Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 35           !"                     !"## # $% &%#'()**+% ,#-% .%,+#/''# / .+#% "0#1                                            !      "#   $%&  %%'%%%'  %%%%'(                                  !  "#  $%    &&'           !      !  "#"$$  $#   %   $# !  &'!(!) $#    & $# *                                            !   "## $          %      %     !" # ! $   $# %  !$   & !" # '$  (! %  !"  !" %   $# !" %  ) % ) * % #" + !" %  &  &' %! &  &  &  ,                                   !"    #   $ %  &    ''(  !   "# !$"     %  !  !!&  ' (  )*  )& #+ ( ( !$"  &(!!   ,  - *. ✝ Ellinor AnneliseHelene Mar- garete von Zitzewitz Kjartansson fæddist í Berlín 10. apríl 1921. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbaravogi sunnu- daginn 18. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Max Hermann Otto von Zitzewitz, f. 30. maí 1892, d. 28. okt. 1965, og Annelise von Zitzewitz, fædd Mach, f. 1. okt. 1899, d. 26. feb. 1991. Ellinor var elst sex systkina. Systkini hennar eru Gud- run, f. 17. apríl 1922, prestsekkja í Holstein, Hans Joachim, f. 12. sept. 1923, d. 12. maí 1946, Max- imillian, f. 8. febrúar 1928, d. 2. apríl 1947, Volker, f. 14. feb. 1934, bóndi í Holstein, og Gisa, f. 28. maí 1941, bóndakona í Namibíu. Ellinor ólst upp hjá foreldrum sínum á jörðinni Sillingsdorf í Pommern í Þýskalandi til níu ára aldurs, en síðan í Kratzig og Gerdshagen í Pommern. Hinn 3. mars 1945 yfirgaf fjölskyldan Kratzig, komst til Holstein og bjó eftir það í Karlshof. Ellinor gekk í kvennamennta- skóla og síðar í hús- mæðraskóla en stundaði búfræði- nám 1947 til 1949. Hún kom til Ís- lands í júnímánuði 1949 og var vinnu- kona á Spóastöðum í Biskupstungum í eitt ár. Ellinor giftist árið 1950 Árna Kjartans- syni, bónda á Seli í Grímsnesi, f. 17. feb. 1910, d. 27. des. 1986. Fósturbörn hennar eru: Sigrún Guðmundsdóttir, Þórunn Árna- dóttir, Knútur Kristinn Ragnars- son (dó á 13. ári), Heiðar Alexand- ersson, Þorsteinn Jóhannsson, Kristín Eyjólfsdóttir og Geir Guð- mundsson. Þá eru ótalin mörg börn sem dvöldu á Seli tímabund- ið, oftast sumar eftir sumar. Ellinor bjó á Seli meðan heilsa leyfði, en dvaldi síðan í tæpt ár á heimili fyrir aldraða á Blesastöð- um, en síðustu tvö árin var hún á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Útför Ellinor fer fram frá Skál- holtsdómkirkju á morgun, mánu- daginn 26. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 14. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Sálmarnir 4:9.) Er það ekki ósk sérhvers manns að loknu ævistarfi að fá að kveðja lífið í friðsæld svefnsins? Ellinor fékk þá ósk uppfyllta að morgni 18. ágúst. Nú minnumst við hennar með djúpu þakklæti fyrir bjartsýni hennar og kærleiksríkt ævistarf fjarri ættlandi sínu og fjölskyldu. Hún reyndist Árna fóstra mínum ástríkur lífsförunautur og annaðist heimilið af umhyggju og myndarskap. Hún unni Íslandi og sveitinni sinni af alhug. Börnin öll sem áttu öruggt athvarf á Seli minnast þeirra hjóna með virð- ingu og þakklátum huga. Selsheimilið var alltaf eftirsótt fyr- ir sumardvalarbörn og börn sem áttu í tímabundnum erfiðleikum. Mörg voru móðurlaus og reynt var að græða sárin. Þar fengu þau að njóta sín við leik og störf í fögru umhverfi. Þau lærðu að vinna og bera virðingu fyrir náttúrunni og öllu lífi. Þeim var treyst til að taka ábyrgð á sjálfum sér og öðrum. Enn leita þau heim að Seli með fjöl- skyldur sínar og er þeim hér þakkað fyrir tryggð og hjálpsemi sem þau sýndu Ellinor, Árna og bræðrum hans, ekki síst þegar erfiðleikar ell- innar steðjuðu að. Ellinor hefur notið þeirrar gæfu að sjá fósturbörnin verða nýta þjóð- félagsþegna og gott fólk. