Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EIN vinkvenna minnahefur átt í allundar-legu ástarsambandi
undanfarin ár. Meðal þess sem
gerir það sérstakt er sú stað-
reynd að hún hefur aldrei hitt
ástmanninn, auk þess sem
sambandið er algjörlega ein-
hliða og þá aðallega vegna
þess að þessi ágæti maður veit
ekki að hún er til. Maðurinn
sem um ræðir heitir Viggo
Mortensen og er danskætt-
aður kvikmyndaleikari sem
meikaði það í Hollywood. Hún
fékk fyrst augastað á honum
þegar hann kom fram í smá-
hlutverkum í ýmsum mynd-
um, en féll svo endanlega fyrir
honum þegar hann lék sjarma-
tröll með ísblá augu í kvik-
myndinni ,,A Walk on the
Moon“. Sú kvikmynd var í
vídeótæki hennar svo mán-
uðum skipti og gott ef spólan
slitnaði ekki vegna óhóflegrar
spilunar. Þessi vinkona mín
hefur reyndar átt fleiri ,,kær-
asta“ í röðum kvikmyndaleik-
ara. Þeirra á meðal eru Rich-
ard Gere, Colin Firth og
Harrison Ford, en þeir voru
meira svona hliðarspor. Viggo
er númer eitt, sá sem stendur
hjarta hennar næst.
Snemma í vor fór ég í af-
mæli til vinar míns úti í San
Francisco. Hann heitir Dave
og er rithöfundur og var ný-
kominn heim af bók-
menntahátíð í Los Angeles.
,,Þú hlýtur að vita hver Viggo
Mortensen er?“ sagði hann og
ég þóttist nú halda það og
sperrti eyrun. ,,Vissir þú að
hann er ekki bara leikari held-
ur líka ljóðskáld? Við lásum
upp saman í L.A. Hann er flott
skáld, fínn gaur líka.“ Ég fékk
sting í magann fyrir hönd vin-
konu minnar. Hann er ekki
bara guðdómlega fallegur og
flottur leikari, hann yrkir líka
ljóð…og er fínn gaur… ,,Við
urðum bara ágætis vinir,“
heldur Dave áfram, ,,hann ætl-
ar meira að segja að koma í
heimsókn bráðum og við ætl-
um að halda upplestrarkvöld“.
Ég reyndi að detta aftur inn í
samræðurnar: ,,Hvað ertu að
segja, ég vissi ekki að hann
væri ljóðskáld. Yrkir hann á
dönsku?“ Ég missti svo eig-
inlega út úr mér að vinkona
mín hefði verið ástfangin af
Viggo Mortensen í mörg ár.
Dave spurði hvort hún ætlaði
ekki að koma til Kaliforníu og
heimsækja mig, og ég sagði
sem var að hún væri nú eig-
inlega búin að vera á leiðinni í
allan vetur. ,,Þá er þetta rak-
ið,“ sagði hann, ,,hún kemur,
þið komið á upplesturinn og
við förum öll saman á djammið
á eftir.“
Ég skrifaði vinkonu minni
strax tölvupóst og spurði hvort
hún myndi ekki loksins láta
verða af því að koma í heim-
sókn ef hún fengi að fara á
djammið með Viggo Morten-
sen. Viðbrögðin
létu ekki á sér
standa en voru
satt að segja önn-
ur en ég bjóst
við. Í stað handa-
hlaupa og húrra-
hrópa varð hún
svolítið hvekkt.
,,Hvað segirðu,
sagðirðu vini þín-
um að ég dýrkaði
hann?“ ,,Já, fyr-
irgefðu. Ég gerði
það eiginlega
óvart. En ég bað hann svo um
að segja Viggó alls ekki frá
því, því það væri svo asnalegt.“
,,Allt í lagi, en er það alveg
öruggt? Ég meina að Viggó
frétti ekki af þessu?“ ,,Senni-
lega, en ég skal samt hringja í
Dave til að vera alveg viss um
að hann kjafti ekki.“ Allt í einu
vorum við farnar að tala um
ósnertanlega átrúnargoðið
eins og hann væri með okkur í
bekk í gaggó. Þetta var alltof
skrýtið.
