Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 45 DAGBÓK Ragnar Bjarnason Dr. Med. Sérgrein: Almennar barnalækningar, hormóna- og efnaskifta sjúkdómar barna. Hefur opnað stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. Tímapantanir í síma 535 7700 alla virka daga kl. 9-17. Upplýsingar gefur Martin í síma 567 4991 eða 897 8190 Um er að ræða 4ra ára nám sem byrjar í haust á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Spennandi nám. Kennarar með miklu reynslu. Hómópatanám                                                   !"# $ %           &  ' "(    )   ++ #,#',',(# - "'.  )  *  /   0 0  1    2   Njálsgötu 86 - sími 552 0978 10-70% afsláttur Tilboðsdagar Rúmfatnaður • Handklæði Barnafatnaður Námskeið um hvernig má bæta samskipti í sambúð, á vinnustað og í fjölskyldunni verður haldið laugardaginn 31. ágúst á Hótel Loftleið- um í fundarherbergi Flóa á 4. hæð kl. 13.30—17.30 Frekari uppl. og skráning í síma 533 6325. Rúnar Guðbjartsson, sálfræðingur. Mannleg samskipti STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert áberandi og óttast ekki að tjá skoðanir þínar. Fólk vill vera í návist þinni. Ýmis ný tækifæri bíða þín á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú vilt vita hvernig hlutirnir virka og þess vegna átt þú ýmsu ólokið. Reyndu að skipuleggja tíma þinn betur bæði í vinnunni og heima. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að komast í stutt frí á næstunni. Allt sem tengist ást, rómantík, ánægju og skemmtun kemur vel út í þínu merki á næstu vikum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú skalt búast við að eiga tíðari samskipti við fjöl- skylduna á næstu vikum en venjulega. Nýttu þér þetta og skapaði ánægjulegar minningar fyrir framtíðina. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hraðinn eykst í lífi þínu á næstunni. Stuttar ferðir, heimsóknir, samningar, kaup og sala munu tryggja að þú hefur nóg að gera. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú vilt kaupa eitthvað sem lætur þér líða vel. Þú hefur smekk fyrir óvenjulegum hlutum, hlutum sem fáir aðrir eiga. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er rétti tíminn að hlaða rafhlöðurnar fyrir það sem eftir er af árinu. Reyndu því að hvíla þig og endurnýja orkuna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að finna þér tíma til að eyða í einrúmi. Þú þarft að taka þig aðeins saman í andlitinu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Taktu öllum boðum sem þú færð í dag. Vinir, hópar og samtök vilja fá að ráðstafa tíma þínum og þú verður að finna leiðir til að verða við þessum óskum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Af einhverjum ástæðum ert þú miðpunktur athyglinnar. Ekki óttast að axla aukna ábyrgð nú því þú munt auð- veldlega standa undir henni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert að fá upp í kok af daglegu amstri. Þú þarfnast tilbreytingar og einhvers spennandi ævintýris til að hressa þig við. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú færð rómantískan áhuga á einhverjum. Þessar til- finningar munu væntanlega vara að minnsta kosti næstu vikurnar, ef ekki lengur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einbeittu þér að ástvinum þínum eða maka í dag. Þú færð tækifæri til að eyða skemmtilegum og ástríkum tíma með einhverjum og það tækifæri skalt þú grípa. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla SUÐUR meldar sem óður væri, en lendir þó á löppun- um í ágætu spili. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ G4 ♥ Á43 ♦ ÁKD873 ♣84 Suður ♠ Á1063 ♥ K8762 ♦ 2 ♣D105 Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur spilar út hjarta- gosa. Hvernig á suður að réttlæta sagnhörkuna? Til að byrja með þarf að slá því föstu að trompið liggi 3-2, því annars er spilið von- laust. Síðan þarf að finna bestu leiðina til að nýta tíg- ulinn án þess að treysta á 3-3 legu í litnum. Norður ♠ G4 ♥ Á43 ♦ ÁKD873 ♣84 Vestur Austur ♠ D95 ♠ K872 ♥ G109 ♥ D5 ♦ G1043 ♦ 96 ♣ÁG6 ♣K9732 Suður ♠ Á1063 ♥ K8762 ♦ 2 ♣D105 Fyrsti slagurinn er tekinn með kóng, tígli spilað á ás og tígull síðan trompaður „hátt“ – ekki með tvistinum. Síðan er „háu“ hjarta spilað á ás og tígli spilað ofanfrá. Nú er nokkuð sama hvað gerist. Í þessu tilfelli hendir sagnhafi niður þremur lauf- um áður en vestur kemst að til að trompa. En í versta falli myndi vörnin trompa þriðja tígulinn og taka tvo slagi á lauf. Síðan mætti nota hinn dýrmæta hjarta- tvist til að spila blindum inn á frítíglana. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 26. ágúst, er Jón Sig- urðsson, fyrrverandi kaup- maður í Straumnesi, áttræður. Jón og eiginkona hans, Kristín Sigtryggs- dóttir, verða að heiman á af- mælisdaginn. 85 ÁRA afmæli. Í dagsunnudaginn 25. ágúst er áttatíu og fimm ára Sigríður Helga Stefánsdótt- ir, húsmóðir og handverks- kona, Kópavogsbraut 83, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Árni Jóhannes- son. Þau hjónin ásamt fjöl- skyldu sinni vonast til að sjá sem flesta af ættingjum sín- um og vinum í Kiwanishús- inu, Smiðjuvegi 13 a (gul gata) Kópavogi í dag kl. 15. 50 ÁRA afmæli. Þriðju-daginn 27. ágúst verður Bryndís Hrólfsdótt- ir, Austurbún 25, fimmtug. Hún og eiginmaður hennar Engilbert Gíslason bjóða ættingjum og vinum að þiggja með þeim veitingar í Oddfellowhúsinu, Vonar- stræti 10, milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. ÞEGAR undratæki það, sem nú virðist vera orðinn þarfasti þjónn mannsins í stað hestsins, sem nefndur var því nafni fyrir einni öld, kom til landsins 1904, fékk það sama ár heitið bifreið. Þar höfðu ágætir orðasmiðir þess tíma í huga so. að bifa = hreyfa og no. reið = vagn sbr. reið Þórs. Þetta er fallegt orð og vel myndað, enda lifir það enn í málinu, bæði eitt sér, en ekki sízt í mörgum samsetningum. Einkum mun þess samt nú orðið oftast að leita í rit- máli, en síður í talmáli. Tvær bifreiðar rákust saman. Bifreiðinni var ekið of hratt í beygjunni. Þó lifa enn margs konar samsetn- ingar, sem upp komu, þeg- ar þetta samgöngutæki hélt innreið sína í íslenzkt þjóðlíf. Menn töluðu fljótt um bifreiðarstjóra, þ.e. um þann, sem stjórnaði þess- um hreyfivagni, þ.e. bif- reiðinni, í upphafi. Einnig má enn sjá það í mörgum fyrirtækjanöfnum, sbr. t.d. símaskrána. Má þar minna á nöfn eins og bif- reiðastöð og bifreiðaverk- stæði. Svo fór samt, að styttingin bíll, tekið úr automobil, þrengdi sér snemma inn í málið, enda styttra og átti sér líka nokkrar þekktar fyrir- myndir, sem beygðust eins. Má þar minna á no. eins og fíll og díll. Í sumum samböndum virðist no. bíll nú á dögum tekið fram yfir bifreiðina. Samkv. Síma- skránni er næstum ein- vörðungu talað um bílasöl- ur. Við fljótlega athugun fann ég aðeins eina bif- reiðasölu í þeirri ágætu skrá. Ég kom ekki heldur auga á bifreiðaleigu, en bílaleigur eru fjölmargar. E.t.v. finnst mönnum seinni samsetningin þjálli í munni. Aftur á móti sá ég ekki nema eitt fyrirtæki, sem heitir Bílaskoðun, hin heita öll Bifreiðaskoðun. Má vera, að það nafn þyki virðulegra á þeirri stofn- un, sem á að gæta þess, að bifreiðin sé í fullkomnu lagi. – J.A.J. ORÐABÓKIN Bifreið – Bíll LJÓÐABROT Syndafall Ég man þá stund í mánaskini um kvöld, og merlað döggu haustsins bleika gólf. Hún stóð í skjóli fyrir vestan vegg, – þá var ég fjórtán, hún var bara tólf… Og ekkert hreiður, ekkert fjaðrablik og ekkert gleðikvak í runni og mó. Hún stóð þar eins og sönglaus ungi í sorg og svölum fölva á vanga hennar sló. - - - Jóhannes úr Kötlum 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Bc4 Bg7 7. Bb3 0–0 8. h3 a6 9. 0–0 b5 10. He1 Bb7 11. Bg5 Rbd7 12. Rd5 e6 13. Rxf6+ Bxf6 14. Bh6 He8 15. c3 Rc5 16. Bc2 e5 17. Rb3 Ra4 18. Rd2 Rb6 19. Df3 De7 20. Bb3 Had8 21. Had1 d5 22. exd5 Bg7 23. Bxg7 Kxg7 24. Rf1 e4 25. Dg3 Rxd5 26. Hd4 Rf6 27. Re3 Kf8 28. Hed1 Hxd4 29. Hxd4 Hd8 30. Hxd8+ Dxd8 31. De5 De7 32. Dd4 h5 33. a4 bxa4 34. Bxa4 Kg8 35. c4 Kg7 36. c5 Dc7 37. c6 Bc8 Staðan kom upp á alþjóð- legu móti sem lauk fyrir skömmu í Stokkhólmi. Ís- landsvinurinn, Nick Def- irmian (2.551), hafði hvítt gegn Pontusi Carlssyni (2.400). 38. Dxf6+! og svartur lagði niður vopnin enda verður hann manni undir eftir 38... Kxf6 39. Rd5+. 6. umferð Skák- þings Íslands, landsliðs- flokki, hefst í dag, 25. ágúst, kl. 13.00 í íþróttahús- inu á Seltjarnarnesi. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.