Morgunblaðið - 03.09.2002, Page 30

Morgunblaðið - 03.09.2002, Page 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Samkeppnishæfni einstaklinga og fyrir- tækja byggist á mennt- un, almennri þekkingu og reynslu. Hér er ekki eingöngu átt við mennt- un sem sótt er í skóla- kerfið heldur ekki síður þá verkkunnáttu og þjónustulipurð sem starfsmenn ávinna sér með löngu, farsælu starfi. Til þess að við- halda samkeppnishæfni fyrirtækja og þjóðar, bæta við hana og styrkja þannig stoðir efnahagslífsins hafa flest framsækin fyrir- tæki tekið upp heildstæða stefnu og skipulagt markvisst endur- og sí- menntun starfsmanna. Þó að enn sé litið á útgjöld til menntunar sem rekstrarkostnað í bók- haldi flestra fyrirtækja sjá flestir að hér er miklu frekar um fjár- festingu í mannauði að ræða. Í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi hafa mörg fyrirtæki tekið í gagnið félagsleg reikningsskil, sam- kvæmt beiðni og for- skrift opinberra aðila. Þar er menntun og skipulagt viðhald menntunar starfs- manna fært til eignar hjá fyrirtækinu eftir ákveðnum aðferðum. Ástæða þess að fé- lagsleg reikningsskil eru að ryðja sér til rúms er ekki síst tilkomin vegna kröfu fjárfesta, sem vita að mann- auður er sá auður sem skapar fyr- irtækjum framtíð. Því er nauðsyn- legt að sjá það skjalfest hvernig stjórnendur standa að því að efla og umgangast mannauðinn. Námið er dýrmæt eign Á síðustu árum hafa starfsmenn íslenskra fyrirtækja í vaxandi mæli átt þess kost að bæta við menntun sína innan sem utan fyrirtækis. Fyr- irtækin hafa greitt kostnað við menntunina, sem ýmist fer fram í vinnutíma eða frítíma, allt eftir eðli hennar og umfangi. Fjölmargir starfsmenn, sem ekki hafa lokið framhaldsskólaprófi, hafa þannig áunnið sér mikla þekkingu og mennt- un sem þeir eiga og búa yfir, en er því miður hvergi metin af mennta- stofnunum eða yfirvaldi menntamála hér á landi. Þessu verður að breyta og það sem allra fyrst til þess að hvetja fólk enn meira en áður til þess að taka þátt í og sækja sér alla þá menntun sem því býðst á vinnustað. Það er ekki eðlilegt eða forsvaran- legt að 40 ára starfsmaður þjónustu- fyrirtækis, sem sótt hefur málanám, margs konar tölvunám og grunnnám í fjármálafræðum, fái þessa þekk- ingu ekki metna til námseininga þeg- ar hann innritar sig í framhaldsskóla. Opinbert mat á símenntun Friðbert Traustason Í slensk kona sem búið hef- ur í New York undanfarin ár segir að hún hafi aldrei orðið hrædd í borginni nema þegar hún lenti fyr- ir tilviljun inni í miðri mótmæla- göngu gyðinga sem andmæltu sjálfsmorðsárásum Palest- ínumanna í Ísrael. Henni varð hugsað til nýorðinna atburða 11. september og óttinn læsti sig í hana, henni fannst hún vera í bráðri hættu, hugsanlegt skot- mark. Áhrifin af ógnarverkunum 11. september verða sennilega seint ofmetin. Ógn- arverk, sem er nákvæmari þýðing á hug- takinu „terr- orismi“ en hryðjuverk vegna þess að hún gerir ráð fyrir ógnaráhrifunum, eru eins konar veiruhernaður. Ógnarverkið sjálft er sjaldnast mikið að umfangi, ef miðað er við hefðbundinn hernað, en ætlunin er heldur ekki endi- lega að valda sem mestu eigna- tjóni eða mannfalli heldur að ógna og vekja ótta. Ógnin er eins konar veira sem smitast um allt sam- félagið sem fyrir árásinni verður og víðar, ekki síst eftir boðleiðum fjölmiðla. Hver og einn ein- staklingur finnur fyrir einkenn- unum sem eru öryggisleysi og annars