Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 11 VÍKINGSLÆKJARÆTT 7. bindi Víkingslækjarættar (niðjar Guðmundar Brynjólfssonar á Keldum á Rangárvöllum og fyrstu konu hans, Ingiríðar Árnadóttur) er væntanlegt í haust. Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20. september nk. fá bókina með 30% afslætti. Grensásvegi 14 • 108 Reykjavík • Sími 588-2400 • Fax: 588 8994 BÓKAÚTGÁFA Guðmundur Brynjólfsson Áskriftarsími: 588 2400 Fax: 588 8994 Tölvupóstfang: skjaldborg@skjaldborg.is undirfataverslun Síðumúla 3-5 - Sími 553 7355 Opið mánudaga-föstudaga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15. Nýtt frá „Minimizer“ Skálastærðir C,D,DD,E 34-44 Litir: Svart, kremað PÓSTSENDUM ættingi vera að rata af réttri braut,“ sagði hann og viðurkenndi að hann velti því stundum fyrir sér hvort að nægilega mikið hefði verið gert gert af því að hafa upp á börnum í áhættuhópum. „Við höfum verið dá- lítið upptekin af almennri fræðslu – ef til vill á kostnað markvissara átaks til að ná börnum í áhættuhóp- um. Allt of oft lendum við í því að hafa fyrstu afskipti af ungum af- brotamönnum í fíkniefnaneyslu þeg- ar þeir eru orðnir djúpt sokknir í neyslu og farnir að nálgast hóp for- hertustu síbrotamannanna – sem erfiðast er að hjálpa.“ „Ekkert umburðarlyndi“ Ein þeirra leiða sem þykja hafa gefið góða raun í baráttunni við sí- brotamenn í Bandaríkjunum er svo- kölluð „zero-tolerance“ (ekkert um- burðarlyndi) stefna, þ.e. að taka hart á minniháttar brotum. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra staðfesti að „zero-toler- ance“ stefnan hefði gefið góða raun í stórborgum eins og New York þar sem fjöldi alvarlegra glæpa væri mikill. „Við eigum sem betur fer ekki við slík vandamál að glíma á Ís- landi,“ sagði hún og vék máli sínu sérstaklega að yngri afbrotamönn- um. „Þegar málefni ungra afbrota- manna hafa verið skoðuð í ná- grannalöndum okkar hefur mun frekar verið horft til þess að aðstoða og leiðbeina ungu fólki sem villist af leið með meðferðarúrræðum, skil- orðsbundinni frestun ákæru og skil- orðsdómum og öðrum slíkum að- ferðum. Þá má nefna í þessu sambandi tilraunaverkefni lögregl- unnar í Reykjavík og félagsþjónust- unnar í Reykjavík í Grafarvogi sem nefnist Hringurinn. Það starf bygg- ist á samvinnu gerenda, þolenda og samfélagsins í afbrotamálum ósak- hæfra barna í Grafarvogi. Ekki er komin mikil reynsla á það verkefni en það virðist ganga mjög vel og skila árangri. Efling grenndarlög- gæslu, meðferðarrúrræða og sam- vinnu lögreglu, barnaverndaryfir- valda og fangelsisyfirvalda eru úrræði sem við beitum og hafa skil- að okkur árangri. Starf á þeim nót- um er í samræmi við tillögur nefnd- ar um unga afbrotamenn og þá stefnu sem rekin er í nágrannalönd- um okkar.“ Ekki rætt um fljótvirkari leið Seinagangur í kerfinu hefur verið gagnrýndur, þ.e. að síbrotamenn nái að fremja tugi brota áður en tekið sé á kærunum með viðeigandi hætti. Björgvin Björgvinsson sagði að eins og allir vissu væri ekki í verkahring lögreglunnar að setja lög. „Okkar hlutverk er að framfylgja gildandi lögum. Engu að síður held ég að bæði lögreglan og borgararnir séu sammála um að full ástæða sé til að skoða hvort hægt sé að skapa fljót- virkari þvingunarúrræði fyrir lög- regluna, þ.e. til að koma síbrota- mönnum út úr þessum vítahring.