Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Í MORGUNBLAÐINU 5. júlí sl. birtist í Velvakanda pistill þar sem fjálglega var sagt frá sóðaskap og slæmum þrifum í Breið- holtslaug. Pistillinn er undirritaður af „fastagest- um í Breiðholtslaug“. Við undirrituð erum hópur fast að tuttugu manns og mætum svo til daglega í Breiðholtslaug við opnun á morgnana. Við teljum okkur því til fasta- gesta, en frábiðjum okkur þeim „sóma“ að standa að undirskrift á áðurnefndum pistli. Aumur er nú mál- staðurinn að treysta sér ekki til að standa með reisn fyrir máli sínu í eigin nafni, enda skiljanlegt. Breiðholtslaugin er 20 ára gömul. Vitað er að naumt er skammtað fé til viðhalds. Við teljum að starfsfólkið, sem er upp til hópa glaðlegt, alúðlegt og hjálpfúst, geri sitt allra besta og vinni vel hvað varðar þrif og umgengni á vinnustað sínum. Ómak- legt er að kenna starfs- fólkinu um að ekki skuli gerðar ýmsar endurbætur sem vissulega þyrfti að framkvæma. Stefán, Anna, Helga, Guð- mundur, Valdimar, Að- alsteinn, Jóhanna, Sigrún, Árni, Eirný og Þorbjörg. Undarleg verðskrá FJÖLSKYLDU- og hús- dýragarðurinn veitir ekki fötluðum búsettum utan höfuðborgarsvæðisins af- slátt. Við búum ekki í stóru landi og undarlegt að mis- muna fötluðum búsettum á landsbyggðinni með þess- um hætti þegar þeir heim- sækja garðinn. Aðstandandi. Óskar eftir frímerkj- um til dundurs ÉG ER miðaldra öryrki og get lítið unnið en hef gam- an af að dunda mér við frí- merkjasöfnun. Mig langar að óska eftir frímerkjum hjá þeim sem eiga merki sem þeir vilja losa sig við. Frímerkin má senda á: Finnboga Arngrímsson, Lindarsmára 3, 201 Kópavogi. Tapað/fundið Armband í miðbænum GULLARMBAND með steinum fannst á Berg- staðastræti fyrir skemmstu. Nánari upplýs- ingar má fá í Blómaversl- un Binna, Skólavörðustíg 12, eða í síma 551 9990. Kross í kirkjugarðinum ÞRÍKROSS fannst fyrir um tveimur árum við kirkjugarðinn við Suður- götu. Hann er merktur nafni og má sá sem telur sig eiga krossinn vitja hans í síma 568 8670. Týndur sími FARSÍMI af Nokia 3110- gerð týndist fyrir skömmu, líklegast í Stykk- ishólmi. Á bakhlið símans er fangamark eigandans, KR, skrifað hvítum stöfum. Eigandinn er ungur drengur og er tjón hans tilfinnanlegt. Skilvís finn- andi er vinsamlega beðinn um að hringja í síma 564 2073 eða 691 1532. Veski stolið VESKI var tekið ófrjálsri hendi á veitingastaðnum 22 laugardagsnóttina 10. ágúst. Í veskinu eru m.a. myndir, skilríki og per- sónulegir munir sem eig- andinn saknar sárt, en innihald veskisins kemur engum öðrum að notum. Sá sem hefur veskið undir höndum er beðinn um að koma því til skila til lög- reglu eða á veitingastað- inn, eða senda tölvupóst á thjodhatid @hotmail.com. Úr á menningarnótt SILFURLITAÐ kvenúr fannst á menningarnótt í miðbæ Reykjavíkur. Sú sem saknar úrsins má hringja í síma 823 6867. Týndi krossi SÍÐASTLIÐINN mið- vikudag týndist kross í keðju, líklega milli Land- spítala og Kringlu. Kross- inn er úr hvítagulli með steinum. 