Morgunblaðið - 19.09.2002, Qupperneq 44
KIRKJUSTARF
44 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÁ ER vetrarstarf Hafnarfjarð-
arkirkju hafið og er starfsemin fjöl-
breytt og eykst ár frá ári og starfs-
fólk hennar og sóknarnefnd leitast
við að bjóða upp á eitthvað við allra
hæfi.
Tímamót í starfi.
Hinn 1. september síðastliðinn lét
Natalía Chow af störfum sem org-
anisti og kórstjóri kirkjunnar og í
stað Natalíu hefur verið ráðin Ant-
onia Hevesi.
Hinn 1. september urðu einnig
nokkrar breytingar hjá prestum
Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Gunnþór
Ingason hélt þá í námsleyfi og mun
hann dvelja við nám og rannsóknir í
Wales á Bretlandseyjum fram á
næsta sumar. Við störfum sem sókn-
arprestur tók sr. Þórhallur Heim-
isson, en sr. Þórhildur Ólafs mun
starfa sem prestur kirkjunnar á
vetri komanda.
Foreldramorgnar.
Á hverjum fimmtudagsmorgni
hittast foreldrar ungbarna í safn-
aðarheimilinu milli kl. 10 og 12 og
eiga saman notalega stund. Er þessi
starfsemi sérstaklega ætluð for-
eldrum í fæðingarorlofi og öðrum
sem eru heimavið með ungbörn.
Barna- og unglingakórar.
Helga Loftsdóttir stjórnar barna-
og unglingakórum Hafnarfjarð-
arkirkju. Barnakórinn æfir alla
mánudaga frá 17–18 og unglinga-
kórinn á fimmtudögum frá 17–19.
Kórarnir syngja í öllum fjöl-
skyldumessum, en líka á kóramótum
bæði innan og utan bæjar.
Átta til níu ára starf.
Á fimmtudögum frá kl. 17–19
koma saman krakkar á aldrinum
átta til níu ára í safnaðarheimilinu
og eiga góða stund með leiðtogum
sínum. Krakkarnir föndra, fara í
leiki syngja og skemmta sér saman í
góðra vina hópi og stundum er sleg-
ið í pitsuveislu þegar tækifæri gefst
til.
Tíu til tólf ára starf.
Á þriðjudögum frá kl. 17–19 er
æskulýðsstarf fyrir tíu, ellefu og tólf
árabörn í safnaðarheimilinu. Margt
er gert sér til gamans eins og í átta
til níu ára starfinu og eru allir
krakkar á þessum aldri velkomnir.
ÆSKÓ – Æskulýðsfélög Hafn-
arfjarðarkirkju.
Á vegum kirkjunnar hefur um
árabil verið boðið upp á mikið og
fjölbreytt æskulýðsstarf. Á þriðju-
dögum frá 17–19 er sérstakt æsku-
lýðsstarf ætlað fermingarbörn-
unum. Sömu daga frá kl. 20–22
starfar æskulýðsfélag 14–16 ára
krakka. Og einu sinni í viku, á
sunnudagskvöldum, hittast 16–20
ára félagar í safnaðarheimilinu.
Starfið er öllum opið. Það er alltaf líf
og fjör í æskulýðsstarfinu.
Sunnudagaskólar í kirkju og
Hvaleyrarskóla.
Sunnudagaskólinn er kominn á
fulla ferð. Er hann haldinn um leið
og almenn guðsþjónusta, og þá í
safnaðarheimilinu kl 11. Koma börn-
in fyrst með fullorðna fólkinu til
kirkju, en undir fyrsta sálmi fara
þau með leiðtogum sínum í safn-
aðarsalinn. Þar eru sagðar sögur,
farið í leiki, sungið og margt sér til
gamans gert. Öll börn fá límmiða og
safnmöppu. Eftir stundina er síðan
hressing borin fram í safnaðarheim-
ilinu. Á sama tíma er líka haldinn
sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla.
Einu sinni í mánuði er svo haldin
fjölskylduguðsþjónusta þar sem báð-
ir sunnudagaskólarnir sameinast í
Hafnarfjarðarkirkju. Þá taka prest-
arnir líka þátt og boðið er til veislu.
Fermingarstarf.
Fermingarstarfið hófst með guðs-
þjónustu hinn 8. september. Kennt
er alla daga vikunnar nema mið-
vikudaga enda sækir mikill fjöldi
fermingarbarna fræðsluna. Sr. Þór-
hildur og sr. Þórhallur annast
fræðsluna að venju. Undir lok sept-
ember fara fermingarbörnin og
prestarnir í sólahrings ferðalag í
Vatnaskóg þar sem hópurinn hrist-
ist vel saman. Börnin taka síðan þátt
í safnaðarstarfinu í vetur að venju.
