Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Norræn ráðstefna um hugverkarétt
Mikilvægi
hugverkaréttar
NORRÆN samtökum hugverkarétt,NIR, halda ráð-
stefnu um hugverkarétt-
indi á sviði iðnaðar á Rad-
isson SAS Hótel Sögu
dagana 26.–28. ágúst. Ís-
lensku aðildarsamtökin,
SVESI, Samtök um vernd
eignarréttinda á sviði iðn-
aðar, hafa umsjón með ráð-
stefnunni hér á landi.
Morgunblaðið ræddi við
Árna Vilhjálmsson, for-
mann SVESI, um ráð-
stefnuna.
– Hvað er hugverkarétt-
ur?
„Segja má að hugverka-
réttur sé sú grein lögfræð-
innar sem fjallar um eign-
arréttindin að andlegri
sköpun hverskonar. Þann-
ig er höfundaréttur að bók-
mennta- og listaverkum undir-
grein hugverkaréttarins. Sam-
tökin okkar láta sig hins vegar
fyrst og fremst varða þau hug-
verkaréttindi sem hægt er að hag-
nýta í iðnaði, þjónustu og viðskipt-
um hvers konar, svo sem réttinn
til uppfinninga, auðkenna, ímynd-
ar og hönnunar. Þessi síðartöldu
réttindi, oft nefnd iðnréttindi,
njóta þannig verndar með lögum
um einkaleyfi, vörumerki og hönn-
unarvernd.“
– Hvað geturðu sagt okkur frá
norrænu samtökunum?
„Þetta eru norræn samtök sér-
fræðinga á sviði hugverkarétt-
inda. Samtökin standa fyrir um-
ræðu og hafa mikilvægu hlutverki
að gegna hvað varðar stefnumörk-
un á þessu sviði innan Norður-
landanna og í alþjóðasamfélaginu.
Aðild að samtökunum eiga félög í
Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi og Íslandi, nánar tiltekið hér
á landi SVESI, Samtök um vernd
eignarréttinda á sviði iðnaðar.
Hvert félag um sig tilnefnir sína
fulltrúa, þannig að segja má að
ráðstefnan sé lokuð öðrum en fé-
lögum. Ráðstefnan nú er sú 26. í
röðinni, og var haldin hér síðast
árið 1992, þá á Akureyri.“
– Hvað er tekið til umfjöllunar á
ráðstefnunni?
„Yfirskriftin er Ögranir hug-
verkaréttarins á nýrri öld og hlut-
verk norræns samstarfs. Hröð
þróun tækni og vísinda kallar á ný
svör hvað vernd varðar, spurning-
ar vakna sífellt sem takast þarf á
við. Fólk er alltaf að láta sér detta
eitthvað nýtt í hug sem hægt er að
hagnýta og þarfnast því verndar.
Hitt atriðið er að norræna sam-
starfið kann nú að hafa annars
konar þýðingu, kannski minna
vægi vegna EES-samningsins og
áhrifa ESB. Þó má einnig segja að
þær aðstæður ættu að hvetja okk-
ur til að standa betur saman og
láta meira í okkur heyra. Í eðli
sínu eru þessi umræðuefni alþjóð-
leg, þar sem það er framleiðend-
um að sjálfsögðu mjög mikilvægt
að réttur þeirra sé tryggður um
allan heim með samræmdum
hætti. Tugþúsundir
einkaleyfa eru veittar á
ári hverju í heiminum,
og öll fyrirtæki sem
verja fjármunum til
rannsókna, þróunar og
markaðssetningar vernda sig með
einkaleyfum eða öðrum hætti.“
– Hvernig er ástandið hér
heima?
„Á undanförnum 10 árum hefur
orðið mikil breyting hér á landi
hvað snertir vitund um vernd hug-
verka. Umsvif í þessum geira hafa
einnig aukist mikið. Fyrirtæki,
t.d. í líftækni og tölvutækni, eru
meðvituð um réttindi sín og gæta
mörg hver framleiðslu sinnar vel.
