Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 27
FIMMTUDAGSTILBOÐ
DÖMUSANDALAR
Suðurlandsbraut
Sími 533 3109
Opið
mán.-fös. kl. 12-18
laugardaga kl. 10-16
Teg: EUR203327
Litur: Svart
Str: 36 - 41
Verð nú 2.995
Verð áður 4.995
ALLIR AÐRIR SKÓR
MEÐ 30% AFSLÆTTI
BANGLADESH-danski lista-
maðurinn Ruhul Amin Kajol sýnir
nú götulistaverk á bílastæði við
Norræna húsið og teikningar og
skissur í anddyri þess.
Eftir tilurð Pakistan var ákveðið
að landsmál þar yrði urdu. Í aust-
urhluta Pakistan, nú Bangladesh,
töluðu um 95% landsmanna bangla.
Í kringum þetta byggðist upp mót-
mælahreyfing sem barðist fyrir
rétti sínum til að tala bangla sem
þykir með afbrigðum blæbrigðaríkt
tungumál. Bangla á sér ríka hefð og
er sjöunda mest talaða tungumál í
heiminum. 21. febrúar 1952 voru
fimm manns skotnir í þessari bar-
áttu. Þeim var reist minnismerki og
í lok fimmta áratugarins varð það
að hefð að 21. febrúar voru málað
götumálverk í minningu þeirra á
strætin umhverfis minnismerkið.
Máluð voru þjóðleg munstur í hvít-
um lit. Kajol er fæddur 1956 og
hefur því sennilega ekki tekið þátt í
þessum mótmælum á sínum tíma,
en eigi að síður eru götulistaverk
hans sem ávallt eru máluð á götuna
sjálfa, rakin aftur til þessara at-
burða.
Í rúman áratug hefur Kajol mál-
að verk sín á götur í ýmsum lönd-
um en hann er nú búsettur í Dan-
mörku. Verk hans virðast snúast
um frelsisbaráttu, baráttuna fyrir
hlutverki fegurðar, lista, lita, gleði,
hamingju í samfélaginu. Staðsetn-
ing þeirra á götunni, undir fótum
okkar, sendir þau skilaboð að listin
eigi ekki að vera í háum höllum og
lokuðum sölum, heldur mitt á meðal
okkar. Kajol málar einnig málverk
sem sýnd eru í hefðbundnum lista-
sölum en götulistaverkin virðast
leika mikilvægara hlutverk í list
hans.
Hér sem oftar stöndum við
frammi fyrir þessari eilífu spurn-
ingu um hvernig við eigum að fara
að því að gera listina hluta af lífi
okkar allra. Margir listamenn
reyna á allan hátt að ná til almenn-
ings, með því að setja list sína upp í
opinberu rými, á götum úti, eða
með því að einfalda verk sín, gera
þau aðgengileg og öllum skiljanleg.
Aðrir kjósa frekar að skapa lista-
verk sem tengjast þróun listasög-
unnar eða fela í sér afstöðu eða
ádeilu. Þeir skapa þá gjarnan verk
sem eru aðeins skiljanleg þeim sem
þekkja listasöguna eða lögmál list-
heimsins og reyna ekki endilega að
ná til fjöldans.
Ruhul Amin Kajol en einn þeirra
listamanna sem kýs að vinna ein-
föld verk sem allir skilja. Götu-
listaverk hans eru hvorki flókin né
valda þau miklum heilabrotum. Þau
geta í besta falli verið góðlátleg
áminning til okkar sem alltaf horf-
um niður í götuna og gleymum að
líta upp og sjá fegurð lífsins í
kringum okkur. Hann fær börn og
fullorðna til liðs við sig við útfærslu
verkanna en hlutverk þeirra virðist
þó takmarkast við að fylla út í fyr-
irfram ákveðna litafleti frekar en að
vera beinlínis skapandi. Á endanum
hafa þó allir tekið þátt í ákveðnu
listrænu ferli.
Ég kemst ekki hjá því að bera
saman verk Kajol og amerísku
listakonunnar Holly Hughes sem
unnið hefur hér á landi í rúmt ár. Í
starfi sínu virkjar hún íbúa smárra
samfélaga til listsköpunar og um-
hugsunar um umhverfi sitt, með
það að markmiði að koma auga á
kosti umhverfisins. Verk Hughes
koma fyrst og fremst til móts við
fólkið sjálft, umhverfi þess og hug-
arheim. Verkin verða til í raunveru-
legri samvinnu þar sem allir aðilar
eru skapandi afl, verkin verða ekki
til án fólksins, staðarins, sögunnar.
Þótt það sé jákvætt í sjálfu sér
að reyna að vinna list sína fyrir og
með öllum almenningi og götulista-
verk Kajols lífgi sannarlega upp á
bílastæðið við Norræna húsið og
komi vegfarendum á óvart nær það
samt ekki mikið lengra en að vera
skreytilist. Myndefni þess tengist
ekki umhverfi sínu þótt það sé unn-
ið á staðnum og í samstarfi við ís-
lensk börn. Það er kannski ástæðan
fyrir því að verkið nær ekki að
verða mikið meira en tímabundið
skraut, það nær ekki að tengjast
umhverfinu á sterkan hátt heldur
minnir á litríkt fiðrildi sem hefur
slæðst hingað óvart. Það lífgar upp
á tilveruna, sem er góðra gjalda
vert, en ristir ekki djúpt.
