Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 18/8 – 24/8 ERLENT INNLENT  VÍKINGASKIPIÐ Ís- lendingur kom til hafnar í Reykjavík á mánudag með Lagarfosi frá Shelburn í Nova Scotia. Að sögn Gunnars Marels Eggerts- sonar, skipstjóra Íslend- ings, er skipið í góðu ásig- komulagi en hann ráðgerir að sigla því til Keflavíkur þar sem skipið tekur þátt í Ljósanótt 7. september nk.  SNÆFELLSJÖKULL hefur þynnst og lækkað verulega á síðustu sjö ár- um en ummál hans hefur þó ekki minnkað ýkja mikið. Að sögn Odds Sig- urðssonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun, er viðbú- ið að jökullinn muni hopa talsvert á næstu árum.  NÝTT olíufélag, Atl- antsolía, áformar að hefja starfsemi hér á landi um næstu áramót. Að sögn Símonar Kjærnested, framkvæmdastjóra Atl- antsolíu, verður olían fyrst í stað seld til skipa og stórnotenda en áform- að er að kaupa olíuna þar sem hún er ódýrust hverju sinni. Í vikunni voru tilboð opnuð vegna framkvæmda við stöðv- arhús og olíutanka í Hafn- arfirði.  HAGNAÐUR Flugleiða og tólf dótturfyrirtækja nam 50 milljónum króna á fyrri hluta ársins sem er 1.644 milljóna króna betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta nam 122 milljónum en það er 2.449 milljóna króna breyting til batn- aðar. Þrjár konur létust í hörðum árekstri ÞRJÁR konur, á sjötugs-, áttræðis- og níræðisaldri, létust í hörðum árekstri fólksbíls og rútubifreiðar á Landvega- mótum í Rangárvallasýslu á miðviku- dag. Talið er að slysið hafi orðið með þeim hætti að fólksbifreiðinni hafi verið ekið inn á Suðurlandsveg og í veg fyrir rútuna. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni urðu 12 slys á gatnamót- unum á árunum 1991–1999. Mikil ölvun á menningarnótt MIKIL ölvun var á menningarnótt eftir að hefðbundinni dagskrá lauk og alls þurftu rúmlega 60 manns að leita aðhlynningar á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss vegna meiðsla. Að sögn lögreglu setti slæm umgengni og slagsmál svip sinn á næturlífið það sem eftir lifði nætur. Alls voru 25 manns færðir á lög- reglustöð og tæplega þriðjungur sett- ur í fangageymslur en alls voru um 100 verkefni færð til bókar hjá lögreglu. Forsætisráðherra á faraldsfæti DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sótti í vikunni fund forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj- anna í Lettlandi þar sem í ljós kom m.a. að mikil bjartsýni ríkir um að Eystrasaltsríkjunum verði boðin aðild að NATO á leiðtogafundi bandalagsins í Prag í nóvember og hægt verði að ljúka aðildarviðræðum ríkjanna að ESB í Kaupmannahöfn í desember. Í Litháen átti Davíð m.a. fund með Algirdas Brazauskas, forsætisráð- herra landsins, og skrifuðu þeir m.a. undir samning um gagnkvæma vernd fjárfestinga milli ríkjanna. Þá heim- sótti Davíð Færeyjar og átti þar fund með lögmanni Færeyja. Reynt að aftra stórslysi í Kína STJÓRNVÖLD í Kína hafa kallað út meira en milljón manna til að berjast við vaxandi flóð, einkum í Dongting- vatni í Hunan-héraði. Meðal þeirra eru á annað hundrað þúsunda hermanna. Reynt var að styrkja varnargarða við vatnið en bresti þeir mun flóðbylgjan fara yfir eitt þéttbýlasta svæði í öllu Kína og færa í kaf heimili 10 milljón manna. Þegar Wen Jiabao, aðstoðar- forsætisráðherra Kína, skipaði hern- um að hjálpa til sagði hann, að þjóðin hefði „ekki efni á neinum mistökum“. Hefur Dongting-vatni verið líkt við „blöðru fulla af vatni“ en vatnið, sem er 2.800 km², er notað sem miðlunar- lón fyrir Yangtze-fljótið. Gott