Boðið er upp á æskulýðsstarf tengt
fermingarbörnunum sérstaklega.
Einnig verða haldnir fræðslufundir
fyrir foreldra fermingarbarnanna
þegar líður á haustið.
Fræðslustarf.
Fullorðinsfræðsla hefur alltaf ver-
ið mikil á vegum Hafnarfjarð-
arkirkju og fastur liður í vetr-
arstarfinu. Í vetur verður haldið
áfram með hjónanámskeiðin sem um
5.500 manns hafa tekið þátt í frá
árinu 1996. Því miður er nú full-
bókað á öll námskeið haustsins.
Skráð verður á ný eftir áramót.
Einnig verður boðið upp á fræðslu-
námskeið um Biblíuna og kristna trú
í október, og í nóvember verður
haldið námskeið undir heitinu „Frá
Móse til Múhammeðs“ í samvinnu
við Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar.
Sömuleiðis verða haldin margs kon-
ar fræðslukvöld um fjölskylduna,
vímuefnavandann og málefni ung-
linga í tengslum við ferming-
arstarfið. Allar nánari upplýsingar
er hægt að fá hjá kirkjuþjónum.
Kvenfélag.
Við kirkjuna er starfandi kven-
félag sem heldur reglulega fundi yf-
ir vetrartímann. Sigrún Sigurbjarts-
dóttir formaður þess veitir
upplýsingar um félagið í síma
555 1356.
AA-fundir.
Haldnir eru AA-fundir þrisvar í
viku í safnaðarheimilinu, sunnudaga
kl. 11–12, mánudaga kl. 20–21 og
miðvikudaga kl. 20–21.
Kyrrðarstundir.
Kyrrðarstundir eru haldnar á
miðvikudögum frá 12–12.30 í kirkj-
unni eða kapellu safnaðarheimilis-
ins. Eru þetta ákaflega gefandi
stundir þar sem friður og næði gefst
til að hlaða sjálfan sig í erli dagsins.
Boðið er upp á léttan hádegisverð
eftir stundina í góðum félagsskap.
Kirkjukórinn.
Kórinn æfir alla þriðjudaga frá kl.
20–22. Kórfélagar skiptast á að
syngja í guðsþjónustum en einnig
eru haldnir tónleikar bæði að hausti
og vori. Farið er í æfingarbúðir og
ferðalög, aðrir söfnuðir og kórar
heimsóttir og auk þess er boðið upp
á þjálfun í söng. Allir sem áhuga
hafa á að taka þátt í starfi kórsins
geta sett sig í samband við Antoniu
Hevesi, organista og kórstjóra kirkj-
unnar, í síma 864 2151. Sérstaklega
er óskað eftir fleiri karlaröddum og
altröddum.
Poppmessur og gospelmessur.
Einu sinni í hverjum mánuði yfir
vetrarmánuðina eru haldnar guðs-
þjónustur með óhefðbundnu sniði að
kvöldi dags. Um er að ræða vísna-
messur, poppguðsþjónustur, dæg-
urlagamessur og goðpelguðsþjón-
ustur. Fjölmargir listamenn koma
að þessum stundum. Mikill fjöldi
kirkjugesta hefur líka sótt þær í
gegnum tíðina og yfirleitt er kirkjan
sneisafull á þessum kvöldum. Hinn
6. október verður haldin popp- og
dægurlagamessa þar sem Hjörtur
Howser og hljómsveit annast söng
og leik. Á kristniboðsdaginn, 10.
nóvember, verður gospelmessa, en
þá syngur kór kirkjunnar gospellög
undir stjórn Antoniu Hevezi. Eftir
gospelmessuna bjóða ferming-
arbörn til kökuhlaðborðs sem er víð-
frægt um Hafnarfjörð. Þessar mess-
ur hefjast kl. 20.30.
Sálgæsluviðtöl.
Margt fólk sækir heim viðtalstíma
presta Hafnarfjarðarkirkju. Veita
prestarnir margs konar ráðgjöf og
stuðning í málefnum sem snerta
bæði einstaklinga og fjölskyldur.
Öllum er frjálst að leita til prestanna
og ekki er gert að skilyrði að menn
séu í þjóðkirkjunni. Viðtalstímar
prestanna eru: Sr. Þórhallur Heim-
isson, sími 555-4166, farsími: 891-
7562. Mán.: kl. 13–14.30, þri.: kl.
11.30–13, mið.: kl. 10–11.30 og eftir
samkomulagi.
Sr. Þórhildur Ólafs, sími 555-
4166, farsími 694-8655. Mið.: kl. 17–
18.30, fim.: kl. 11.30–13, föst.: kl.
11.30–13 og eftir samkomulagi.
