Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.09.2002, Blaðsíða 13
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 13 AKUREYRI NÍU listamenn sem kalla sig Nýja september-hópinn opna í dag, á laugardag 14. september kl. 14, sýningu á ljósmyndum, mál- verkum og skúlptúrum í Ketilhús- inu undir yfirskriftinni „Með ólík- indum“. Sýningin er sjónrænt þversnið þar sem sundurleitni er hærra skrifuð en samleitni. Stefnuleysið er hér viljandi, óreiðan að yf- irlögðu ráði. Verkin eiga þó sam- eiginlega myndræna ögun, þar sem miðillinn fær að njóta sín til fulls, segir í frétt um sýninguna. Listamennirnir í Nýja sept- ember-hópnum eru: Auður Sturludóttir, Birgir Rafn Friðriksson Finnbogi Marinósson, Jóhannes Dagsson, Nói (Jóhann Ingimarsson), Ólafur Sveinsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Sunna Sigfríðardóttir og Sigurveig Sigurðardóttir Sýningin stendur til 29. sept- ember. Opið er alla daga nema mánudaga, frá kl. 13.–17. Finnbogi Marinósson ljósmyndari er einn félaga í Nýja september-hópnum. „Með ólíkindum“ í Ketilhúsinu KÁRI Eiríksson listmálari heim- sækir Akureyri í þriðja sinn með sýningu sem opnuð verður á morg- un, laugardaginn 14. september, kl. 15 í Gallerí Gersemi í Parísarhús- inu við Hafnarstræti. Fyrsta sýning Kára á Akureyri var árið 1968 í húsi við Gránu- félagsgötu 9, en það hefur nú fyrir löngu verið rifið. Gallerí Gersemi er á annarri hæð í Parísarhúsinu svonefnda. Þar mun Kári sýna 24 stór olíumálverk auk þess sem þar verður einnig að finna málverka- bók Kára sem út kom fyrir 30 ár- um. Kári nam við Handíða- og mynd- listaskóla Íslands, Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn, Listaakademíuna í Florens auk þess sem hann var við nám og list- sköpun um eins árs skeið í Mexíkó- borg og New York. Fyrsta sýning hans var í húsi Dantes í Flórens árið 1958, en hér heima sýndi hann fyrst í Lista- mannaskálanum í Reykjavík næsta ár á eftir, 1959. Í frétt um sýninguna segir að hér sé á ferðinni listamaður með langa og litríka sögu að baki og því verði forvitnilegt að slást með í för um sali gallerísins og njóta ávaxt- anna af löngu ævistarfi hans. Kári Eiríksson sýnir í Gersemi VETRARSTARF Hjálpræðishers- ins á Akureyri hefst á morgun, sunnudaginn 15. september. Barna- og unglingastarf Hjálpræð- ishersins hefur verið í miklum blóma undanfarin ár og hafa að jafnaði um eitt hundrað börn og unglingar sótt fundi í viku hverri. Sunnudagaskóli verður kl. 11 á sunnudögum, á mánudögum kl. 17.15 verða fundir sem kallast „Örkin hans Nóa“ og eru ætlaðir krökkum í 1. til 3. bekk og sama dag eru fundir fyrir krakka í 6. til 7. bekk sem kallast „Mannakorn“. Á fimmtudögum kl. 17.15 er Krakkaklúbbur en hann er fyrir börn í 4. til 5. bekk. Unglingar koma svo saman á fimmtudags- kvöldum kl. 20. Áhersla er lögð á létta og skemmtilega dagskrá, farið verður í leiki og þrautir, sungið og leik- þættir æfðir auk þess sem börnin fá kennslu í grundvallaratriðum kristinnar trúar. Þátttaka í barna- og unglingastarfi Hjálpræðishers- ins er öllum að kostnaðarlausu og þangað eru allir velkomnir segir í frétt frá Hjálpræðishernum. Vetrarstarf Hjálpræð- ishersins að hefjast HREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps hefur hafnað umsókn myndbandaleigu um leyfi til reksturs í bílgeymslu við íbúðargötu. Eigendur leigunnar eru ósáttir við niðurstöð- una, hafa nú breytt henni í mynd- bandaklúbb og halda rekstrinum áfram í því formi. Fulltrúi minnihluta hreppsnefndar hefur skotið málinu til félagsmálaráðuneytis og úrskurðar- nefndar skipulags- og byggingamála. Halldór Ármannsson og Bentína Jónsdóttir settu upp myndbandaleigu í forstofuherbergi í íbúðarhúsi sínu í Aragerði 16 í Vogum í júlímánuði. Þeim var bent á að þau þyrftu að sækja um leyfi til bygginganefndar og gerðu það í lok mánaðarins. Um- sóknin