Morgunblaðið - 03.09.2002, Page 8

Morgunblaðið - 03.09.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið á sviði lífsiðfræðinnar Líf og tækni, trú og Guð BIBLÍUSKÓLINNvið Holtaveg held-ur námskeið 5. september frá klukkan 17 til 21.30 um álitamál er varða rannsóknir og nýt- ingu tækni við myndun og varðveislu lífs á frumstigi þess og í líffæraflutning- um. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Kristilegt fé- lag heilbrigðisstétta og óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig á námskeiðið í síðasta lagi á morgun. Morgunblaðið ræddi við Ragnar Gunn- arsson sem er í forsvari fyrir Biblíuskólann. – Hvert er markmið námskeiðsins? „Markmið námskeiðsins er að ná til sem flestra. Þetta verður á nótum almenn- ings, ekki sérfræðinga, og miðast að opinni umræðu um siðferðileg álitamál sem tengjast líftækni. Við viljum vekja fólk til umhugs- unar um þessi mál á sem breið- ustum grundvelli, velta upp sið- fræðispurningum þessu tengdum og taka afstöðu til þessa mála- flokks að því leyti sem unnt er. Kynntir verða möguleikar vís- indanna á sviði einræktunar og genafræði, rannsóknir á fóstur- vísum og stofnfrumum, blóði og beinmerg, ígræðslur og annað er snertir upphaf lífsins, hvernig grípa má inn í og veita hjálp.“ – Er þetta þverfagleg umræða? „Já, svo sannarlega. Líftækni og siðferðileg álitamál henni tengd koma við margar stéttir þjóðfélagsins og þar að auki kem- ur hún okkur beint við þegar mál- in tengjast okkur á einhvern hátt. Þetta snertir líf okkar allra og heilsu, lagasetningu og fjárnotk- un ríkisins. Læknar, lögfræðing- ar og prestar eru þær þrjár lyk- ilstéttir sem að þessu koma.“ – Hver eru helstu álitamálin í sambandi við upphaf lífsins, fóst- urvísa og stofnfrumur? „Menn hefur greint á um með- höndlun fósturvísa, hve miklar rannsóknir eigi að leyfa á þeim og hvað eigi að gera ef gallar í gen- um finnast. Sömuleiðis er spurn- ing hvort öll egg sem frjóvgast við glasafrjóvgun eigi að fara inn í móðurina og verða að barni. Einnig þarf að velta fyrir sér hver á að taka ákvörðunina og hvað hægt sé að gera við alla þessa þekkingu sem maðurinn hefur aflað sér, til dæmis með fóstur. Við megum ekki láta tæknina teyma okkur heldur verðum við að haga okkur eins og hugsandi verur.“ – Hvað um álitamál varðandi líffæraflutninga? „Þar eru einnig brennandi spurningar um hve langt við eig- um að seilast í þeim efnum. Eft- irspurn eftir líffærum eykst sífellt og möguleikar líftækninnar hafa einnig aukist í líffæraflutningum og nú mun líklega verða mögulegt að nýta líffæri úr dýr- um í menn. Ný lyf hafa einnig minnkað höfn- unareinkenni líkam- ans. Spurning er hverj- ar séu afleiðingarnar og hvaða áhættu við séum að taka með þessari þróun.“ – Væntanlega hafa allir skoðun á þessum málum. „Já, sérstaklega ef þetta snert- ir þig sjálfan eða einhvern þér ná- kominn. Margir þurfa að glíma við málin á þessum nótum og spurningar í anda kristinnar sið- fræði vakna, til dæmis um hvar lífið hefjist, hvaða virðingu við eigum að bera fyrir því, hvaða vald við höfum til að koma þar að máli og hvernig virðing okkar fyr- ir lífinu birtist í aðgerðum okkar á þessu sviði.“ – Hverjir munu flytja erindi á námskeiðinu? „Leifur Þorsteinsson líffræð- ingur mun veita yfirlit yfir þróun tækni og möguleika á sviði líf- tækninnar. Haraldur Jóhannsson læknir mun ræða um helgi mann- legs lífs og virðingu okkar fyrir mannlegu lífi. Ég mun ræða mál- in siðfræðilega og þá sérstaklega hvaða svör kristin siðfræði gefur við þessum álitamálum. Trausti Óskarsson læknanemi og Flóki Guðmundsson heimspekinemi hafa unnið saman að viðhorfs- könnun meðal presta, lækna og lögfræðinga um fósturvísa og stofnfrumur. Þeir hafa unnið þessa könnun nú undanfarið og munu birta bráðabirgðaniður- stöður á námskeiðinu. Að lokum vonumst við til þess að fá stutt innlegg frá fólki í heilbrigðisstétt- um um viðhorf þess og skoðanir. Að sjálfsögðu verður fundin stund til umræðna og skoð- anaskipta, en fundin- um er ekki ætlað að koma með neinar töfra- lausnir á málunum. Fyrst og fremst er nauðsyn að vekja fólk til umhugs- unar og aðmynda sér rökstuddar skoðanir á siðferðilegum spurn- ingum tengdum líftækni.