Morgunblaðið - 19.09.2002, Side 1

Morgunblaðið - 19.09.2002, Side 1
219. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. SEPTEMBER 2002 BRETAR og Bandaríkjamenn hófu í gær að leggja drög að nýrri ályktun gegn Írak er miðar að því að hervaldi verði beitt fari írösk stjórnvöld ekki að ályktunum öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna (SÞ), að því er vestræn- ir stjórnarerindrekar greindu frá. Drögin kynnu að liggja fyrir um helgina og yrði þá dreift til hinna þriggja ríkjanna er hafa fastafulltrúa í öryggisráðinu, Frakklands, Kína og Rússlands. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kom fyrir þing- ið í gær og bað það að heimila beitingu hervalds gegn Írak áður en öryggis- ráðið aðhefðist nokkuð. „Ekkert hryðjuverkaríki er eins mikil og yf- irvofandi ógn við öryggi þjóðar okkar og stöðugleikann í heiminum og ein- ræðisstjórn Saddams Husseins í Írak,“ sagði Rumsfeld. „Markmiðið er ekki eftirlit, markmiðið er afvopn- un,“ sagði hann ennfremur. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að Írökum myndi „ekki takast að blekkja neinn“ með skyndi- legum sinnaskiptum, og spáði því að SÞ myndu fylkja liði að baki Banda- ríkjamönnum, þrátt fyrir „brellu“ Íraka. Bandaríkjastjórn hefur greint frá áætlunum sínum um að flytja B-2 sprengjuflugvélar nær Bagdad í því skyni að vera betur búin undir hern- aðarátök er miða að því að steypa Saddam af stóli. Liðsafli til Jemen? Bandarískar sérsveitir og leyni- þjónustan (CIA) undirbúa nú aðgerð- ir gegn meðlimum í hryðjuverkasam- tökunum al-Qaeda, er taldir eru hafa bækistöðvar í Jemen. Kunna Banda- ríkin að senda þangað lið. Átta hundruð bandarískir her- menn, þ. á m. ótilgreindur fjöldi sér- sveitarmanna, hafa verið sendir til Djibouti, smáríkis á Rauðahafsströnd Afríku, gegnt Jemen. Bandaríkja- menn telja að margir meintir al- Qaeda-liðar hafi lengi haft bækistöð í Jemen. Bandaríkjamenn og Bretar þrýsta á öryggisráð SÞ Leggja drög að nýrri ályktun gegn Írak Sameinuðu þjóðunum, Washington. AP.  Íraskir ráðamenn/22 AFGÖNSK stúlka hjálpar til við múrsteinagerð fjölskyldu sinnar í útjaðri Kabúl í Afganistan. Stein- arnir eru gerðir úr mold og vatni og bakaðir yfir eldi. Þetta er óhreinleg vinna. Allt er unnið í höndunum, launin eru lág og lítið um frí. Eftir að talibanastjórnin var hrakin frá völdum í Afganistan hef- ur eftirspurnin eftir múrsteinum aukist. Gul Agha, sem hefur stund- að múrsteinagerð í 30 ár, sagði: „Við tökum þátt í því að endur- byggja Afganistan.“ Á dögum talib- ananna hraktist Agha úr landi og hélt til Pakistans. Hann er af þjóð hazara, sem talibanarnir ofsóttu, og margir urðu að flýja land. AP Múr- steina- gerð STEFNA stjórnar Gerhards Schröd- ers, kanslara Þýskalands, gagnvart Írak gæti riðið baggamuninn í kosn- ingunum á sunnudag. Andstæðingar hans segja að ákvörðun Íraka um að gefa eftir og bjóðast til að hleypa vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna inn í landið sé sönnun þess að kanslarinn sé á villigötum, en Schröder svarar fullum hálsi og segir að það hafi alltaf verið markmið stjórnarinnar að eftirlitsmönnum yrði hleypt inn í landið á ný og býður um leið þýska sérfræðinga í efna- og sýklavopnum til aðstoðar. „Ákvarðanir um grundvallaratriði í þýskum utanríkismálum verða tekn- ar í Berlín og hvergi annars staðar,“ sagði Schröder þegar hann svaraði gagnrýni andstæðinga sinna fyrir framan tíu þúsund manns á kosninga- fundi í Nürnberg í gærkvöldi. Munurinn á stóru flokkunum, SPD og CDU/CSU virðist samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnun Allensbach- stofnunarinnar svo lítill að vart má á milli sjá, en þó hafa kristilegu flokk- arnir örlítið forskot, fengju 37,3% at- kvæða ef kosið væri nú, en sósíal- demókratar 37%. Frjálsir demó- kratar fengju 10,1% og græningjar 7,2. Skoðanakannanir Allensbach hafa reyndar ekki mælt að sósíal- demókratar hefðu forskot til þessa, en fyrir helgi stóðu flokkarnir jafn- fætis samkvæmt mælingum stofnun- arinnar, báðir með 37%. Samkvæmt öðrum könnunum hafa sósíaldemó- kratar haft forskot. Hins vegar er til þess tekið að í síðustu kosningum