Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 23 Ítalíuferðir Heimsferða hafa notið ótrúlegra vinsælda í allt sumar, og uppselt í allar ferðir til Verona og Rimini. Nú bjóðum við síðustu sætin í haust til þess heillandi lands, þar sem þú getur notið einstakrar veðurblíðu, náttúrufegurðar Rimini, Feneyja, Verona eða Gardavatns og heillandi menningar þessarar listfengu þjóðar þar sem þú finnur það besta í menningu, tísku, matargerð og listum. Beint flug á alla áfangastaði Heimsferða þar sem þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra okkar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ítalíuveisla Heimsferða í haust frá kr. 29.965 Verð frá 29.965 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 5. sept. í viku. Stökktu tilboð. Almennt verð kr. 31.390. Verð frá 39.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 5. sept. í viku. Stökktutilboð með sköttum. Almennt verð kr. 41.950. Rimini Vinsælasti sumarleyfisstaður Ítalíu. Stórfalleg ströndin teygir sig kílómetrum saman eftir Adríahafinu og hér bjóða Heimsferðir úrvalsgistingu í hjarta bæjarins. Örstutt til smáríkisins San Remo, og dagsferð til Feneyja er eitthvað sem enginn ætti að missa af. Bologna Stórkostleg borg í hjarta Ítalíu, þaðan sem mörg frægustu afrek Ítala á sviði matargerðarlistar koma frá. Hér getur þú valið um flugsæti eingöngu, eða flug og bíl ef þú vilt fara á flakk, en héðan er örstutt til Toscana, Feneyja eða Flórens. 5. sept. 12. sept. 19. sept. 5. sept. 12. sept. 19. sept. Verð frá 27.265 m.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára, 5. sept. Flusæti með sköttum. Almennt verð kr. 28.625. Verð frá 57.150 M.v. 2 í herbergi. Hotel Maxim, 5 nætur með morgunverð, m.v. 2 í herbergi. Flug, hótel, skattar. Almennt verð kr. 60.007. Verona Borgin sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Yfir 2 þúsund Íslendingar hafa farið með Heimsferðum til Verona í sumar og skoðað þessa fegurstu borg norður-Ítalíu. Hér kynnist þú Arenunni, einu frægasta hringleikahúsi heimsins, skoðar svalir Júlíu, gengur um aldagömul stræti þessarar heillandi borgar sem iðar af menningu og mannlífi nætur og daga, eða ferðast til Gardavatns, einnar fegurstu náttúruperlu heimsins. 5. sept. – 16 sæti 12. sept. – uppselt 19. sept. – uppselt 26. sept. – 29 sæti Verð frá 29.950 Flugsæti til Bologna, m.v. hjón með 2 börn. Almennt verð kr. 31.450. Bílaleigubíll í 3 daga - kr. 13.100 Opel Corsa – ótakmarkað kílómetragjald. STARFSÁR Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands er senn að hefjast með nýjum aðalstjórnanda. Tónleikahald vetur- sins er fjölbreytt að vanda og gefur þar að líta þó nokkur stór en jafn- framt gamalkunnug nöfn innan tón- listarheimsins, jafnt í tónskáldum sem stjórnendum, einleikurum, kór- um og einsöngvurum. Hópur hljómsveitarstjóra með Sin- fóníuhljómsveitinni í ár er bæði stór og litríkur. Eins og kunnugt er hefur enski stjórnandinn Rumon Gamba verið ráðinn aðalstjórnandi og jafnframt listrænn stjórn- andi hljómsveitarinnar næstu þrjú árin. Af öðrum stjórnendum hljómsveitar- innar í vetur má nefna Bern- harð Wilkinson, Hörð Ás- kelsson og Petri Sakari, sem eru íslenskum tónlistarunn- endum að góðu kunnir. Hæst ber þó eflaust nafn Vladimirs Ashkenazys, sem stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni í frumflutningi hérlendis á War Requiem eftir Benjam- in Britten ásamt Kór Ís- lensku óperunnar og einsöngvurum. Ashkenazy hefur hlotið heiðurs- stjórnandanafnbót af hálfu Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og er þetta í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt. Eistneski stjórnandinn Tönu Kalj- uste frumflytur hérlendis eitt nýjasta verk landa síns, Arvos Pärts, ásamt hljómsveitinni og Hamrahlíðarkórun- um, en Kaljuste hefur unnið náið með Pärt að flutningi verka hans. Einnig mun David Gimenez stjórna hljóm- sveitinni í apríl, en hann er í miklu uppáhaldi hjá mörgum helstu óperu- söngvurum heims. Efnisskrá tón- leikanna verður helguð óperutónlist, þar sem fram kemur kanadísk-kín- verska söngkonan Liping Zhang. Íslenskir sem erlendir einleikarar Einleikarar með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands þetta starfsárið eru fjöl- margir, jafnt íslenskir sem af erlendu bergi brotnir. Fiðlusnillingurinn Joshua Bell, sem lék kornungur með hljómsveitinni árið 1989, leikur nú fiðlukonsert Johannesar Brahms undir stjórn Petris Sakaris á tónleik- um í apríl á næsta ári. Þá koma fram með hljómsveitinni Judith Ingólfsson fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Vovka Stefán Ashken- azy píanóleikari, meðal