákveðið að sam- eina krafta sína. Það er þó mjög merkilegt að Skýrr er stofnað tölu- vert áður en flest þessi fyrirtæki á Norðurlöndunum og sýnir best frumkvæði þessara manna í upp- hafi,“ útskýrir Hreinn. Fyrstu vélar Skýrr voru sem áður sagði skýrsluvélar sem unnu með gataspjöldum. Þegar fyrsta tölvan var væntanleg til landsins árið 1964 var ákveðið að byggja nýjar höfuð- stöðvar fyrir svo nútímalegt og verð- mætt tæki. „Fyrst var Skýrr til húsa í Tjarnargötu 12, í þáverandi Slökkvistöð og skrifstofu Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Síðan flutti fyr- irtækið á Skúlagötu 59 árið 1957 og var þar þangað til að nýja húsið við Ármúla var vígt árið 1964, þegar fyrsta tölva fyrirtækisins kom til landsins og var sett upp í sérstöku herbergi, sem var rúmir 40 fermetr- ar,“ segir Hreinn. Þess má geta að tölvan þætti ekki afkastamikil á nú- tíma mælikvarða, minni hennar var 4K, en var mikill vinnuhestur miðað við vélarnar sem hún leysti af hólmi. Hefur þróað öll stærstu kerfin Á fimmtíu ára tímabili hefur Skýrr eðlilega komið nærri uppbyggingu tölvukerfa ríkis og borgar. „Fyrir- tækið sá alfarið um forritun og hönn- un stærstu tölvukerfa ríkis og borg- ar. Svonefnd landskerfi, sem notuð eru í opinberri stjórnsýslu um allt land, eru samtengd og nýta þannig sömu upplýsingarnar í mörgum kerf- um. Það hefur vakið athygli erlendra aðila sem hingað hafa komið hve samtengd tölvukerfi landsins eru og hvernig hægt er að samnýta þessar upplýsingar milli viðkomandi aðila. Þetta er mikið hagræði og hefur reynst einstaklega hagkvæmt í rekstri stjórnsýslunnar hér á landi,“ segir Hreinn. Þjóðskráin varð til hjá Skýrr í byrjun 6. áratugarins. „Grunnurinn að skráningu allra landsmanna var unninn af Hagstofunni með fyrstu vélum Skýrr. Líklega er þar um fyrstu vélvæddu þjóðskrána í heim- inum að ræða. Nú á dögum er óhugs- andi að hafa ekki greiðan aðgang að þjóðskránni og kennitölum lands- manna. Mörgum þykir kennitalan misnotuð, en eitt er víst að þjóðskrá- in er þungamiðjan í öllu skráningar- kerfi ríkis og sveitarfélaga,“ segir Hreinn. Á þessum árum hlóðust verkefni upp hjá fyrirtækinu og forritarar höfðu í nægu að snúast við að hanna forrit fyrir ýmsar stofnanir ríkis og borgar. „Byggð voru kerfi fyrir Skattstjóra og Tollstjóra, Ríkisbók- hald og Tryggingastofnun svo ein- hverjar stofnanir séu nefndar. Í þessu lá mikil vinna og mikil eftir- spurn var eftir fólki sem kunni til verka. Starf forritara var vandasamt og það tók mikinn tíma að hanna skil- virk tölvukerfi. Mikið álag var á starfsmönnum Skýrr og náði fyrir- tækið ekki að sinna öllum þeim verk- efnum sem því buðust. Við því var brugðist undir lok áttunda áratugar- ins með endurskipulagningu fyrir- tækisins og nýju skipuriti,“ útskýrir Hreinn. Einkavæðingin Frá upphafi hafði fyrirtækið verið í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar (áður bæjar) og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. „Á þeim tíma var fyr- irtækið fyrst og fremst þjónustufyr- irtæki fyrir eigendur sína,“ segir Hreinn. „Árið 1995 var ákveðið breyta fyrirtækinu í hlutafélag og Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavík- urborgar heita þaðan í frá Skýrr hf. Gamla skammstöfunin var notuð sem heiti á nýja fyrirtækið, og eflaust hafa margir gleymt uppruna heitis- ins nú,“ bætir hann við. Haustið 1996 var ákveðið að selja starfsmönnum 5% eignarhluta og í upphafi árs 1997 var ákveðið að selja