Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 13

Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 13
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 13 AKUREYRI NÍU listamenn sem kalla sig Nýja september-hópinn opna í dag, á laugardag 14. september kl. 14, sýningu á ljósmyndum, mál- verkum og skúlptúrum í Ketilhús- inu undir yfirskriftinni „Með ólík- indum“. Sýningin er sjónrænt þversnið þar sem sundurleitni er hærra skrifuð en samleitni. Stefnuleysið er hér viljandi, óreiðan að yf- irlögðu ráði. Verkin eiga þó sam- eiginlega myndræna ögun, þar sem miðillinn fær að njóta sín til fulls, segir í frétt um sýninguna. Listamennirnir í Nýja sept- ember-hópnum eru: Auður Sturludóttir, Birgir Rafn Friðriksson Finnbogi Marinósson, Jóhannes Dagsson, Nói (Jóhann Ingimarsson), Ólafur Sveinsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Sunna Sigfríðardóttir og Sigurveig Sigurðardóttir Sýningin stendur til 29. sept- ember. Opið er alla daga nema mánudaga, frá kl. 13.–17. Finnbogi Marinósson ljósmyndari er einn félaga í Nýja september-hópnum. „Með ólíkindum“ í Ketilhúsinu KÁRI Eiríksson listmálari heim- sækir Akureyri í þriðja sinn með sýningu sem opnuð verður á morg- un, laugardaginn 14. september, kl. 15 í Gallerí Gersemi í Parísarhús- inu við Hafnarstræti. Fyrsta sýning Kára á Akureyri var árið 1968 í húsi við Gránu- félagsgötu 9, en það hefur nú fyrir löngu verið rifið. Gallerí Gersemi er á annarri hæð í Parísarhúsinu svonefnda. Þar mun Kári sýna 24 stór olíumálverk auk þess sem þar verður einnig að finna málverka- bók Kára sem út kom fyrir 30 ár- um. Kári nam við Handíða- og mynd- listaskóla Íslands, Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn, Listaakademíuna í Florens auk þess sem hann var við nám og list- sköpun um eins árs skeið í Mexíkó- borg og New York. Fyrsta sýning hans var í húsi Dantes í Flórens árið 1958, en hér heima sýndi hann fyrst í Lista- mannaskálanum í Reykjavík næsta ár á eftir, 1959. Í frétt um sýninguna segir að hér sé á ferðinni listamaður með langa og litríka sögu að baki og því verði forvitnilegt að slást með í för um sali gallerísins og njóta ávaxt- anna af löngu ævistarfi hans. Kári Eiríksson sýnir í Gersemi VETRARSTARF Hjálpræðishers- ins á Akureyri hefst á morgun, sunnudaginn 15. september. Barna- og unglingastarf Hjálpræð- ishersins hefur verið í miklum blóma undanfarin ár og hafa að jafnaði um eitt hundrað börn og unglingar sótt fundi í viku hverri. Sunnudagaskóli verður kl. 11 á sunnudögum, á mánudögum kl. 17.15 verða fundir sem kallast „Örkin hans Nóa“ og eru ætlaðir krökkum í 1. til 3. bekk og sama dag eru fundir fyrir krakka í 6. til 7. bekk sem kallast „Mannakorn“. Á fimmtudögum kl. 17.15 er Krakkaklúbbur en hann er fyrir börn í 4. til 5. bekk. Unglingar koma svo saman á fimmtudags- kvöldum kl. 20. Áhersla er lögð á létta og skemmtilega dagskrá, farið verður í leiki og þrautir, sungið og leik- þættir æfðir auk þess sem börnin fá kennslu í grundvallaratriðum kristinnar trúar. Þátttaka í barna- og unglingastarfi Hjálpræðishers- ins er öllum að kostnaðarlausu og þangað eru allir velkomnir segir í frétt frá Hjálpræðishernum. Vetrarstarf Hjálpræð- ishersins að hefjast HREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps hefur hafnað umsókn myndbandaleigu um leyfi til reksturs í bílgeymslu við íbúðargötu. Eigendur leigunnar eru ósáttir við niðurstöð- una, hafa nú breytt henni í mynd- bandaklúbb og halda rekstrinum áfram í því formi. Fulltrúi minnihluta hreppsnefndar hefur skotið málinu til félagsmálaráðuneytis og úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingamála. Halldór Ármannsson og Bentína Jónsdóttir settu upp myndbandaleigu í forstofuherbergi í íbúðarhúsi sínu í Aragerði 16 í Vogum í júlímánuði. Þeim var bent á að þau þyrftu að sækja um leyfi til bygginganefndar