veður var á þessum slóðum fyrir helgi en vegna úrfellisins að undanförnu er mikill vöxtur í fljótinu ofar og búist var við, að flóðið kæmi í Dongting-vatn í dag, sunnudag. Um 600.000 manns hafa verið flutt frá næsta nágrenni við vatnið en vitað er um 16 manns, sem týnt hafa lífi í vatnavöxtunum þar. Alls hafa um 900 manns týnt lífi í Kína í sumar vegna skriðufalla og flóða víðs vegar í landinu. Hamas hafnar samningi RÁÐHERRA öryggismála í palest- ínsku heimastjórninni ræddi fyrir helgi við fulltrúa 13 palestínskra sam- taka um samkomulagið við Ísraela um að þeir drægju her sinn frá Gaza og Betlehem. Var ekki búist við, að mörg þeirra samþykktu það og Hamas- hreyfingin hafði þegar vísað því á bug. Þá hefur hún og önnur hreyfing, Ísl- amska Jihad, hafnað tilmælum um að ráðast aðeins á Ísraela á hernumdu svæðunum. Binyamin Ben Eliezer, varnarmálaráðherra Ísraels, segir, að palestínskir ráðamenn séu einlægir í þessu máli en annað mál sé hvort þeir geti haldið aftur af öðrum samtökum.  LJÓST þykir, að skæruliðar í Tsjetsjníu hafi skotið niður rúss- neska flutningaþyrlu af gerðinni Mi-26 en hún hrapaði síðastliðinn þriðjudag nærri einu út- hverfa Grosníborgar. Með henni fórust 116 menn. Héldu Rússar því fram í fyrstu, að um slys hefði verið að ræða en viðurkenndu síðar, að þyrlan hefði verið skotin niður. Hefur yfirmanni flugmála í rússneska hernum verið vikið frá en komið hefur fram, að í þyrlunni voru 147 menn þótt hún sé aðeins gerð fyrir 80.  PERVEZ Musharraf, forseti Pakistans, hefur samþykkt breytingar á stjórnarskrá landsins, sem auka völd hans veru- lega, þar á meðal til að rjúfa þing. Aukast einnig áhrif hersins á stjórn landsins og er það að sögn gert til að draga úr líkum á valdaráni hans. Ætlar Musharraf að sitja áfram í embætti forseta næstu fimm ár auk þess að vera yfirmaður herafl- ans. Var það samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem andstæðingar hans segja að hafi verið eitt svindl frá upphafi.  ÁTJÁN menn fórust er Twin Otter-flugvél frá nepalska flugfélaginu Shangri La hrapaði til jarðar í Nepal á fimmtu- dag. 95 menn að auki hafa farist í landinu síð- ustu daga í skriðuföllum og miklu bílslysi. St.John´s í Kanada símar: 562 9950 og 587 6000 • Skógarhlíð 10 netfang: info@vesttravel.is • www.vesttravel.is VESTFJAR‹ALEI‹ 46.900 verð m. sköttum frá kr. m. v. 2 í herbergi á H olid ay Inn Árleg jólaverslunarferð til Kanada verður farin 21.- 24. nóvember n.k. Frábært að versla og allar helstu verslanirnar, góðir veitingastaðir, einstök gestrisni og írsk pöbbastemning. Risa jólaskrúðganga og handverksmarkaður með ekta amerísku jólaskrauti. Munið afsláttinn fyrir árshátíðarhópana og að panta tímanlega áður en ferðin selst upp. Afbragðs hótel, íslensk fararstjórn, skoðunarferðir og um 3 klst beint flug með Atlanta. skemmti- og verslunarferð INGI Sigurðsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að allt sé tilbúið við Hásteinsvöll vegna Evrópuleiks ÍBV á vellinum í næstu viku. Eyjamenn taka á móti sænska liðinu AIK á fimmtudaginn í næstu viku en þá fer fram á Há- steinsvelli í Vestmannaeyjum seinni leikur liðanna í forkeppni UEFA-keppninnar í knattspyrnu. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Laugardalsvelli í Reykja- vík þar sem Hásteinsvöllur stenst ekki kröfur Knattspyrnu- sambands Evrópu um leikvelli í Evrópukeppni, en Knattspyrnu- samband Íslands studdi ósk ÍBV um að leikurinn færi fram í Eyj- um og UEFA féllst á það, svo framarlega sem Eyjamenn kæmu upp 540 sætum á áhorfendapöll- unum, sem eru við völlinn frá því í fyrra, og öryggisgæsla yrði auk- in. Ingi segir að ekki sé fyrirhugað að setja þak yfir pallana. Verið sé að fara yfir reglur UEFA varð- andi rekstur, alla umgjörð og fleira. Komi til stúkubyggingar verði hún gegnt pöllunum og í því sambandi hafi veður mikið að segja. Pallarnir hafi verið settir upp í fyrra til að uppfylla skilyrði um aðbúnað vegna leikja í efstu deild, en stúka fari betur hinum megin. Pallarnir hafi kostað um sex milljónir króna en stólarnir um 1,5 milljónir. Stólana megi hins vegar færa komi til stúku- byggingar síðar. ÍBV og Þór áttu að leika í Símadeild karla í Eyjum í gær og þá var bæjarstjórinn væntanlega í eldlínunni, en hann hefur verið einn af lykilmönnum Eyjamanna undanfarin ár. Hann segir að leikurinn við Þór hafi verið öllu mikilvægari en við AIK enda liðin í baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Hann segist ekki hafa fundið fyrir neinni breytingu að leika með liðinu eftir að hann varð bæjarstjóri, en þeir sem fjalli um leikina virðist vera upp- teknari af því. Allt tilbúið fyrir Evrópuleik í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri og leikmaður ÍBV, og Sigurjón Birgisson smiður við Hásteinsvöll. Nýtt símkerfi Landspít- ala – háskólasjúkrahúss Mest hætta skapast innanhúss detti sím- kerfi niður HÆTTA sem skapast getur, detti símkerfi Landspítala – háskóla- sjúkrahúss niður, er mest innanhúss, að sögn Ingólfs Þórissonar, fram- kvæmdastjóra tækni og eigna hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Hinn 3. ágúst síðastliðinn náðist ekki samband við aðalskiptiborð spítalans í fjórar klukkustundir, vegna bilunar í netbúnaði sem olli því að nýtt IP- símkerfi spítalans datt niður. Ingólfur segir að þeir sem eru bráðveikir komi á spítalann í sjúkra- bíl en meiri hætta stafi af því ef sam- skipti innanhúss detta niður þar sem símkerfið sé notað til þess að kalla á lækna þegar nauðsyn krefur. Hann segir að áhersla sé lögð á að vera með aðrar leiðir opnar til samskipta innanhúss á spítölunum. Gömlu sím- kerfin séu ennþá virk innanhúss og þá sé í notkun kalltækjakerfi sem sé óháð símkerfinu. Hægt sé að kalla úr tölvum eða með sérstökum neyðar- hnöppum á þessum deildum. Ingólf- ur segir að það sé ákveðin öryggis- ráðstöfun að halda gömlu símkerf- unum gangandi meðan reynsla kemst á nýja IP-kerfið. Að sögn Ingólfs er búið að laga þann veikleika sem kom upp í net- kerfinu þegar bilunin varð nú í ágústbyrjun og því ætti slíkt ekki að endurtaka sig. „Þetta kerfi er allt tvöfalt, sem þýðir að bili einn hluti þess tekur annar við,“ segir Ingólfur. Kerfið tiltölulega nýtt hérlendis Hann segir að kerfi eins og þetta sé tiltölulega nýtt hérlendis, en notk- un þess fari vaxandi erlendis, þar á meðal á sjúkrahúsum í Noregi og Englandi. Hann segir að Lína.net hafi sett símkerfið upp og sjái um rekstur þess fyrir Landspítala. Sá tími sem kerfið hafi verið í gangi, að meðaltali, frá því að það var tekið í notkun um miðjan júlí síðastliðinn, sé 99,6% en gerðar séu kröfur um að kerfið sé í gangi 99,997% tímans að meðaltali. Í þeim samningum sem gerðir voru við Línu.net komi fram að viðunandi er að kerfið sé að meðaltali óvirkt í mesta lagi 16 mínútur á ári. „Gömlu símkerfin sem hér voru biluðu líka, öll mannanna verk geta bilað en við reynum að koma í veg fyrir að bilanir valdi tjóni með því að hafa tvöfalt kerfi í gangi,“ segir Ing- ólfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.