Tveimur dögum seinna
hringdi vinkona mín í mig, bú-
in að hugsa málið. ,,Ég get
þetta ekki,“ sagði hún, ,,ég get
ekki hitt hann.“ ,,Hvað mein-
arðu, hugsaðu þér hvað það
gæti orðið fyndið, og gaman.“
Ég skildi greinilega ekki al-
vöru málsins. ,,Hvað ætti ég
svo sem að segja við hann?
sagði hún dramatískri röddu,
,,hvernig ætti ég eiginlega að
vera? Nei, ég er búin að þaul-
hugsa þetta; ég vil ekki hitta
hann.“
Þarna hitti vinkona mín lík-
lega naglann á höfuðið þegar
kemur að átrúnaðargoðum.
Vill maður hitta þau? Svarið er
sennilega í flestum tilfellum
nei. Hversu margar sögur hef-
ur maður heyrt af fólki sem
sér stjörnurnar sínar, goðin
sín, og verður fyrir gríð-
arlegum vonbrigðum. Ein al-
gengustu vörusvikin liggja
sennilega í hæðinni: ,,Hann er
svo lítill!“ og útganginum:
,,Hún var eins og drusla!“
Fólk áttar sig þó kannski
sjaldnast á því að það vilji ekki
hitta átrúnaðargoðið sitt fyrr
en á reynir. Önnur vinkona
mín dýrkar hljómsveitina
REM og þá aðallega söngv-
arann Michael Stipe. Hún
hafði heyrt að hann héldi
gjarnan til á ákveðnum bar í
San Francisco og eitt sinn
þegar hún var stödd þar í borg
rak hún nefið inn á barinn. Svo
merkilega vildi til að rétt eftir
að hún var sest gengur goðið
inn í allri sinni dýrð ásamt hópi
fólks og þau setjast við borð
beint fyrir aftan hana. Bar-
þjónninn, sem hún hafði sett
inn í málið, bendir henni á
hversu tilvalið tækifæri þetta
sé til að gefa sig fram og þakka
Michael góðar stundir á liðn-
um árum, en vinkona mín situr
alveg stjörf. Getur ekki hreyft
sig og biður um viskí – sem
henni finnst þar að auki vont.
Þremur tímum og nokkuð
mörgum viskístaupum seinna,
situr hún enn sem fastast.
,,Hvað hefði ég svo sem átt að
segja við hann?“ segir hún
þegar hún minnist þessa
kvölds.
Enn önnur vinkona mín dáir
Tom Waits umfram flesta aðra
í heimi hér og þegar ég spurði
hana að því um daginn hvort
að hún myndi vilja hitta hann,
hikaði hún aðeins og sagði svo
ákveðið, ,,Nei.“ Hún sagðist
óska þess heitt að fá að heyra
hann spila ,,hann mætti jafnvel
spila fyrir mig aleina,“ sagði
hún lymskuleg. En að eiga við
hann hversdagslegar samræð-
ur – til hvers?
Reyndar er ég með pínulítið
samviskubit yfir því að hafa
átt þátt í að eyðileggja sam-
band vinkonu minnar, sem
fyrst var nefnd til sögunnar,
og Viggo Mortensen. Hann er
ekki sami maðurinn eftir að
það kom upp að hún fengi
kannski að hitta hann. Hann
varð hreinlega of raunveruleg-
ur og þau hættu saman fljót-
lega upp úr því. En það er allt í
lagi, því hún er tekin saman
við George Clooney.
Morgunblaðið/Jóra
Með stjörnur í augum
Birna Anna
á sunnudegi
bab@mbl.is
J
ORGE Luis Borges var einn þeirra rit-
höfunda sem létu sig hið sögulega sam-
hengi í mannlegri tilveru miklu varða.