ástæðulaus ótti, eins og ís- lenska konan í New York fékk að reyna. Og hin banvæna áætlun ógnarverkanna felst í því að óttinn kallar á viðbrögð, reiðiblandin og oft skjót- eða vanhugsuð viðbrögð. Tilgangurinn með árásunum 11. september var þannig öðrum þræði að tæla mesta herveldi heims til aðgerða sem það vissi ekki hvað myndu fela í sér. Og áætlunin gekk upp. Bandaríkja- menn héldu ásamt bandamönnum með herlið til Afganistans að upp- ræta örveiruveldið sem réðst á það. Stríðið kostaði mannslíf og annað tjón sem enginn veit í raun hvað er mikið. Auðvitað tókst ekki að uppræta andstæðinginn (sem í eðli sínu er nánast ósýnilegur) en hernaðurinn og afleiðingar hans voru réttlættar með því að það tókst að steypa ógnarstjórn talíb- ana af stalli í Afganistan. En á meðan hafa veirurnar haldið áfram að fjölga sér og dreifa og þá einkum og sér í lagi í gegnum boðleiðir fjölmiðla. Frá því að hernaðurinn hófst hafa til að mynda tvisvar fundist mynd- bönd sem sýna Osama bin Laden og (örveiru)lið hans í fullu fjöri. Í annað skiptið er bin Laden sjálfur sýndur stæra sig af því hversu vel tókst til 11. september og í hitt skiptið sjást myndir frá þjálf- unarbúðum samtaka hans, al- Qaeda, en talsmenn Bandaríkja- forseta gáfu út yfirlýsingar þess efnis að þær myndir sýndu vel hversu hættuleg samtökin væru. Hvort sem bin Laden er svo vel að sér í tungumáli terrorismans að hann hafi látið þessi myndbönd berast til fjölmiðla sjálfur eða þau borist þangað eftir öðrum leiðum þá hafa þau haft sín áhrif – ógnin er viðvarandi. Slík meðvituð misnotkun á fjöl- miðlum er alþekkt í ógnarhernaði. Til dæmis eru tekin upp mynd- bönd af þeim Palestínumönnum sem fara í sjálfsmorðsárásir dag- inn sem verknaðurinn á sér stað. Á myndböndunum lesa viðkom- andi eins konar sjálfsmorðsbréf þar sem þeir lýsa ástæðum sínum. Myndbandið er síðan sent til fjöl- miðla sem virðast sumir hverjir gleypa við slíku efni og átta sig ekki á því að það er hluti af veiru- hernaðinum. Bandaríkjamenn eru enn ekki búnir að bíta úr nálinni með áhrif ógnarverkanna 11. september ef marka má yfirlýsingar þeirra um að ráðast inn í Írak. Þær yfirlýs- ingar eru í beinu sambandi við at- burðina 11. september og virðast sprottnar af ógnarmætti þeirra. Innrásin í Írak myndi hafa þann tilgang að koma Saddam Hussein frá völdum en hann telja Banda- ríkjamenn hafa yfir að ráða efna- og kjarnavopnum sem hann sé þar að auki líklegur til að beita. Hernaðarmáttur Saddams gæti þó allt eins verið lítill sem enginn miðað við þann ógnarmátt sem hann virðist hafa. Ástæðan fyrir því að hann hleypir vopnaeftirlits- mönnum Sameinuðu þjóðanna ekki inn í landið er hugsanlega ekki sú að hann hafi eitthvað að fela heldur sú að hann hafi ekkert að fela. Bandaríkjamenn hafa haldið því fram að hern- aðarmáttur Saddams sé helmingi minni nú en hann var í Persaflóa- stríðinu og var hann þó minni þá en þeir bjuggust við. Óvissan um hernaðarmátt hans er hins vegar forsendan fyrir ógnarmætti hans. Það er auðvitað verðugt verkefni að eyða þessari óvissu en sé hún raunverulega fyrir hendi hlýtur innrás að teljast óðs manns æði. Hin banvæna áætlun ógn- arverkanna virðist hafa fært okk- ur aftur ógnarástand kalda- stríðsins. Hinn 11. september var okkur reyndar gert ljóst að ein- ingin, sem okkur sýndist einkenna heiminn eftir að múrinn féll 1989, var blekking. John Gray, prófess- or við London School of