“ Egill Stephensen, saksóknari hjá Lögreglunni í Reykjavík, kannast ekki við að rætt hafi verið sérstak- lega um að þörf sé fyrir skjótvirkara kerfi til að ná síbrotamönnum af götunni. Algengt er að síbrotamenn séu hnepptir í gæsluvarðhald á grundvelli 103. greinar laga um meðferð opinberra mála. Lögin gera ráð fyrir að hægt sé að úrskurða sakborning eldri en 15 ára í gæslu- varðhald liggi fyrir rökstuddur grunur um að hann hafi framið verknað er varði fangelsisrefsingu og eitt fjögurra skilyrða greinarinn- ar sé uppfyllt. Eitt skilyrðanna er: „...að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið.“ „Þessi framgangsmáti þarf ekki að taka langan tíma,“ tekur Egill fram. „Hann á við þegar rökstuddur grunur er um að maður hafi framið nokkur brot á skömmum tíma, t.d. 5 til 10 brot á einum til tveimur mán- uðum, og líklegt sé að hann muni ekki láta af þessari háttsemi. Lög- reglan hefur í þessum tilvikum heimild til að handtaka manninn og fara fram á gæsluvarðhald yfir hon- um á meðan ákæra vegna mála hans er undirbúin. Venjulega líða aðeins nokkrir klukkutímar þar til úrskurð- ur dómara liggur fyrir. Ef orðið er við kröfu um gæsluvarðhald er reynt að flýta útgáfu ákæru vegna brotanna. Algengt er að nokkrum brotum sé safnað saman í eina ákæru. Gæsluvarðhaldið er oft dreg- ið frá refsingunni í endanlegum dómi.“ Egill var spurður að því hvort menn fengju alla jafna vægari refs- ingu þegar gefin væri út ein ákæra vegna fleiri brota. „Sú regla gildir hér á landi að menn fá ekki há- marksrefsingu fyrir hvert brot þeg- ar gefin er út ein ákæra fyrir nokkur brot. Hér er um að ræða svokallaða takmarkaða samsteypu refsinga. Dómarar taka mið af því að verið er að dæma fyrir brotahrinu, t.d. brot framin í sömu vikunni. Metin er heildarrefsing fyrir öll brotin en ekki ákvörðuð refsing fyrir hvert brot fyrir sig. Með þessu móti verð- ur refsingin yfirleitt vægari heldur en ef hvert brot yrði metið og refs- ingarnar lagðar saman.“ Guðjón Magnússon, lögfræðingur hjá lögreglunni í Reykjavík, var spurður að því af hverju skilorðs- dómar væri ekki alltaf teknir upp þegar nýtt brot væri framið á skil- orðstímanum. „Algengast er við skilorðsrof að eldri skilorðsdómur sé tekinn upp og sakborningi ákvörðuð refsing í einu lagi fyrir eldri brotin (skilorðið) og þau nýju sem rufu skilorðið,“ svaraði hann „Þetta er langalgengast ef sams konar refs- ing, oftast fangelsisrefsing, liggur við brotum í báðum tilvikum. Heim- ilt er að hafa þann dóm skilorðs- bundinn og í raun kemur það ekki sjaldan fyrir. Í einstaka tilvikum má láta eldra skilorð haldast en dæma refsingu einungis fyrir nýja brotið (brotin) án skilorðs. Þess eru dæmi að dómstólar taki ekki upp skilorð. Ástæður þess geta t.d. verið að nýrra brotið sé ekki framið af ásetn- ingi og/eða varði aðeins sektum, þ.e. brot sé annars eðlis en eldri brotin. Skilorðsdómar eru á langflestum til- vikum teknir upp við skilorðsrof.