Ekki það að ritsmíðar hans væru sagn-
fræðilegs eðlis, heldur er fremur að
hann hafi rannsakað óreiðu mannlegrar
tilveru eins og hún snýr að ein-
staklingnum á öllum tímum. Sú óreiða birtist
m.a. í hugmyndum tengdum myndmáli völund-
arhússins, spegla eða spegilbrota og sjónhverf-
inga af ýmsu tagi. Í verkum hans koma garðar
eða bókasöfn iðulega fyrir sem dæmi um völ-
undarhús þar sem endurtekning, eða stundum
einungis yfirgnæfandi líkur á endurtekningu,
afhjúpar afstæði tilvistarinnar, eins og t.d. í sög-
unni um bókasafnið mikla í Babel. Endurtekn-
ingarnar eru samkvæmt skilningi Borgesar ein-
ungis myndbirtingar ákveðinna þátta í eðli
mannsins – eða heimsins – sem koma upp á yf-
irborðið hér og þar, í tíma og ótíma, en eru í
raun allar til í einu. Borg-
es gerði sér einnig góða
grein fyrir afstæði sög-
unnar í þessu samhengi og
þá ekki síður afstæði
sannleikans, sem aldrei er
hægt að skilgreina eða
sannreyna til fulls þar sem allir textar eiga eðli
málsins samkvæmt einhvern höfund og þar með
ákveðið sjónarhorn sem ekki getur með nokkru
móti verið óskeikult þegar litið er til heildar-
innar.
Fyrir tilstilli höfunda á borð við Borges,
Gabriel Garcia Marques og fleiri hafa sjónir
manna í auknum mæli beinst að því hvernig öll
sögurýni felur í sér tíðaranda sem mótast af
ákveðnum höfundi, kynferði, uppruna, menn-
ingu og aðferðafræði, – og þá ekki síst meðvit-
uðu eða ómeðvituðu vali höfundarins. Á síðustu
áratugum hefur mikið verk verið unnið til að
draga þessa staðreynd fram í hugmynda-
fræðilegu samhengi, enda hafa rannsóknir sýnt
fram á að þeir sem hafa valdið með höndum
(hvort sem það er vegna þess að þeir eru í meiri-
hluta eða einungis vegna þess að hugmyndir
þeirra og aðferðafræði falla að langri hefð) eru
einna líklegastir til að álíta sitt sjónarhorn betra
eða sannara en annarra – í trausti valdsins
finnst þeim þeir geta talað fyrir munn allra. Sú
forræðishyggja sem í slíku viðhorfi felst hefur
þó í seinni tíð sem betur fer lotið í lægra haldi
fyrir fjölskrúðugri heimssýn sem oft er soðin
saman úr sjónarmiðum minnihlutahópa og er í
raun undirstaða þess sem oft er kallað fjöl-
menning.
Hvað sögurýni varðar er ekki síður mik-ilvægt að hafa forsendur þess semtalar eða skrifar í huga – því það ersama af hvaða tagi höfundurinn er,
hann mótast ætíð af ofangreindum þáttum kyn-
ferðis, uppruna, menningar, aðferðafræði og
ómeðvituðu eða meðvituðu vali í umfjöllun sinni.
Allar tilraunir til þess að „afhjúpa sannleikann“
eru því í raun dæmdar til að mistakast þar sem
þær geta einungis sýnt brot af þeim afstæða
sannleika sem verið er að rannsaka. Þær lýsa
eða afhjúpa sjónarhorn einnar manneskju – eða
þeirra sem standa fyrir áþekk gildi og hún – en
eru ómarktækur vitnisburður séð frá bæj-
ardyrum annarra.
Svo þversagnakennt sem það kann að virðast
í þessu samhengi þá getur skáldskapur í raun
staðið nær „sannleikanum“ en sannleikurinn
sjálfur, en í þeirri þversögn er einmitt fólgið að-
dráttarafl góðra bókmenntaverka og sú sam-
kennd sem þau vekja með lesendum. Ástæða
þess að bókmenntir geta komist svo nærri
„sannleikanum“ liggur fyrst og fremst í því að í
efnistökum bókmenntatexta er að öllu jöfnu
ekki reynt að endurgera raunverulega atburði
með hlutlausum hætti, heldur er byggt á list-
rænni samþættingu marvíslegra áhrifa sem
vegna fjölbreytileika síns vísa út fyrir ein-
staklinginn/höfundinn sjálfan. Fyrir vikið getur
verkið höfðað til mun víðari hóps sem samsamar
sig textanum og skynjar þann sannleikskjarna
sem þar hefur verið handsamaður með listræn-
um hætti.
