Morgunblaðið - 27.08.2002, Side 13

Morgunblaðið - 27.08.2002, Side 13
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 13 VIÐBYGGING Gerðaskóla var af- hent og formlega tekin í notkun síð- astliðinn föstudag þegar skólinn var settur í 130. sinn. Kostnaður til þessa er áætlaður um 90 milljónir. Fulltrúar verktakans, Húsagerð- arinnar ehf., afhentu Ingimundi Þ. Guðnasyni oddvita Gerðahrepps húsnæðið og hann afhenti það síðan Ernu M. Sveinbjarnardóttur skóla- stjóra. Börnin gengu síðan hvert til sinnar stofu og skólastarf hófst en nýja húsnæðið var einnig opið svo hreppsbúar gætu skoðað það. Í við- byggingunni eru fjórar nýjar kennslustofur sem notaðar eru fyr- ir fjóra yngstu bekki skólans. Auk þess var byggður nýr aðalinngang- ur og samkomusalur með eldhúsi. Þá var vinnuaðstaða kennara bætt með lagfæringum á eldra húsnæði. Framkvæmdirnar hafa kostað alls um 90 milljónir kr. til þessa, að sögn Sigurðar Jónssonar sveitar- stjóra í Garði. Eftir er að ljúka inn- réttingum á eldhúsi og búa sam- komusalinn húsgögnum. Verður það gert á næsta ári. Viðbygging skólans tekin í notkun Garður Ljósmynd/Hilmar Bragi Ingimundur Þ. Guðnason oddviti ávarpar nemendur og starfsfólk þegar viðbygging skólans var tekin í notkun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.