Morgunblaðið - 03.09.2002, Síða 13

Morgunblaðið - 03.09.2002, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 13 Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:  þök  þaksvalir  steyptar  rennur  ný og gömul hús Góð þjónusta og fagleg ábyrgð undanfarin 20 ár - unnið við öll veðurskilyrði - sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 10 ára afmælisráðstefna Nýherja hf. haldin í Borgarleikhúsinu föstudaginn 13. september 2002 kl. 13:00–18:00 NÝIR STRAUMAR Í UPPLÝSINGATÆKNI Í UPPHAFI ALDAR F Ö G N U M F R A M T Í Ð I N N I Skráning á afmælisráðstefnu Nýherja hf. fer fram á www.nyherji.is eða hjá Þjónustuveri Nýherja í síma 569 7700. Aðgangseyrir er 8.800 kr. Setning afmælisráðstefnunnar: Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja hf. Ávarp: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. Framtíðarsýn í upplýsingatækni, „IT status and trends“. Jens Munch-Hansen, forstjóri IBM Nordic. Upplýsingatækni og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka hf. Upplýsingalausnir fyrir atvinnulíf framtíðar, „Creating Value with Enterprise Solutions“. Jim Hagemann Snabe, forstjóri SAP Nordic. Framtíðarþróun myndtækni í upplýsingakerfum, „Future of Imaging Across Networks“. Jean-Marie Minelli, framkvæmdastjóri hjá Canon Business Solutions. Þróun og markaðssetning hugbúnaðarlausna fyrir alþjóðamarkað. Jon S. von Tetzchner, forstjóri Opera Software ASA í Noregi. NÝHERJI HF BORGARTÚNI 37 – SÍMI 569 7700 – http://www.nyherji.is Betri lausnir Ráðstefnustjóri: Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA. „HVAÐ er borg“ heitir ný fyrirlestra- röð sem Sagnfræðingafélagið stendur fyrir ásamt Borgarfræðasetri. Fyrir- lestrarnir hefjast á morgun með er- indi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra „Höfuðborgin – sam- viska þjóðarinnar“. Að sögn Páls Björnssonar, for- manns Sagnfræðingafélagsins, hefur félagið staðið fyrir slíkum fyrirlestra- röðum undanfarin ár með yfirskrift- inni „Hvað er…“ Hefur verið spurt hvað sé (ó)þjóð, póstmódernismi, stjórnmál og svo mætti lengi telja. Í ár er það borgin sem verður til umræðu og segir Páll efnið hafa lengi verið sagnfræðingum hugleikið. „Það er ansi mikill fjöldi sem hefur verið að rannsaka þéttbýlisþróun á Íslandi og flest bæjarfélög hér á landi, þar á meðal Reykjavík, hafa látið skrifa sína sögu. Þannig að áhuginn er ekki nýr af nálinni en almennt í þjóðfélag- inu hefur umræðan um borgina og skipulagsmál verið að aukast. Þetta er kannski tilraun okkar til að gera okkur sýnilegri í þeirri umræðu.“ Að mati Páls hefur þessi umræða ekki verið nægilega fræðileg og nefn- ir hann Vatnsmýrina og atkvæða- greiðsluna um flugvöllinn í því sam- bandi. Hann undirstrikar þó að fyrirlestrarnir séu öllum opnir og að- gangur ókeypis. „Þetta eru bæði sögulegir fyrirlestrar, t.d. í upphafi fyrirlestraraðarinnar þar sem verið er að ræða þéttbýlisleysið á Íslandi á fyrstu nýöldum Íslandsbyggðar. Síð- an einbeitum við okkur að Reykjavík og þá fyrst og fremst á tuttugustu öld þar sem verið er að fjalla um yfir- burðastöðu borgarinnar. Eftir ára- mót verða fyrirlestrarnir síðan að- ferðafræðilegri og fjalla meðal annars um gagnvirkni milli borgarsam- félagsins og tíðarandans.“ Sem fyrr segir hefst fyrirlestraröð- in á morgun. Fundirnir verða haldnir í Norræna húsinu og hefjast klukkan 12:05 en lýkur klukkan 13:00. Hægt er að kynna sér efni fyrirlestranna á heimasíðu Sagnfræðingafélagsins sem hefur slóðina www.akademia.is/ saga og á heimasíðu Borgarfræðaset- urs, www.borg.hi.is. Borgin í brennidepli Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.