Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 21
stórum stíl eins og í dag, þar sem bar- ist er um hvern spónapoka og þeir seldir dýrum dómum. Spónameistari í kjallaranum var Jósep Húnfjörð (1876–1959) erfiljóðasmiður og skáld, ákaflega sérstæður persónuleiki. Oft spurði hann mig: „Hvort á ég að taka eftirvinnuna eða semja erfiljóð, það eru svo margar pantanir óafgreiddar heima?“ Eitt sinn sendi hann Sveini Hannessyni skáldi frá Elivogum (1889–1945) vísu svohljóðandi: Tungan bærist traust og snjöll titrar æruþráður, snotur bær við snjó og fjöll Sneis er nær en áður. Sveinn bar vísuna undir sr. Gunnar Árnason á Æsustöðum (1901–1985) og eftir hans dóm sendi Sveinn Jósepi svarvísu, sem því miður er ekki prenthæf. Jósep hafði verið hraust- menni mikið á yngri árum og einn þeirra fáu, sem gátu losað sig úr „spænska lásnum“. Þeir Erlingur Pálsson sundkappi og síðar yfirlög- regluþjónn (1895–1966) höfðu gaman af að takast á tökum, enda hafði Jós- ep verið aðstoðarlögregluþjónn á Ísa- firði, þar sem hann bjó frá 1898–1908. Háði hann þar marga hildi við norska sjómenn, sem oft gengu berserks- gang í landlegum, og hafði ávallt bet- ur. Eitt sinn hóf Erlingur Jósep á loft og kastaði honum á vatnsrör, og lenti Jósep með höfuðið á vatnsrörinu. „Meiddir þú þig ekki, Jósep minn?“ spurði ég. „Nei“, svaraði Jósep, „en það kom dæld í vatnsrörið.“ Næsta sumar, 1943, sagði Jósep við mig: „Ég er duglegasti maðurinn í Völundi, það er ekki að marka þig, þú átt í þessu.“ Þetta sumar vann ég fyrri hluta sumars í Völundi, en seinni hlutann í Vestmannaeyjum hjá Ársæli Sveins- syni föðurbróður mínum (1893–1969), en hann rak þar margvíslega starf- semi. Er Sæmundur Magnússon (1888–1969) verkstjóri í Völundar- portinu þurfti að fara í sumarfrí fóru menn að spyrja mig, hvort ég væri „reddarinn“ á meðan. Þar sem ég hafði áður haft þann starfa að kvitta fyrir alla bílfarma, sem vörubílstjór- arnir frá Eimskip fluttu í portið og þeir komu stundum ansi þétt, þá öðl- aðist ég mikla leikni í að rita nafn mitt og það fljótt. Því hélt ég, að mennirnir hefðu ætlað að kalla mig ritara, en væru svo flámæltir, að úr varð „redari“ og að lokum „reddari“. En að ég ætti yfir mönnum að segja sem verkstjóri, að- eins 16 ára, hafði aldrei hvarflað að mér. VI. Tveir starfsfélagar mínir urðu mér sérstaklega minnisstæðir, þeir Ari B. Antonsson (1874–1956) fyrrum verk- stjóri hjá Kol & salt hf. og Sveinbjörn Erlendsson (1876–1959) frá Eyrar- bakka. Vikum saman völdu þeir bestu plankana til gluggasmíðinnar, en ég flutti þá inn í verksmiðjuna til vinnslu þar. Við Ari vorum orðnir góðkunn- ingjar og ræddum allt milli himins og jarðar, og þó einkum um Völund. Ari átti heima að Lindargötu 27, beint suður af Völundarlóðinni. Eitt sinn segir Ari við mig: „Ekkert skil ég í honum pabba þínum að nenna að vera svona ríkur, ekkert nema áhyggjur.“ Þá svara ég: „En þú átt þó húsið á Lindargötunni.“ „Já, það sem bank- inn á ekki af því.