Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 37 Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. OPIÐ HÚS Í DAG milli kl. 14 og 16 í Höfðatúni 9 Mjög gott ca 152 fm einbýlishús á tveimur hæðum., ásamt ca 47 fm bílskúr, samtals 200 fm. Tvær stofur, 3-4 rúmgóð svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Möguleiki á sér 3ja herb. íbúð í kjallara með sérinngangi. Skjólgóður fallegur garður með gróðurhúsi. Nýtt þak, gler og nýl. rafmagnslagnir.Verð 18,8 m. Eignanaust - sími 551-8000 - Fax 551-1160 - Vitastíg 12 - 101 Reykjavík Seljugerði Vorum að fá í sölu fallegt og vel skipulagt rúmlega 500 fm 2 íbúða einbýlishús á þessum eftirsótta stað. Innbyggður tvöfaldur bílskúr. Samþykkt 4ra herbergja íbúð á 1. hæð. Verð 42 millj. Allar nánari uppl. veitir Ásmundur á Höfða, s. 533 6050 Gistiheimili til sölu Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 runolfur@hofdi.is Um er að ræða vel rekið gistiheimili í mjög snyrtilegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Í húsinu eru 16 herb. auk eldhúss, matsals o.fl. Gisti- heimilið byggir á ferðamönnum á sumrin en fastri útleigu á vetrum. Hér er kjörið tækifæri fyrir einstakling eða samhent hjón. Ásett verð 49 millj. Nánari upplýsingar veitir Runólfur á Höfða og í síma 892 7798. Opið hús í dag milli kl 14 og 17 í Laufengi 28 - 2. hæð (201) Vorum að fá í sölu gullfallega og vel skipulagða 106 fm 4ra her- bergja endaíbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýli á þessum barnvæna stað. Sérinngangur, stór garður fyrir börnin og frábært útsýni. Sér- þvottahús er í íbúð. Verð 12,7 millj. Steinunn og Trausti taka vel á móti ykkur. i í illi l í f i - . ( ) Opið hús í dag milli kl 14 og 17 á Sundlaugavegi 14 Endurn., björt og rúmgóð, 3ja-4ra herb. 73,4 fm risíbúð með fallegu útsýni. Rúmgóð stofa með stækk- uðum kvisti og suðursvölum. Ný- standsett og flísalagt baðherb. Ný- legar eikarhurðir. Öll gler endurnýj- uð í íbúð og yfirfarið rafmagn. Stór og góður garður. Þetta er vinsæll staður og stutt í útivistarparadísina Laugardalinn. Verð 11,7 millj. Dagbjört og Baldur taka á móti gestum. Kaffi á könnunni og verið velkomin. i í illi l l i Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 í Breiðavík 22 - 3. hæð (301) Í dag býðst þér að skoða þessa gullfallegu 84 fm þriggja herbergja íbúð. Allar innréttingar eru úr kirsu- berjaviði. Parket og flísar eru á gólfum. Áhv. kr. 6,1 millj.Söluverð kr. 12,7 millj. Ágústa býður ykkur velkomin. i í illi l. í i í - . ( ) Ólafsgeisli 26 og 28 til sýnis í dag Í dag frá kl. 13-15 kynnum við glæsilegar sérhæðir í húsunum nr. 26 og 28 við Ólafsgeisla. Húsin eru tvíbýlishús og eru byggð á einhverjum fal- legasta byggingarstaðnum í Reykjavík, með óviðjafnanlegt útsýni yfir Reykjavík og golfvöllinn í Grafarholti. Íbúðarflötur er uþb. 130-150 fm, geymslur og u.þ.b. 25 fm innbyggður bílskúr. Hér býðst þér að búa í næsta nágrenni við ósnortna náttúru í glæsilegu og nútímalega hönn- uðu húsnæði. Húsin afhendast fullbúin að utan en að innan geta íbúð- irnar afhendst fokheldar eða lengra komnar eftir samkomulagi. Ólafsgeislinn er gullmolinn í Grafarholtinu, staðsettur sunnan- og sólarmegin í holtinu. Sjón er sögur ríkari. Pálmi var yngri bróðir bestu vinkonu minnar og stóri frændi dóttur hennar. Hann var einstakur bróðir og ekki síðri móðurbróðir. Hann var hluti af sérstaklega góðri og samheldinni fjölskyldu. Hann var litli strákurinn þeirra. Ég man fyrst eftir honum sem krúttlegum litlum strák með útstæð eyru sem alltaf var brosandi. Svo varð hann myndarlegur unglingur sem spilaði körfubolta á planinu við húsið á Vesturgötunni. Ennþá brosandi en orðinn