Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 41
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 41 „Helgisögnin um verndarengil sjómanna, þann er birtist á ströndinni í Selvogi, er æva- gömul. Enginn veit, hve gömul hún er. En eina dimma ofviðr- isnótt á hafinu rak skip fyrir stormi og stórsjó upp að þessari strönd. Skipverjar vissu ekki, hvar þeir voru, en þeir treystu guði og báðu hann verndar, í skilyrðislausu trún- aðartrausti, eins og börn. Foringinn hét að láta reisa þar kirkju sem þá bæri að landi, ef þeir fengju að halda lífi. Og sjá! Framundan rofaði til, frá einhverri annarlegri og undursamlegri birtu. Þeir sáu land fyrir stafni. Og engill stóð á ströndu í ljómandi birtu þess bliks, sem af honum stafaði. Það blik vísaði sjómönnunum leiðina gegnum brim og boða – og þeir komust heilu og höldnu til lands. En á hólnum ofan við víkina, þar sem engillinn birtist, var síðan reist kirkjan til dýrðar honum, sem leitt hafði sjómennina hrjáðu og hröktu heila að landi – og í þakklætisskyni fyr- ir bænheyrsluna og verndina. En víkin, þar sem bjarta veran birtist, neðan Strandarkirkju, heitir síðan Eng- ilsvík.“ ÞESSI orð eru tekin úrgreininni „Heimsókn áhelgan stað,“ sem birt-ist í tímaritinu Eim-reiðinni fyrir rúmri hálfri öld, nánar tiltekið árið 1948. Höfundur er Sveinn Sigurðsson. Þær eru nokkrar til útgáfurnar af þessari björgun og aðdraganda hennar, en að stofni eru þær allar á sömu lund: Menn í sjávarháska ákalla Guð almáttugan, biðja hann ásjár, og lofa að reisa hon- um kirkju, nái þeir heilir landi. Litlu síðar birtist þeim ljósvera í fjarlægð, og þeir beina fari sínu í átt til hennar og bjargast upp í fjöru í Selvogi, í landnámi Þóris haustmyrkurs. Enginn veit nákvæmlega hversu gömul þessi sögn um verndarengilinn er, eins og Sveinn gat um, en ljóst er, að ræt- ur á hún langt aftur, e.t.v. allt til 11. aldar. En kirkju er fyrst getið þar í rituðu máli í kringum árið 1200. Sú var helguð Maríu guðs- móður og Tómasi Becket erki- biskupi af Kantaraborg (1118– 1170). Það gæti bent til þess, að skipbrotsmennirnir hafi e.t.v. tal- ið ljósveruna vera Maríu, en hún var m.a. verndardýrlingur sjó- manna og raunar hafsins alls. Í samstofna guðspjöllunum þremur er sagt frá mönnum í álíka háska og nefndur var. Ekki á risháum öldum þess úthafs, sem blasir við augum frá Strönd, held- ur á bylgjum lítils vatns í Aust- urlöndum nær, í Norður- Palestínu, sem ber nafnið Galíleuvatn. Önnur heiti þess eru Kíneretvatn, Tíberíasvatn og Genesaretvatn. Og meistarinn er beðinn ásjár, og kyrrir þá vind og sjó. Hvernig umhorfs var í sökkv- andi fleyinu á 11. eða 12. öld, er ómögulegt að vita. Þó býður mér í grun, að ekki hafi traust á al- mættið vantað þar um borð. Að minnsta kosti stóð biðjandinn við orð sín, reisti kirkju í þakkar skyni, byggði musteri, sem átti eftir að verða frægasta tákn kristninnar á gjörvöllu Íslandi, þrátt fyrir að vera reist á eyði- sandi í afskekktri sveit, fjarri öll- um grúa mannlífsins. Hvað sem öllum kenning- arlegum vangaveltum um rétt- mæti áheita í íslensku þjóðkirkj- unni nú á tímum líður, er ég hjartanlega sammála Pétri Sig- urgeirssyni biskupi, er hann seg- ir, að „íslenzka kirkjan væri fá- tæklegri og svipminni, ef ekki nyti þeirra trúaráhrifa og þess helgiljóma, sem stafar frá litlu, látlausu kirkjunni á örfoka ströndinni, þar sem úthafsaldan brotnar sem fyrr við fjöruborðið í Engilsvík.