“ Þeir voru sem sagt meðeigendur að húsinu, veðdeild Landsbanka Íslands og Ari, þótt það væri örugglega aðeins nokkrar þús- undir sem hann skuldaði í veðdeild- inni. Þessi setning Ara hefur mér ávallt þótt minnisstæð, því aldrei heyrir maður í dag að fólk sem leggur fram 10–15% útborgun, eigi íbúð sína með Íbúðalánasjóði ríkisins, sem þó lánaði 85–90% til kaupanna. Ég sagði föður mínum ummæli Ara um ríki- dæmi hans og áhyggjur, sem af því hlyti að leiða. Hló faðir minn mjög að þessari setningu Ara og var enn að hlæja er nálgaðist miðnætti. Ari hafði auðsjáanlega hitt naglann á höfuðið. Sveinbjörn Erlendsson var ættaður frá Eyrarbakka og átti bróður, sem var alnafni hans. Það þótti mér merkilegt, en mun ekki vera eins- dæmi. Hann notaði mikið munntóbak frá Brødrene Braun í Danmörku, sem mun þá hafa verið torfengið, því sambandið við Dani var löngu rofnað (1940), en kannske hefur Sigurður Jónasson (1896–1965) forstjóri Tób- akseinkasölu ríkisins verið svo forn- býll, að luma ennþá á hinum danska munaði. VII. Hinn 26. febrúar voru samþykkt á Alþingi lög um orlof, nr. 16 frá 1943. Þar segir m.a. í 4. gr. laganna: „Sá, sem fer í orlof á rétt á að fá greitt sem orlofsfé 4% af kaupi því, sem hann hefur borið úr býtum fyrir vinnu sína næsta orlofsár á undan.“ Samstarfs- mönnum mínum í Völundarportinu líkaði vel við þessi orlofslög, enda virðist skv. 3. gr. hafa verið gert ráð fyrir 12 virkum dögum í orlof, en or- lofsárið var frá 15. maí til 14. maí næsta ár. Þó sættu þeir sig illa við 16. gr.: „Óheimilt er manni að vinna fyrir kaupi í starfsgrein sinni eða skildum starfsgreinum meðan hann er í orlofi, og skulu sett um þetta nánari ákvæði í reglugerð.“ Áratugum saman höfðu þessir menn glímt við atvinnuleysis- vofuna, en nú loks, þegar nóga vinnu var að hafa, þá átti að banna þeim að vinna hluta úr árinu, svo kallaða or- lofsdaga. Að híma niður í Verka- mannaskýlinu við Kalkofnsveg, óupp- hituðu, hafði verið hlutskipti margra þeirra árum saman, þótt snöp væru á milli við skipakomur, þá komust ávallt færri að en vildu. Ég man sér- staklega eftir einum manni, Manga gamla í Bjarnaborg. „Ég fer þá bara í bæjarvinnuna á meðan þessir orlofs- dagar mínir eru að líða“, sagði sá gamli. Í 18. gr. var mönnum hótað missi orlofsréttar við svona brotum og með þau farið sem almenn lög- reglumál. VIII. Á 1. hæð verksmiðjuhússins, sem reist var 1905, var svo tekið til við að frumvinna viðinn í gluggana og hurð- irnar. Þar voru flestar vélarnar einn- ig frá 1905, frá I. B. Bruun & Søn, Nykøbing Falster í Danmörku. Þar voru starfsmenn m.a. Gissur Sveins- son verkstjóri (1895–1969), Magnús Ingimundarson (1909–1983) og Guð- jón Guðjónsson (1898–1992) á 1. hæð- inni, en á 2. hæðinni fór fullvinnsla viðarins fram. Þar voru helstir smiðir á þessum tíma þeir Brynjólfur Jóns- son (1875–1955) frá Hofsstöðum í Miklaholtshreppi, Jóel Úlfsson frá Skagnesi í Mýrdal (1873–1951), Guð- mundur E. Breiðfjörð frá Hvammi á Barðaströnd (1888–1964) og Sveinn Jónsson (1895–1977) frá Seglbúðum í Landbroti. Allt voru þetta úrvals- smiðir, Jóel var jafnhentur og nýttist því best við gluggasmíðina. Brynjólf- ur var eini starfsmaður í Völundi, sem fór fram á kauplækkun vegna aldurs. Hann héldi ekki í við unga og fullfríska menn. Haraldur bróðir minn, sem þá var forstjóri, svaraði beiðni hans þannig: „Öll afköst smiða eru mæld hér í Völundi og meðan þín eru fyrir ofan meðaltal, þá munt þú halda óbreyttu kaupi.