fyr- ir fjórum árum hafi Allensbach kom- ist næst því að segja úrslitin fyrir. Veit Steinle, talsmaður stjórnvalda í Baden-Württemberg þar sem CDU er við völd ásamt frjálsum demókröt- um, taldi í gær engan vafa leika á því hvers vegna almenningur væri að snúast á sveif með stjórnarandstöð- unni á ný. Um leið og Saddam Huss- ein, forseti Íraks, hefði látið undan þrýstingi alþjóðasamfélagsins og fall- ist á að hleypa eftirlitsmönnum inn í landið hefði verið ljóst að stefna Schröders í málefnum Íraks hefði beðið skipbrot. Ef aðrar þjóðir hefðu hegðað sér eins og Þýskaland undir forustu Schröders hefði enginn ár- angur náðst. Í leiðara dagblaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung í gær var kansl- arinn einnig harðlega gagnrýndur. Sagði þar að með því að segja að einu gilti hvað Sameinuðu þjóðirnar gerðu hefði Schröder grafið undan þrýst- ingnum á Saddam og var bætt við að það mundi koma í ljós í kosningunum á sunnudag hvort það hefði verið þess virði fyrir Schröder að veiða atkvæði með því að ala á stríðsótta. Schröder sagði á fundinum í gær að Austurlönd nær þyrftu ekki á nýju stríði að halda heldur þyrfti að byggja upp nýjan frið. Nú væri tækifæri til að hefjast handa og því ætti að senda vopnaeftirlitsmenn inn í Írak. Um leið svaraði hann ásökunum um að hann hefði stefnt sambandi Þýskalands og Bandaríkjanna í hættu með því að vara Bandaríkjamenn við því að hefja stríð gegn Írak og segja að Þjóðverj- ar myndu ekki taka þátt í því. Þjóð- verjar hefðu sýnt hug sinn eftir 11. september og ekki hikað eina sek- úndu við að veita Bandaríkjamönnum fullan stuðning. „Vinátta er fólgin í því að skiptast á skoðunum og segja hug sinn,“ sagði Schröder. „Allt ann- að væri undirgefni.“ Lokaspretturinn hafinn í baráttunni fyrir kosningarnar í Þýskalandi Stefnan gagnvart Írak gæti riðið baggamuninn Nürnberg, Stuttgart. Morgunblaðið. PALESTÍNSKUR tilræðismaður sprengdi sjálfan sig í loft upp á fjöl- förnum gatnamótum á háannatíma í Norður-Ísrael síðdegis í gær. Banaði hann sjálfum sér og ísraelskum lög- reglumanni og særði tvo aðra. Þetta var fyrsta sjálfsmorðssprengjutil- ræðið í Ísrael í hálfan annan mánuð. Að sögn fjölmiðla sprengdi tilræð- ismaðurinn sprengjuna er lögreglu- menn hugðust stöðva för hans. Síð- ast var framið sprengjutilræði í Ísrael 4. ágúst er meðlimur í Hamas- samtökunum banaði sjálfum sér og níu öðrum í strætisvagni. Fyrr í gær skutu palestínskir skæruliðar Ísraelsmann til bana á Vesturbakkanum. Þá fannst í gær brunnið lík ísraelsks landnema í ruslagámi á Vesturbakkanum og er talið að hann hafi orðið fórnarlamb herskárra Palestínumanna. Sprengju- tilræði í Ísrael Jerúsalem. AP. AÐSKILNAÐARHREYFING Tamíla á Sri Lanka hefur fallið frá kröfu sinni um sjálfstætt ríki tamíla í norðausturhluta eyjunnar. Anton Balasingham, aðalsáttasemjari tamíltígranna svokölluðu, greindi frá þessu í gær en þá lauk fyrstu lotu frið- arviðræðna sem hófust fyrir til- stilli Norðmanna. Balasingham sagði í gær að tamílar hefðu lagt kröfu sína um eigið ríki til hliðar en í stað- inn stæðu vonir þeirra til þess að tryggja sér sjálfstjórn í þeim hluta landsins þar sem þeir eru í meirihluta. Þykir yfirlýsing hans marka tímamót og glæða vonir um að takist að binda enda á 20 ára langt borgara- stríð á Sri Lanka. „Krafa okkar um eigið land- svæði felur ekki í sér myndun sjálfstæðs ríkis,“ sagði Balas- ingham en fyrstu lotu friðarvið- ræðnanna lauk í gær. Þeim verður fram haldið í október. Talið er að um sextíu þúsund manns hafi á undanförnum 20 árum fallið í átökum milli tamíl- tígranna og stjórnarhersins í landinu, sem skipaður er sinhölum en meirihluti íbúa á Sri Lanka er sinhalar. G.L. Peiris, aðalsamninga- maður stjórnarinnar í Col- ombo, fagnaði yfirlýsingu Bal- asinghams. Sagði hann að nú yrði unnið að samkomulagi sem fæli í sér einhvers konar sam- stjórn þjóðabrotanna tveggja. „Við getum náð sátt sem ekki klýfur landið í tvennt ef við högum viðræðum okkar á rétt- an hátt,“ sagði hann. Falla frá kröfu um sjálf- stætt ríki Sattahip í Taílandi. AFP.  Sögulegar/24

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.