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Guðmundsdóttir. Mig langar til að minnast hennar Ellinor í örfáum orðum. Mér finnst ekki mjög langt síðan ég kom að Seli með litla ferðatösku og átti að dvelja hjá þeim hjónum Árna og Ellinor á meðan faðir minn var á sjúkrahúsi. Ég skildi það ekki þá, en ég var komin til að vera. Ég var á Seli í nokkur ár og það var góður skóli. Við vorum nokkuð mörg börnin sem ólumst upp að meira og minna leyti hjá þeim hjónum og fengum gott atlæti. Ell- inor var hörkudugleg og vann öll verk úti sem inni og vildi að aðrir gerðu það sama. Sjaldan féll henni verk úr hendi og notaði hverja stund til ein- hvers gagns. Hún var gestrisin og margir sóttu hana heim, bæði þýskir landar henn- ar sem og aðrir og oft var mannmargt í eldhúsinu á Seli. Ég finn enn lyktina af brauðinu sem hún bakaði og pönnukökunum sem hún galdraði fram á svipstundu. Ellinor var lífs- glöð og sá bjartar hliðar á flestum málum en hún upplifði líka erfiða tíð. Fóstursonur þeirra hjóna, Knútur, lést aðeins 12 ára gamall og var mikill missir að góðum dreng sem þau elsk- uðu bæði svo heitt. Það var dimmur vetur. Hún var okkur hjónunum þakklát þegar við sameinuðum nöfnin þeirra Árna og Knúts á yngsta barninu okk- ar. Nú hefur hún yfirgefið okkur södd lífdaga og haldið á fund þeirra sem bíða hennar og henni þótti svo vænt um. Við Ævar og fjölskylda okkar þökkum innilega fyrir að hafa átt góð- ar stundir með þessari einstöku konu og vottum ættingjum og vinum henn- ar dýpstu samúð. Kristín Guðbjörg Eyjólfsdóttir. Merk kona er fallin frá, Ellinor á Seli. Það var vorið 1949 að foreldrar mínir fengu vinnukonu frá Þýska- landi, var hún ein úr hópi þess fólks sem bændasamtökin stóðu fyrir ráðn- ingu á hingað til lands til landbún- aðarstarfa. Um komu þessa fólks var heilmikið fjallað bæði í blöðum og út- varpi og tekið sérstaklega fram sem dæmi um hve fjölskrúðugur hópurinn væri, að þar væri meira að segja stúlka af aðalsættum. Þetta var Ell- inor von Zitzerwitz og hún kom til okkar að Spóastöðum til ársdvalar. Þá bjuggu þar foreldrar mínir með fimm börn öll undir skólaaldri, í hálf- byggðu íbúðarhúsi enda stutt liðið frá stórbruna þar á bæ. Og aðalsmærin unga fékk svo sannarlega nóg að sýsla. Það var nokkuð sama hverju þurfti að sinna, hún gekk að öllum störfum jafnt, úti sem inni, og fórst það vel úr hendi. Ekki minnist ég tungumálavanda þessa fyrstu daga með Ellinor þó að ekkert töluðum við nema íslenskuna. Hún hafði gott lag á okkur krökkun- um og kenndi okkur margt nytsam- legt bæði til hugar og handa. Að vera sparsamur og heiðarlegur og gera skyldu sína voru dyggðir sem hún mat mikils, þakka það góða í líf- inu og ef eitthvað miður gott henti „þá hefði það nú samt getað verið verra“, þetta voru orð sem hún tók sér oft í munn. Hún opnaði okkur dyr út í heim sem okkur var forvitnilegur og fram- andi, sagði okkur sögur frá bernsku sinni og pakkarnir sem hún fékk frá Þýskalandi voru spennandi, ógleym- anlegar eru ilmandi sírópskökurnar sem hún fékk fyrir jólin frá mömmu sinni. Þegar líða tók að vori og styttist í verklok hjá Ellinor á Spóastöðum var Árni á Seli, bóndinn á næsta bæ, allt í einu kominn í vestið sem hún hafði verið að prjóna um veturinn og við haldið að Folke, bróðir hennar, ætti að fá þegar hún kæmi heim til Þýska- lands. Þetta var fyrirboði farsæls hjóna- bands, hún varð húsfreyja á íslensku sveitaheimili, sat það með reisn og bar hróður sveitamenningarinnar langt út um heim. Þangað var