Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.09.2002, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 29 Á SÍÐASTA vefriti fjármálaráðuneytisins um mánaðamótin eru settar fram tölur um opinber framlög til heilbrigðismála. Þar kemur fram að fram- lögin séu hæst á Íslandi þegar borin eru saman OECD-lönd. Enda þótt Ísland sé meðal þeirra hæstu kemur þetta ekki heim og saman við þær upplýsingar sem LSH hefur lagt fram á fundum í nefndum Al- þingis undanfarna daga. Skýringin virðist e.t.v. liggja í því að út- reikningar í vefritinu taki hluta af fé- lagslegri þjónustu, svo sem við aldr- aða, inn í sínar forsendur. Þá er einnig rétt að benda á að margar leiðir eru til að bera saman útgjöld af þessu tagi milli landa og virðist sjón- arhorn vefritsins vera óhagstæðara Íslendingum en flest önnur sem koma til álita. Á þessu þarf því að fást nánari skýring, m.a. vegna þess að tölur úr vefritinu hafa verið gerð- ar að fréttaefni á Stöð 2 og víðar og ýmsir hafa orðið til þess að vitna í þessar tölur þegar rætt er um fjár- framlög og fjárskort í heilbrigðis- málum. Fleiri skýringar kunna að vera á þessu. Samanburður á kostnaði milli landa er mjög erfiður og því verður að vara við því að tölum sé slengt inn í umræðuna án þess að fyrirvörum sé skýrt haldið til haga og að öðru leyti reynt að gæta jafnvægis í allri framsetningu. OECD gefur út mikið talnaefni um heilbrigðismál og hefur einmitt nýlega kynnt nýja útgáfu, OECD Health Data 2000. Þetta efni geta menn skoðað með því að fara inn á heimasíðu OECD: www.oecd.org. Algeng- ast er að bera saman heilsuútgjöld milli landa sem hlutfall af landsframleiðslu og er þetta gert í töflu 1 í fréttatilkynningu OECD. Þar kemur fram að við erum nokkru fyrir ofan með- altal á þennan mæli- kvarða en alllangt frá toppnum eins og þekkt hefur verið meðal þeirra sem fylgst hafa með þessum málaflokki. Árið 1998 er umrætt hlutfall t.d. 8,3% bor- ið saman við slétt 8% að meðaltali í OECD. Árið 2000 hefur hlutfallið reyndar hækkað í 8,9% meðan með- altalið hefur haldist óbreytt. Þótt hækkunin hafi verið þetta mikil eru enn fimm lönd með meiri útgjöld til heilbrigðismála en Ísland; Bandarík- in, Sviss, Kanada, Þýskaland og Frakkland. Mikil hækkun hlutfallsins á árinu 2000 vekur reyndar grunsemdir um að eitthvað óvenjulegt hafi verið á ferðinni á því ári. Er hugsanlegt að villa hafi slæðst inn í flokkun útgjald- anna, sbr. það sem nefnt var hér á undan, eða gæti óvenjulega sterk staða krónunnar á þessu ári leikið hér eitthvert hlutverk? Þetta þarf að brjóta til mergjar á yfirvegaðan hátt áður en því er slegið föstu að við séum efst á lista OECD-þjóða yfir eyðslusemi á heilbrigðissviðinu. Einnig vekur athygli í áðurnefndri töflu að raunútgjöld til heilbrigðis- mála á mann hér á landi hafa aukist hægar að jafnaði undanfarin tíu ár en að meðaltali í OECD. Þannig juk- ust útgjöldin á Íslandi um 2,9% að meðaltali á árabilinu 1990–2000 í stað 3,3% í OECD. Þetta stangast nokkuð á við efni í síðari hluta grein- arinnar í vefritinu. Fyrir vikið er ástæða til að óska eftir vandaðri greinargerð um þennan samanburð þar sem leitast er við að skoða og greina slíkar samanburðartölur frá öllum hliðum. Sterkar raddir heyrast nú í þjóð- félaginu um að við eigum að auka framlög okkar til sjúkrahúsanna, dvalar- og hjúkrunarheimila, heilsu- gæslunnar o.fl. Margir vilja gera slíkt með breyttri forgangsröðun og telja að heilsa, hjúkrun og lækningar borgaranna eigi að hafa forgang um- fram ýmsar aðrar framkvæmdir og þjónustu ríkisins. Þá er gjarnan gripið til samanburðar við önnur lönd. Áreiðanlegar tölur sem byggð- ar eru á sambærilegum forsendum eru höfuðnauðsyn í þeirri umræðu. Ólafur Örn Haraldsson Heilbrigðismál Samanburður á kostn- aði milli landa, segir Ólafur Örn Haraldsson, er mjög erfiður. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Misvísandi tölur um fjárframlög Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt Mörkinni 3, sími 588 0460 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt ?GæðiáNettov e rð i. .. ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 AÐ GLÆSILEGU DÖNSKU VISSIR ÞÚ fást aðeins hjá okkur og kosta minna en þig grunar! I N N R É T T I N G A R N A R OG FULLKOMNU ÍTÖLSKU E L D U N A R T Æ K I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.