meirihluta í fyr- irtækinu, 51%. Einkavæðingin var framkvæmd í nokkrum þrepum, og var lokað útboð haldið 1997. Opin kerfi hf. buðu hæst og eignuðust meirihlutann. Afgangur hlutabréf- anna var seldur á almennum markaði árið 1998. Það er nú skráð í Kauphöll Íslands. „Nýir eigendur ákváðu að byggja á þeim góða og trausta grunni sem Skýrr hafði byggt á, þjóna áfram rík- isstofnunum og sveitarfélögum, en jafnframt að bjóða nýjum viðskipta- vinum, fyrirtækjum og félögum, góða þjónustu. Við viljum ekki gleyma uppruna okkar, þeim aðilum sem stóðu að stofnun fyrirtækisins á sínum tíma, en jafnframt viljum við þróa þjónustuna fyrir nýja viðskipta- vini,“ segir Hreinn. „Við gerum við- skiptasamninga við ríki og borg líkt og önnur fyrirtæki. Við veitum heild- arþjónustu á sviði tölvumála, sjáum um rekstur tölvukerfa, veitum víð- tæka hugbúnaðarþjónustu og miðlun upplýsinga. Þjónustan hefur breyst mjög frá því sem var þegar einungis var unnið við gagnaútreikninga og forritun. Nú er, auk allrar þjónustu við tölvubúnaðinn, einnig unnið mik- ið að aðlögun erlendra hugbúnaðar- kerfa að íslenskum markaði.“ Ný kerfi leysa gömul af hólmi Um þessar mundir er unnið að því að innleiða ný Oracle fjárhags- og mannauðskerfi fyrir ríkisstofnanir. Þannig mun erlent kerfi leysa af hólmi sérsmíðað fjárhags- og launa- kerfi ríkisins sem smíðað var fyrir um og yfir 20 árum. „Oracle-verkefn- ið gengur vel og eru fyrstu hlutar þess nú þegar í notkun hjá Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi. Við unnum mikinn sigur fyrir íslenska tungu þegar við fengum íslenskuna viður- kennda sem eitt af 30 tungumálum innan Oracle. Þróunin undanfarin ár hefur orðið sú að notast er við staðl- aðar lausnir í stað sérsmíðaðra kerfa áður. Hins vegar er alltaf þörf á ákveðinni aðlögun viðkomandi kerfa að sérþörfum viðkomandi fyrirtækis, og við það vinna ráðgjafar okkar nú. Vakið hefur athygli erlendis að öll stjórnsýsla eins ríkis skuli ákveða að notast við eitt samhæft upplýsinga- kerfi.“ Litið fram á veginn Framtíðarsýn fyrirtækisins bygg- ist á áframhaldandi samstarfi Skýrr við fjölda ríkisfyrirtækja og stofn- ana, við borgarstofnanir, og við fjölda fyrirtækja og einstaklinga. „Fyrir nokkrum árum voru aðeins nokkrir tugir viðskiptavina hjá Skýrr, en nú eru þeir yfir tvö þúsund,“ bendir Hreinn á þegar rætt er um stækkun fyrirtækisins og framtíð þess. „Nú standa yfir formlegar viðræður milli Upplýsingatækni í h Morgunblaðið/Þorkell Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, í vélasal Skýrr hf., ásamt Óttari Kjartanssyni, sem tók saman sögu fyrirtækisins í 50 ár. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar, síðar Skýrr hf., fagna fimmtugsafmæli sínu hinn 28. ágúst. Hreinn Jakobsson sagði Morgunblaðinu glefsur úr sögu fyrirtækisins, af framtíðaráformum og hlutverki á 21. öldinni. Sigmund Jóhannsson, skopteiknari Morgunblaðsins, lét fyrstu tölvuna sem Skýrr keypti árið 1964 ekki framhjá sér fara. Vélasalur Skýrr við Ármúla árið 1975. Hér má sjá framfarirnar í vélunum, til dæmis segulbönd til vinstri og tölvuskjái. Það þótti nokkuð sérstakt að ríki og sveitarfélag skyldu fara í samstarf af þessu tagi. Á Norð- urlöndum þekktust dæmi þess að sveit- arfélög annars vegar og ríkisstofnanir hins vegar tækju sig saman um stofnun slíkra fyrirtækja, en vegna fámennis hér heima má segja að ríki og borg höfðu ákveðið að sameina krafta sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.