Sumargestur á bílastæði
MYNDLIST
Norræna húsið, bílastæði og
anddyri
Til 22. september. Anddyri Norræna
hússins er opið mán. til lau. frá kl. 8-17
en sunnudaga frá kl. 12-17.
GÖTUMÁLVERK OG SKISSUR,
RUHUL AMIN KAJOL
Ragna Sigurðardóttir
Götumálverk Ruhul Amin Kajol
á bílastæði Norræna hússins.
Í HÚSI málaranna á Eiðistorgi
hjalda listakonurnar Rúna Gísladóttir
og Messíana Tómasdóttir tvær að-
skildar sýningar. Báðar hafa listakon-
urnar verið bæjarlistamenn Seltjarn-
arness, Rúna árið 2000 og Messíana
árið 2001.
Rúna Gísladóttir sýnir olíumál-
verk, flest byggð á fantasíulandslagi
þar sem himinn, fjöll og vatn úr ólíku
landslagi blandast saman á einum
myndfleti. Landslagið er því nokkuð
furðulegt á að líta, en þar sem lista-
konan brýtur lítið upp með mismun-
andi áferð og heldur sig við samskon-
ar efnistök, þ.e. lausa pensildrætti,
sætta augun sig fljótlega við óvenju-
legt samspil landslagsformanna.
Í yfirsetuherberginu sýnir Rúna
smáar klippimyndir (collage) sem
landslagsmálverkin virðast spunnin
út frá. Einnig sýnir hún málverk af
flöskum sem hún hefur unnið eftir
teikningum 6 ára barna. Oft á tíðum
heldur hún myndefni sínu innan af-
markaðs svæðis á fletinum, þ.e. að
formin flæða ekki út í jaðarinn, og
málar ramma umhverfis þau líkt og
Jóhannes Jóhannesson gerði í mörg-
um af abstraktmálverkum sínum.
Sýna myndirnar hugmyndaheim
listakonunnar frekar en eftirmyndir
af landslagi, eða eins og breski teikn-
arinn James Jeffreys sagði á átjándu
öldinni þegar hann var skammaður
fyrir að hafa hlutföll í ójafnvægi,
„Myndir mínar eru ekki eftirlíkingar
(imatative), þær eru skapandi (creat-
ive)“.
Verk Messíönu Tómasdóttur eru af
allt öðrum toga en Rúnu og reyndar
ólík því sem hingað til hefur verið til
sýnis í Húsi málaranna. Eru það ein-
litir (mónókróm) skúlptúrar, míni-
malískir útlits, sem krefjast meiri
rýmishugsunar að hálfu listamanns
en í hefðbundinni málaralist. Mess-
íana leggur út með rauðan lit og túlk-
ar hann á þrjá vegu, sem dyggðir,
dauðasyndir og vatn lífsins. Verkin
eru abstrakt, smíðuð í plexígler og
byggjast á hringformi og einfaldri
litafræði þar sem rauður litur hverfur
í litleysur. „Dyggðirnar“ eru eina
veggverkið. Það eru þrjú hringform
sem hanga samhliða á vegg, eitt blóð-
rautt sem lýsist svo í bleikt og hverfur
að lokum í hvítt eða tómt. „Dauða-
syndirnar sjö“ sýnir Messíana í sjö
mjóum rörum sem síga úr lofti niður á
gólf frá blóðrauðu yfir í svart eða
myrkt. Vatn lífsins setur hún fram í
súlulaga vösum á gólfinu. Er vatn í
vösunum bætt með rauðu litarefni
sem hverfur að lokum í glært eða
tært. Síðasti vasinn eða súlan stendur
utan sýningarrýmisins og beinir
þannig athygli að innanhúsarkítekt-
úrnum á Eiðistorgi, en þar standa
rauðar burðarsúlur. Verkið dregur
því umhverfið inn í sýningarrýmið og
svo öfugt. Ekki er ég sannfærður um
að einföld mínimalísk útfærslan skili
því biblíulega þema sem Messíana
tengir rauða litnum. Standa verkin
prýðilega sem óhlutbundin rýmisverk
þar sem sýningargestur getur upplif-
að þau eftir eigin tilfinningu fyrir
formum, lit og rými.
Ólíkir heimar
MYNDLIST
Hús málaranna
Sýningin er opin á fimmtudögum til
sunnudags frá kl. 14–18 og lýkur 22.
september.
MÁLVERK OG SKÚLPTÚR
RÚNA GÍSLADÓTTIR OG
MESSÍANA TÓMASDÓTTIR
Jón B.K. Ransu
Málverk Rúnu Gísladóttur, „Hrimhvíta móðir“.
„Dauðasyndirnar sjö“ í túlkun
Messíönu Tómasdóttur.