Af þessu leiðir að einnig má halda þvífram að sagnfræðilegur „sannleikur“sé ekkert áreiðanlegri en skáld-skapur, þar sem höfundar hans eru
sama menningar- og félagslega markinu
brenndir og aðrir höfundar og finna orðum sín-
um farveg í samræmi við það. Sá vandi skálds-
ins sem Borges lýsti í einni frægustu sögu sinni,
„The Garden of Forking Paths“ (eða Garður
kvíslaðra stíga), á einnig við um höfunda sagn-
fræðilegra texta: „Í öllum skáldskap, í hvert ein-
asta sinn sem maður stendur frammi fyrir
nokkrum möguleikum, velur hann einn og úti-
lokar aðra“.
Ritgerð Roland Barthes um orðræðu sagn-
fræðinnar vakti mikla athygli þegar hún kom
fyrst á prent árið 1967, en þar afhjúpar hann
með mjög skýrum hætti hversu haldlítill mun-
urinn á skálduðum texta og sagnfræðilegum
texta er. Hann færir afgerandi rök fyrir því að
lögmálið um óáreiðanleika höfundarins gildi í
báðum tilfellum, þrátt fyrir að sagnfræðilegur
texti hafi að sjálfsögðu ávallt notið meira trausts
sem heimild um einhvern tiltekinn sannleika,
ekki síst eftir að ljósmyndir komu til sögunnar.
Þess ber þó að geta að tilgangur Barthes með
skrifunum var hreint ekki að koma því til leiðar
að skáldskapur yrði notaður sem mælikvarði á
raunveruleikann, né heldur var það ætlun hans
að draga úr gildi sagnfræði sem fræðigreinar.
Það sem hann vildi koma til leiðar var aukin
meðvitund um þá höfundarmiðju sem stendur á
bak við alla texta, sama hvers eðlis þeir eru. Í
upphafi greinarinnar, þar sem hann lýsir mark-
miði sínu, spyr hann m.a. hvort það sé „full-
komlega réttlætanlegt að búa stöðugt til and-
stæður úr orðræðum ljóðsins og skáldsögunnar,
úr skáldlegri frásögn og sagnfræðilegri frásögn.
En það er hið síðara sem er forsenda þeirra
hugleiðinga sem hér [í Orðræðu sagnfræðinnar]
er að finna. Er frásögn af liðnum atburðum, sem
í okkar menningu allt frá tímum Grikkja og
fram á vora daga hefur almennt séð notið vel-
þóknunar sem sagnfræðileg „vísindi“, bundin
ósveigjanlegum stöðlum hins „raunverulega“,
og réttlætt með lögmálum „rökréttra“ skýringa
– er þetta frásagnarform í rauninni nokkuð
öðruvísi, hvað einhverja ákveðna eðlisþætti eða
ótvírætt einkennandi gerð varðar, en skáldleg
frásögn á borð við þá sem finna má í sögu-
ljóðum, skáldsögum eða leikritum?“
Þótt Barthes hafi ef til vill verið einna fyrstur
til að greina með svo formlegum hætti þennan
vanda okkar allra við að festa hendur á raun-
veruleika liðinnar tíðar, þá höfðu einmitt margir
merkir rithöfundar, svo sem Borges hér að of-
an, lýst áþekkum hugmyndum í verkum sínum
löngu á undan honum, þó að þær væru ekki
settar fram í því skýra og afhjúpandi samhengi
sem Barthes beitti. Meðal þeirra frægu skálda
fyrri alda sem lýst hafa afstæði sögunnar með
líkum hætti og Barthes er R.G. Collingwood, en
hann sagði: „Ef við lítum á vinnu sagnfræðings-
ins og skáldsagnahöfundarins sem hugarfóstur
þeirra, þá er enginn munur á henni. Eini mun-
urinn er að sú mynd er sagnfræðingurinn dreg-
ur upp er álitin vera sönn,“ sagði hann, og vísaði
þar til þess eins og Barthes, að allur texti er
háður huglægu mati höfundarins. Oscar Wilde
sagði líka eitt sinn að „eina skylda okkar hvað
söguna varðar væri að endurskrifa hana“ – og
átti þá væntanlega við útfrá sjónarhorni hvers
tíma fyrir sig.