var send í grenndarkynningu og fyrr í þessari viku hafnaði meiri- hluti skipulags- og bygginganefndar umsókninni. Tveir af fulltrúuum meirihlutans töldu að starfsemin samrýmdist ekki íbúðarbyggð, sam- kvæmt skipulagsreglugerð, meðal annars vegna ónæðis af umferð og skorts á bílastæðum og sá þriðji vísaði til athugasemda sem fram komu frá íbúum í nágrenninu. Samkeppni lækkar verðið Hreppsnefnd hefur nú staðfest nið- urstöðuna með þremur atkvæðum H- listans sem hafa hreinan meirihluta í hreppsnefnd, gegn einu atkvæði. Annar fulltrúi minnihlutans sat hjá við afgreiðsluna. Báðir fulltrúar minnihlutans töldu sig þurfa meiri tíma til að skoða málið og fóru fram á frestun en því var hafnað. Fundur bygginganefndar var kvöldið fyrir fund hreppsnefndar. Jón Gunnarsson oddviti segir að farið hafi verið yfir málið af fagnefnd og hún komi með rökstudda niður- stöðu um að ekki sé heimilt að leyfa starfsemina á þessum stað. Hrepps- nefnd hafi staðfest það enda segist hann ekki hafa forsendur til að ganga gegn niðurstöðu sem þannig sé feng- in. Tekur oddvitinn þó fram að hann hefði gjarnan viljað hafa samkeppni í starfsemi myndbandaleiga í Vogum, það leiði til lækkunar verðs, en starf- semin verði þá að vera á svæði þar sem gert væri ráð fyrir þjónustustarf- semi af þessu tagi. Halldór Ármannsson, annar eig- andi myndbandaleigunnar í Aragerði, sagði að tilkoma fyrirtækisins hefði strax haft mikil áhrif á markaðinn. Þau hafi leigt spólurnar út á 400 krón- ur og látið aðra fylgja með frítt, eins og algengt væri á höfuðborgarsvæð- inu. Sú myndbandaleiga sem fyrir var á staðnum hafi verið með 500 krónur en lækkað sig strax niður í 250 kr. Í báðum tilvikum væri annað frítt myndband innifalið. Eftir að þeirra umsókn var hafnað hafi hin leigan strax hækkað leiguna til fyrra horfs. Halldór segist ósáttur við niður- stöðu hreppsnefndar, hann geti ekki látið vaða svona yfir sig. Því hafi þau breytt um rekstrarform og reki nú myndbandaklúbb heima hjá sér. Fólk verði að ganga í klúbbinn til að fá myndbönd. Telur hann að sú starf- semi sé ekki leyfisskyld. Hann getur þess að allir sem komi til að ná í spól- ur skrifi undir mótmæli gegn ákvörð- un hreppsnefndar og séu 70 búnir að undirrita. Halldóra Magný Baldursdóttir greiddi atkvæði á móti ákvörðun meirihluta hreppsnefndar. Hún telur að afgreiðslan feli í sér grófa mismun- um milli íbúa og vísar í því efni til þess að á sama fundi var samþykkt um- sókn um rekstur á rafverkstæði í sömu götu og myndbandaleigan er. Einnig til þess að ýmis rekstur sé án leyfa í heimahúsum á staðnum og að myndbandaleiga og verslun hafi verið í bílskúr í íbúðarhverfi til skamms tíma, með fullu leyfi. Segir Halldóra að fólk komi mest gangandi og á hjól- um í myndbandaleiguna en telur lík- legra að viðskiptavinir rafverkstæð- isins þurfi að nota bíla. Hún hefur óskað eftir úrskurði félagsmálaráðu- neytisins og úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingamála vegna málsins. Reka leiguna áfram sem myndbandaklúbb Vogar Deilur um rekstur myndbandaleigu í íbúðargötu „MEÐ áframhaldandi samvinnu og öflugu átaki verður Reykjanesið orð- ið stórveldi í þjónustu við ferðamenn, innan ekki svo margra ára,“ sagði Hallgrímur Bogason, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), þegar hann flutti skýrslu stjórnar á aðalfundi sambandsins í gær. Auk skýrslu stjórnar og af- greiðslu reikninga voru lagðar fyrir fundinn ýmsar ályktanir. Páll Péturs- son félagsmálaráðherra ávarpaði fundarmenn og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sagði frá und- irbúningi mála fyrir komandi landsþing. Fundinum lýkur í dag. Samvinna nauðsynleg Hallgrímur Bogason gerði ferða- mál að sérstöku umfjöllunarefni í skýrslu sinni. Gat hann þess að fyrir 25 árum hefði verið viðburður að sjá ferðamenn í Grindavík enda íbúarnir