Morgunblaðið - 25.08.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 25.08.2002, Síða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDAUNNENDUR muna eflaust eftir hinni mjög svo um- töluðu kvikmynd ítalska leikstjórans Antonioni, „Blow-up“, sem hann gerði eftir smásögu argentínska rithöfund- arins Julio Cortázar. Þetta ágæta meistaraverk frá ofanverðum sjöunda áratugnum kemur óneitanlega upp í hugann þegar ljósmyndir Ralf Weißleder eru skoðaðar. Eflaust er það tilfinning hans fyrir myndhlutan- um – detalíunni – í heildinni sem veld- ur þessum hugrenningatengslum. Fyrst í stað áttar áhorfandinn sig ekki alls kostar á því hvert Weißleder er að fara með verkum sínum. Ef til vill erum við orðin svo vön því að sjá ljósmyndir þannig teknar að við- fangsefnið standi í öndvegi á fletinum að við eigum erfitt með að leita að því í útjaðri myndarinnar, einkum ef það hefur ekki skýrt afmarkaða stöðu sem mikilvægur hluti af heildinni. Þannig leiðir hann okkur frá hinni ströngu, evrópsku hefð til eilítið jap- anskra hátta. Ljósmyndin sem ein- stök – en okkar vestræna hefð hefur löngum lagt ríka áherslu á að lista- verkið sé einstakt – á ekki beinlínis upp á pallborðið hjá þessum norður- þýska listamanni. Hann virðist miklu fremur ganga út frá því sem grund- velli rannsókna sinna að hvert ein- stakt skot – taka – sé hluti af langri filmu – tólf, tvisvar tólf, eða þrisvar tólf – sem taka beri sem ramma, eða myndröð í ætt við rammalengju úr myndasögu. Á sýningunni í Galleríi Gangi geng- ur Weißleder jafnvel enn lengra en í mörgum syrpum sínum. Hann leiðir okkur frá ofureinföldum, láréttum landslagsmyndum sínum af grasi grónu landi undir himni, út um gluggann, að einmana tvískiptum fána á flaggstöng sem er nákvæmt framhald af landslagsmyndunum. Það er eins og Ralf Weißleder vilji segja gestum sínum að umfram allt verði þeir að hafa augun hjá sér og at- hyglina í lagi. Í þessum heimi er nefnilega ekkert sjálfsagt né gefið, ekki frekar en myndhlutinn sem tískuljósmyndarinn í áðurnefndri kvikmynd Antonioni uppgötvaði þeg- ar hann „stækkaði upp“ eina myndina af fyrirsætunni – Vanessu Redgrave – og komst að því að linsan hans hafði óvart numið morð í bakgrunni henn- ar. MYNDLIST Gallerí Gangur, Rekagranda 8 Til septemberloka. Opið eftir sam- komulagi í síma 551-8797. LJÓSMYNDIR RALF WEIßLEDER Hvað er á mynd- inni? Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Einar Falur Frá sýningu Gallerís Gangs á ljósmyndum Ralf Weißleder. ÁRNI Björn Árnason, sem lauk einleikaraprófi í píanóleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík í vor, hlaut á föstudaginn styrk til fram- haldsnáms úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson apótekara. Sjóð- urinn styrkir unga píanóleikara til framhaldsnáms í klassískum píanó- leik. Það var Inga Ásta Hafstein, formaður sjóðsstjórnar og dóttir Birgis, sem afhenti Árna Birni styrkinn, sem er að upphæð 500.000 kr. Árni Björn er á leið í framhalds- nám við Síbelíusarakademíuna í Helsinki í Finnlandi í haust. Í sam- tali við Morgunblaðið segir hann styrkinn eiga eftir að nýtast sér mjög vel. „Í raun bjargar hann al- veg vetrinum fyrir mig. Ég mun nýta hann í húsnæði, uppihald og skólabækur og vegna hans get ég nú til dæmis komið heim um jólin,“ segir hann og brosir. Þetta er í þriðja sinn sem veitt er úr sjóðnum, en hann var stofnaður að frumkvæði