Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 56
ÞESSA fallegu mynd tók ljós-
myndari Morgunblaðsins í fyrra-
dag af Jökulsá á Dal sem í dag-
legu tali heimamanna er nefnd
Jökla, líkt og lesa má m.a. í Ís-
landshandbókinni. Þar kemur
fram að áin er lengst allra vatns-
falla á Austurlandi og um leið hið
mesta, 150 kílómetra löng.
Jökulsá, sem á upptök sín í Brú-
arjökli, er gruggugust íslenskra
jökulvatna og talið er að aurburð-
ur hennar sé allt að 120 tonnum á
klukkustund að sumarlagi. Hér
eru stuðlabergsdrangar í Jökulsá
á Dal á móts við Sauðafell og
bergrisinn skríður handan árinn-
ar. Hann mun þurfa að skríða á
um 150 til 170 metra dýpi þegar
Hálslón verður fullt ef af virkjun
við Kárahnjúka verður.
Maðurinn á bjargbrúninni er
ekki stór í samanburðinum við
hrikalegt og fagurt umhverfið en
hann teflir sannarlega á tvær
hættur með því að standa þarna
með beljandi vatnsstrauminn fyrir
neðan sig.
Morgunblaðið/RAX
Hrikaleg
fegurð við
Jökulsá
á Dal
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
www.namsmannalinan.is
NÝ Norræna var sjósett í Lübeck í
Þýskalandi í gær og munu áætl-
unarsiglingar með henni hefjast
næsta sumar, en hún tekur við af
eldri Norrænu sem starfrækt hefur
verið í tvo áratugi. Á myndinni má
sjá ferjuna í Flender skipasmíða-
stöðinni þar sem hún var sjósett.
Við sjósetningu var hún fullbúin að
utan en unnið verður við innri frá-
gang þar til í febrúar á næsta ári.
Nýja ferjan er stórt og velbúið
farþegaskip sem tekur tæplega
1.500 farþega í misstórum klefum,
sem allir eru búnir salerni og
sturtu. Hún flytur 800 bíla auk ým-
iss konar fragtar. Norræna er 164
metrar að lengd, 30 metrar að
breidd og 36.000 brúttótonn að
stærð. Til samanburðar var gamla
ferjan 12.000 brúttótonn, 129
metra löng og 21 metra breið. Hún
gat flutt 1.050 farþega og 280 bíla.
Smyril Line gerir Norrænu út og
siglir hún á milli Seyðisfjarðar á Ís-
landi, Þórshafnar í Færeyjum,
Leirvíkur á Hjaltlandi, Bergen í
Noregi og Hanstholm í Danmörku.
Ný Nor-
ræna sjósett
Ný Norræna var sjósett í Flender í Lübeck í Þýskalandi í gær.
Jarðhita-
rannsókn-
ir í Eyjum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
hefja skipulagðar jarðhita-
rannsóknir í Vestmannaeyjum
en í kjölfar sameiningar Bæj-
arveitna Vestmannaeyja og
Hitaveitu Suðurnesja hf. var
gert ráð fyrir að hafin yrði at-
hugun á möguleikum þess að
finna nýtanlegan jarðhita í
Eyjum.
„Þegar fyrirtækin runnu
saman í eitt var ákveðið að
endurskoða allar þær rann-
sóknir sem gerðar hafa verið á
jarðvarma í Eyjum og freista
þess svo að leita frekar ef hag-
kvæmt þætti,“ segir Albert Al-
bertsson, aðstoðarforstjóri HS.
Nægur varmi en finna
þarf flutningsgjafann
Nú hafa allar gamlar
skýrslur verið yfirfarnar og í
kjölfarið verið lagðar fram til-
lögur um frekari rannsóknir
með það að markmiði að stað-
setja hugsanlegar rannsóknar-
holur. Albert segir að nú verði
farið í frekari jarðfræðikort-
lagningu á svæðinu og gert sé
ráð fyrir að þeirri athugun
verði lokið fyrir áramót.
REKSTUR járnbrautar milli
Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar
er ekki talinn hagkvæmur að mati
breska ráðgjafarfyrirtækisins AEA
Technology Rail og verktakafyrir-
tækisins Ístaks hf. sem skilað hafa
Orkuveitu Reykjavíkur og borgar-
verkfræðingi umbeðinni skýrslu í öðr-
um áfanga hagkvæmniathugunar á
framkvæmdinni.
Upphafskostnaður er metinn á
rúma 33 milljarða króna en talið ljóst
að tekjur af járnbrautinni muni „und-
ir engum kringumstæðum“ mæta öll-
um kostnaði við hana. Munar þar 250
milljónum króna á ári.
Þetta er önnur niðurstaða en sömu
aðilar komust að í fyrsta áfanga hag-
kvæmniathugunar, sem kynnt var
með skýrslu í október á síðasta ári.
Þar var járnbraut talin standa undir
rekstrarkostnaði og heildarkostnaður
metinn 24–30 milljarðar króna en
skýrsluhöfundar gáfu sér þá aðrar
forsendur.
„Þótt bjartsýnisspá sé lögð til
grundvallar er ljóst að tekjur af járn-
brautinni muni undir engum kring-
umstæðum mæta öllum kostnaði við
hana. Þess vegna virðist ekki rétt að
ráðast í járnbrautarlagningu,“ segir
m.a. í skýrslunni nú, sem Morgun-
blaðið hefur undir höndum.
Brautin myndi liggja frá flugstöð
Leifs Eiríkssonar og meðfram núver-
andi Reykjanesbraut að Straumsvík.
Þar sem reiknað er með vexti byggð-
ar meðfram Reykjanesbraut hefur
járnbrautin verið færð innar í landið.
Er þetta meginbreyting á brautarlínu
frá fyrsta áfanga hagkvæmniathug-
unar. Lagt er til að lestarstöðvar
verði í Hvassahrauni (ef flugvöllur
verður þar í framtíðinni), Kapellu-
hrauni og Smáralind og lestin fari í
nokkur jarðgöng að endastöð við
Reykjavíkurflugvöll. Þannig myndu
göng t.d. liggja úr Fossvogsdal, gegn-
um Öskuhlíðina og gangaop yrði við
rætur Öskjuhlíðar vestan við Perluna
en norðan við Hótel Loftleiðir.
Upphafskostnaður er sem fyrr seg-
ir talinn vera rúmir 33 milljarðar
króna. Stærstu liðirnir eru 11,2 millj-
arðar vegna mannvirkja og jarðvinnu,
tæpir 7,5 milljarðar í járnbrautar-
teina og rúmir 6 milljarðar í sjálfar
lestirnar. Skýrsluhöfundar gera ráð
fyrir árlegum rekstrarkostnaði upp á
1.458 milljónir króna, þar af tæpum
milljarði í viðhald og endurnýjun.
Miðað er við tekjur upp á 1.208 millj-
ónir króna þannig að árlega vantar
250 milljónir upp á að járnbrautin
standi undir sér. Reiknað er með 1,4
milljónum farþega á ári.
Skýrslan var kynnt á fundi stjórnar
Orkuveitunnar á föstudag og þar kom
fram, samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, að kostnaður við athugunina
er kominn í um 16 milljónir króna.
Ný skýrsla fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og borgarverkfræðing
Lest milli Reykjavíkur og
Keflavíkur ekki hagkvæm