Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður KarlLíndal Bene- diktsson fæddist á Siglufirði 11. apríl 1930. Hann lést á Landakotsspítala 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Einarsson, vélsmíðameistari og framkvæmdastjóri, f. 14. mars 1906 á Siglufirði, d. 27. sept. 1980, og María Ingunn Guðmunds- dóttir, f. 31. júlí 1899 á Broddadalsá á Fellströnd á Ströndum, d. 21. febr- úar 1974. Systkini Sigurðar eru: Arnbjörnsdóttir, f. 12. mars 1941. Sigurður lauk stúdentsprófi frá MR 1952 og prófi í vélaverkfræði og flugvélaverkfræði frá TH Darmstadt 1962. Auk þess sótti hann fjölda námskeiða, m.a. hjá Halliburton Energy Institute, Oklahoma, 1981 og hjá Murcinson Drillig Scool, New Mexico 1982. Að loknu námi 1962 hóf Sigurð- ur störf hjá Vermi hf. 1962 til 1969, og hjá Virki hf. 1969 til 1970, hjá jarðhitadeild Orkustofnunar 1970 til 1975, hjá Jarðborunum ríkisins, Orkustofnun 1975 til 1986, hjá Jarðborunum ríkisins hf. 1986 til 1988 og við ráðgjafarstörf frá 1989. Helsta áhugamál Sigurðar var svifflug og varði hann flestum sín- um tómstundum í það. Útför Sigurðar verður gerð frá Bústaðakirkju á morgun, mánu- daginn 26. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Guðbjörg Benedikts- dóttir Malling, f. 20. júní 1931, maki Knud Malling, f. 8. febrúar 1933, d. 18.ágúst 2000; Guðmundur Líndal Benediktsson, f. 8. ágúst 1932; Einar Lín- dal Benediktsson, f. 8. janúar 1934, maki Lovísa Aðalsteindótt- ir, f. 14.október 1939; Ragnar Líndal Bene- diktsson, f. 26. janúar 1939, maki Guðrún Birna Árnadóttir, f. 18. apríl 1942; Guð- mundur Þór Benediktsson, sam- feðra, f. 2. janúar 1930, maki Klara Það var síðustu vikuna í nóvember árið 1996 að ég varð þess aðnjótandi að vera tekin inn á Reykjalund til endurhæfingar eftir veikindi og áfall sem ég varð fyrir tveimur árum áð- ur. Þegar ég kom inn á Reykjalund fékk ég inni á hjartadeildinni þótt veikindi mín hefðu verið af öðrum toga. Á þessari deild eins og á öðrum deildum var sjónvarpsherbergi þar sem sjúklingar af þessari deild sátu saman og horfðu á sjónvarpið á kvöldin. Ég var nú ekki búin að vera þar nema tvo til þrjá daga þegar hjá mér settist maður sem kom til þess að horfa á sjónvarpið eins og við hin. Hann byrjaði að spjalla við okkur um heima og geima og virtist mjög fróð- ur um alla hluti. Svo barst talið að Sandskeiði, þá fór ég nú sérstaklega að hlusta og spurði hvort hann þekkti ákveðinn mann sem væri mik- ið upp á Sandskeiði og væri svifflug- maður og hann sagði svo vera og að hann þekkti hann vel en spurði jafn- framt hvernig ég þekkti hann. Þá sagði ég honum að hann væri sonur minn. Þarna upphófust kynni mín og Sigurðar Benediktssonar. Hann var líka á hjartadeildinni þótt veikindi hans væru af öðrum toga. Eftir þetta sátum við alltaf saman við sama borð á matmálstímum og reyndum að haga því þannig til að við kæmum á svipuðum tíma í salinn. Þarna var ég í þessari endurhæfingu í sex vikur en Sigurður í átta vikur. Þegar við vor- um bæði komin í bæinn héldum við sambandinu áfram. Hann bauð mér út að borða en ég bauð honum heim til mín í mat. Þannig þróaðist þessi vinátta okkar. Nú fórum við að ferðast saman, hann fór með mig austur á Geitamel þar sem er hægt að lenda flugvél og Sigurður var bú- inn að vera þar með félögum sínum að grjóthreinsa melinn svo hægt væri að lenda flugvélinni sem þeir eiga saman félagarnir. Þetta fyrsta sumar fórum við nokkrar helgar upp í sumarbústað sem ég á og vorum þar og reyndum að fara í góða göngutúra en Sigurður átti bara erf- itt með að ganga en samt lét hann sig hafa það. Áfram leið tíminn, nú var komið haust, þá