“ Öllum áhugasömum er velkom- ið að taka þátt í námskeiðinu, en óskað er eftir því að þátttakendur skrái sig fyrir 4. september, ann- aðhvort með því að hringja í síma 588-8899 eða með því að senda tölvupóst á skrifstofa@krist.is. Ragnar Gunnarsson  Ragnar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 1955. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1975, BA-prófi í sagnfræði og norsku frá Háskóla Íslands, uppeldis- og kennslu- fræði 1980 og BA-prófi í guð- fræði frá sama skóla 1993. Hann stundaði einnig nám í kristni- boðsfræðum í Osló eitt ár. Hann var framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík 1994–1998 og starfaði sem kristniboði í Kenýa 1983–1986, 1987–1991 og 1998– 2001, en hefur verið starfsmaður Sambands íslenskra kristniboðs- félaga (SÍK) 1991–1994 og frá 2001, þar af framkvæmdastjóri innanlandsstarfs frá því í vor. Hann hefur einnig verið í for- svari Biblíuskólans við Holtaveg frá 1994–1997 og frá því í vor. Ragnar er kvæntur Hrönn Sig- urðardóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni og eina dóttur. Nauðsyn að vekja fólk til umhugsunar UM tuttugu manns mótmæltu síðdegis á laugardag lagningu Kárahnjúkavegar, en sá vegur á að liggja frá Fljótsdalsheiðarvegi við Laugarfell að Fremri- Kárahnjúki við Jökulsá á Dal. Framkvæmdir við veginn eru nýhafnar og eru þær fyrsta skrefið í átt að byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og náttúruljósmyndari, var einn mótmælenda við Kára- hnjúkaveg. Hann sagði að mótmælin hefðu farið þannig fram að fólk hefði stungið niður íslenskum pappírsfánum í veginn og umhverfis tvær jarðýtur sem þar voru að vinna. Með því hefðu framkvæmdir við veginn tafist um allt að þrjá tíma. „Ég lít svo á að þessi vegur sem þarna er verið að leggja sé hraðbraut fyrir verktaka og ríkisstjórn að þeim náttúruspjöllum sem á að vinna við Kára- hnjúka,“ segir Guðmundur Páll í samtali við Morg- unblaðið. Hópur fólks mótmælti við Kárahnjúkaveg Ljósmynd/Jóhann Ísberg Jarðýturnar voru stöðvaðar með því að stinga niður íslenskum pappírsfánum í kringum þær. Hraðbraut að náttúruspjöllum Á AÐALFUNDI Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga um helgina var hvöss umræða í garð ríkisins um rekstrarvanda hjúkrunar- og dvalarheimila. Guðmundur Gunn- laugsson, sveitarstjóri í Rangár- þingi ytra, sagði stöðu þessara stofnana gjörsamlega óviðunandi fyrir rekstraraðilana. „Það þarf að gefa spilin upp á nýtt í þessum málaflokki,“ sagði Guðmundur í um- ræðum um málið. Benti hann á að stofnanirnar ættu jafnvel ekki fyrir launum þegar kæmi að mánaðamót- um. Aðalfundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað er á heilbrigðis- og tryggingaráðherra og fjármálaráð- herra að endurskoða nú þegar upp- hæð daggjalda til dvalar- og hjúkr- unarheimila. Í ályktuninni segir: „Stórfelldur halli er á rekstri slíkra stofnana. Hann má m.a. rekja til launahækkana, hækkana á lyfjum og fleiri þáttum sem ekki hefur ver- ið tekið nægjanlegt tillit til í dag- gjöldum, en launahækkanir voru í fullu samræmi við samninga sem ríkið gerði við heilbrigðisstéttir. Ekki hefur heldur verið tekið fullt tillit til hærra þjónustustigs sem hefur reynst nauðsynlegt til að geta sinnt því fólki sem dvelur á heim- ilunum. Ekki verður við þetta ástand un- að og minnir aðalfundur SASS á að ríkið á að standa straum af rekstri þessara heimila með daggjöldum og því mikilvægt að tekið sé tillit til eðlilegs rekstrarkostnaðar við ákvörðun daggjaldanna. Einnig er minnt á að lögum samkvæmt ber að hafa samráð við rekstraraðila þess- ara stofnana áður en ákvörðun um daggjöld er tekin. Stjórnvöld eru hvött til að bregðast skjótt og drengilega við þessari áskorun,“ segir í ályktun aðalfundar SASS. Bregðast þarf við vanda dvalar- og hjúkrunarheimila Selfossi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.