Morgunblaðið - 27.08.2002, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.08.2002, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á FORSÍÐU Morgunblaðsins laug- ardaginn 10. ágúst var frétt sem bar yfirskriftina „Hottintottavenus graf- in“. Innihald fréttarinnar var það að til grafar hefði verið borin kona nokk- ur, Saarah Baartman, í heimalandi sínu, Suður-Afríku. Kona þessi var uppi í byrjun 19. aldar og var af þjóð- flokki Khoisana, eða Hottintotta. Henni höfðu verið boðnir gull og grænir skógar í Evrópu með því að sýna líkama sinn. Söru var svo þröngvað í vændi og hún dó aðeins 26 ára gömul. Í greininni er hneykslast á grimmdinni sem Sara þurfti að þola og talað um að þessi meðferð á henni hafi verið villimannsleg og þeir sem fóru svona með hana villimenn. Það er nú annað en núna í okkar góðu sið- menntuðu Vestur-Evrópu á 21. öld- inni. Eða hvað? Þegar ég las þessa frétt fannst mér þetta vera nákvæmlega það sama og er að gerast núna og ráðamenn sumir réttlæta með því að ekki megi hrófla við atvinnufrelsi manna. Sörurnar koma ekki endilega frá Afríku nú. Þær eru frá Austur-Evrópu margar hverjar. Jú þær koma oft af fúsum og frjálsum vilja – eins og Sarah Baart- man – en raunin verður oft önnur en þær héldu í upphafi og margar þeirra hnepptar í vændi. Hverjir eru villi- mennirnir nú? Samfylkingin í Kópavogi hefur lagt til bann við einkadansi eins og raunin er í Reykjavík og á Akureyri. Ég skora á bæjarfulltrúa að veita tillög- unni brautargengi. Ég skora á konur í bæjarstjórn að standa saman og sam- þykkja þessa tillögu, fyrir allar Sörur nútímans og framtíðarinnar. Það að bann við einkadansi stuðli frekar að vændi er skrýtin röksemdafærsla. Það að bannið kippi fótunum undan atvinnustarfsemi er líka langsótt. Á öll atvinnustarfsemi rétt á sér? Líka sú sem niðurlægir fólk? Niðurlægir konur sem hafa komið hingað til lands vegna þess að kjör í þeirra landi voru bág, konur sem hafa örugglega ekki sagt þegar þær voru litlar: „Ég ætla að vera nektardansari þegar ég verð stór“, eða „Ég ætla að verða vænd- iskona þegar ég verð stór, það er draumastarfið“? Er þetta e.t.v. framtíðarstarfið sem feður óska dætrum sínum? Nei, því held ég að allir feður svari neitandi. Bjóðum samt Sörurnar velkomnar, en bjóðum þeim mannsæmandi störf. Einu sinni voru engir nektarstaðir og enginn einkadans á Íslandi. Var vændi þá meira? Erum við virkilega ekki komin lengra í siðferðinu og skilningnum á hvað er mannleg reisn? MARGRÉT JÚLÍA RAFNSDÓTTIR, grunnskólakennari í Kópavogi. Hottintottavenus á Íslandi? Frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur: ÞÆR stundir koma að fólki virðist af- glapar eiga hlut að stjórn og ákvarð- anatöku mikilvægustu mála okkar Ís- lendinga. Þar gætu að vísu verið að verki undantekningar eins og miklir hugsuðir sem fáir skilja. Dæmin um Kárahnjúkavirkjun og risaálver í þröngum en fögrum firði eru mörgum mikið áhyggjuefni og full ástæða til. Á Íslandi býr gott fólk sem vonar að vit og góðvild fari sam- an á Alþingi og að gullið og völdin glepji ekki dómgreindina. Eyðsla í átt að þjóðargjaldþroti og stórskemmd- um náttúruperlum er nú í uppsigl- ingu með hjálp bandarísks auðhrings. Álrisinn Alcoa hefur víða komið við og eyðilagt margt í náttúrunni sem manneskjunum er lífsnauðsynlegt. Fyrirtækið er þekkt fyrir umhverf- isspjöll og varð virðingar- og skiln- ingsleysi þess fyrir ósnortnu víðerni og gljúfrum norðan Vatnajökuls ljóst í upphafi viðræðna. Erlendu forstjór- unum nægði stutt stund við Kára- hnjúka til að lýsa yfir að enginn skaði væri í þessu svæði og gladdist iðn- aðarráðherra augljóslega við það. Engan skal undra þó svo hafi farið forstjórum fyrirtækis sem vílar ekki fyrir sér að sökkva 10 þúsund ferkíló- metrum af regnskógum Brasilíu und- ir uppistöðulón til virkjunar- og ál- versframkvæmda. Ef menn láta svo lítið að hugsa í þessu tilfelli þá hlýtur þá að flökra, eða aldrei annars. Regn- skógarnir eru undirstaða súrefnis í heiminum og þar af leiðandi ekkert einka- eða innanríkismál Brasilíu. Öllum þjóðum heims kemur við hvort eitt ríki semur við stórfyrirtæki um starfrækslu sem takmarkar lífslíkur þeirra. Þarna er hvorki verið að hugsa um land né fólk, takmarkið er gróði fyrir auðjöfra í öðru landi. Brasilísk stjórnvöld eru þekkt fyrir illa meðferð á indíánum og öðrum minnihlutahópum og alræmd er með- ferðin á útigangsbörnum. Slík stjórn verður ekki uppnæm við eyðilegg- ingu lands og þar verður því flest falt fyrir peninga. En ósk Alcoa um að sökkva regnskógunum undir lón var þó of stór biti, jafnvel þarna, og því var neitað. Notkun eiturefna og um- hverfisspjöll valda því að yfir stóru svæði Asíu er 3 km þykkt og var- anlegt eiturský og milljónir manna ganga daglega með vörn fyrir vitum. Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði eru óhagstæð og grunn- hyggin, enda fjárglæfrastarfsemi og í reynd ógnvænlegasta skemmdar- starf sem hafist hefur gagnvart landi og þjóð. Fyrir utan óbærilegar skemmdirnar verður þjóðin skuld- sett, landið eiginlega veðsett langt inn í ókomna framtíð, óbornum kyn- slóðum til ómælanlegs skaða. Veit al- menningur að við framkvæmdirnar er líklegt að vextir hækki, eða verð- bólga æði af stað og lánabyrði sligi þá sem eru að borga af íbúðum sínum og öðru? Fjárhættuspil með lífeyri lands- manna er uppi á borðinu svo eyði- leggingin geti hafist. Það er ekki víst að lífeyrissjóðirnir þoli enn eitt stór- tap eftir 6 milljarða rýrnun á erlend- um verðbréfum á örfáum mánuðum. Þeim væri skynsamlegra að greiða niður erlendar skuldir þjóðarinnar gegn öruggri tryggingu en að skjóta stoðum undir brask með lífeyrissjóð- ina. Á því myndu flestir hagnast og hagkerfi okkar styrkjast og undir- stöðuatvinnuvegirnir hætta að ramba á brauðfótum við hækjur í formi verðbréfa. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Stríð við land og þjóð Frá Alberti Jensen:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.