Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ DJANGÓDJASSHÁTÍÐIN á Ak- ureyri hefur fest sig í sessi og er yngst ísenskra djasshátíða. Elst er Djasshátíð Egilstaða sem var hald- inn í fimmtánda sinn í júlí sl. Árni Ís- leifsson er við stjórnvölinn, en helst- ur hugmyndafræðingur Djangóhá- tíðarinnar á Akureyri er hinn kraftmikli tónlistarfrömuður Jón Hlöðver Áskelsson. Að þessu sinni voru erlendu gestirnir Paul Weeden, tríó Robin Nolans, Randy Greer og Hot Club of San Fransisco; þeir ís- lensku voru Björn Thoroddsen og Hrafnasparkið akureyrska. Það tríó óx uppúr námskeiðum sem haldin hafa verið í tengslum við heimsóknir Robin Nolan tríósins til Akureyrar og áður en þriggja daga hátíðin hófst í ár var námskeið í fjóra daga þar sem Robin Nolan og félagar leiðbeindu. Sl. fimmtudagskvöld lék Robin Nolan-tríóið í Deiglunni, kvöldið eft- ir kom Hot Club of San Fransisco fram á sama stað og á laugardags- kvöld voru haldnir þrennir tónleikar á Glerártórgi. Hófust þeir fyrstu laust fyrir hálftíu og lauk þeim þriðju rétt fyrir tvö er Jón Hlöðver söng Á Sprengisandi með öllum hljóðfæraleikurunum er léku á torg- inu þetta kvöld. Á áttunda hundrað manns mættu á tónleikana og er það engin smá að- sókn á djasstónleika í ekki stærra bæjarfélagi. Að vísu er Glerártorg ekki heppilegur tónleikastaður, erf- itt er að ná góðu hljóði en það batn- aði er á leið og hljóðmaðurinn skildi að ekki þarf að magna djass í þeim styrkleika er rokkmúsíkantar krefj- ast. Hrafnaspark og Björn Thoroddsen Björn Thoroddsen, Jóhann Guð- mundsson og Ólafur Haukur Árna- son gítara, Pétur Ingólfsson bassa. Hrafnaspark lék fyrst opinber- lega í fyrra enda eru drengirnir ekki gamlir að árum. Gítaristarnir rétt átján ára en bassaleikarinn nokkru eldri. Þeir spruttu uppúr Nolan- kennslunni er Jón Hlöðver hefur skipulagt um árabil á Akureyri. Þetta eru efnilegir og fjörugir strák- ar, en eiga eftir að taka út þroska og slípa spilamennsku sína. Þó djangó- isminn sé allra góra gjalda verður, er hættulegt ungum mönnum að festast í þeim trúarbrögðum, en ég hef litlar áhyggjur af að þeir leiti ekki á víðari djasslendur í framtíð- inni. Það var dálítið skemmtilegt að heyra þá leika tvo söngdansa eftir Jón Múla, Augun þín blá og Söng jólasveinanna, auk Django og Park- ers. Síðan birtist gestur Hrafna- sparks á sviðinu, Björn Thoroddsen, og eftir langan inngang hljómaði hinn þekkti ópus Caravan eftir takkabásúnuleikara Ellingtons, Ju- an Tizol. Það var gaman að virða Hrafnasparkspiltana fyrir sér með- an gítarmeistarinn lék innganginn. Þeir settu upp saman svipinn og hrynsveit Erroll Garners gerði jafn- an er píanistinn spann ótrúlega inn- ganga sína að kunnum söngdönsum. Það þarf sosum ekkert að segja Ís- lendingum hvílíkur virtúós Björn er, einn af fremstu gítaristum Evrópu í heðbundnari djassi, og sóló hans í Caravan var meistaralegur. Næst var einn af frægustu ópusum Django leikinn: Minor Swing. Hann fór dálítið út og suður og hrynleikur Hrafnasparks sullkenndur og sóló Björns vantaði þá dýpt sem maður hefur oft heyrt hjá honum í þessum ópus. Sweet Georgia Brown var næst á dagskrá og síðan All Of Me og Björn brá fyrir sig djangótökt- unum án þess að missa sjónar á eig- in stíl. Það er vandinn mesti fyrir gítarista sem hafa hljóðfærið full- komlega á valdi sínu að láta Django ekki gleypa sig með húð og hári og mega Hrafnasparksdrengirnir hafa það í huga þegar þeim vex fiskur um hrygg. Ólafur Haukur lék ágætan sóló í lok All Of Me og lék síðan lag- línuna til enda. Wallerópusinn, Hon- eyscukle Rose, var síðastur á dag- skrá Björns og Hrafnasparks og glæsihlaup Björns í sóló hans voru verðugur endir á þessum upphafs- tónleikum ,,grand finale“ Djangó- djass 2002. Það var gaman að heyra þessa óreyndu drengi leika óhrædda með meistaragítaristanum. Hann er þeim verðug fyrirmynd. Hot Club of San Francisco Paul Mehling sólógítar og söngur, Evan Price fiðlu, Louis Matthee og Dave Ricketts hryngítara og Ari Munkres bassa. Django Reinhard var fyrsti Evr- ópubúinn er tókst að skapa sér eigin djassstíl. Kannski var orsökin sú, auk snilligáfunnar, að hann var síg- auni. Hann tók arfleið kynþáttar síns og bræddi