“ Guðmundur E. Breiðfjörð lærði trésmíði hjá Jóni Ólafssyni trésmíðameistara á Ísafirði og lauk þar sveinsprófi. Þá dvaldist á heimili Jóns Rögnvaldur bróðir hans, fyrsti arkitekt okkar Íslendinga, og var þá að mæla upp Ísafjarðarkaup- stað. Þeir Gissur Sveinsson og Sveinn Jónsson stofnuðu síðar fyrirtækið „Gissur & Sveinn“ og smíðuðu m.a. allar innréttingar í Hæstarétt hinn eldra. Mér finnst, að minningu þeirra væri vel borgið, ef Þjóðminjasafnið tæki nokkur sýnishorn af snilldar- handbragði þeirra, því enn standa innréttingar óhreyfðar í austurhluta Arnarhváls. Brynjólfur og Jóel munu hafa unnið í Völundi samfellt á 5. tug ára. Það voru engin aldurstakmörk í Völundi, menn máttu vinna á meðan þeir treystu sér til. Veikindadagar hjá þeim voru engir, þeir tóku sér að lokum hálfs mánaðar frí til þess að fara heim og deyja. IX. Yfirmaður í timburafgreiðslu var Ásbjörn Ólafsson trésmiður (1860– 1957). Hann lenti í bílslysi 85 ára gamall og kom ekki til starfa eftir það, en náði samt 97 ára aldri. Hann bar mikla virðingu fyrir föður mínum og þegar hann hringdi, hljóp Ásbjörn út í Völundarportið og hrópaði: „Hann er í símanum!“ Ókunnur mað- ur spurði Ásbjörn, hvort Guð almátt- ugur væri í símanum, en hann svar- aði: „Það er forstjórinn, hann Sveinn M. Sveinsson (1891–1951), húsbóndi minn.“ Verkstjóri í timburafgreiðslu var Jón Steingrímsson frá Sölvhóli (1889–1962), sem gatan vestan við Völund er kennd við. Helsti af- greiðslumaður var Magnús Einars- son (1899–1963) frá Eyrarbakka, bróðir Ágústs þess, sem fyrr er getið. Af öllum þessum starfsmönnum þótti mér vænst um Guðmund E. Breið- fjörð og um hann reit ég minningar- grein í Morgunblaðið hinn 28. febrúar 1964. Með okkur Guðmundi hafði þróast vinátta þegar frá bernsku minni og hélst til síðasta dags. Hann var heimilissmiður foreldra minna í Tjarnargötu 36 og þótti því verki vel borgið, sem hann tók að sér. X. Nágrannar okkar við Skúlagötu voru Kveldúlfarnir, öðru nafni nefnd- ir Thorsbræður. Yfirleitt var gott samkomulag milli fyrirtækjanna utan einu sinni, að Haukur Thors kemur inn á skrifstofu föður míns og er mik- ið niðri fyrir: „Er meiningin að drepa mig?“ Faðir minn svarar því neitandi, engin slík áform séu uppi í Völundi. „Það kom planki út um lúgu og það var Dunnhatturinn minn, sem bjarg- aði lífi mínu, en það stórsér á honum.“ Faðir minn fól Sveini Kjartani bróður mínum (f. 1924) að bæta úr þessu og lét hann setja upp skilti inni í verk- smiðjusalnum: „Bannað að reka við út um lúgurnar.“ Heimildir 1. Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli: Merkir Mýrdælingar, Skaftfellingafélagið gaf út, Reykjavík 1957. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. 2. Björn Magnússon: Vestur-Skaftfellingar 1703-1966, I-IV, Prentsmiðjan Leiftur hf., Reykjavík 1970-1973. 3. Skýrsla Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1928-47, Félagsprentsmiðjan. Ísafoldar- prentsmiðja hf., og Steindórsprent hf., all- ar í Reykjavík á árunum 1930-50. 4. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Ný kvæðabók 1947. Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri, bls. 148-151, Prentsmiðja Odds Björnssonar. 5. Björn Magnússon, Guðfræðingatal 1847- 1976, Prentsmiðjan Leiftur hf., Reykjavík 1976. 6. Páll G. Kolka: Föðurtún, Hf. Leiftur prentaði, útg. höfundur, Reykjavík 1950. Dyrhólaeyjarviti. Bakhlið korts með nýárskveðju til viðskiptavinar frá Völundi.Nýárskveðja frá Völundi hf. til viðskiptavinar, 31. desember 1920. Ljósmynd/Leifur Sveinsson Í gagnfræðaferðinni 1942, í Dyrhólaeyjarvita: Guðjón Sverrir Sigurðsson, síðar borgarfulltrúi og formaður Iðju, Gerður Guðnadóttir, ekkja Halldórs Arinbjarnar læknis, og Stefanía Gísladóttir Pálssonar læknis. Systrastapi. Teikning úr bók Bjarna frá Vogi af byggingum Völundar. Ath. eldingarvarann á skorsteininum. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Ljósmynd/Snorri Snorrason MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.