Þá er ekki síður mikilvægt að vera
meðvitaður um það að ekki sé ver-
ið að brjóta réttindi annarra. Þátt-
taka íslenskra fyrirtækja á hörð-
um samkeppnismarkaði og í
alþjóðlegu umhverfi gerir það að
verkum að mikilvægt er að huga
að því að vernda þá þekkingu og
ímynd sem þau byggja tilvist sína
á. Það hefur sýnt sig á undanförn-
um misserum að þessi óáþreifan-
legu verðmæti innan fyrirtækj-
anna eru oft og tíðum stór hluti af
heildarverðmæti þeirra og hafa
þar með áhrif á gengi hlutabréfa.“
– Það er von á mörgum á ráð-
stefnuna, ekki rétt?
„Jú, það er von á rúmlega eitt
hundrað norrænum sérfræðing-
um á þessu sviði frá hinum Norð-
urlöndunum, auk þess sem við
verðum um 30 Íslendingar. Þetta
eru prófessorar í lögfræði og
tæknigreinum, með sérþekkingu í
hugverkarétti. Einnig koma lög-
menn og aðrir sérfræðingar sem
starfa á þessu sviði, sem og þátt-
takendur úr atvinnulífinu, þ.e. hin-
ir eiginlegu eigendur réttind-
anna.“
– Hver er saga SVESI?
„Þau voru stofnuð árið 1986, og
hafa unnið að fræðslu, umbótum
og réttarbótum á að-
stæðum eigenda hug-
verka hér á landi. Fé-
lagsmenn eru flestir
tengdir atvinnulífinu
eða þeir vinna á þessu
sviði sem lögfræðingar eða verk-
fræðingar. Við höfum haldið
fræðslufundi og málstofur undan-
farin ár. Ný lög um einkaleyfi voru
t.d. sett árið 1991, eftir að við höfð-
um sett af stað umræðu um nauð-
syn nýrra laga. Á síðari árum höf-
um við fundið fyrir auknum áhuga
á þessum málum, líkt og ég nefndi
áðan, og er starf samtakanna að
glæðast og uppi eru ýmis áform.“
Árni Vilhjálmsson
Árni Vilhjálmsson hrl. fæddist
í Reykjavík árið 1952. Stúdent
frá MH 1974, cand. jur. frá laga-
deild Háskóla Íslands 1979 og
stundaði framhaldsnám í samn-
ingarétti og skyldum greinum
við Osgoode Hall Law School í
Toronto 1981–1982. Hlaut rétt-
indi til málflutnings í héraði 1983
og varð hæstaréttarlögmaður
1990. Hefur stundað lögmanns-
störf síðan 1983, að frátöldum
árunum 1992–1995 þegar hann
starfaði í samkeppnisdeild Eftir-
litsstofnunar EFTA í Brussel.
Hann rekur nú ásamt fleiri lög-
mönnum LOGOS lögmannsþjón-
ustu í Reykjavík. Árni er kvænt-
ur Vigdísi Einarsdóttur, líffræð-
ingi í Blóðbankanum, og eiga
þau tvær dætur, Huldu lögfræð-
ing og Sólveigu nema.
Aukinn áhugi
á hugverka-
rétti hér
BIRGIT Kirkebæk, sérkennari og
fræðimaður á sviði fötlunarrann-
sókna, er stödd hér á landi vegna
norrænnar fötlunarráðstefnu sem
hófst á föstudag. Hún heldur opinn
fyrirlestur í Odda, hugvísindahúsi
Háskóla Íslands, á morgun, mánu-
dag, klukkan 16.15. Fyrirlesturinn
verður í stofu 201. Morgunblaðið
hitti Birgit að máli og fræddist nánar
um rannsóknir hennar, sem hafa
varpað ljósi á sögu fatlaðra í Dan-
mörku.
