Morgunblaðið - 27.08.2002, Qupperneq 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 19
ALÞJÓÐABANKINN hefur sent
þau skýru skilaboð til leiðtogafundar
Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra
þróun sem hófst í Jóhannesarborg í
gær að leiðtogar heimsins verði að
koma sér saman um að lækka nið-
urgreiðslur til landbúnaðarmála. Ian
Johnson, talsmaður bankans í um-
hverfis- og þróunarmálum, sagði á
blaðamannafundi í Jóhannesarborg í
gær að niðurgreiðslur iðnríkjanna á
landbúnaðarvörum væru komnar út
fyrir öll skynsamleg mörk. „Iðnríkin
verja árlega 350 milljörðum dollara í
niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum
sem teknir eru úr vösum skattgreið-
enda. Þetta gengur ekki lengur,“
sagði Johnson.
Í nýrri ársskýrslu Alþjóðabank-
ans segir: „Mikilvægasta framlag
ríku þjóðanna til fátækari hluta
heimsins er að lækka niðurgreiðslur
til landbúnaðar. Engin ein aðgerð
skiptir meira máli.“
Landbúnaðarvörur 25% allrar
framleiðslu í Afríku
Í yfirlýsingu leiðtogafundarins í
Jóhannesarborg er það markmið
sett að fátækt í heiminum minnki um
helming fram til ársins 2015. Enginn
ágreiningur er um þetta markmið,
en deilt er hins vegar um hvaða leiðir
eigi að fara til að ná því. Í yfirlýsingu
frá Alþjóðabankanum segir að ef
takast eigi að ná þessu markmiði
verði landbúnaður í þróunarlöndun-
um að eflast. Bent er á að um 25% af
öllu því sem framleitt sé í Afríku sé
landbúnaðarvörur. Ef Afríka eigi að
ná markmiðum um að fækka fátæk-
um íbúum álfunnar um helming fram
til ársins 2015, bæta menntun, ná
tökum á alnæmissjúkdóminum og
auka framboð á öruggu drykkjar-
vatni verði landsframleiðsla í álfunni
að aukast um 3,5% á ári fram til
2015.
Ian Johnson lagði á blaðamanna-
fundinum í gær sérstaka áherslu á
að efla yrði landbúnað í Afríku. Hann
benti á að bóndi í Afríku framleiddi
að meðaltali þrisvar sinnum minna
en bóndi í Asíu. Hann tók fram að
fleira þyrfti að gera en að lækka nið-
urgreiðslur á landbúnaðarvörum.
Bæta þyrfti innviði Afríkulanda, s.s.
vegakerfi, svo að bændur ættu auð-
veldara með að koma vörum sínum á
markað.
Aðspurður sagði Johnson að Al-
þjóðabankinn væri ekki alfarið á
móti öllum niðurgreiðslum á land-
búnaðarvörum. Þegar markmiðið
væri að útvega fátækum íbúum ódýr
matvæli ættu niðurgreiðslur rétt á
sér. Það væri hins vegar ekki hægt
að færa slík rök fyrir niðurgreiðslum
iðnríkjanna á landbúnaðarvörum.
Mikill ágreiningur
um niðurgreiðslur
Frelsi í viðskiptum er eitt stærsta
ágreiningsmálið á leiðtogafundi SÞ í
Jóhannesarborg. Búið er að mynda
sérstaka undirnefnd sem falið hefur
verið að reyna að ná samkomulagi í
málinu. Talið er að ef samkomulag
næst um þetta mál muni veruleg
hreyfing komast á önnur ágreinings-
efni. Á undirbúningsráðstefnunni í
Balí í Indónesíu var stefnt að því að
ná samkomulagi um alla meginþætti
yfirlýsingar ráðstefnunnar. Það
tókst hins vegar ekki og megin-
ástæðan var ágreiningur um niður-
greiðslur á landbúnaðarvörum. Á
endanum varð það þetta atriði sem
varð til þess að upp úr viðræðunum
slitnaði.
Ríkin sem standa gegn því að nið-
urgreiðslur á landbúnaðarvörum
verði lækkaðar eru aðallega Evrópu-
sambandsríkin og Bandaríkin og
ástæðan er fyrst og fremst pólitískar
ástæður í löndunum sjálfum. Bret-
land og Austur-Evrópuríkin hafa þó
ekki staðið gegn því að dregið verði
úr niðurgreiðslunum, en Frakkar
mega hins vegar ekki heyra á það
minnst.
Reuters
Stjórnarandstæðingar frá Zimbabve stóðu fyrir mótmælum í Jóhannesarborg í gær, þar sem ráðstefna SÞ fer
fram, en þeir vilja aðstoð erlendra ríkja við að koma Robert Mugabe, forseta Zimbabve, frá.
„Mikilvægasta fram-
lag ríku þjóðanna“
Alþjóðabankinn vill að ríki heims komi sér saman
um að lækka niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum
’ Iðnríkin verja ár-lega 350 milljörðum
dollara í niður-
greiðslur á landbún-
aðarvörum sem
teknir eru úr vösum
skattgreiðenda. ‘
Jóhannesarborg. Morgunblaðið.
EINN helsti fulltrúi Aslans Makh-
adovs, leiðtoga aðskilnaðarsinna í
Tsjetsjníu, sagði í viðtali í gær, að
Tsjetsjenar væru reiðubúnir að lúta
rússneskri stjórn að því tilskildu, að
landið heyrði beint undir forsetann.
„Nú gilda engin lög í Tsjetsjníu,
hvorki rússnesk né alþjóðleg. Þar
ríkir lögleysan ein,“ sagði Akhmed
Zakayev, fulltrúi Maskhadovs, í við-
tali við rússneska vikuritið Novaja
Gazeta. Sagði hann, að mestu skipti,
að um beina forsetastjórn yrði að
ræða og minnti á, að Vladímír Pút-
ín, forseti Rússlands, hefði lýst yfir,
að hann væri persónulega ábyrgur
fyrir öllu, sem gerðist í Rússlandi.
Í viðtali við AFP-fréttastofuna
sagði Zakayev, að Tsjetsjenar
myndu halda áfram að berjast fyrir
sjálfstæði en lagði um leið áherslu á,
að þeir vildu ræða beint við Pútín en
ekki fulltrúa hans í Tsjetsjníu.
Sagði hann, að þetta hefði raunar
verið hluti af bráðabirgðasamkomu-
lagi, sem Rússar hefðu hafnað.
Rússneska stjórnin hafði ekkert
sagt um þessar yfirlýsingar Zakay-
evs í gær.
Rússar staðfestu í gær, að tsjetsj-
neskir skæruliðar hefðu skotið nið-
ur herþyrlu fyrir viku en með henni
fórust 117 manns. Hafa þeir hand-
tekið einn Tsjetsjena, sem grunaður
er um aðild að málinu.
Sótt inn í Pankisi-skarð
Hermenn Georgíustjórnar sóttu í
gær inn í Pankisi-skarð við landa-
mærin að Tsjetsjníu í leit að skæru-
liðum, sem Rússar segja, að hafist
þar við. Þeir kváðust þó enga hafa
fundið en Eduard Shevardnadze,
forseti Georgíu, hafði áður varað þá
við og sagt þeim að koma sér burt.
Fulltrúi leiðtoga tsjetsjneskra aðskilnaðarsinna
Fallast á beina stjórn Pútíns
Moskvu. AFP.