staðfastur ungur maður sem hætti alveg að borða sælgæti til að verða betri körfuboltamaður. Þetta þótti okkur vinkonunum alveg ótrúlegt afrek enda gerðum við þá lítið annað en að rúnta um bæinn og borða bland í poka. Síðastliðinn vetur ákvað hann að koma sér í gott form og gerði það með svo miklum stæl að aftur urðum við vinkonurnar undrandi á kraftinum í honum. PÁLMI ÞÓRISSON ✝ Pálmi Þórissonfæddist á Akra- nesi 19. febrúar 1979. Hann lést af slysförum 2. ágúst síðastliðinn og var hans minnst í Bú- staðakirkju 23. ágúst. Hann var mikill Skagamaður, honum þótti best að vera á Akranesi og hann skildi ekki af hverju fólk kaus að búa í Reykjavík ef það gat búið í sælunni uppi á Skaga. Þegar hann fór í nám í Reykjavík bauð Vigdís honum að búa hjá sér. Það myndu ekki allar syst- ur leggja í það að búa með yngri bróður sín- um í 30 fermetra íbúð. Henni fannst það minnsta mál, sambúðin gekk ótrú- lega vel og hún saknaði hans eftir að hann flutti út. Vigdís var alltaf umhyggjusöm eldri systir og Pálmi launaði henni það. Til að mynda þegar Vigdís hélt upp á afmælið sitt núna í júlí laumaði hann til hennar nokkrum peningaseðlum. Hann var duglegur að vinna og fór vel með peninga og var því oft fjáð- ari en eldri systirin. Samband þeirra Pálma og Vig- dísar var alla tíð öfundsvert og ekki var samband hans við Sigrúnu Aminu síðra, hann dýrkaði hana og það var gagnkvæmt. Þau þrjú voru oft eins og lítil fjölskylda með sínar hefðir, hittust t.d. á mánudags- kvöldum til að horfa saman á ,,Survivor“. Þegar Sigrún Amina eignaðist nýjan bangsa spurði Vig- dís hvort hún vildi ekki skíra bangsann Pálma því að bangsinn væri nú líkur honum. Sigrún Am- ina var sammála því en bætti við: „En hann er ekki alltaf hlæjandi eins og Pálmi.“ Þetta var alveg rétt hjá henni, þannig man ég eftir Pálma, brosandi eða hlæjandi. Sólrún. Það er varla hægt að hugsa sér erfiðara og tregablandnara verk en að skrifa minningargrein um vin sinn. Minningarnar fljúga í gegn- um hugann og söknuðurinn yfirtek- ur mann. En ég vil þó kveðja góð- an vin með nokkrum orðum. Þó svo að Pálmi sé ekki lengur á meðal vor þá mun minning hans lifa um ókomna tíð. Minning um hressan, skemmtilegan, uppá- tækjasaman og síðast en ekki síst góðan vin. Þó svo að sorgin yfirtaki mann þegar maður hugsar til Pálma þá getur maður ekki annað en brosað út í annað þegar maður hugsar um hann. Hann hafði þá sérstöku eiginleika að hann gat alltaf kreist fram bros eða hlátur, of þurfti hann ekki annað en að brosa. Ég á eftir að sakna þeirra stunda sem að ég átti með Pálma, þær voru ógleymanlegar og minn- ingin um þær á eftir að kreista fram bros en jafnframt söknuð alla tíð. Vertu sæll, Pálmi minn, þú varst, ert og verður alltaf flottastur og verður sárt saknað. Elsku Þórir, Sigrún, Dagur, Vig- dís og Sigrún litla sem Pálmi elsk- aði svo mikið, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Elías Jón Guðjónsson. Bridsfélag Akureyrar Síðastliðinn þriðjudag var góð mæting í sumarbridge eða 14 pör. Baráttan stóð helst á milli tveggja para en Páll Þórsson og Frímann Stefánsson höfðu sigur. Athygli vekur að aðeins 4 pör voru yfir meðalskori: Páll – Frímann 63,1% Una – Pétur 62,5% Björn – Stefán St. 55,4% Reynir – Örlygur 50,3% Spilað er á þriðjudögum í sumar í Hamri, félagsheimili Þórs, kl. 19.30. Allir velkomnir og ekkert mál er að mæta stakur. Vetrar- starf B.A. hefst svo þriðjudaginn 10. september. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur ör- yggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í sím- bréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmark- ast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.