“ En aldrei hefur Strandarkirkja þó verið svo mikið hús og veglegt hið ytra, að borið hafi af öðrum kirkjum, og ekki heldur svo búin viðhöfn og skrauti innan, að það hafi getað aukið trú fólks á henni. Nei, ástæðan fyrir vinsældum hennar er sú, að hún er risin upp að tilstuðlan æðri máttarvalda. Og sú tilurð hennar og líf eftir það er sterkari vitnisburður um skap- ara himins og jarðar en nokkur orð fá tjáð. Og þarna stendur hús- ið enn, gert úr nýjum viðum, en á sama grunni, næstum 1.000 árum síðar, andspænis hinu gífurlega flæmi sem úthafið jú er, og minnir okkur í sífellu á það sem gerðist þar forðum, án þess að segja neitt. Bara með því að vera. Þegar ég kom fyrst í Strand- arkirkju, í miðjum júlímánuði síð- astliðnum, lá þoka og drungi yfir öllu. Ég sá í raun ekkert til nema örfáa metra, þar sem ég reyndi að aka. Og þannig leið og beið. Uns skyndilega rofaði til, og fram- undan, eins og í hillingum, þar sem brautin virtist enda, blasti við mér í fjarska þessi kirkja, uppljómuð af sólstöfum himins- ins, líkt og væri hún umvafin ein- hverjum töfrum, guðlegum ljóma. Þá kom mér í hug sagan um mennina í óveðrinu fyrir utan ströndina. Og þótt ólíku væri kannski saman að jafna þessu tvennu, gat ég skynjað létti þeirra, við að sjá ljósveruna forð- um. Þannig talar kirkjan litla enn, á sinn einstæða og sérstaka hátt, og mun áfram gera það, meðan krist- in trú lifir á Íslandi; vera þögult minnismerki, en samt hrópandi í eyðimörkinni, út á hafið mikla og óræða, segjandi: Munið ávallt það sem hér gerðist, og dragið af því lærdóm. Einmitt þann, að Guð mun að endingu leiða ykkur til öruggrar hafnar, úr ofviðrum, stórsjóum og oft á tíðum glóru- lausu myrkri þessa heims og lífs, ef þið bara kjósið hann til forystu. Hrópið þögla sigurdur.aegisson@kirkjan.is Strandarkirkja hefur um aldir átt djúp ítök í sálum margra, bæði hérlendra sem erlendra. Sigurður Ægisson lítur til þessa merkilega guðshúss, í tilefni þess að kirkjuviku, hinni fyrstu sem þar er haldin, er nýlokið. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Rannveig Á.Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 821 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakob Þórðarson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Kristbjörg Bjarnadóttir 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Acidophilus FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla Er þér illt í maganum? Fyrir meltingu og maga með gæðaöryggi FRÁ Í þessu glæsilega litla fjölbýli erum við með í einkasölu 120-149 fm glæsilegar lúxusíbúðir sem afhendast í feb.-mars 2003 fullfrág. án gólfefna með vönduðum innréttingum, glæsil. fullflís- alögðum baðherb. m. upphengdum salernum o.fl. Íbúðirnar verða í alla staði mjög vandaðar. Húsið, lóðin, bílastæði og önnur sameign afh. fullfrágengin. 2 bílskúrar í húsinu - verð á bílskúr 1,6 m. Verð íbúða frá 16,3-17,8 m. millj. Leitið upplýsinga á skrifstofu Valhallar. Við kaups. 1.500,000 Við fokh. 1.500,000 Við afh. íb. 2.000,000 Möguleiki að seljandi láni hluta útborgunar í lengri tíma á eftirstbréfi. Einnig er mögul. að nýta lífeyrissjóðslán á undan húsbréfum. Söluaðili 3 mán e afh. 1.300,000 6 mán e afh. 1.000,000 Húsbr. 9.000,000 Dæmi um greiðslukjör. Verð 120 fm frá 16,3 millj. Straumsalir - glæsilegt 6 íbúða hús á fráb. útsýnisstað Sérinng. í allar íbúðir www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Byggingaraðili BTS byggingar. Teikningar á www.valholl.is/nybyggingar. Sími 588 4477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.