saman við djass- sveifluna og söngdansa þá er helst voru á efnisskrá djassmanna fyrir stríð. Oft hefur mér þótt Evrópubú- ar eiga erfitt með að ná klassískri Basiesveiflu eða trylltu Parkerboppi og ekki höfðu þeir félagar í Hot Club of San Fransisco náð þeirri glóð er sígunasveifla Djangó kveikir jafnan. Þetta var þægileg tónlist og ágæt- lega spiluð, sér í lagi var bassaleik- arinn, Ari Munkres skemmtilegur. Þeir félagar léku fyrst tvo Djangó- ópusa sem hvorki voru fugl né fiskur í túlkun þeirra, þá kom ágætur flutningur á meistaraverki Duke Ellingtons frá 1928: The Mooche, þótt sólóarnir væru ansi andlausir. Mehling raulaði þarnæst I Surrend- er Dear sýnu verr en Freddy Tayl- or, sem oft var til vandræða á plöt- um Heita klúbbsins í París. Eftir Django/Grappelli ópusinn Speevy hellti kvintettinn sér útí Subconsc- iouslee sem Lee Konitz samdi yfir hljómaganginum í Porterdansinum What Is the Thing Called Love. Þetta varð miklu meiri Porter en Konitz, en þarna lék fiðlarinn Price besta sóló sinn og fraseraði mel- ódíuna dimmt. Price vantar þó allan þann kraft sem bestu fiðlarar djass- ins hafa búið yfir allt frá Stuff Smith til Svend Asmussens og Finn Ziegl- ers og Stephane Grappelli átti í rík- um mæli þótt á stundum kæfði hann sjálfan sig í yfirmáta rómantískri til- finningasemi – og þegar þann kraft vantar verður fiðlan heldur hjáróma djasshljóðfæri. Mikið hefði verið gaman að heyra einn heitasta ung- fiðlara í djangógeiranum, þann norska Ola Kvernberg í stað Price. Þeir félagar léku þrjú lög í viðbót og best að hafa sem fæst orð þarum, því aldrei hef ég heyrt My Buddy spilað jafn dauflega – þetta lag sem Bas- iebandið sveiflaði svo meistaralega að betur verður aldrei gert. Robin Nolan-tríóið ásamt Paul Weeden og Randy Greer Robin Nolan sólógítar, Kevin Nolan hryngítar og Paul Meader bassa. Randy Greer söngur og Paul Weed- en gítar. Ég heyrði Robin Nolan-tríóið er það kom fyrst til Íslands og lék hjá Dodda á Fógetanum. Það var ansi hresst djangótríó og Robin mikill virtúós sem kunni öll djangótrixin frá a til ö. Maður varð fyrir miklum vonbrigðum með leik þeirra á Gler- ártorgi, í það minnsta þartil gest- irnir komu til sögunnar og slógu á sjóið sem var illþolanlegt. Þeir léku m.a. All of me og Tea for Two sem mestan part var eytt í allskyns fífla- gang sem kom tónlist lítið við. En hvað um það; þetta heldur þeim kannski gangandi útí hinum stóra heimi þarsem lífsbaráttan er hörð og óvægin. Þegar söngvarinn Randy Greer, en Ellingtontrommarinn Sonny Greer var frændi hans, sté á svið var sjóið að mestu búið og tón- listin tók völdin. Randy söng af ágætum þokka. Hann er á stundum nokkuð líkur Freddie Cole sem er nokkuð líkur bróður sínum Nat King Cole og er það kostur. Greer er ekki djasssöngvari heldur djassskotinn dægurlagasöngvari einsog Raggi Bjarna og fleiri góðir menn. Hann fór smekklega með það sem hann söng og náði á stundum fínni sveiflu og Nolan tríóið kompaði vel. Take The A Train og Flat Floot Floogie voru á m.a. á dagskrá og svo kom Paul Weeden og þá ljómaði tónlistin af þessum óútskýranlegu töfrum sem gera djass að djassi. Paul verð- ur bráðlega áttræður og honum er farin að förlast tæknin en það gerir bara ekkert til. Hann hefur þessa miklu alltumlykjandi djasssál sem fær mann til að gleyma stund og stað þegar best lætur. Ég nefni bara eitt dæmi: Greer söng The Shadow of Your Smile með latíntakti einsog hinn ágætasti næturklúbbasöngvari, síðan kom sóló Pauls og söngdans- inn umbreytist í eitt mikilfenglegt djassljóð. Þetta er fæstum gefið. Það var gaman að fá að vera við- staddur þessa maraþontónleika á Glerártorgi og þó tónlistin væri mis- jöfn var hún frábær þegar best lét og Björn Thoroddsen og Paul Weed- en fóru á kostum. Ég saknaði bara eins að Paul, Björn og Robin leiddu ekki saman hesta sína einsog aug- lýst hafði verið á heimasíðu hátíð- arinnar. Það hefði verið stuð og Robin þá sleppt öllum leikaraskap. Djangógeggjun á Akureyri DJASS Glerártorg DJANGÓDJASS 2002 Á AKUREYRI Vernharður Linnet Morgunblaðið/Kristján Robin Nolan, Paul Weeden og Björn Thoroddsen á Djangódjass 2002. segull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.