ekki talið þetta svæði henta fyrir heimsóknir þeirra. Sagði Hallgrímur að þetta hefði breyst með árunum. Uppbygging á þessu sviði hefði verið hröð og örugg hin síðari ár og sveit- arstjórnarmenn sýnt skilning á mik- ilvægi þess að byggja upp nýja at- vinnugrein á svæðinu. „En í þessum málaflokki sem og svo mörgum öðr- um er samvinna sveitarfélaganna nauðsynleg ætlum við að ná hámarks- árangri. Það er nefnilega ákjósan- legra að skipta með sér verkum en að margir séu að vinna að því sama,“ sagði Hallgrímur. Nefndi hann í því sambandi stórhuga uppbyggingu í safnamálum og að fyrirliggjandi hug- myndir þar um gæfu bjarta von um rétta leið þar sem sveitarfélögin væru öll á sitt hverju sviðinu í þessu efni. Með áframhaldandi samvinnu og öfl- ugu átaki verði Reykjanesið orðið að stórveldi í þjónustu við ferðamenn innan ekki svo margra ára. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjórir af fulltrúum Reykjanesbæjar á aðalfundi SSS, f.v. Skúli Þ. Skúla- son, Björg Guðjónsdóttir, formaður bæjarstjórnar, Sigríður Jóna Jó- hannesdóttir og Kjartan Már Kjartansson. Grindavík Verði stórveldi í ferðaþjónustu ÁÆTLAÐ er að sveitarfélögin í landinu verði af um einum milljarði króna í útsvarstekjum í ár vegna breytinga á einkarekstri yfir í einka- hlutafélög. Á aðalfundi Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum liggur fyrir til- laga um áskorun á Samband ís- lenskra sveitarfélaga um að könnuð verði til hlítar áhrif breytinga á lög- um um einkahlutafélög á tekjur sveitarfélaga og teknar upp viðræður við ríkisvaldið um að sveitarfélögum verði bættur tekjumissirinn. Af þessu tilefni lét Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, þess getið að á síðasta ári hefðu verið stofnuð 1.800 ný einkahlutafélög og í ár stefndi í að 3.800 bæst við. Sagðist Vilhjálmur ekki áfellast menn fyrir að breyta rekstrarformi sínu með þessum hætti, það hentaði hagsmunum þeirra. Það hefði hins vegar áhrif á tekjur sveitarfélaganna. Áætlað væri að þau töpuðu einum milljarði króna í ár vegna þessarar breytingar. Ríkið tapaði hins vegar litlu. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, sagði að það ætti að styrkja búsetu manna til frambúðar í byggð- arlögunum þegar einyrkjar breyttu rekstri í einkahlutafélög og skattar þeirra lækkuðu. Hins vegar sagðist hann hafa séð sláandi tölur um áhrif slíks á tekjur einstakra sveitarfélaga, ekki síst þar sem atvinnulíf byggðist á útgerð krókabáta, og nefndi Bol- ungarvík sem dæmi um það. Vilhjálmur lét það álit í ljósi að já- kvæð áhrif af umræddri formbreyt- ingu á rekstri á fjárhag sveitarfélag- anna væri aðeins brot af þeim tekjum sem þau töpuðu. Tapa milljarði á stofn- un einkahlutafélaga NÁMSKRÁ vetrarins hjá Sí- menntun Háskólans á Akureyri er komin út og verður henni dreift í hús í þéttbýli frá Ólafsfirði til Húsavíkur. Einnig er hún aðgengi- leg á Netinu frá heimasíðu Háskól- ans á slóðinni www.unak.is. Við skipulagningu námskeið- anna var höfð samvinna við fjölda einstaklinga í atvinnulífinu og fé- lagasamtökum og ýmsar fræðslu- stofnanir sem annast fullorðins- fræðslu. Í námskrá vetrarins eru 45 nám- skeið í boði og stjórnunarnám; Stjórnendur framtíðarinnar, í sam- starfi við IMG. Yfir 100 kennarar koma að kennslu á námskeiðunum og koma þeir því víða að, en áhersla hefur verið lögð á að fá sérfræð- inga á hverju sviði til kennslunnar. Flest námskeiðanna eru á fræðasviðum Háskólans sem tengjast heilbrigðisvísindum, upp- eldis- og kennslufræði, stjórnun, fjármálum og rekstri en einnig eru tungumálanámskeið fyrirferðar- mikil. Þá er boðið upp á námskeið um efni sem verið hafa mikið í þjóð- málaumræðunni og má þar nefna hálendi Íslands, jafnréttismál og siðferðileg álitamál. Símenntun Háskólans á Akureyri Námskráin komin út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.