551 3192. Ýmsir óskilamunir í fataverslun Í VERSLUN Dressmann á Laugaveginum eru ýms- ir óskilamunir. Blá fjar- sýnisgleraugu fyrir kven- mann bíða eiganda síns, regnhlíf, bleikir ullar- vettlingar, blátt peysu- vesti frá Red/Green, hringur og ýmislegt fleira. Loks vilja aðstandendur verslunarinnar biðja Elías að koma og sækja gönguskó sem eru merktir honum og gleymdust í versluninni. Dýrahald Týnd kisa ÞRIGGJA ára geldur fress týndist frá Seláshverfi í Árbæ á fimmtudag. Hann heitir Bangsi og er gul- bröndóttur. Hann nýflutt- ur á nýja heimilið, en hann bjó áður í Hveragerði. Hann er eyrnamerktur. Þeir sem sjá til hans eru beðnir að hringja í síma 587 1244 eða 894 3839. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Um Breiðholtslaug Víkverji skrifar... UMHUGSUNARVERÐ greineftir Marín Þórsdóttur mann- fræðing birtist hér í blaðinu síðast- liðinn föstudag. Höfundi virðist renna það til rifja að framlag „graff- ara“, sem sumir kalla veggjakrotara, á menningarnótt í Reykjavík var ekki auglýst af hálfu borgarinnar. Marín auglýsir eftir afstöðu borgar- innar til „graffs“ og telur átak borg- arinnar og Hörpu Sjafnar í að láta mála yfir veggjakrot til marks um að borgin sé á móti graffinu og skilji ekki listrænt gildi þess. Reyndar tel- ur Marín að málningarátakið hjálpi bara gröffurunum því að nú þurfi þeir ekki að mála yfir eldri myndir sjálfir og geti byrjað með hreinan vegg, sem hún telur augljóslega hið bezta mál. Víkverji tekur undir það að „graff- ið“ getur haft listrænt gildi og jafn- vel verið til prýði. Hins vegar gleym- ir Marín mikilvægu atriði í grein sinni – eða lætur það lönd og leið – en það er eignarréttur þeirra, sem eiga veggina sem graffarar mála á. Það hlýtur að vera algert lykilatriði að spyrja fyrst og mála svo. Sá, sem biður um leyfi til að mála vegg og fær það, getur kallað sig listamann. Sá, sem í leyfisleysi skreytir hús- vegg – sama hversu vel það er gert – er hins vegar skemmdarvargur og svoleiðis fólk á að lögsækja og dæma en ekki að hampa því sem listamönn- um. Sennilega yrði greinarhöfundur ekkert sérstaklega kátur ef hún væri t.d. nýbúin að mála íbúðina sína og svo kæmu óboðnir listamenn og „gröffuðu“ hana að næturlagi til að tjá hip-hop-menningu sína. Marín virðist ekki hafa áttað sig á því, að veggirnir, sem Reykjavíkur- borg hefur látið mála með stuðningi Hörpu Sjafnar, eru veggir sem höfðu verið skreyttir í leyfisleysi. Aðra veggi býður borgin fram „gröffurum“ til frjálsra afnota. Þetta er lykilatriði í málinu. Sama á við gagnvart borginni og einkaaðilum – það verður að biðja um leyfi, vilji menn fá að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín á almannafæri í formi veggjakrots. Það virðist algengur misskilningur hjá gröffurum að eignir borgarinnar eigi enginn – þvert á móti eigum við þær öll og flest okkar eru því mjög mótfallin að þær séu allar útbíaðar í veggjakroti. MIKIÐ hlýtur að vera erfitt aðútskýra fyrir litlu börnunum, sem hafa í allt sumar hlakkað til að að byrja í skóla í haust, að þau geti ekki byrjað strax í skólanum af því að það sé ekki búið að byggja hann. Nú er komið í ljós að vegna ólokinna byggingaframkvæmda verður rösk- un á skólastarfi í þremur af skólum borgarinnar. Ekkert hefur hins veg- ar frétzt af viðlíka vandræðum í öðr- um sveitarfélögum. Víkverji veltir því fyrir sér hvers vegna þetta komi í ljós nú, þegar skólar eru rétt að hefjast. Gátu skólayfirvöld ekki séð vandræðin í þessum skólum fyrir og gert foreldrum viðvart með meiri fyrirvara? Þeir, sem eiga börn á skólaaldri, vita að það krefst mikillar skipulagningar að útvega þeim verk- efni þann hluta sumarsins sem for- eldrarnir eru í vinnu og þegar