og gerðu það í lok mánaðarins. Um- sóknin var send í grenndarkynningu og fyrr í þessari viku hafnaði meiri- hluti skipulags- og bygginganefndar umsókninni. Tveir af fulltrúuum meirihlutans töldu að starfsemin samrýmdist ekki íbúðarbyggð, sam- kvæmt skipulagsreglugerð, meðal annars vegna ónæðis af umferð og skorts á bílastæðum og sá þriðji vísaði til athugasemda sem fram komu frá íbúum í nágrenninu. Samkeppni lækkar verðið Hreppsnefnd hefur nú staðfest nið- urstöðuna með þremur atkvæðum H- listans sem hafa hreinan meirihluta í hreppsnefnd, gegn einu atkvæði. Annar fulltrúi minnihlutans sat hjá við afgreiðsluna. Báðir fulltrúar minnihlutans töldu sig þurfa meiri tíma til að skoða málið og fóru fram á frestun en því var hafnað. Fundur bygginganefndar var kvöldið fyrir fund hreppsnefndar. Jón Gunnarsson oddviti segir að farið hafi verið yfir málið af fagnefnd og hún komi með rökstudda niður- stöðu um að ekki sé heimilt að leyfa starfsemina á þessum stað. Hrepps- nefnd hafi staðfest það enda segist hann ekki hafa forsendur til að ganga gegn niðurstöðu sem þannig sé feng- in. Tekur oddvitinn þó fram að hann hefði gjarnan viljað hafa samkeppni í starfsemi myndbandaleiga í Vogum, það leiði til lækkunar verðs, en starf- semin verði þá að vera á svæði þar sem gert væri ráð fyrir þjónustustarf- semi af þessu tagi. Halldór Ármannsson, annar eig- andi myndbandaleigunnar í Aragerði, sagði að tilkoma fyrirtækisins hefði strax haft mikil áhrif á markaðinn. Þau hafi leigt spólurnar út á 400 krón- ur og látið aðra fylgja með frítt, eins og algengt væri á höfuðborgarsvæð- inu. Sú myndbandaleiga sem fyrir var á staðnum hafi verið með 500 krónur en lækkað sig strax niður í 250 kr. Í báðum tilvikum væri annað frítt myndband innifalið. Eftir að þeirra umsókn var hafnað hafi hin leigan strax hækkað leiguna til fyrra horfs. Halldór segist ósáttur við niður- stöðu hreppsnefndar, hann geti ekki látið vaða svona yfir sig. Því hafi þau breytt um rekstrarform og reki nú myndbandaklúbb heima hjá sér. Fólk verði að ganga í klúbbinn til að fá myndbönd. Telur hann að sú starf- semi sé ekki leyfisskyld. Hann getur þess að allir sem komi til að ná í spól- ur skrifi undir mótmæli gegn ákvörð- un hreppsnefndar og séu 70 búnir að undirrita. Halldóra Magný Baldursdóttir greiddi atkvæði á móti ákvörðun meirihluta hreppsnefndar. Hún telur að afgreiðslan feli í sér grófa mismun- um milli íbúa og vísar í því efni til þess að á sama fundi var samþykkt um- sókn um rekstur á rafverkstæði í sömu götu og myndbandaleigan er. Einnig til þess að ýmis rekstur sé án leyfa í heimahúsum á staðnum og að myndbandaleiga og verslun hafi verið í bílskúr í íbúðarhverfi til skamms tíma, með fullu leyfi. Segir Halldóra að fólk komi mest gangandi og á hjól- um í myndbandaleiguna en telur lík- legra að viðskiptavinir rafverkstæð- isins þurfi að nota bíla. Hún hefur óskað eftir úrskurði félagsmálaráðu- neytisins og úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingamála vegna málsins. Reka leiguna áfram sem myndbandaklúbb Vogar Deilur um rekstur myndbandaleigu í íbúðargötu „MEÐ áframhaldandi samvinnu og öflugu átaki verður Reykjanesið orð- ið stórveldi í þjónustu við ferðamenn, innan ekki svo margra ára,“ sagði Hallgrímur Bogason, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), þegar hann flutti skýrslu stjórnar á aðalfundi sambandsins í gær. Auk skýrslu stjórnar og af- greiðslu reikninga voru lagðar fyrir fundinn ýmsar ályktanir. Páll Péturs- son félagsmálaráðherra ávarpaði fundarmenn og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sagði frá und- irbúningi mála fyrir komandi landsþing. Fundinum lýkur í dag. Samvinna nauðsynleg Hallgrímur Bogason gerði ferða- mál að sérstöku umfjöllunarefni í skýrslu sinni. Gat hann þess að fyrir 25 árum hefði verið viðburður að sjá ferðamenn í