Morgunblaðið - 25.08.2002, Page 36

Morgunblaðið - 25.08.2002, Page 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stórglæsileg 154,5 fm 4ra herbergja efri sérhæð í tvíbýlishúsi auk 23 fm bílskúrs samtals 174,5 fm. Íbúðin er einstaklega vel skipulögð, náttúrusteinflísar eru á gólfum í eldhúsi, stofu og holi/gangi en gegnheilt parket í herbergjum sem eru mjög rúmgóð. Halogen lýsing er á allri hæðinni nema í barnaherbergjum og búið er að koma fyrir innbyggðu hátalarakerfi í stofulofti. Eldhúsið er með mjög stílhreinum og fallegum innréttingum. Gunnar Kristinsson sölumaður Hóls tekur á móti þér og þínum milli kl. 13 og 15 í dag. EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR NÚ ÞEGAR. Ásett verð 18,9 millj. áhv. húsbréf ca 6,4 millj. HRÍSRIMI 26 Opið hús á milli kl. 13-15 í dag Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is - www.holl.is ÁRLAND 5 - EINBÝLI Á frábærum stað neðst í Fossvoginum er til sölu 263 fm einbýli auk jafn stórs óinnréttaðs kjallara. Húsið þarfnast gagngerðra viðgerða jafnt að innan sem utan. Húsið er vel skipulagt og býður upp á mikla mögu- leika. Skjólsæll garður með háum trjágróðri. Ásett verð er kr. 19,8 millj. Húsið er laust nú þegar og verður til sýnis mánudaginn 26. ágúst milli kl. 17:00 og 19:00.                                   !  "   "#$ %     &       ##  "'        (#             ) "   &                   !"##$%"##      &' (    ))))          "  #  #        (       * '  + ,   & -  (&  "   . &  #/     '   ( #0"    %  &  #       )* +  &  $ ,!   -.  /    0           /   !"##$ %"## /1&/#2 3   4'      &' (    )))) Mjög falleg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með sér inn- gangi (gengið beint inn). Íbúðin er öll ný uppgerð m.a. nýjar innréttingar, gólfefni o.fl. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með innréttingu og sturtuklefa. Sjón er sögu ríkari. Verð 9,9 millj. Inngangur í íbúðina er bakvið húsið. Jónas tekur vel á móti þér og þínum milli kl. 14:00 og 16:00 OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 25. ÁGÚST LANGHOLTSVEGUR 115 Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 5-900-800.                                !  "     # $  % &&'                       !   "# $ % &  &' (() *+)) Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Í dag sunnudag frá kl. 14- 17 sýnum við glæsilegt 216,3 fm pallbyggt end- araðhús með stórkostlegu útsýni yfir flóann. Inn- byggður bílskúr. 6 góð svefnherbergi, parket á öllu nema marmaraflísar á holi og eldhúsi. Stórt og glæsilegt eldhús, gest- asnyrting og baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Stór geymsla undir bíl- skúrnum sem er ekki í fm tölu hússins. Nýtt járn á þaki úr áli og nýjar þakrennur. Afgirt suðurverönd. Sölumaður Miðborgar verður á staðnum og sýnir. V. 23,7 m. 3471 Opið hús í dag, sunnudag frá kl. 14-17 Bollagarðar 29 - Seltjarnarnesi ✝ Lilja Hannes-dóttir fæddist á Skefilsstöðum í Skef- ilsstaðahreppi á Skaga 25. ágúst 1920. Hún andaðist á lyflækningadeild I á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hannes Guðvin Benedikts- son, f. 19.1. 1896, d. 27.9. 1977, og kona hans Sigríður Björnsdóttir, f. 24.2. 1985, d. 26.10. 1975. Lilja var næst- elst sjö systkina. Þau eru: 1) Haf- steinn, f. 20.7. 1919, d. 22.3. 1927. 2) Garðar, f. 14.1. 1922, kvæntur Fjólu Eggertsdóttur, f. 11.4. 1923, búsettur á Hvammstanga. 3) Sig- urður, f. 8.12. 1923, kvæntur Soffíu Georgs, f. 6.10. 1930, búsett- ur á Akureyri. 4) Lovísa, f. 16.2. 1972, kvæntur Hrönn Brynjólfs- dóttur, sonur þeirra er Tumi, f. 11.3. 1998. b) Dagur, f. 1.9. 1977. c) Magni Þór, f. 11.6. 1987. 2) Ásdís, f. 12.12. 1948, vinnur við aðhlynn- ingu í Ólafsfirði, gift Guðna Ós- mann Ólafssyni, f. 12.8. 1946. Börn þeirra eru: a) Lilja, f. 20.6. 1968, gift Einari Víkingi Hjörleifssyni, f. 11.8. 1968, börn þeirra eru Hjör- leifur, f. 24.5. 1993, Ólöf María, f. 9.4. 1999, og Guðni Berg, f. 15.2. 2002. b) Fjóla, f. 17.11. 1969, gift Jean Schmidt Thomsen, f. 18.1. 1971, sonur þeirra er Jóakim Ós- mann Schmidt Thomsen, f. 10.6. 2001. c) Ólafur Pálmi, f. 14.4. 1977, sambýliskona Ragnheiður Reykja- lín Magnúsdóttir, f. 21.1. 1977, dóttir þeirra er Erla Dís Reykjalín, f. 18.10. 2000. d) Birkir Guðni, f. 25.8. 1981. Fyrir hjónaband vann Lilja að mestu á hótelum. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi vetur- inn 1941–1942. Á Dalvík vann Lilja aðallega í fiskvinnu með heimilis- störfum. Útför Lilju verður gerð frá Dal- víkurkirkju á morgun, mánudag- inn 26. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1930, gift Birni Aðils Kristjánssyni, f. 15.2. 1924, búsett í Kópa- vogi. 5) Helga, f. 1.2. 1934, maður hennar Haukur Þorsteinsson, f. 14.1. 1932, d. 1993, búsett í Reykjavík. 6) Hafsteinn, f. 6.5. 1936, kvæntur Elsu M. Valdimarsdóttur, f. 19.12. 1937, búsettur á Sauðárkróki. Frá Skefilsstöðum fluttist fjölskyldan í Hvamm- kot og síðar í Hvamm í Laxárdal á Skaga þar sem Lilja ólst að mestu leyti upp. Lilja giftist Jóni Pálma Jóhanns- syni bifvélavirka á Dalvík, f. á Búr- felli í Svarfaðardal 30.11. 1911, d. 6.8. 1997. Börn þeirra eru: 1) Ósk- ar húsasmiður á Dalvík, f. 12.12. 1948, kvæntur Guðnýju Helgu Bjarnadóttur, f. 6.6. 1953. Synir þeirra eru: a) Jón Pálmi, f. 12.5. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra, nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá, í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa. (Ingibj. Sig.) Það var alltaf jafn skemmtilegt, sem barn, að koma í Odda til ömmu og afa. Bæði voru þau frekar lítil og nett. Afi með sína rökfestu og stríðni en amma svo óendanlega þolinmóð og góð við okkur krakkana. Hún hafði alltaf tíma til að leika við okkur, enda var hún ekki bara amma okkar, hún var amma vina okkar líka. Ég held að öllum börnum hafi líkað vel við hana. Alltaf var amma boðin og búin að vera með börnin, þótt hún væri komin yfir áttrætt. Mínum börnum fannst mjög gaman þegar amma kom og sat hjá þeim að kvöldi til. Þá fékk Hjörleifur að poppa því ömmu fannst svo sniðugt að borða með honum poppkorn. Fram í hugann koma minninga- brot úr heimsóknum í Odda. Dúkað borð með heimabökuðu brauði, oddakakan hennar ömmu og ástar- pungarnir með meira brauði og kaffi. Afi að tala við pabba og amma að leika við okkur krakkana með dótið hans Pálma frænda úr eldhúskass- anum. Litla baðið með sætinu. Það var svo gaman að fara í bað hjá ömmu. Amma að prjóna lopapeysu, ullarsokka eða útprjónaða vettlinga, Göngutúrar með afa suðurfyrir Dal- víkina, suðrundir Hrafnsstaðakot. Afi vissi öll kennileiti og þekkti alla fuglana þarna. Þessar gönguferðir voru hafsjór af fróðleik fyrir forvitin börn. Amma var lítil, snaggaraleg og góð kona. Hún átti mjög auðvelt með að hlæja. Hvert sem hún kom hressti hún upp á andrúmsloftið á sinn ró- lega en um leið fjörlega og líflega hátt. Hún var mjög mikil félagsvera og fannst gaman að vera þar sem fólk kom saman og alltaf þurfti hún að hjálpa eitthvað til. Hún var gjarn- an í eldhúsinu við kaffikönnuna og hafa framsóknarmenn á Dalvík notið krafta hennar ríkulega í gegnum tíð- ina. Hún starfaði líka í Kvenfélaginu og Slysavarnafélagi kvenna á Dalvík. Nú síðustu árin hefur hún verið virk- ur félagsmaður í Félagi eldri borg- ara á Dalvík. Í Mímisbrunni, húsi Félags eldri borgara á Dalvík, dvaldi hún löngum stundum í góðum fé- lagsskap þar sem tekið var í spil eða sungið. Hún hafði mjög gaman af því að spila, hvort heldur sem var vist eða brús. Þau voru ófá spilakvöldin sem hún fór á. Hún kom líka oft með verðlaun með sér heim, en það var ekki þeirra vegna sem hún tók þátt í spilakvöldunum, heldur var það fé- lagsskapurinn og skemmtunin sem hún sótti í. Amma var fædd Skagfirðingur. Hún var Skagfirðingur allt sitt líf. Hún hafði sérstaklega gaman af því að fara dagsferðir upp í Skagafjörð. Það var líka svo gaman að fara með henni þangað þar sem hún þekkti allt þar og gat sagt manni frá svo mörgu skemmtilegu sem hún upplifði þar. Henni þótti alla tíð vænt um Skaga- fjörð. Hún hefur líklega fengið dá- læti sitt á söng í vöggugjöf. Sérstak- lega hafði hún gaman af karlakórs- söng. Hún var til að mynda eini heið- ursfélagi Karlakórs Dalvíkur og styrkti hún þá dyggilega með því að mæta á alla tónleika hjá þeim í byggðarlaginu og í nágrannasveitar- félögunum. Hún átti það til að ferðast með kórnum. Amma var alla tíð fámál um sig og sín verk. Hún var þeim mun betri við þá sem voru hjálpar þurfi. Um leið og ég kveð, með söknuði, góða ömmu bið ég Guð að styrkja mömmu, pabba og systkini mín og Óskar og hans fjölskyldu í sorg þeirra. Minn- ingin um góða konu lifir í hjörtum okkar. Lilja Guðnadóttir og fjölskylda. LILJA HANNESDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.