svona langt er liðið á sumar eru flestir for- eldrar búnir með fríið sitt. Það væri vissulega kostur fyrir foreldrana að vita með nokkrum fyrirvara að þeir þurfi að útvega börnunum gæzlu í einhverja daga eða vikur til viðbótar. Vonandi læra menn hjá Reykjavík- urborg af uppákomum haustsins. LÁRÉTT: 1 sjávarbotn, 8 sálir, 9 lifrarpylsa, 10 rödd, 11 aumar, 13 vesælum,15 beinpípu, 18 ekki fram- kvæmt, 21 hreinn, 22 þrífa, 23 hindra, 24 gera gramt í geði. LÓÐRÉTT: 2 tímabil, 3 peningar, 4 knött, 5 lágfótum, 6 fíkni- efni, 7 stirð af elli, 12 nöldur, 14 ótta, 15 stilla, 16 frá Grikklandi, 17 deil- ur, 18 hugaða, 19 baunin, 20 spilið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hjálm, 4 frómt, 7 púlar, 8 ósætt, 9 arð, 11 nagg, 13 hala, 14 eigra,15 gert, 17 lest, 20 hrá, 22 felur, 23 gæt- in, 24 raust, 25 terta. Lóðrétt: 1 hæpin, 2 áflog, 3 mæra, 4 fróð, 5 ógæfa, 6 tötra, 10 ragar, 12 get, 13 hal,15 gæfar, 16 rollu, 18 eitur, 19 tanna, 20 hrút, 21 ágæt. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skipin Reykjavíkurhöfn: Albatros kemur og fer í dag. World of Residen- sea, Libra og Bjarni Sæ- mundsson koma í dag. Lutador og Floridana fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Floridana kemur frá Reykjavík í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un boccia kl. 10, Sheena aðstoðar í vinnustofu kl. 13, félagsvist kl. 14. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 myndlist. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 samverustund. Hjúkr- unarfræðingur á staðnum kl. 11–13. Vetr- arstarfið hefst mánudag- inn 2. september. Upplýsingar í síma 568 5052. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Fimmtudaginn 29. ágúst verður ferð á Suðurnesin sunnanverð, ekið til Keflavíkur, m.a. skoðuð bátalíkanasýning. Þaðan farið að Stekkjarkoti, Fitjum. Hafnirnar heim- sóttar og þar skoðað fiskasafnið o.fl. Síðan að Haugsgjá. Skoðuð verð- ur og gengið yfir nýju brúna yfir flekaskilin milli Ameríku- og Evr- ópuflekanna. Reykjanes- viti heimsóttur og Gunnuhver skoðaður. Síðan haldið til Grinda- víkur og Orkuverið í Svartsengi heimsótt þar sem skoðað verður fræðslusetur Orkuveit- unnar Eldborgin (Gjáin). Komið við í Bláa lóninu og ekið að Veitingahús- inu Sjávarperlunni í Grindavík - þar sem snæddur verður kvöld- verður. Lagt af stað frá Félagsheimilinu Gjá- bakka kl. 13.15 og frá Félagsheimilinu Gull- smára kl. 13.30. Heim- koma áætluð kl. 19– 19.30. Skráning sem fyrst, á lista sem liggja frammi í Félagsmið- stöðvunum Gjábakka og Gullsmára. Frekari upp- lýsingar hjá ferðanefnd (Bogi Þórir s.554 0233 eða Þráinn s.554 0999). Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 er verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 13 frjáls spilamennska (brids), hárgreiðslu- stofan opin kl. 9–17 alla daga nema mánudaga. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Á mánu- dag félagsvist kl. 13.30. Á þriðjudag verður brids og frjáls spila- menska kl. 13.30 og púttað á Hrafnistuvelli kl. 14 til 16. Orlofsferð að Höfðabrekku 10.–13. sept. Skráning og upp- lýsingar eru gefnar í Hraunseli milli kl. 13 og 17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu, www.feb.is. Sunnudag- ur: Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda, fram- hald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þjórsárdalur, Veiðivötn, Fjallabaks- leið nyrðri, 27.