Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BOGI Sigurðsson úr Vestmanna-
eyjum veiddi rúmlega 86 kílóa lúðu
á stöng úti fyrir Bolungarvík á sjó-
stangaveiðimóti sem Sjóstanga-
veiðifélag Ísfirðinga, Sjóís, stóð fyr-
ir 4.–5. júlí árið 1986. Að sögn Þóris
Sveinssonar, formanns Sjóís, er það
líklega stærsta lúða sem veiðst hef-
ur á stöng á viðurkenndu sjóstanga-
veiðimóti við Ísland.
Í Morgunblaðinu sl. fimmtudag
var greint frá því að rúmlega 80 kg
lúða hefði veiðst á sjóstöng á
Breiðafirði fyrir 39 árum og það
væri sennileg stærsta lúða sem
veiðst hefði á stöng hér við land.
Bogi keppti fyrir hönd Vest-
mannaeyja og tók glíman við lúðuna
rösklega hálftíma, að hans sögn.
Mestur var þó atgangurinn á
borðstokknum en að lokum tókst að
rota skepnuna, sem var 186 cm á
lengd, þar sem hún lá ofan á Boga.
Hann minnist þess að 12 árum áð-
ur hafi hann og félagi hans verið á
veiðum á lítilli trillu skammt undan
Bjarnarey þegar félagi hans, Sveinn
Jónsson, setti í lúðu sem vó 74 kg.
Bogi segir að lúðan hafi látið öllum
illum látum og þeir hafi jafnvel
haldið að hún myndi brjóta trilluna í
spón. Þegar glímunni við lúðuna
lauk sneri Bogi sér að félaga sínum
og sagði: „Ég skal taka ömmuna
einhvern tímann,“ rifjar hann upp,
og bendir á að sá spádómur hafi
ræst 12 árum síðar.
Þess má að lokum geta að Bogi
hefur verið fengsæll sjóstanga-
veiðimaður í gegnum tíðina og á
hvítasunnumóti Sjóstanga-
veiðifélags Vestmannaeyja fyrr á
árinu veiddi hann þorsk sem vó 15
kg.
„Ég skal taka
ömmuna ein-
hvern tímann“
Frá vinstri: Örn Úlfar Andrésson, Lárus Einarsson og Bogi Sigurðsson, sem kepptu fyrir Sjóstangaveiðifélag
Vestmannaeyja, með lúðuna góðu. Á myndina vantar Arnþór Sigurðsson, sem keppti með þeim í sveitinni.
86 kílóa lúða veiddist
úti fyrir Bolungarvík 1986
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR í
Reykjavík íhugar, fyrir hönd skjól-
stæðings síns, að höfða skaðabóta-
mál á hendur dómsmálaráðuneytinu
fyrir að hafa ekki veitt skjólstæð-
ingnum gjafsókn í tilteknu dóms-
máli. Hyggst lögmaður byggja mál-
sókn sína á áliti sem umboðsmaður
Alþingis skilaði af sér í júní á síðasta
ári þess efnis að synjun dómsmála-
ráðuneytisins um gjafsókn hefði
ekki verið í samræmi við lög. Heldur
lögmaðurinn því fram að ráðuneyt-
ið, sem og gjafsóknarnefnd, hafi
hunsað álit umboðsmanns.
Umboðsmaður skilaði álitinu af
sér í júní 2001. Málið snerist um
karlmann á fimmtugsaldri sem
kvartaði yfir synjun ráðuneytisins á
umsókn hans um gjafsókn í tilefni af
málshöfðun hans gegn Landspítal-
anum og Sjóvá-Almennum vegna
meints skorts á upplýsingagjöf
læknis um mögulegar afleiðingar
aðgerðar sem hann gekkst undir
vegna krabbameins í endaþarmi og
meinvarps í lifur. Eftir aðgerðina
missti maðurinn kyngetuna og
þurfti að ganga með stomabúnað.
Tapaði hann dómsmálinu bæði í hér-
aði og fyrir Hæstarétti og var
dæmdur til að greiða málskostnað
fyrir Hæstarétti.