Econom- ics, bendir á það í nýrri grein að allt tal um hnattvæðingu sé orðið merkingarlaust eftir 11. sept- ember. Það hefur engin ein altæk hugmyndafræði orðið ofan á. Heimurinn hefur þvert á móti sjaldan ef nokkurn tímann verið sundraðri. Í flestum heimshlutum berjast ólíkir hópar – sjaldnast ríki heldur frekar þjóðabrot og aðrir ósamstæðari hópar innan ríkja – um völd og áhrif, trúar- skoðanir, landsvæði, nátt- úruauðlindir o.s.frv. Og þessir hópar ráðast jafnvel á heimsveldi vopnuð vasahnífum og farþega- flugvélum þótt þau séu sannkölluð örveldi við hlið þeirra. Og þessa sundrungu virðist ekki vera hægt að stöðva. Og ógnin sem stafar af henni virðist viðvarandi og smit- andi. Ógnir örvelda Hin banvæna áætlun ógnarverkanna virðist hafa fært okkur aftur ógnar- ástand kaldastríðsins. Hinn 11. september var okkur reyndar gert ljóst að einingin, sem okkur sýndist ein- kenna heiminn eftir að múrinn féll 1989, var blekking. VIÐHORF eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is VIÐ setningu heims- þingsins um umhverfis- mál í Jóhannesarborg töluðu Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, Nitin Desai, fram- kvæmdastjóri ráð- stefnunnar, ættaður frá Indlandi og Þjóð- verjinn Klaus Töpfer, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar SÞ (UNEP). Allir lögðu þeir áherslu á nauðsyn þess að brúa yrði bilið milli ríkra og snauðra og að sam- þætta þyrfti umhverf- ismál, efnahagsstefnu og félagsmál í hverju landi og á heimsvísu til að tryggja sjálfbæra þróun. Mbeki talaði um að mannkyn- ið yrði að vaxa frá blindri markaðs- hyggju og þróun samfélagsins að taka mið af mannlegum þörfum. Það væri skýrara nú en fyrir áratug og sjálfbær þróun væri innihaldslaust hugtak nema slík heildstæð stefna yrði drifkrafturinn. Baráttan gegn fátækt og vaxandi misskiptingu lífs- gæða væri mál mála fyrir meirihluta mannkyns og yrði að haldast hönd í hönd við umhverfis- og náttúru- vernd. Hvað varð um fyrirheitin? Desai varpaði fram spurningunni hvers vegna alþjóðasamfélagið hefði ekki staðið við yfirlýsingar sem gefn- ar voru í Ríó fyrir áratug eins og þær birtust meðal annars í Dagskrá 21. Aðalskýringuna taldi hann vera að finna í breytingum sem síðan hefðu komið til, einkum með fjármagns- flutningum heimshorna á milli í krafti upplýsingatækni. Staða ríkis- stjórna til að ráða ferð, móta efna- hagsstefnu og standa við alþjóðlegar skuldbindingar hefði veikst af þess- um sökum. Þótt sitthvað hafi vel til tekist og lofað góðu, til dæmis vinna að Staðardagskrá 21, væri langt frá því að fyrirheitin frá Ríó hefðu ræst. Leiðsögnin þaðan væri enn í fullu gildi en það sem spurt væri um á þessu þingi væru athafnir, fram- kvæmd á yfirlýsingum og hvort að- ildarríki SÞ stæðu við gefin loforð. Í þeim efnum er af nógu að taka og einn mælikvarðinn er framlög ríkra þjóða til þróunaraðstoðar. Í stað þess að margfaldast eins og stefnt var að samkvæmt Ríó-yfirlýsingunni hafa slík framlög á heildina litið dregist saman. Engar vísbendingar komu fram á þessum upphafsfundi ráðstefn- unnar um það hvaða líkur væru á að í Jó- hannesarborg yrði stoppað í götin þannig að glæðst gætu vonir milljarða jarðarbúa um mannsæmandi líf. Samfella frá Stokk- hólmsráðstefnunni Allt frá því fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin í Stokkhólmi fyrir aldarþriðjungi hafa umhverfissinnar og aðrir sem velta fyrir sér morgundeginum bundið vonir