fórum við eitthvað að tala um utanlandsferðir. Við stungum upp á því að fara til Kan- aríeyja um jólin í fjórar vikur og það gerðum við. Við fórum um miðjan desember og komum aftur til baka um miðjan janúar. Þetta var ógleym- anlegur tími. Við fórum í allar skoð- unarferðir sem farnar voru. Sigurður var óþrjótandi upp- spretta af fróðleik, það var alveg sama hvað manni datt í hug að spyrja Sigurð um, hann hafði alltaf svör á reiðum höndum, allt vissi hann. Eftir að við komum heim lét- um við ekki staðar numið, nú fórum við að hyggja að því að sækja um og fara á Heilsuhælið í Hveragerði og þangað fórum við strax um páskana og alls fórum við í fimm skipti á Heilsuhælið í Hveragerði, þar af vor- um við þar tvisvar um jól og áramót, en í hin skiptin vorum við þar að sumri til og var dvölin þar ákaflega ánægjuleg. Við Sigurður fórum líka saman í fjögur sumur í dagsferðir með Íslenska álfélaginu sem voru ánægjulegar ferðir í alla staði. Árið 1999 um sumarið var okkur Sigurði boðið í tvær ferðir austur á land. Fyrri ferðirna fórum við að Smyrla- björgum þar sem vinafólk mitt býr og þar vorum við í þrjá daga og son- ur hjónanna fór með okkur upp á jökul og í Jöklasel og keyrði okkur um alla Suðursveitina og sýndi okk- ur ýmsa merka staði, þar á meðal Hala í Suðursveit þaðan sem Þór- bergur Þórðarson var ættaður, en hann var mikill aðdáandi Þórbergs og hafði gaman af að lesa sögurnar hans. Sigurður sagði mér að hann hefði aldrei farið svona langt keyr- andi í bíl, hann hefði yfirleitt flogið yfir landið og þar af leiðandi ekki séð marga sveitabæi á þessum slóðum úr nálægð. Seinni ferðina fórum við svo til vinafólks á Fáskrúðsfirði, þar sem við dvöldum í fjórar nætur, m.a. við berjatínslu. Sigurður sleppti reynd- ar berjatínslunni en húsbóndinn á bænum fór með hann í bíltúr og sýndi honum ýmsa staði á meðan ég, dóttir mín og tengdasonur vorum að tína öll bláberin úr heiðinni. Þessar ferðir okkar voru ákaflega ánægju- legar og Sigurður var reglulega ánægður með þær. Það var sérstaklega yndislegt og gott að hafa Sigurð nærri sér þar sem hann var hjartahlýr og góður drengur. Góður engill guðs oss leiðir gegnum jarðnesk böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. (H. Hálfd.) Elsku vinur, nú er komið að leið- arlokum. Hafðu þökk fyrir sam- fylgdina og góðar stundir sem við áttum saman allan tímann. Guð geymi þig. Sigfríður Georgsdóttir. „Það eru 200.000 ferkílómetrar til sjávar og sveita og veldu nú,“ var svarið. Spurningin var hvort salern- isaðstaða væri til staðar í félags- heimili svifflugmanna á Sandskeiði. Þetta var svar í anda Sigga Ben sem skellti fram svörum sem oft virkuðu stuðandi á ókunnuga en við sem þekktum hann höfðum gaman af. Siggi frændi var heimagangur á heimili mínu frá því ég man eftir mér. Þegar hann bar að garði var hann iðulega settur í hásæti heimilis- ins og látinn þýða Andrés önd úr dönsku yfir á íslensku fyrir okkur systkinin. Við búum enn að þessari óhefðbundnu dönskukennslu sem ég held að hafi gefið okkur forskot í námi á því tungumáli þegar hið ís- lenska skólakerfi tók við. Siggi lagði sig fram um að kenna mér meira en dönsku. Þegar ég var 15 ára fór hann að taka mig með sér upp á Sandskeið þar sem hann kom mér í kynni við það sport sem ég hef stundað æ síðan, svifflug. Hann hafði góða hæfileika til að kenna okkur unglingunum svifflug og þótt hann væri hámenntaður og gæti lagt allt út í eðlis- og stærðfræðikenningum þá lagði hann sig ævinlega fram við að einfalda hlutina og kenna okkur að tilfinning fyrir flugi væri æðri allri eðlisfræði og að mat á aðstæð- um hverju sinni væri eitthvað sem var