Synjun ráðuneytisins á gjafsókn
var alfarið byggð á því að skilyrði
um meðferð einkamála, um að mál-
staður mannsins gæfi tilefni til
málshöfðunar, hefði ekki verið upp-
fyllt. Umboðsmaður Alþingis komst
að þeirri niðurstöðu að ráðuneytinu
hefði verið óheimilt að hafna beiðni
mannsins um gjafsókn. Taldi um-
boðsmaður að gjafsóknarnefnd
hefði gengið lengra en heimilt var
við úrlausn málsins og af gögnum
mætti ráða að raunverulegur vafi
hefði leikið á því að maðurinn hefði
fengið fullnægjandi upplýsingar frá
lækni um afleiðingar skurðaðgerð-
arinnar. Ekki hefði t.d. verið skráð í
sjúkraskrá mannsins að hann hefði
fengið upplýsingar frá lækninum,
eins og lög um réttindi sjúklinga
kveða á um. Taldi umboðsmaður,
með vísan til tiltekins máls fyrir
Mannréttindadómstóli Evrópu, að
það væri ekki í verkahring stjórn-
valda að taka afstöðu til sönnunar-
atriða í málum sem þessum. Úr-
lausn um raunverulegan sönnunar-
vanda og lagalegan ágreining ætti
þannig að vera í höndum dómstóla
þegar beiðni um gjafsókn væri af-
greidd.
Var því beint til ráðuneytisins að
taka mál mannsins til endurskoðun-
ar kæmi fram sú ósk og meðferð þá
hagað í samræmi við sjónarmiðin
sem rakin voru í áliti umboðsmanns.
Lögmaðurinn, Sigurður Georgs-
son, sagðist í samtali við Morgun-
blaðið hafa sent dómsmálaráðuneyt-
inu bréf í júlí 2001 þar sem hann
ítrekaði beiðni skjólstæðings síns
um gjafsókn, í samræmi við niður-
stöðu umboðsmanns. Í nóvember í
fyrra, þegar ráðuneytið hafði ekki
farið að tilmælum umboðsmanns,
ritaði Sigurður umboðsmanni bréf
þar sem vakin var athygli hans á
tregðu ráðuneytisins. Sagðist Sig-
urður hafa ítrekað sent ráðuneytinu
bréf og einnig átt samtal við Sól-
veigu Pétursdóttur dómsmálaráð-
herra, án þess að nokkuð hefði
gerst. Eftir málaleitan umboðs-
manns fékk Sigurður svar frá ráðu-
neytinu í janúar á þessu ári, eða
hálfu ári eftir að farið var fram á
viðbrögð við álitinu. Hafnaði ráðu-
neytið að nýju beiðni um gjafsókn,
með vísan til umsagnar gjafsóknar-
nefndar. Sigurður sagði að í því
bréfi hefði verið um endurtekningu
á fyrri umsögn að ræða og ekki vikið
einu orði að áliti umboðsmanns Al-
þingis. Sagðist hann hafa vakið at-
hygli umboðsmanns á svarbréfi
ráðuneytisins.
„Frá því í janúar hefur ekkert
gerst og ég er undrandi á viðbrögð-
um ráðuneytisins.
Það er í rauninni ekkert annað að
gera í stöðunni en að fara með málið
fyrir dómstóla og fá úr því skorið
hvor aðilinn hefur rétt fyrir sér, um-
boðsmaður Alþingis eða dómsmála-
ráðuneytið. Þá færum við fram á
bætur sem nema málskostnaði í hér-
aði, á þeim grundvelli að umboðs-
maður álíti að ráðuneytið hafi brotið
lög með því að neita gjafsókn,“ sagði
Sigurður.
Umboðsmaður Alþingis, Tryggvi
Gunnarsson, sagðist í samtali við
Morgunblaðið ekki geta tjáð sig efn-
islega um þetta mál. Sagðist hann
hafa ritað Sigurði bréf fyrr á þessu
ári um að hann myndi ekki aðhafast
frekar í málinu.