Grindavík enda íbúarnir ekki talið þetta svæði henta fyrir heimsóknir þeirra. Sagði Hallgrímur að þetta hefði breyst með árunum. Uppbygging á þessu sviði hefði verið hröð og örugg hin síðari ár og sveit- arstjórnarmenn sýnt skilning á mik- ilvægi þess að byggja upp nýja at- vinnugrein á svæðinu. „En í þessum málaflokki sem og svo mörgum öðr- um er samvinna sveitarfélaganna nauðsynleg ætlum við að ná hámarks- árangri. Það er nefnilega ákjósan- legra að skipta með sér verkum en að margir séu að vinna að því sama,“ sagði Hallgrímur. Nefndi hann í því sambandi stórhuga uppbyggingu í safnamálum og að fyrirliggjandi hug- myndir þar um gæfu bjarta von um rétta leið þar sem sveitarfélögin væru öll á sitt hverju sviðinu í þessu efni. Með áframhaldandi samvinnu og öfl- ugu átaki verði Reykjanesið orðið að stórveldi í þjónustu við ferðamenn innan ekki svo margra ára. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjórir af fulltrúum Reykjanesbæjar á aðalfundi SSS, f.v. Skúli Þ. Skúla- son, Björg Guðjónsdóttir, formaður bæjarstjórnar, Sigríður Jóna Jó- hannesdóttir og Kjartan Már Kjartansson. Grindavík Verði stórveldi í ferðaþjónustu ÁÆTLAÐ er að sveitarfélögin í landinu verði af um einum milljarði króna í útsvarstekjum í ár vegna breytinga á einkarekstri yfir í einka- hlutafélög. Á aðalfundi Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum liggur fyrir til- laga um áskorun á Samband ís- lenskra sveitarfélaga um að könnuð verði til hlítar áhrif breytinga á lög- um um einkahlutafélög á tekjur sveitarfélaga og teknar upp viðræður við ríkisvaldið um að sveitarfélögum verði bættur tekjumissirinn. Af þessu tilefni lét Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, þess getið að á síðasta ári hefðu verið stofnuð 1.800 ný einkahlutafélög og í ár stefndi í að 3.800 bæst við. Sagðist Vilhjálmur ekki áfellast menn fyrir að breyta rekstrarformi sínu með þessum hætti, það hentaði hagsmunum þeirra. Það hefði hins vegar áhrif á tekjur sveitarfélaganna. Áætlað væri að þau töpuðu einum milljarði króna í ár vegna þessarar breytingar. Ríkið tapaði hins vegar litlu. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, sagði að það ætti að styrkja búsetu manna til frambúðar í byggð- arlögunum þegar einyrkjar breyttu rekstri í einkahlutafélög og skattar þeirra lækkuðu. Hins vegar sagðist hann hafa séð sláandi tölur um áhrif slíks á tekjur einstakra sveitarfélaga, ekki síst þar sem atvinnulíf byggðist á útgerð krókabáta, og nefndi Bol- ungarvík sem dæmi um það. Vilhjálmur lét það álit í ljósi að já- kvæð áhrif af umræddri formbreyt- ingu á rekstri á fjárhag sveitarfélag- anna væri aðeins brot af þeim tekjum sem þau töpuðu. Tapa milljarði á stofn- un einkahlutafélaga NÁMSKRÁ vetrarins hjá Sí- menntun Háskólans á Akureyri er komin út og verður henni dreift í hús í þéttbýli frá Ólafsfirði til Húsavíkur. Einnig er hún aðgengi- leg á Netinu frá heimasíðu Háskól- ans á slóðinni www.unak.is. Við skipulagningu námskeið- anna var höfð samvinna við fjölda einstaklinga í atvinnulífinu og fé- lagasamtökum og ýmsar fræðslu- stofnanir sem annast fullorðins- fræðslu. Í námskrá vetrarins eru 45 nám- skeið í boði og stjórnunarnám; Stjórnendur framtíðarinnar, í sam- starfi við IMG. Yfir 100 kennarar koma að kennslu á námskeiðunum og koma þeir því víða að, en áhersla hefur verið lögð á að fá sérfræð- inga á hverju sviði til kennslunnar. Flest námskeiðanna eru á fræðasviðum Háskólans sem tengjast heilbrigðisvísindum, upp- eldis- og kennslufræði, stjórnun, fjármálum og rekstri en einnig eru tungumálanámskeið fyrirferðar- mikil. Þá er boðið upp á námskeið um efni sem verið hafa mikið í þjóð- málaumræðunni og má þar nefna hálendi Íslands, jafnréttismál og siðferðileg álitamál. Símenntun Háskólans á Akureyri Námskráin komin út

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.