annars í þrí- leikskonsert Beethovens, og píanó- leikararnir Peter Maté, Ann Schein og Philippe Entremont, sem ásamt því að leika einleik með hljómsveitinni stjórnar henni frá píanóinu, koma á ný fram með hljómsveitinni. Aðrir einleikarar eru Sigrún Eðvaldsdóttir, Sif Tulinius, Hallfríður Ólafsdóttir, Thorleif Thedéen, Sharon Bazaly og Hermann Stefánsson, sem er 1. klar- ínettuleikari Konunglegu Stokk- hólmsfílharmóníunnar. Ennfremur mun popphljómsveitin Sálin hans Jóns míns koma fram og leika tónlist sína með Sinfóníunni í út- setningu Þorvaldar Bj. Þorvaldsson- ar. Á sömu tónleikum mun Una Sveinbjarnardóttir leika fiðlukonsert Philips Glass. Kórtónlist í hávegum höfð Fjölmargir íslenskir kórar munu koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í vetur. Söngsveitin Fílharm- ónía mun flytja Requiem Mozarts undir stjórn Bernharðs Wilkinsons, Kór Íslensku óperunnar flytur War Requiem eftir Britten undir stjórn Ashkenazys, Kór Langholtskirkju kemur fram á tónleikum undir stjórn Ilans Volkov og Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð flytja eitt nýjasta kórverk hins eist- neska Arvos Pärts, Cecilia, undir stjórn Tönu Kaljuste. Þá mun Mótettukór Hallgríms- kirkju syngja á þrennum tónleikum með hljómsveitinni í vetur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Verður Jólaóratóría J.S. Bach flutt á að- ventutónleikum í Hallgrímskirkju í byrjun desember og Elía Mendels- sohns í maí. Á þessum tónleikum kemur meðal annars fram með kórn- um þýski baritónsöngvarinn Andreas Schmidt. Kórinn syngur einnig með hljómsveitinni í Jólaóratóríu Johns Speights, sem útvarpað verður á EBU-tónleikum Ríkisútvarpsins til fjölmargra landa Evrópu og víðar. Auk Jólaóratóríu Johns Speights verða verk nokkurra íslenskra tón- skálda flutt í vetur, og er í mörgum tilfellum um frumflutning eða frum- flutning á Íslandi að ræða. Flutt verða Norðurljós eftir Pál P. Pálsson, sem er frumflutningur á Íslandi, út- setningar Franz Mixa á íslenskum þjóðlögum, og þverflautuleikarinn Sharon Bezaly mun frumflytja flautu- konsert nr. 2 eftir Hauk Tómasson. Þá verða Stiklur Jóns Nordals fluttar undir stjórn Rumons Gamba, Gangur Þorkels Sigurbjörnssonar verður frumfluttur á Ís- landi, 10–11 eftir Stefán Arason verður flutt á UNM-tónleikum nú í sept- ember og Via Dolorosa eftir Atla Heimi Sveinsson á tón- leikum í febrúar verður flutt í fyrsta sinn af Sinfón- íuhljómsveitinni, en þess má geta að verkið var samið í minningu Guðrúnar Katr- ínar Þorbergsdóttur. Auk þess verða tónleikar hljóm- sveitarinnar hinn 6. febrúar hluti af Myrkum músíkdög- um, tónlistarhátíð Tón- skáldafélags Íslands, þar sem eingöngu verður flutt íslensk tónlist. Síðast en ekki síst má nefna í þessu samhengi tónlist Sálarinnar hans Jóns míns í út- setningu Þorvaldar Bj. Þorvaldsson- ar sem flutt verður á tónleikum í nóv- ember. Tónleikar með sérstæðri efnisskrá Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur einnig nokkra tónleika í vetur, þar sem efnisskráin sker sig að einhverju leyti úr. Sem dæmi má nefna tónleika í tengslum við UNM, Ung nordisk musik-tónlistarhátíðina, þar sem hljómsveitin leikur verk eftir ung nor- ræn tónskáld eingöngu og mun Her- mann Bäumer stjórna. Tvennir kvik- myndatónleikar eru á dagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar í nóvem- ber og mun Frank Strobel stjórna á þeim hvorum tveggja. Verður annars vegar leikið undir Metropolis þeirra Fritz Lang og Bernds Schultheis og hins vegar Gullæði Charlies Chaplins. Um miðjan september verða haldnir tvennir tónleikar þar sem söngleikjatónlist Georges Gershwins og Coles Porters verður leikin og sungin. Með hljómsveitinni koma þá fram Kim Criswell og George Dvorsky. Tónleikar helgaðir Richard Wagner eru á dagskrá í maí, þar sem Magnea Tómasdóttir syngur undir stjórn Gregors Bühl, að ógleymdum ABBA-tónleikum hljómsveitarinnar sem fram fara í Laugardalshöll í maí undir stjórn Martins Yates, þar sem fram koma söngvarar frá West End International. Í ár hefur sveitin tvo 1. konsert- meistara, Guðnýju Guðmundsdóttur og Sigrúnu Eðvaldsdóttur, en 2. kons- ertmeistari sveitarinnar er Sif Tul- inius. Ashkenazy heiðursstjórnandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Sálin hans Jóns míns. Ann Schein Haukur Tómasson Magnea TómasdóttirBernharður Wilkinson Hörður Áskelsson Joshua Bell Judith IngólfssonRichard Wagner Rumon Gamba Sigrún Eðvaldsdóttir Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur starfsár sitt nú í september. Hér er stiklað á stóru í verkefnum hljóm- sveitarinnar í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.