100 ára saga fatlaðra
í Danmörku
Rannsóknir og söguskoðun Kirke-
bæk nær yfir 100 ára tímabil. Hún
hefur þegar gefið út tvær bækur um
sögu fatlaðra í Danmörku, ásamt
einni bók um eyjuna Livø, þar sem
fatlaðir og andfélagslegir menn voru
vistaðir. Nú er í smíðum samsvar-
andi úttekt á eyjunni Sprogø, þar
sem konur voru vistaðar.
Fyrri sögubókin, Da de åndssvage
blev farlige, fjallar um stöðu mála í
árdaga fötlunarfræði í Danmörku.
„Um 1855 mátti sjá kennslufræði-
lega nálgun þar sem rannsakað var
hve mikið væri hægt að kenna
þroskaheftum og fötluðum börnum.
Sú jákvæða þróun snerist upp í and-
hverfu sína með kenningum Darwins
undir lok 19. aldar. Þá breyttist við-
horf manna til alls þess sem taldist
öðruvísi. Einungis var horft til þess
sem líklegast væri til að lifa af og ala
af sér sterkari stofn,“ segir Kirke-
bæk. „Afleiðing þessa var einangrun
fatlaðra, bygging stofnana víða um
Danmörku þar sem fötluðum og
þroskaheftum var safnað saman og
þeir geymdir. Litið var á fatlaða sem
hættu fyrir samfélagið og þess vegna
voru þeir teknir úr samfélaginu og
gerðir ófrjóir til þess að þeir gætu
ekki fjölgað sér.“
Eftir 1940 fór að heyrast kröftug
gagnrýni á stefnu stjórnvalda í mál-
efnum fatlaðra í Danmörku. Um
hana fjallar Kirkebæk í annarri bók
sinni, Normaliseringens periode.
„Það var mörgum ljóst að sú stefna
sem rekin hafði verið leiddi af sér
miklar hörmungar fyrir fatlaða og
aðstandendur þeirra. Málin þróuð-
ust hægt og bítandi, og árið 1959 var
stofnuð sérstök stofnun, Statens
Åndssvageforsorg, og stjórnaði N.
E. Bank-Mikkelsen henni til 1970. Á
þeim tíma urðu miklar breytingar til
hins betra í dönsku samfélagi, stofn-
uð voru sambýli fatlaðra í bland við
venjulega íbúabyggð og blöndun
fatlaðra nemenda og annarra hófst í
skólum.“
Flokkun samfélagsins í hópa
„Ég hef rannsakað sérstaklega
hvernig samfélagið flokkar þegna
sína og gerir með því ákveðna hópa
ekki hæfa til þátttöku í því. Hvaða
mælistiku notar fólk til þess? Hvern-
ig breytist þessi mælistika og hvers
vegna? Þessara spurninga hef ég
reynt að svara með því að kafa ofan í
sögu fatlaðra og þroskaheftra í Dan-
mörku með hliðsjón af þeim gildum
sem ráðandi voru í samfélaginu
hverju sinni,“ útskýrir Kirkebæk.
„Nú á dögum eru vísindamenn á
ný orðnir spenntir fyrir flokkun
mannsins og kortlagningu erfða-
mengisins til þess að sjá hvar gall-
arnir liggja. Ég set stórt spurningar-
merki við þessar rannsóknir og gildi
þeirra. Með þessu verður hægt að
fyrirbyggja fæðingar fatlaðra og
þroskaheftra með því að eyða fóstr-
inu út frá genasamsetningu. Mér
finnst það ógnvekjandi að maðurinn
grípi inn í gang náttúrunnar á þenn-
an hátt. Ég tel nauðsynlegt að ræða
og íhuga vel þá möguleika og þær
hættur sem bjóðast við þessa nýju
tækni. Mér finnst ekki stætt á því að
spá fyrir um hve alvarleg fötlun
barns verði út frá því einu hvernig
gen þess líta út,“ segir Kirkebæk.