–30. ágúst. Fundur verður með leiðsögumönnum mánudaginn 26. ágúst kl. 16 í Ásgarði, Glæsibæ. Nokkur sæti laus vegna forfalla. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar ganga frá Ás- garði Glæsibæ kl. 10. Línudanskennsla Sig- valda kl. 19.15. Rétt- arferð í Þverárrétt 15. september. Leið- sögumaður Sigurður Kristinsson. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 12. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Fyr- irhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. september í þrjár vikur og til Tyrk- lands 30. september í 12 daga fyrir félagsmenn FEB, skráning er hafin, takmarkaður fjöldi. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félags- ins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Mánudag kl. 13 kynning á Avon- snyrtivörum, kl. 14 spil- uð félagsvist. Haustferð verður farin miðviku- daginn 28. ágúst. Ekið verður til Þingvalla yfir Lyngdalsheiði að Laug- arvatni. Gullfoss og Geysir heimsóttir. Máls- verður í Brattholti. Leiðsögumaður Hólm- fríður Gísladóttir. Lagt af stað kl. 10.30. Vin- samlegast tilkynnið þátttöku fyrir 23. ágúst Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.30 dans hjá Sigvalda. Allir vel- komnir (ekkert skrán- ingargjald). Veitingar í Kaffi Berg. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun er handa- vinnustofan opin. Leið- beinandi á staðnum kl. 9.30–12. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið alla virka daga kl. 9–17, hádegismatur, kaffi og heimabakað meðlæti. Spiluð fé- lagsvist á mánudögum kl. 20.30. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 10 bænastund, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerðir. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar fram í ágúst. Ganga kl. 10. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna. Tvímenn- ingur í brids verður á þriðjudögum í vetur frá kl. 13–16.30. Stjórn- endur Bjarni Guð- mundsson og Guð- mundur Pálsson (einnig verður frjáls spila- mennska). Upplýsingar og skráning í síma 562 7077. Allir velkomn- ir. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 bók- band, handmennt, morg- unstund, kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids, frjálst. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fóta- aðgerðir. Kristniboðsfélag karla, fundur verður í Kristni- boðssalnum Háaleit- isbraut 58–60 mánudags- kvöldið 26. ágúst kl. 20. Allir karlmenn velkomn- ir. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Fyrirhuguð er sum- arferð, Heiðmörk- Kaldársel, fimmtudag- inn 29. ágúst, lagt af stað frá Setrinu kl. 13. Skrán- ing og uppýsingar í s. 511-5405 eða 511-5400. Eldri borgarar, Vestfjarðaferð dagana 28.–31. ágúst, farið frá Hallgrímskirkju kl. 10, gist í Flókalundi, á Hótel Ísafirði og Reykjanesi, heimferð um Stein- grímsfjarðarheiði, í Hrútafjörð og þaðan yfir Holtavörðuheiði og heim. Uppl. og skráning hjá Dagbjörtu í s. 693 6694, 510 1034 og 561 0408, allir velkomnir. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins á Suðurgötu 10 (bakhúsi), 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kredit- kortaþjónusta. Í dag er sunnudagurinn 25. ágúst, 237. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lúk. 8, 17.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.