gott að koma, gestrisni í hávegum höfð, enda gestakoma tíð, húsmóðirin ræðin og áhugasöm um fólk og málefni líðandi stundar. Þegar Ellinor kom að Seli bjó Árni þar ekkjumaður í félagi við bræður sína tvo, ásamt dóttur sinni Þórunni og uppeldisdóttur Sigrúnu, þessu fólki öllu hélt hún heimili ásamt fjölda unglinga sem dvöldu á Seli í lengri eða skemmri tíma. Fóstursyni áttu þau tvo, þá Knút og Geir, sem þau bundu miklu ástfóstri við. Það varð þeim mikill harmur þegar Knútur veiktist og dó aðeins 12 ára gamall. Hún varð einn af brautryðjendun- um í Ferðaþjónustu bænda, úr ís- lensku ullinni vann hún marga flíkina og aldrei kom hún í heimsókn án þess að hafa prjónana með sér. Ellinor var mikil heimskona, ferð- aðist vítt um heim og var fróð um þjóðir og lönd, hún var góður ferða- félagi, tók gjarnan með sér kunningja sína og vini og ógleymanleg verður mér ferð með henni um Evrópu fyrir áratug. Síðustu árin hafa verið Ellinor erf- ið, heilsan biluð og minnið farið, smám saman hefur hún fjarlægst okkar heim. Henni verða því kær- komin vistaskiptin og við trúum því að nú séu þau Árni og Knútur öll sam- an á ný. Móðir mín og við systkinin minn- umst Ellinor með þakklæti fyrir sam- fylgdina, það var gott að eiga svo tryggan vin að nágranna. Steinunn Þórarinsdóttir. Með þessum línum ætla ég að kveðja kæra vinkonu mína, Ellinor Kjartansson í Seli í Grímsnesi. Ell- inor hét fullu nafni Ellinor Annelise Helene Margarete von Zitzewitz, ættuð frá stórbýli í Pommern. Hún kom til Íslands árið 1949 til að vinna landbúnaðarstörf og réðst að Spóa- stöðum í Grímsnesi hjá Þórarni bónda og Ingibjörgu konu hans. Ell- inor ætlaði að safna sér fyrir skóla- gjöldum til að fara í landbúnaðarhá- skóla í Þýskalandi en það fór á annan veg; eftir eitt ár giftist hún Árna Kjartanssyni í Seli, sem var næsti bær við Spóastaði. Henni fannst gott að vera á Íslandi og hún var fljót að læra að gera íslenskan mat, eins og slátur og kæfu. Þau hjón voru sam- taka um að byggja upp búið, þau höfðu bæði kindur og kýr. Þau byggðu stórt íbúðarhús árið 1958. Og ári seinna fengu þau rafmagn í bæinn. Þá fóru fljótlega að koma vinir og ættingjar frá Þýskalandi og þetta þróaðist hægt og bítandi upp í ferða- þjónustu. Það var byggður sumarbú- staður og síðar annar og stærri og alltaf kom mikið af gestum. Ellinor kynntist mörgu góðu og skemmtilegu fólki í gegnum ferðaþjónustuna og hafði gaman af. Fólk kom ekki aðeins til að dást að Íslandi og fjöllunum, heldur einnig til að taka þátt í lífsgleð- inni og áhuganum sem fylgdi henni. Þetta var ábyggilega mikil auglýs- ing fyrir íslenskar landbúnaðarvörur, lambakjötið og ullina. Margar lopa- peysur prjónaði hún og seldi úr landi. Og alltaf komu fleiri og fleiri gestir. Það var ótrúlegt hvernig allt þetta fólk gat rúmast þarna. Þegar þau hjón hættu kúabúskap gátu þau farið að ferðast um heiminn og fóru marg- ar ferðir, m.a. til Suður-Afríku. Árni bóndi dó árið 1985, en Ellinor gafst ekki upp á búskapnum og hélt áfram með kindurnar og ferðaþjónustuna af fullum krafti. Síðustu árin voru henni erfið þegar hún missti heilsuna og beinbrotnaði margoft, en alltaf var hún jákvæð og bjartsýn. Þórunn, dóttir Árna, er nú tekin við búinu á Seli. Á síðustu árum tókst henni nokkr- um sinnum að ferðast til sinna gömlu heimkynna en þar fannst henni allt vera í mikilli niðurníðslu. Ellinor verður lögð til hvílu við hlið Árna bónda síns og Knúts fóstur- sonar í Mosfellskirkjugarði. Góð kona er gengin og ég þakka henni fylgdina. Sigrún Matthíasdóttir. ELLINOR KJARTANSSON ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.