eiginkonu Birgis, Önnu Egilsdóttur Einarsson árið 1995. Í fyrra hlaut Víkingur Heiðar Ólafsson styrk úr sjóðnum, en hann er nú við nám í Juilliard-háskóla í New York, og árið þar á undan hlaut Ástríður Alda Sigurðardóttir styrk, en hún er nú við nám í Ind- iana University School of Music. Ásamt Ingu Ástu sitja í stjórn sjóðsins píanóleikararnir Halldór Haraldsson, Anna Þorgrímsdóttir, Snorri Sigfús Birgisson og Ólafur Vignir Albertsson, sem kom í stað Gísla Magnússonar, er lést í fyrra. Auk þess á sæti í stjórninni Magnús B. Einarsson læknir. Morgunblaðið/Arnaldur Inga Ásta Hafstein og Árni Björn Árnason. Hlaut styrk til fram- haldsnáms í píanóleik Í SAL Söngskólans við Veghúsastíg gefst kostur á að hlýða á afrakstur söngnámskeiðs, sem staðið hefur yf- ir í Söngskólanum í Reykjavík fyrir söngvara og lengra komna, á tónleik- um á sunnudag, kl. 17. Þar koma fram 12 söngvarar og flytja fjöl- breytta efnisskrá ljóða og óperutón- listar. Píanóleikari er Richard Simm. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Laura Brooks Rice messósópran, en hún kennir við Westminster-tónlist- arháskólann í Princeton í Bandaríkj- unum. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Uppskeru- tónleikar Söngskólans Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar Í byrjun september hefst hópþjálfun að nýju í Sjúkraþjálfuninni Styrk í Stangarhyl 7, Reykjavík. Í boði verða:  Vefjagigtarhópar.  Hjartahópur.  Bakhópur.  Þrek og teygjur fyrir stirða.  Góð leikfimi fyrir konur. Fjöldi verður takmarkaður í hópana og vel er fylgst með hverjum og einum, en leiðbeinendur eru allir sjúkraþjálfarar. Frír aðgangur er að tækjasal í hópþjálfuninni. Nýir þátttakendur eru velkomnir. Einnig er hægt að kaupa mánaðarkort/árskort í vel útbúinn tækjasal. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 587 7750. Hópþjálfun - Tækjasalur Söngmenn óskast! KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR Raddpróf nýrra söngmanna fara fram í Fóstbræðraheimilinu Langholtsvegi 109, vikuna 2. - 7. september nk. Upplýsingar um raddpróf og umsóknir er að finna á heimasíðu kórsins á veffanginu www.fostbraedur.is. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk. Nánari upplýsingar fást hjá formanni kórsins, Eyþóri Eðvarðssyni í síma 892 5057. Á góðum bíl innanlands með AVIS og VISA Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig Minnum á VISA tilboð á bílum erlendis Vikuleiga / 7 dagar Flokkur A Opel Corsa kr. 21.999.- Flokkur B Opel Astra kr. 24.199.- Flokkur C Opel Astra St. kr. 29.999.- Flokkur E Suzuki Jimny kr. 29.999.- Flokkur F Suzuki Vitara kr. 33.000.- Flokkur P Nissan Terrano kr. 39.999.- Innifalið í verði er 7 dagar, 500 km, vsk. og trygging. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga.) Ekkert bókunargjald. Gildir til 1.12.2002 Helgarleiga / 3 dagar Flokkur A Opel Corsa kr. 9.999.- Flokkur B Opel Astra kr. 11.999.- Flokkur C Opel Astra St. kr. 13.999.- Flokkur E Suzuki Jimny kr. 15.999.- Flokkur F Suzuki Vitara kr. 18.999.- Flokkur P Nissan Terrano kr. 22.999.- Innifalið í verði er 3 dagar, 250 km, vsk. og trygging. (Verð miðast við lágmarksleigu 3 daga.) Ekkert bókunargjald. Gildir til 1.12.2002 www.avis.is Við gerum betur Haustglaðningur fyrir korthafa VISA Það er óþarfi að kaupa bíl fyrir fríið eða til að snúast í bænum AVIS GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.