Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDAUNNENDUR muna eflaust eftir hinni mjög svo um- töluðu kvikmynd ítalska leikstjórans Antonioni, „Blow-up“, sem hann gerði eftir smásögu argentínska rithöfund- arins Julio Cortázar. Þetta ágæta meistaraverk frá ofanverðum sjöunda áratugnum kemur óneitanlega upp í hugann þegar ljósmyndir Ralf Weißleder eru skoðaðar. Eflaust er það tilfinning hans fyrir myndhlutan- um – detalíunni – í heildinni sem veld- ur þessum hugrenningatengslum. Fyrst í stað áttar áhorfandinn sig ekki alls kostar á því hvert Weißleder er að fara með verkum sínum. Ef til vill erum við orðin svo vön því að sjá ljósmyndir þannig teknar að við- fangsefnið standi í öndvegi á fletinum að við eigum erfitt með að leita að því í útjaðri myndarinnar, einkum ef það hefur ekki skýrt afmarkaða stöðu sem mikilvægur hluti af heildinni. Þannig leiðir hann okkur frá hinni ströngu, evrópsku hefð til eilítið jap- anskra hátta. Ljósmyndin sem ein- stök – en okkar vestræna hefð hefur löngum lagt ríka áherslu á að lista- verkið sé einstakt – á ekki beinlínis upp á pallborðið hjá þessum norður- þýska listamanni. Hann virðist miklu fremur ganga út frá því sem grund- velli rannsókna sinna að hvert ein- stakt skot – taka – sé hluti af langri filmu – tólf, tvisvar tólf, eða þrisvar tólf – sem taka beri sem ramma, eða myndröð í ætt við rammalengju úr myndasögu. Á sýningunni í Galleríi Gangi geng- ur Weißleder jafnvel enn lengra en í mörgum syrpum sínum. Hann leiðir okkur frá ofureinföldum, láréttum landslagsmyndum sínum af grasi grónu landi undir himni, út um gluggann, að einmana tvískiptum fána á flaggstöng sem er nákvæmt framhald af landslagsmyndunum. Það er eins og Ralf Weißleder vilji segja gestum sínum að umfram allt verði þeir að hafa augun hjá sér og at- hyglina í lagi. Í þessum heimi er nefnilega ekkert sjálfsagt né gefið, ekki frekar en myndhlutinn sem tískuljósmyndarinn í áðurnefndri kvikmynd Antonioni uppgötvaði þeg- ar hann „stækkaði upp“ eina myndina af fyrirsætunni – Vanessu Redgrave – og komst að því að linsan hans hafði óvart numið morð í bakgrunni henn- ar. MYNDLIST Gallerí Gangur, Rekagranda 8 Til septemberloka. Opið eftir sam- komulagi í síma 551-8797. LJÓSMYNDIR RALF WEIßLEDER Hvað er á mynd- inni? Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Einar Falur Frá sýningu Gallerís Gangs á ljósmyndum Ralf Weißleder. ÁRNI Björn Árnason, sem lauk einleikaraprófi í píanóleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík í vor, hlaut á föstudaginn styrk til fram- haldsnáms úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson apótekara. Sjóð- urinn styrkir unga píanóleikara til framhaldsnáms í klassískum píanó- leik. Það var Inga Ásta Hafstein, formaður sjóðsstjórnar og dóttir Birgis, sem afhenti Árna Birni styrkinn, sem er að upphæð 500.000 kr. Árni Björn er á leið í framhalds- nám við Síbelíusarakademíuna í Helsinki í Finnlandi í haust. Í sam- tali við Morgunblaðið segir hann styrkinn eiga eftir að nýtast sér mjög vel. „Í raun bjargar hann al- veg vetrinum fyrir mig. Ég mun nýta hann í húsnæði, uppihald og skólabækur og vegna hans get ég nú til dæmis komið heim um jólin,“ segir hann og brosir. Þetta er í þriðja sinn sem veitt er úr sjóðnum, en hann var stofnaður að frumkvæði eiginkonu Birgis, Önnu Egilsdóttur Einarsson