Krýsuvíkurkirkja
Hinn 13. október næstkomandi
verður haldin guðsþjónusta í Krýsu-
víkurkirkju. Slík guðsþjónusta hefur
verið haldin reglulega á vori og
hausti undanfarin ár. Prestur, org-
anisti og kór frá Hafnarfjarð-
arkirkju annast guðsþjónustuna. Í
lok guðsþjónustunnar verður hin
fagra altaristafla Krýsuvíkurkirkju
eftir listmálarann Svein Björnsson
tekin niður og flutt til Hafnarfjarð-
arkirkju. Þar mun hún hafa vet-
ursetu fram á komandi vor.
Samvera eldri borgara
í Laugarneskirkju
NÚ hefjum við gönguna saman,
eldri borgarar í Laugarneskirkju,
og komum til okkar fyrsta fundar í
dag kl. 14.
Þar mun sr. Bolli Gústavsson,
fyrrum vígslubiskup, lesa úr verkum
sínum og rifja upp æviminningar.
Að dagskrá lokinni er boðið upp á
kaffi og meðlæti. Samverur eldri
borgara eru í Laugarneskirkju ann-
an hvern fimmtudag alla vetrarmán-
uðina. Umsjón þeirra er í höndum
þjónustuhóps safnaðarins, kirkju-
varðar og sóknarprests. Verið vel-
komin í gott og upplífgandi sam-
félag.
Vetrarstarf
Hafnarfjarðarkirkju
Morgunblaðið/Sverrir
Hafnarfjarðarkirkja og Tónlistarskóli Hafnarfjarðar.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
14–17 í neðri safnaðarsal.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12
í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14–16 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu
14a.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Léttur málsverður í safnaðarheimili að
stundinni lokinni.
Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20.
Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg-
unn kl. 10–12. Herdís Storgaard kemur og
fræðir um öryggi barna heima fyrir. Allir for-
eldrar velkomnir.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel milli
kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altaris-
göngu lokinni er léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og innihalds-
ríkt. Fyrsta samvera eldri borgara á nýju
starfsári kl. 14. Samveran er í umsjá þjón-
usthóps Laugarneskirkju, kirkjuvarðar og
sóknarprests. Að dagskrá lokinni er boðið
upp á veitingar. Kynningarfundur kl. 20 um
Alfa-námskeið. Námskeiðið stendur í 10
vikur og er í raun heimboð safnaðarins þar
sem hverjum sem vill er boðið að koma,
njóta skemmtilegs samfélags og fræðslu
um kristna trú og tilgang lífsins. Upplýsing-
ar gefur sóknarprestur í s. 820-8865. Allt
fólk velkomið á kynningarfundinn án nokk-
urra skilmála. (Sjá síðu 650 í Textavarpi).
Neskirkja. Nedó – unglingaklúbbur. 8.
bekkur kl. 17, 9. bekkur og eldri kl. 20.
Svenni og Hans.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu-
dag kl. 10–12.
Digraneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–
12. Fyrsta samvera vetrarstarfsins. Bæna-
stund kl. 12.10. Unglingakór Digranes-
kirkju kl. 17–19.
Fella- og Hólakirkja. Biblíu- og Helgistund í
Gerðubergi kl. 10–12. Þorvaldur Halldórs-
son kemur í heimsókn.
Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–
12. Fræðandi og skemmtilegar samveru-
stundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt
á könnunni, djús og brauð fyrir börnin.
Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Húsaskóla
og Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30.
Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í
Grafarvogskirkju kl. 20–22.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30.
Seljakirkja. Alfa-námskeið kl. 19.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl.
22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deg-
inum í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram
áhyggjur sínar og gleði. Bænarefnum má
koma til presta kirkjunnar og djákna.
Hressing í safnaðarheimilinu eftir stund-
ina.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn
og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar-
heimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús
fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13.
Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra
með ung börn að koma saman í notalegu
umhverfi og eiga skemmtilega samveru-
stund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag
kl. 17.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–
12 ára kl. 16.30–18.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10
mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Sr.
Kristján Björnsson. Kl. 16 æfing hjá Litlum
lærisveinum, hópur I. Kl. 17 æfing hjá
Litlum lærisveinum, hópur II. Guðrún Helga
Bjarnadóttir kórstjóri.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu
verði í Safnaðarheimili eftir stundina.
Safnaðarstarf
FRÉTTIR
FAGDEILD um upplýsingatækni í
hjúkrun, sem er deild innan Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
heldur í dag námstefnu um hag-
nýta upplýsingatækni fyrir heil-
brigðisstarfsfólk sem ber yfir-
skriftina Í dagsins önn á Grand
hótel Reykjavík Sigtúni 38. Hefst
hún kl. 9.
