Morgunblaðið - 03.09.2002, Page 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SEM kunnugt er felst
stór hluti, kannski
stærstur hluti, af starfi
stjórnmálamanna í því að
ákveða með einum eða
öðrum hætti hvert skuli
sóttar tekjur ríkissjóðs
og þá líka hvernig þeim
skuli varið. Í slíku verki
felst því að verið er að
ákveða hverjar skuli vera
ráðstöfunartekjur lands-
manna hvers og eins.
Hér er, með öðrum orð-
um, ætlast til þess að út-
deilt sé réttlæti. Af slíku
verki er vísast enginn öf-
undsverður.
Verkaskipting er svo
að sjálfsögðu sú að stjórnarþing-
menn ráða för í þessum efnum sem
öðrum. Við sem erum í stjórnarand-
stöðu getum litlu um stefnuna ráðið;
við getum undrast, gagnrýnt og
mótmælt sem því miður er oft
ásæða til.
Einfaldari skattheimta
Þegar staðgreiðsla skatta var tek-
in upp hér á landi árið 1988 var um
þá framkvæmd allgóð samstaða á
þingi. Flestum þótti að þessu fyr-
irkomulagi mikil bót, ekki síst fyrir
þá einstaklinga sem öfluðu tekna
sem valt var á að treysta að héldust
óbreyttar frá ári til árs. Þannig var
til dæmis oft um tekjur sjómanna og
ekki var síður hagræðing að því að
losna við að greiða skatta ári eftir að
tekna var aflað fyrir þá sem voru að
láta af störfum.
Um leið og staðgreiðslan var tek-
in upp var ákveðið að gera skatt-
heimtuna einfaldari með því að fella
niður flesta frádráttarliði en hafa
skattleysismörk að
sama skapi hærri en
hjá þeim þjóðum
sem við helst litum
til sem fordæmis s.s.
Dönum. En þar taka
menn til við að inn-
heimta skatta þegar
tekjur fara yfir
30.000 krónur með-
an Íslendingar eru
skattlausir allt að
liðlega 67.000 krón-
um. Á móti koma svo
fjölmargir liðir sem
eru frádráttarbærir
frá skatti í Dan-
mörku en ekki hér.
Auk þess er þar mun
öflugri stuðningur gegnum skatt-
kerfið til lágtekjufólks og barna-
fólks.
Svikin fyrirheit
Það er flókið mál að bera saman
skattkerfi milli landa en þó held ég
að augljóst sé að vegna áðurnefndra
frádráttarliða sé skattkerfi Dana
mun betur til þess fallið að jafna lífs-
kjör, a.m.k. veiti það öflugri stuðn-
ing þeim einstaklingum sem af ýms-
um orsökum eiga erfitt með að fóta
sig í grimmu samkeppnisþjóðfélagi.
Þegar staðgreiðslukerfi skatta
var tekið upp hér var því lýst yfir að
skattleysismörk myndu að sjálf-
sögðu fylgja þróun verðlags og
kaupgjalds í landinu þannig að til-
tölulega há skattleysismörk yrðu til
frambúðar til þess að tryggja fram-
færslu þeirra sem lægstar tekjur
hefðu.
Þetta grundvallaratriði var hins
vegar svikið með þeim afleiðingum
að nú látum við okkur sæma að
skattleggja tekjur sem eru langt
undir nauðþurftum.
Skattleysismörk eru nú 67.467
krónur. Hefðu skattleysismörk hins
vegar fylgt þróun verðlags, þ.e.
neysluvísitölu væru þau nú ríflega
98 þúsund, hefðu þau aftur á móti
fylgt þróun kaupgjalds væru þau
liðlega 104 þúsund.
Launamannaskattur
Því miður er því þann veg farið að
hér á Íslandi höfum við lengi búið
við það undarlega skipulag að að-
eins lítill hluti landsmanna greiðir
tekjuskatt.
Ég minnist þess að fyrir margt
löngu komu þeir fram í sjónvarpi
Ólafur Jóhannesson forsætisráð-
herra sem þá var og Matthías Á.