við starf og leiðsögn á þeirra vegum. Undir merkjum Sameinuðu þjóð- anna hafa hnattræn vandamál kom- ist í sviðsljósið og verið rannsökuð stig af stigi. Samkvæmt ákvörðunum Stokkhólmsráðstefnunnar 1972 var sett á fót Umhverfisstofnun SÞ (UNEP) og komið á skipulegum mælingum á hnattrænum umhverf- isþáttum og mengun. Fyrstu vís- bendingarnar um loftslagsbreyting- ar af mannavöldum voru einmitt um það leyti að koma fram og leiddu til rammasamningsins í Ríó 1992 og Kyótó-bókunarinnar 1997. Það sem áður töldust getgátur einar blasir nú við sem nær óyggjandi vissa. Eyðing vistkerfa og búsvæða stig af stigi er að þrengja að lífríki jarðar og um leið möguleikum mannkyns til að komast af. Eyðimerkur fara stækkandi og grunnþættir eins og vatn eru orðnir munaðarvara víða um heim. Fyrir- liggjandi vitneskja og ráðleggingar vísindamanna og hugsuða hafa þó dugað skammt til að leiðrétta kúrs- inn. Afrifaríkast er að efnahagsstarf- semi og heimsviðskipti taka lítið sem ekkert tillit til umhverfissjónarmiða og leitin að sjálfbærum lausnum hef- ur ekki forgang. Auðhringar og fjöl- þjóðafyrirtæki ráða ferðinni sem aldrei fyrr og viðleitni þeirra beinist að því að losna við sem flestar for- skriftir ríkisstjórna og alþjóðasam- félagsins. Aðvaranir Maurice Strong Afstaða Bandaríkjanna til hnatt- rænna vandamála nú um stundir ber með sér að skammsýni og græðgi ráða mestu um ákvarðanir þar sem síst skyldi. Í stað þess að veita for- ystu í umhverfismálum á alþjóðvett- vangi birtast Bandaríkin æ meir sem dragbítur á viðleitni Sameinuðu þjóðanna til að stilla saman um lausnir. Ákvörðun Bush forseta um að staðfesta ekki Kyoto-bókunina er skýrt dæmi um þetta og fjarvera hans á þessu heimsþingi talar sínu máli. Það er því ekki að undra að andi köldu í garð Bandaríkjanna á þinginu í Jóhannesarborg. Maurice Strong, Kanadamaður sem á sínum tíma var framkvæmda- stjóri bæði Stokkhólms- og Ríóráð- stefnunnar og nú formaður Earth Counsil Foundation, kom fyrir um- hverfisnefnd Bandaríkjaþings 24. júlí 2002 og var tilefnið umfjöllun nefndarinnar um alþjóðasáttmála. Hann fór þar ekki dult með von- brigði sín yfir afstöðu bandarískra stjórnvalda og sagði m.a.: „Hætturnar fyrir framtíð um- hverfis og undirstöðu lífs á jörðinni, sem sjónum var beint að í Stokk- hólmi og Ríó, eru enn til staðar og þau öfl sem knýja þau áfram – fjölg- un íbúa jarðar, mest í þeim löndum sem síst eru fær um að rísa undir henni, og jafnvel enn frekar aukið álag á umhverfið af efnahagsstarf- semi. Þessar hættur eru komnar á það stig að ráðið getur örlögum okk- ar; það sem við gerum eða látum undir höfuð leggjast mun á fyrstu áratugum þessa nýja árþúsunds að öllum líkindum skipta sköpum um framtíð mannlífs á jörðinni. Því fylgir gríðarleg ábyrgð og vandi sem við virðumst þó ekki hafa gert okkur grein fyrir. Sannarlega endurspegl- ast viðbrögð við honum enn ekki í stefnu okkar og forgangsröð.“ Fáir hafa lagt fram slíkan skerf sem Maurice Strong til að laða þjóðir heims til samstarfs gegn þeirri vá sem við mannkyni blasir. Því er rík ástæða til að taka aðvaranir hans og hvatningu alvarlega. Tvísýn staða á heimsþinginu Hjörleifur Guttormsson Jóhannesarborg Auðhringar og fjöl- þjóðafyrirtæki,segir Hjörleifur Guttorms- son, ráða ferðinni sem aldrei fyrr. Höfundur á aðild að íslensku sendi- nefndinni í Jóhannesarborg sem fulltrúi Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.