„Á námstefnunni koma fram 11
fyrirlesarar sem munu fjalla um
fjölbreytt svið innan upplýsinga-
tækni í hjúkrun. Upplýsingatækni
í hjúkrun er fræðigrein sem hefur
verið skilgreind sem sambland af
tölvunarfræði, upplýsingafræði og
hjúkrunarfræði. Tilgangur og
markmið deilarinnar er að auka
þekkingu hjúkrunarfræðinga og
efla samstarf þeirra um hönnun,
þróun og notkun upplýsingatækni í
hjúkrun,“ segir í fréttatilkynningu.
Námstefna um
hagnýta upp-
lýsingatækni
DAGANA 21. og 22. september gefst
fólki kostur á að taka þátt í hrossa-
smölun og stóðréttum í Austur-
Húnavatnssýslu með heimamönn-
um. Í Skrapatungurétt, sem er nyrst
í Laxárdal í A-Hún, hefur verið smal-
að 800-1.000 hrossum undanfarin
haust.
Á laugardag verður hrossunum
smalað norður Laxárdal. Gestum er
boðið að taka þátt í þeirri smala-
mennsku. Mæting er á Strjúgsstöð-
um um kl. 9:30 og riðið verður í gegn-
um Strjúgsskarð inn í Laxárdal, þar
sem að slegist verður í för með
gangnamönnum. Smalar koma að í
Kirkjuskarðsrétt í Laxárdal milli kl.
13 og 14 og er þar gert hlé á hrossa-
rekstrinum. Bílvegur liggur alveg
fram að Kirkjuskarðsrétt, þannig að
þeir sem að vilja koma á einkabíl og
fylgjast með hafa tök á því. Eftir
stundarhlé verður rekið áfram norð-
ur í Skrapatungurétt. Það er gífur-
lega spennandi að taka þátt í og
fylgjast með þessum rekstri á svo
stórri hrossahjörð, sem er sú stærsta
á Íslandi, segir í fréttatilkynningu.
Á laugardagskvöld verður grill-
veisla í reiðhöllinni á Blönduósi.
Borðhald hefst kl. 20, en opið hús
verður til kl. 23. Stóðréttardansleik-
urinn verður í Félagsheimilinu á
Blönduósi í beinu framhaldi af mat-
arveislunni í reiðhöllinni. Á sunnu-
dag hefjast réttarstörf kl. 10 og
standa fram eftir degi.
Stóðréttir
í Skrapa-
tungurétt
Í TILEFNI af alþjóðadegi Alzheim-
erssjúklinga gengst Félag áhugafólks
og aðstandenda Alzheimerssjúklinga
og annarra minnissjúkra fyrir fjöl-
breyttum og upplýsandi fræðslufundi
um málefni minnissjúkra.
Fundurinn verður haldinn í húsa-
kynnum Pharmanor Hörgstúni 2,
Garðabæ, á alþjóðadaginn, laugar-
daginn 21. september nk. Fundurinn
hefst kl. 13 og er áætlað að honum
ljúki kl. 16.
Á fundinum verða flutt fjögur er-
indi. Flytjendur eru meðal færustu
einstaklinga sem fjalla um málefni
minnissjúkra.
Smári Pálsson taugasálfræðingur
fjallar um mun eðlilegrar gleymsku
og Alzheimerssjúkdómsins. Hanna
Lára Steinsson félagsráðgjafi lýsir
þeim úrræðum sem fyrir hendi eru
fyrir minnissjúka. Jón Snædal yfir-
læknir ræðir um Alzheimerssjúkling-
inn undir stýri og vísindamenn frá Ís-
lenskri erfðagreiningu upplýsa það
nýjasta í svari við spurningunni
„Hvað getur erfðafræðin sagt okkur?
– erfðaráðgjöf“. Halldór Torfason og
félagar taka lagið og gleðja fundar-
gesti með söng sínum. Fundarstjóri
verður Soffía Egilsdóttir félagsráð-
gjafi.
Fundurinn er opinn öllu áhuga-
fólki.
Fræðslufundur
um Alzheimer
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 11 1839198½
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42 kl. 20.00.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Prédikun: G. Theodór Birgisson.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is
Í kvöld kl. 20.00: Lofgjörðar-
samkoma. Majór Inger Dahl
stjórnar. Brigader Ingibjörg
Jónsdóttir talar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Samkoma í kvöld kl. 20.00
í Suðurhlíðarskóla, Suðurhlíð
36, 105 Reykjavík.
Pier Piersson, lofgjörðarleið-
togi úr Vineyard-kirkju í Stokk-
hólmi, leiðir lofgjörð og predikar.
Allir hjartanlega velkomir.
Uppl. í síma 564 4303.
Vineyard christian
fellowship international.
mbl.is
ATVINNA