Á undanförnum árum hefur vaknað töluverð-
ur áhugi á sögulegum skáldskap sem má að
nokkru leyti rekja til hugarfarsbreytingar hvað
sögurýni varðar. Skáld hafa séð sér leik á borði
við að túlka söguna á nýjan leik, skilja atburði
liðins tíma út frá forsendum samtímans sem og
þeirrar fortíðar sem þeir eru að rannsaka. Í
slíkum skáldskap er oft að finna stórbrotna
greiningu og skilning á þeim margvíslegu og
öfgakenndu aðstæðum sem mannskepnan getur
þurft að standa frammi fyrir. Einnig á for-
sendum ákvarðana og vals sem ekki er hægt að
skilgreina útfrá gildum samtímans heldur ein-
ungis útfrá þeim tíma og þeim aðstæðum sem
ríktu þegar ákvörðunin var tekin eða valið átti
sér stað. Meðal frægra sagna af þessu tagi má
nefna „Sophie’s Choice“ (Val Sophie) eftir Will-
iam Styron þar sem söguhetjan Sophie stendur
frammi fyrir þeirri reynslu í útrýmingarbúðum
nasista að þurfa að velja á milli barna sinna, ell-
egar horfa á eftir báðum í dauðann, og „Belov-
ed“ (Ástkær) eftir Toni Morrison, þar sem
söguhetjan Sethe deyðir kornabarn sitt til að
bjarga því frá lífi þrælsins, gersneyddu af allri
mennsku, á tímum þrælahalds í Bandaríkj-
unum.
Það er athyglisvert að báðar þessar bæk-ur hafa þótt gefa raunsærri mynd afátakanlegu andrúmslofti, hörmungumog grimmd tveggja tímabila í mann-
kynssögunni, en nokkur sagnfræðilegur texti.
Sú mynd byggist ekki á hlutlausu sjónarhorni
eða samantekt staðreynda frá hendi höfund-
anna, heldur þvert á móti á þeim eiginleika
þeirra að setja lesandann inn í þann ógnvæn-
lega reynsluheim ímyndaðra persóna sem samt
sem áður stendur sem samnefnari fyrir reynslu
svo margra annarra, er ef til vill höfðu aldrei
tækifæri til að segja sögu sína. Í báðum til-
fellum er frásögnin brotakennd, lesandanum er
látið eftir að ráða í eyðurnar svo þekking hans
sjálfs á viðfangsefninu tvinnast inn í frásögnina
og gerir hana um leið trúverðugri í hans augum.
„Sannleikurinn“ er með þeim hætti ekki hvað
síst fólginn í því sem látið er ósagt.
Í bókinni „Image-Music-Text“ (Ímynd-
tónlist-texti), lýsir Roland Barthes þeim vanda
sem allir höfundar standa frammi fyrir við rit-
störf sín, vanda sem allir lesendur ættu að hafa í
huga við lestur, sama hvaða texta þeir eru að
lesa – dagblöð, sagnfræðilegan texta eða skáld-
skap. Hann vegur að hefðbundnum hug-
myndum okkar um trúverðugleika ritaðs texta
og setur málið í hnotskurn með því að spyrja; „Í
hvers nafni tala ég? Ætlunarverks? Ákveðinnar
þekkingar? Reynslu? Fyrir hvað stend ég? Vís-
indalega getu? Stofnun? Þjónustu? Í rauninni
tala ég einungis í nafni tungumálsins: Ég tala
vegna þess að ég hef ritað; það sem er ritað er
tákngert í andstæðu sinni, í tali … Því það sem
er ritað getur sagt sannleikann um tungumálið
en ekki sannleikann um raunveruleikann … “
Afstæði sögunnar og sannleikans
Guernica, eftir Pablo Picasso frá árinu 1937, er
afar gott dæmi um það hvernig listræn tjáning
getur komið „sannleikanum“ betur til skila en
nokkuð annað. Hún sýnir fórnarlömb stríðs-
rekstrar Franco í spænsku borgarastyrjöldinni.
AF LISTUM
Eftir Fríðu Björk
Ingvarsdóttur
fbi@mbl.is