“ Egill Stephensen sagði að um- ræða um hvort ungum síbrotamönn- um væri refsað nógu harkalega væri í sjálfu sér neikvæð. „Langalgengast er að um sé að ræða unga karla. Við ákvörðun refsingar er tekið tillit til ungs aldurs þeirra. Önnur úrræði en fangelsisvist geta hentað betur fyrir þennan hóp, t.d. einhvers konar meðferð, samfélagsþjónusta eða eft- irlit. Helsta hlutverk lögreglu og ákæruvalds í þessu sambandi er að stöðva brotastarfsemina og sjá til þess að mönnum sé refsað fyrir brot sín. En ekki má heldur gleyma mik- ilvægi þess að huga jafnframt að öðrum úrræðum en fangelsisrefs- ingu, sérstaklega fyrir þennan ald- urshóp, og reyna að laða fram já- kvæðustu þættina í fari þessara ungmenna til þess að koma þeim á farsælli braut í lífinu.“ Skortur á milliúrræðum Þegar Bryndís Guðmundsdóttir var spurð að því hvort hún teldi að nægilega mikið væri gert til að sýna ungum afbrotamönnum fram á að samfélagið liði ekki hegðun þeirra, nefndi hún að liðið gæti langur tími frá því ungur afbrotamaður fremdi brot þar til hann tæki út refsingu sína fyrir brotið. „Ég veit að dóm- urum þykir sérstaklega erfitt að dæma unga afbrotamenn til fangels- isvistar af því að á Íslandi er ekkert barnafangelsi. Að vista unga af- brotamenn með fullorðnum getur haft afar neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir utan að slíkt stríðir gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eftir að komið er inn í fangelsið hafa börnin stigið yfir ákveðinn þröskuld, kynnst nýjum heimi og sætta sig jafnvel við hann. Sum fá á tilfinninguna að þau í fyrsta skipti tilheyri einhverjum ákveðnum hóp. Auðvitað er erfitt að standa alltaf fyrir utan og geta kannski ekki uppfyllt þær kröfur sem samfélagið gerir, t.d. í skóla – vera alltaf þjakaður af minnimátt- arkennd í hópi fólks.“ Bryndís segir að af þessum sökum sé oft reynt að fresta afplánun ungra afbrotamanna, t.d. með skilorði. „Gallinn er að stundum átta ungu af- brotamennirnir sig ekki á alvarleika málsins. Við þyrftum að geta dæmt þá fyrr í einhvers konar milliúrræði, t.d. til meðferðar, samfélagsþjón- ’ Við höfum verið dálítið upptekin af al-mennri fræðslu – ef til vill á kostnað markviss- ara átaks til að ná börnum í áhættuhópum. Allt of oft lendum við í því að hafa fyrstu af- skipti af ungum afbrotamönnum í fíkniefna- neyslu þegar þeir eru orðnir djúpt sokknir í neyslu og farnir að nálgast hóp forhertustu sí- brotamannanna – sem erfiðast er að hjálpa. ‘ ’ Við þyrftum að geta dæmt þá fyrr í einhverskonar milliúrræði, t.d. til meðferðar, samfélags- þjónustu eða einhvers konar vinnu undir ströngu eftirliti. Með því móti væri ungum af- brotamönnum send skýrari skilboð um hvaða gildi ríktu í samfélaginu um leið og reynt væri að hjálpa þeim að komast á réttu brautina. ‘ ’ Fjöldi ungra fanga, þ.e. fanga á aldrinum 16til 20 ára, er um og undir 10% af heildarfjölda fanga er ljúka afplánun ár hvert. Því eru frekar fáir svo ungir einstaklingar að afplána fangels- isrefsingu hverju sinni og afar óheppilegt er að hópa þeim saman á eina deild, oft óstýrilátustu og erfiðustu föngunum, og sömuleiðis eru vandkvæði á að veita þeim sérstaka endurhæf- ingaraðstöðu eða meðferð. ‘ samfélagið Morgunblaðið/Arnaldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.