Lögmaður íhugar, fyrir hönd skjólstæðings, skaðabótamál á hendur dómsmálaráðuneytinu
Segir ráðuneytið
hafa hunsað álit um-
boðsmanns Alþingis
BIRGITTA Hoberg, sérfræðingur á
vegum sænska þjóðminjavarðar-
embættisins í Stokkhólmi, er stödd
hér á landi um þessar mundir til að
veita ráðgjöf í tengslum við umsókn
Íslendinga um að Þingvellir og
Skaftafell verði tilgreind á heims-
minjaskrá Sameinuðu þjóðanna eftir
þrjú ár. Hoberg er viðurkenndur
sérfræðingur á þessu sviði og hefur
hún m.a. unnið að því að sækja um
fyrir þá tólf staði sem eru á heims-
minjaskrá í Svíþjóð.
Ríkisstjórnin samþykkti í desem-
ber í fyrra að óska eftir að Þingvellir
og Skaftafell yrðu tilgreind á heims-
minjaskrá Menningarmálastofnunar
Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
Skila þarf inn ítarlegri og flókinni
umsókn til Nefndar um arfleifð þjóð-
anna, og er Hoberg stödd hér á landi
til að aðstoða Íslendinga í undirbún-
ingsferlinu sem fram undan er áður
en formleg umsókn verður lögð inn.
Margrét Hallgrímsdóttir þjóð-
minjavörður, sem jafnframt er for-
maður samráðshóps sem undirbýr
umsóknina, segir að stefnt sé að því
að senda inn umsókn eigi síðar en
2004. Gangi allt að óskum ættu Þing-
vellir og Skaftafell að
komast á heimsminja-
skrá um mitt ár 2005.
Hún bendir á að Ís-
land sé eitt af síðustu
ríkjum í Evrópu sem
ekki á svæði á heims-
minjaskrá. Hún segir
mjög tímabært að t.a.m.
Þingvellir komist á
skrána og að beðið sé
eftir því með eftirvænt-
ingu.
Kortleggja
þarf allar minjar
Hoberg er stödd hér
á landi í boði Þjóðminja-
safns Íslands. Hún mun hitta sam-
starfshópinn og þær stofnanir sem
hafa með undirbúning umsóknarinn-
ar að gera en nauðsynlegt er að kort-
leggja allar minjar, mörk og vernd-
arsvæði, auk þess sem gera þarf
rekstraráætlun, gróðurkort, sagn-
fræðiútdrátt o.fl. í tengslum við um-
sóknina.
Hoberg segist
bjartsýn á að Íslend-
ingar geti lagt inn um-
sókn á tilsettum tíma
en bendir á að henni
fylgi mikill kostnaður.
Að auki sé nauðsyn-
legt að íbúar á þeim
svæðum sem heims-
minjaskráin nái til taki
þátt í undirbúningnum
og að þjóðir séu með-
vitaðar um hvað felst í
því að tiltekinn staður
sé á slíkri skrá.
„Þessu verður að
leysa úr ef það á að
sækja um fyrir 1. febr-
úar 2004,“ segir hún.
Hoberg hefur, eins og áður segir,
stýrt umsóknarferli Svía í tengslum
við þá tólf staði í landinu sem eru á
heimsminjaskránni. Mjög vel hefur
tekist til með afgreiðslu umsóknanna
og hefur Hoberg einnig aðstoðað
þjóðir í Afríku við undirbúning um-
sókna.
Íslendingar fá ráðgjöf vegna umsóknar í tengslum við heimsminjaskrá UNESCO
Bjartsýn á að
hægt sé að leggja
inn umsókn 2004
Birgitta Hoberg
Lausum
kennslu-
stofum
fjölgað
ÞRJÁR lausar kennslustofur
munu bætast við grunnskóla
Reykjanesbæjar fyrir skóla-
árið 2002–2003. Þetta kemur
fram á heimasíðu Reykjanes-
bæjar, www.reykjanesbaer.is.
Við Heiðarskóla hefur verið
bætt einni lausri kennslustofu
og tvær slíkar voru settar upp
við Holtaskóla í gær til þess
að mæta vaxandi nemenda-
fjölda. Þar með eru lausar
stofur orðnar fimm í bænum,
enda styttist í að undirbún-
ingur nýrrar skólabyggingar
hefjist.
Gert er ráð fyrir að nýr
skóli rísi í Innri-Njarðvík inn-
an fárra ára.