Mikilvægt að rannsaka sögu
fatlaðra hér á landi
Kirkebæk segir rannsóknir á sögu
fatlaðra vera mikilvægar fyrir sam-
félagið. „Ég tel það mjög mikilvægt
fyrir komandi kynslóðir og alla fatl-
aða og aðstandendur þeirra að skrá á
bók sögu þeirra og hvaða meðferð
þeir hafa hlotið. Það hefur vakið at-
hygli mína hve saga fatlaðra og
rannsóknir í þágu fatlaðra hafa setið
á hakanum á tíma rannsókna alls
konar minnihlutahópa.“
Tími er kominn til að íslenskir
fræðimenn leiti fanga í sögu fatlaðra
hér á landi í rannsóknum sínum, að
mati Kirkebæk. „Það er hverju þjóð-
félagi nauðsynlegt að gerð sé úttekt
á sögu hópa í samfélaginu, til dæmis
fatlaðra sem orðið hafa svo stórt við-
fangsefni samfélagsþjónustunnar.“
Sem fyrr segir verður fyrirlestur
Kirkebæk á mánudag í Odda kl.
16.15 og mun hún þar rekja helstu
atriði í rannsóknum sínum og við-
fangsefnum, íslenskum fræðimönn-
um og öllu áhugafólki til fróðleiks um
sögu fatlaðra.
Nauðsynlegt er að
skrá sögu fatlaðra
Morgunblaðið/Arnaldur
Birgit Kirkebæk sem skráð hefur sögu fatlaðra í Danmörku.
Á UM fimm km kafla er þjóðvegur
númer 76 til og frá Siglufirði stöðugt
á hreyfingu og fyrir skömmu seig
önnur akreinin um 30 cm, að sögn
Guðmundar Ragnarssonar, rekstr-
arstjóra Vegagerðarinnar í Skaga-
firði.
Umræddur vegarspotti liggur frá
Heljartröð, þar sem gamli vegurinn
liggur upp í Siglufjarðarskarð, út að
Mánaskriðum. Guðmundur Ragn-
arsson segir að þarna í kvosinni
verði eflaust hreyfing næstu áratug-
ina. Þetta sé eins og grautarpottur
og ýmsar kenningar séu um ástæður
sigsins. Sumir segi að þarna sé gam-
all urðarjökull og undir hafi jafnvel
lokast inni ísaldarjökull vegna hruns
úr fjöllunum þegar ísinn hafi hopað.
Síðan hafi komið gjóskulög sem
hleypi ekki vatni í gegnum sig. Fleiri
álit séu reyndar í gangi en þarna sé
leirkennt efni sem sígi fram til sjávar
auk þess sem brimið komi neðan frá
og brjóti af þessu, en eftir rigningar
sé sjórinn fyrir framan mórauður.
Það sé því mikið rof í gangi.
Guðmundur segir að allt upp í 30
cm sig hafi komið fyrir á einum degi,
en skilti séu við veginn þar sem var-
að sé við jarðsigi á þessum 5 km
kafla og fólk beðið að sýna aðgát.
Fyrir skömmu hafi t.d. komið brot
rétt norðan við Kóngsnefið og önnur
akreinin sigið um 30 cm. Eins hafi
komið brot í Kóngsnefinu sjálfu en
meðan vegurinn sé að jafna sig sé
sett möl í sárið. Síðan sé komið með
klæðningartæki og klætt yfir og því
sé vegurinn allur í bótum. Mjög erf-
itt sé við þetta að eiga og auk þess sé
ákveðin hrunhætta í skriðunum og
við jarðgöngin fyrir utan snjóflóða-
hættuna. Allt þetta sé viðvarandi þar
til menn beri gæfu til að gera jarð-
göng úr Siglufirði yfir í Fljót en það
sé ekki á dagskrá. Þetta sé auðvitað
óþægilegt fyrir Siglfirðinga en þeir
hafi lært að sýna aðgát.
Vegarspotti nálægt Siglu-
firði alltaf á hreyfingu
Ljósmynd/Halldór Þ. Halldórsson
Jarðsig við veginn til Siglufjarðar en vegarbrúnin hefur fallið um 30 cm.