mikilvægara en útreikningar á „induseruðu dragi á vængendum“. Þessu gaf hann sérstakt vægi með létt skrollandi rödd sinni, „meiri rudder“, án frekari skýringa. Skýr- ingum sem þessum kynntumst við sem vorum með honum í liði enn frekar á Íslandsmóti í svifflugi á Hellu árið 1980. Þá þurftum við að sækja Sigga þar sem hann hafði lent á afar litlu túni og laskað svifflugu sem félagi hans hafði lánað honum fyrir mótið. „Strákar, þetta er sterk- asta vélin í flotanum,“ svo mörg voru þau orð, vélin var jú ekki ónýt og mat á aðstæðum þannig að hann og verk- fræðingaúlpan sluppu, hitt var jú bara blikk og mátti berja til. Siggi var vel lesinn í sögu landsins og naut maður þar góðs af, sérstak- lega var gaman að fá sögukennslu frá honum í flugferðum á einshreyf- ilsvélinni, TF-TOG. Þá þræddi hann dali og árfarvegi og hélt uppi sögu- skýringum úr Íslendingasögunum um hvernig menn hefðu numið og unnið land, höggvið mann og annan o.s.frv. Þessu gaf hann öllu vægi með tilheyrandi beygjum og lágflugi yfir merka staði og malaði í sífellu í „int- ercomið“ myndrænar lýsingar á at- burðarásinni fyrir 1000 árum, mér til mikillar ánægju. Siggi var iðinn við að sinna því áhugamáli sínu að smíða flugvélar, þó svo að engin þeirra véla sem hann hóf smíði á næði að fljúga. Ástæðan var kannski sú að hann hafði of mörg járn í eldinum hverju sinni, og þá sveiflaðist hann oft öfganna á milli. Eitt sinn hafði hann ásett sér að skerða ekki hár á höfði sínu fyrr en Vary Easy, sem hann var að smíða, myndi fljúga. Hann lagði hverja frí- stund í þetta og hárið óx og óx. Á hann var að lokum kominn svo góður lubbi að við strákarnir kölluðum hann Sókrates, svo mjög fannst okk- ur hann líkjast myndum af þeim snillingi. En ekki flaug Vary Easy og hárið var klippt. Þegar heilsu Sigga fór að hraka átti hann mjög erfitt með að sætta sig við að vera ekki „mobile“ eins og hann orðaði það. Þó sá maður góða spretti inn á milli þar sem hann lét vaða í yfirlýsingum um samferða- menn sína. Við náðum að fljúga sam- an síðastliðið sumar þar sem við átt- um góða stund. Eftir það flug sagði hann mér að hann væri búinn að fljúga nóg fyrir lífstíð. Reyndar var það svo að hann virtist vera búinn að afgreiða flest fyrir lífstíð, það var orðið fátt sem vakti áhuga hans. „Sjáðu til, það sleppur enginn lifandi frá lífinu,“ var ein af síðustu yfirlýs- ingum hans, en eftir stendur minn- ing um raungóðan frænda sem alltaf var langt í nei-ið hjá. Benedikt Ragnarsson. Ég kynntist Sigurði Benedikts- syni fyrir aldarfjórðungi. Með okkur tókst góð vinátta og ekki síður milli hans og barna minna sem kölluðu hann alltaf Sigga Ben. Þegar börnin voru lítil gat ég ætíð beðið Sigurð að gæta þeirra, trygglyndi og góð- mennska voru einkennandi fyrir hann. Sigurður var börnunum allt í senn frændi, afi og jafnvel sem faðir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) SIGURÐUR BENEDIKTSSON                        ! "#$$ % $&'($             ! " # $  $     %&% ' $   (   &      '        ) $ $(!  &('  *  & )*!   +& " ,-!!   .+ & /" (-0 1 (, ,-!!    2 '!0 '' ,-!0 3(  -!!   # # 0"# # # .                           !" ! #$  %&             !""# '  ( '      $    )"  '  *    $  *'  + '  ,-      $  .'/   '  *    $  ' 0 '  1  12 $ 1  1  12 3                                       !   "        !"     !      #$   %# !  $ &'    ( !  $ #  $# )'*+                !"#  $ % &                 !!" '%(   ) )* + ,, -)  ) . -) /*  ) . , 0 '%( )*    ) . . & 0 , )*     ) .     1  )*   &  . )*                 ! "# $%                          &'( ' )' *% % +  ++,'*+  )*'-'.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.