Mathiesen, þáverandi fjármálaráð-
herra. Það er svo langt síðan þetta
var að ég minnist þess glöggt að
báðir þessir sómamenn voru í
sauðalitunum þegar Ólafur lýsti því
yfir með þungri alvöru að nú væri
svo komið að tekjuskatturinn væri í
raun orðinn launamannaskattur,
sem væri með öllu óþolandi og við
slíkt yrði ekki unað. Líklega hefur
þetta verið skömmu fyrir kosningar
og ég man að Matthías kinkaði
ábyrgðarfullum kolli. Nú eru sömu
flokkar við stjórnvölinn og hafa
raunar verið helst til lengi og má því
e.t.v. tala um gamalt vín á nýjum
belgjum því enn mun það vera u.þ.b.
þriðjungur skattgreiðenda sem
greiðir einhvern tekjuskatt. Í þeim
þriðjungi er sem sé fólk sem er með
nálægt 70.000 krónur í tekjur. Það
fólk sem þannig er ástatt um eru
sumir ellilífeyrisþegar, sumir ör-
yrkjar, þeir sem þiggja atvinnuleys-
isbætur og fleiri bótaþegar. Ég á,
satt að segja, erfitt með að trúa því
að hér á landi fyrirfinnist fólk sem
telur viðunandi að heimta skatt af
tekjum af þessari stærðargráðu.
Samt er það gert.
Skattar á lágar
tekjur hækka
Í ágætri grein eftir Einar Árna-
son, hagfræðing Félags eldri borg-
ara, bendir hann með skýrum hætti
á þá staðreynd að undanfarið hefur
tekjuskattur hækkað á láglauna-
fólki. Einstaklingur sem árið 1990
hafði tekjur sem hann ekki greiddi
skatt af og hafði árið 2002 hlutfalls-
lega sömu upphæð í laun greiðir á
því ári 13,6% af launum sínum í
skatt. Hér fer ekkert á milli mála að
skattar sem hlutfall af tekjum hafa
verulega hækkað undanfarin ár. En
til allrar hamingju hafa ekki allir
skattgreiðendur orðið fyrir þreng-
ingum af þessu tagi. Þeir sem eru
svo lukkulegir að hafa tekjur sem
eru hærri en 140.000 á mánuði
greiða enn sama hlutfall tekna sinna
og þeir greiddu árið 1990. Raun-
hækkun á skatti hefur sumsé eink-
um hitt fyrir þau bök er bognust
stóðu.
Margumræddu góðæri hefur með
markvissum aðgerðum verið stýrt
framhjá bótaþegum og láglauna-
fólki. Þegar einnig er litið til hækk-
unar á lyfjaverði, en líklega er
stærstur hluti viðskiptavina apótek-
anna aldrað fólk og foreldrar smá-
barna, þá er engu líkara en þeir
menn sem sitja í núverandi ríkis-
stjórn, og eru að því ég best veit
meinleysismenn í öllu dagfari, leggi
sérstakan krók á hala sinn til þess
að koma höggi á foreldra sína og
börn.
Hitt er svo annað mál, og efni í
aðra grein, að flestar þær breyting-
ar sem núverandi ríkisstjórn hefur
gert á skattalögum hafa miðað að
því að létta álögum af stórfyrirtækj-
um með margvíslegum hætti en
slíkar áherslur hægri stjórnar þurfa
svo sem engum að koma á óvart.
Að gjalda keisaranum …
Skattar
Raunhækkun á skatti,
segir Sigríður Jóhann-
esdóttir, hefur einkum
hitt fyrir þau bök er
bognust stóðu.
Höfundur er alþingismaður.
Sigríður
Jóhannesdóttir
Hef hafið störf í
Naglafegurð
Stórholti 1
Upplýsingar í síma 696 5297
Sigríður Dögg nagla- og förðunarfræðingur
Síðumúla 24 • Sími 568 0606
Heimaskrifstofa
166.000,-
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Begga fína