árið 1995. Í fyrra hlaut Víkingur Heiðar Ólafsson styrk úr sjóðnum, en hann er nú við nám í Juilliard-háskóla í New York, og árið þar á undan hlaut Ástríður Alda Sigurðardóttir styrk, en hún er nú við nám í Ind- iana University School of Music. Ásamt Ingu Ástu sitja í stjórn sjóðsins píanóleikararnir Halldór Haraldsson, Anna Þorgrímsdóttir, Snorri Sigfús Birgisson og Ólafur Vignir Albertsson, sem kom í stað Gísla Magnússonar, er lést í fyrra. Auk þess á sæti í stjórninni Magnús B. Einarsson læknir. Morgunblaðið/Arnaldur Inga Ásta Hafstein og Árni Björn Árnason. Hlaut styrk til fram- haldsnáms í píanóleik Í SAL Söngskólans við Veghúsastíg gefst kostur á að hlýða á afrakstur söngnámskeiðs, sem staðið hefur yf- ir í Söngskólanum í Reykjavík fyrir söngvara og lengra komna, á tónleik- um á sunnudag, kl. 17. Þar koma fram 12 söngvarar og flytja fjöl- breytta efnisskrá ljóða og óperutón- listar. Píanóleikari er Richard Simm. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Laura Brooks Rice messósópran, en hún kennir við Westminster-tónlist- arháskólann í Princeton í Bandaríkj- unum. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Uppskeru- tónleikar Söngskólans Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar Í byrjun september hefst hópþjálfun að nýju í Sjúkraþjálfuninni Styrk í Stangarhyl 7, Reykjavík. Í boði verða:  Vefjagigtarhópar.  Hjartahópur.  Bakhópur.  Þrek og teygjur fyrir stirða.  Góð leikfimi fyrir konur. Fjöldi verður takmarkaður í hópana og vel er fylgst með hverjum og einum, en leiðbeinendur eru allir sjúkraþjálfarar. Frír aðgangur er að tækjasal í hópþjálfuninni. Nýir þátttakendur eru velkomnir. Einnig er hægt að kaupa mánaðarkort/árskort í vel útbúinn tækjasal. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 587 7750. Hópþjálfun - Tækjasalur Söngmenn óskast! KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR Raddpróf nýrra söngmanna fara fram í Fóstbræðraheimilinu Langholtsvegi 109, vikuna 2. - 7. september nk. Upplýsingar um raddpróf og umsóknir er að finna á heimasíðu kórsins á veffanginu www.fostbraedur.is. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk. Nánari upplýsingar fást hjá formanni kórsins, Eyþóri Eðvarðssyni í síma 892 5057. Á góðum bíl innanlands með AVIS og VISA Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig Minnum á VISA tilboð á bílum erlendis Vikuleiga / 7 dagar Flokkur A Opel Corsa kr. 21.999.- Flokkur B Opel Astra kr. 24.199.- Flokkur C Opel Astra St. kr. 29.999.- Flokkur E Suzuki Jimny kr. 29.999.- Flokkur F Suzuki Vitara kr. 33.000.- Flokkur P Nissan Terrano kr. 39.999.- Innifalið í verði er 7 dagar, 500 km, vsk. og trygging. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga.) Ekkert bókunargjald. Gildir til 1.12.2002 Helgarleiga / 3 dagar Flokkur A Opel Corsa kr. 9.999.- Flokkur B Opel Astra kr. 11.999.- Flokkur C Opel Astra St. kr. 13.999.- Flokkur E Suzuki Jimny kr. 15.999.- Flokkur F Suzuki Vitara kr. 18.999.- Flokkur P Nissan Terrano kr. 22.999.- Innifalið í verði er 3 dagar, 250 km, vsk. og trygging. (Verð miðast við lágmarksleigu 3 daga.) Ekkert bókunargjald. Gildir til 1.12.2002 www.avis.is Við gerum betur Haustglaðningur fyrir korthafa VISA Það er óþarfi að kaupa bíl fyrir fríið eða til að snúast í bænum AVIS GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.