Morgunblaðið - 03.09.2002, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 9
Bankastræti 14, sími 552 1555
Gott verð
Mikið úrval af fallegum
dönskum peysum
“Minimizer“
Ný sending
Litir: Hvítur,
svartur, húðlitur
Verð 4.995 kr.
Póstsendum
Laugavegi 4, sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Nýjar sendingar: Hattar, húfur, slæður, klútar!
20% afsláttur vegna framkvæmda við Glæsibæ
Alltaf smart og öðruvísi
Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347
Fataprýði, sérverslun. Sérhönnun st. 42-56
neðst við Dunhaga, sími 562 2230
Opið mán.- fös. kl. 10-18,
laugardag kl. 10-14
Nýjar haustvörur
Gallajakkar með loðkraga
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Nýtt — Nýtt
Glæsilegt úrval af peysum og skyrtum
Stærðir 36—56
stofnuð 1994
VESTURBÆJAR
YOGASTÖÐ
þriðjud. og fimmtud. 7.00-8.00
þriðjud. og fimmtud. 10.45-11.45
þriðjud. og fimmtud. 12.00-13.00
mánud. og fimmtud. 17.30-18.30
mánud. og fimmtud. 18.45-19.45
þriðjudaga 18.35-20.05
miðvikudaga 17.30-19.00
föstudaga 17.20-18.20
mánud. og miðvikud. 20.00-22.00
GRUNNNÁMSKEIÐ:
YOGATÍMAR, frjáls mæting:
YOGA FYRIR BARNSHAFANDI:
þriðjud. og fimmtud. 16.15-17.15
YOGA FYRIR BÖRN:
8-11 ára, miðvikud. 15.15-16.00
12-15 ára, miðvikud. 16.15-17.00
11.-30. september
Anna Björnsdóttir
yfir 20 ára yogareynsla
innritun og upplýsingar
yogakennari
opnum í dag!
að Seljavegi 2, 5 hæð
í síma 511-2777
anna@yogawest.is
í nýju og glæsilegu húsnæði
YOGA
yogawest.is
Hraðsendingar
Til sölu lítið og þægilegt hraðsendingafyrirtæki sem hægt er að
hafa í heimahúsi og reka í gegnum farsíma. Þrír hraðskreiðir bílar
merktir fyrirtækinu. Þægilegt fyrir hjón eða duglega einstaklinga.
Einstakt fyrirtæki með mikla stækkunarmöguleika. Margir fastir
viðskiptavinir.
Reykjanesbær
Vantar þig örugga vinnu? Engin hætta á uppsögn. Vilt þú þéna sjálf-
ur af þinni þekkingu og vinnusemi? Er með tvö mjög góð fjölskyldu-
fyrirtæki sem allir þekkja í bænum og gefa góðar tekjur. Upplýsingar
aðeins á skrifstofunni. Spennandi dæmi.
ÍSLENSK erfðagreining sagði upp
25 starfsmönnum sínum um þessi
mánaðamót auk þess sem eitthvað
fleiri starfsmenn fyrirtækisins létu
af störfum af öðrum ástæðum, m.a.
vegna starfa annars staðar eða þeir
eru á leið í framhaldsnám.
Páll Magnússon, framkvæmda-
stjóri upplýsinga- og samskiptasviðs
fyrirtækisins, segir að rekja megi
uppsagnirnar til þess að fyrirtækið
vinni stöðugt að hagræðingu í
rekstri og að þar sé mannahald ekki
undanskilið enda sé það kostnaðar-
samur liður í rekstri fyrirtækja.
Þeirri vinnu verði haldið áfram hér
eftir sem hingað til, segir Páll að-
spurður hvort von sé á frekari upp-
sögnum á næstunni.
Boðar ekki samdrátt
í starfsemi fyrirtækisins
Þá segir hann að sá árangur sem
náðst hafi í þróunar- og hugbúnaðar-
starfi hafi leitt til aukinnar sjálf-
virkni og þannig gert fyrirtækinu
kleift að fækka í mannahaldi á sama
tíma og það hafi aukið umfang og
gæði rannsóknarvinnu.
Páll segir uppsagnirnar, sem
dreifast jafnt yfir allar deildir fyr-
irtækisins, alls ekki boða samdrátt í
starfsemi fyrirtækisins enda hljóti
alltaf að vera einhver hreyfing á
starfsfólki hjá fyrirtæki sem hafi á
áttunda hundrað starfsmenn, þar af
tæplega 600 hér á landi. Þá segir
hann það eðlilegt að þetta leiði til
einhvers óróa meðal starfsfólks en
það sé þó meðvitað um ástæður þess-
ara uppsagna.
Fimmtán starfsmönnum Íslenskr-
ar erfðagreiningar var sagt upp um
mánaðamótin júlí-ágúst þannig að á
tveimur mánuðum hafa 40 starfs-
menn fyrirtækisins fengið uppsagn-
arbréf í hendur. Misjafnt er hvenær
þær uppsagnir koma til fram-
kvæmda, flestar þó í nóvember og
desember næstkomandi.
Íslensk erfða-
greining segir
upp 25 manns
FULLTRÚAR Falung Gong-
hreyfingarinnar frá Norður-
Ameríku og Evrópu eru komn-
ir til Íslands til að eiga viðræð-
ur við stjórnvöld. Vilja þeir
ræða við íslensk stjórnvöld
vegna ákvörðunar þeirra um að
meina iðkendum Falun Gong
að koma til Íslands í júní, segir í
frétt frá fulltrúum Falun Gong.
Þá segir í frétt frá þeim að
Ísland sé vel þekkt fyrir virð-
ingu við lýðræði og mannrétt-
indum. Bannið í júní hafi verið í
andstöðu við grundvallaratriði í
þessu lýðræðisríki. „Við trúum
því að bannið hafi verið grund-
vallað á röngum upplýsingum
frá ríkisstjórn Jiang Zemins,“
segir þar og að fulltrúarnir trúi
því að jafna megi þennan
ágreining.
Þakka þeir jafnframt fulltrú-
um utanríkisráðuneytisins fyr-
ir að koma viðræðunum á sem
eru ráðgerðar næstkomandi
fimmtudag.
Fulltrúar Falun
Gong á Íslandi
Ræða við
fulltrúa
íslenskra
stjórnvalda
KFUM og KFUK eru nú að athuga
með sölu eða leigu á Hressingarskál-
anum, eða Hressó, en þar eru nú
McDonald’s-veitingastaður og
Ömmukaffi til húsa en lóð hússins
auk garðsins á bak við er eignarlóð.
Samkvæmt opinberum skýrslum
er húsið upphaflega byggt 1870 en
síðan hefur að minnsta kosti tvisvar
verið byggt við það. Kjartan Jóns-
son, framkvæmdastjóri KFUM og
KFUK, segir húsið hafa verið í eigu
félaganna í marga áratugi. Aðalleigj-
andinn, McDonald’s, hafi sagt upp
leigusamningi og því séu KFUM og
KFUK að kanna markaðinn og at-
huga hvað best sé að gera í stöðunni.
„Jú, þetta er eignarlóð og ætti að
vera verðmæt, líklega er mesta verð-
mætið í henni. Þetta er náttúrlega
sérlega góður staður. Húsið sjálft er
friðað og það má ekki rífa eða breyta
því nema menn fái til þess undan-
þágu. Húsið er í þokkalegu standi en
það þyrfti m.a. að laga framhliðina.
Það var þó lagað mikið árið 1995 og
það var gert við hluta þaksins í sum-
ar.“
Hressó
til sölu
eða leigu