Morgunblaðið - 19.09.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 19.09.2002, Qupperneq 50
DAGBÓK 50 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mána- foss, Tensho Maru no 78 og Merike koma í dag, Helgafell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hrafn kom í gær, Selfoss fór frá Straumsvík í gær, Barði fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 mynd- mennt. Árskógar 4. Kl. 9–12 op- in handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa, kl. 10–16 pútt. Sviðaveisla verður 11. október. Hjördís Geirs skemmtir. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 13 bókband. Félagsvist á morgun kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánudaga og fimmtu- daga. Fimmtud.: Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bóka- safnið, kl. 15–16 bóka- spjall, kl. 17–19 æfir kór eldri borgara í Damos, línudans byrjar 5. okt. kl. 11. Námskeið í postulíns- málun byrjar 18. nóv. Uppl. og skráningar: Svanhildur s. 586 8014 e.h. Félagsstarfið, Furugerði 1. Í dag kl. 9 smíðar og útskurður, leirmunagerð og alm. handavinna, kl. 9.45, verslunarferð í Austurver, kl. 13.30 boccia. Enn eru laus pláss á námskeið í leir- munagerð. Á morgun verður messa kl. 14, prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, Furugerð- iskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guð- mundsdóttur. Allir vel- komnir. Furugerði 1 og Norð- urbrún 1. Haustlitaferð á Þingvelli verður farin fimmtudaginn 26. sept- ember, lagt af stað frá Norðurbrún 1 kl. 12.45, síðan teknir farþegar í Furugerði 1. Kaffiveit- ingar í Hótel Valhöll. Ek- ið verður í gegnum Grímsnes og Hellisheiðin heim. Leiðsögumaður Tómas Einarsson. Skráning í síma 568 6960 Norðurbrún og síma 553 6040 Furugerði. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, kl. 14–15 söngstund. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Púttað er annan hvern fimmtud. á Korpúlfsstöðum kl. 10, og annan hvern fimmtu- dag er leikin keila í Keilu í Mjódd. Uppl. í s. 545 4500, Þráinn Haf- steinsson. Félag eldri borgara, Kópavogi. Almennur fé- lagsfundur verður í fé- lagsheimilinu Gullsmára, laugard. 21. september kl. 14. Benedikt Dav- íðsson, form. LEB, ræðir kjaramál og samskipti við stjórnvöld. Starfsemi og stefnumál félagsins verða einnig á dagskrá. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Leirnámskeið byrjar 23. sept. og snyrti- námskeið 30. sept. Trésmíði, nýtt og notað, byrjar 30. sept. kl. 14. Handavinnuhornið. Fimmtud. kl. 13 leikfimi karla. Spænskan byrjar föstud. 27. sept. Búta- saumur byrjar 3. okt. og postulínsmálun 10. okt. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30, glerskurður kl. 13. Opið hús kl. 14 í boði Lyfju, kynnt inntaka lyfja og ýmis þjónusta og einnig fræðsla um beinþynn- ingu og beinþéttnimæl- ingu og tónlist: Ólafur B. og Ingibjörg, kaffi og meðlæti. Biljardstofan opin virka daga kl. 13.30– 16 skráning í Hraunseli, s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Fimmtudag- ur: Aðalfundur Brids- félags FEB kl. 13, spilað á eftir. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Fyrirhugað er að halda námskeið í framsögn ef næg þátttaka fæst. Leið- beinandi Bjarni Ingvars- son. Upplýsingar á skrif- stofu FEB. Haustlitaferð að Þingvöllum 28. sept- ember. Nesjavallavirkj- un heimsótt. Kvöldverð- ur og dans í Básnum. Leiðsögn Pálína Jóns- dóttir o.fl. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Silf- urlínan er opin á mánu- dögum og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa fé- lagsins er flutt í Faxafen 12, s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ás- garði, Glæsibæ. Upplýs- ingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 10 leik- fimi. Samkvæmisdansar byrja 10. okt. Mál- verkasýning Gerðar Sig- fúsdóttur er opin virka daga frá kl. 13–16 til 31 okt. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, um- sjón Lilja G. Hallgríms- dóttir, djákni Fella- og Hólakirkju, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin, m.a. servéttumynd- ir o.fl. Á morgun kl. 16 verður opnuð myndlist- arsýning Brynju Þórð- ardóttur, Gerðuberg- skórinn syngur, Vina- bandið spilar. Veitingar í Kaffi Bergi. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–15, kl. 9.30 keramik og leir- mótun, kl. 13 ramma- vefnaður, gler og postu- línsmálun, kl. 17 myndlist, kl. 17.15 kín- versk leikfimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, gömlu dansarnir byrja kl. 19 fimmtud. 10. okt. Lyfja hf. verður með fræðslu um notkun lyfja í Gullsmára föstudaginn 20. sept kl. 14.45. Kaffi- veitingar. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og keramik, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, ath. ekki verður leiðbein- andi í dag, kl. 14 fé- lagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13–16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 kóræfing og mósaík. Jóganámskeið hefst mánud. 23. sept. kl. 10.30–11.30 einnig verður kennt á miðvikud. 10.30– 11.30 skráning í s. 562 7077. Haustlitaferð verður miðvikud. 25. sept. kl. 10. Farmiðar óskast sóttir fyrir mánud. 23. sept. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 glerskurður, körfugerð og morg- unstund og boccia, kl. 13 handmennt og spilað. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Tafl kl. 19.30. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánudaga og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Karlakórinn Kátir karl- ar hefur æfingar á þriðjudögum kl. 13 í Fé- lags- og þjónustu- miðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri Úlrik Ólason. Tekið við pöntunum í söng í s. 553 5979 Jón, s. 551 8857 Guðjón eða s. 553 2725 Stefán. Digraneskirkja Kirkju- starf aldraðra, starfið hefst með ferðalagi þriðjud. 24. sept. Farið verður með Guðrúnu Ás- mundsdóttur á slóðir Einars Benediktssonar, lagt af stað frá kirkjunni kl. 13 áætluð heimkoma kl. 22. Skráning hjá Önnu s. 554 1475. Í dag er fimmtudagur 19. sept- ember, 262. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Því að þeim, sem hef- ur, mun gefið verða, og frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða, jafnvel það sem hann hefur. (Mark. 4, 25.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 kalsi, 4 mæla, 7 klúra, 8 skjóllaus, 9 gutl, 11 svelg- urinn, 13 at, 14 þverspýt- unnar, 15 ávöl hæð, 17 aða, 20 ambátt, 22 afkom- enda, 23 gól, 24 korns, 25 líkamsæfing. LÓÐRÉTT: 1 blökkumaður, 2 reyna, 3 einkenni, 4 háð, 5 missa marks, 6 hinn, 10 dýrin, 12 nytsemi, 13 þrír eins, 15 hæfa, 16 sveitirnar, 18 sívalningur, 19 nemum, 20 skordýr, 21 ferskt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fjöruborð, 8 rofið, 9 ansar, 10 jór, 11 totta, 13 glata, 15 stafs, 18 ógnar, 21 nes, 22 klaga, 23 öngul, 24 flækingur. Lóðrétt: 2 jafnt, 3 ryðja, 4 bjarg, 5 rústa, 6 brot, 7 brúa, 12 tif, 14 lag, 15 sekk, 16 aðall, 17 snakk, 18 ósönn, 19 neglu, 20 rell. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... ALDREI í sögunni hafa jarðarbú-ar þurft að muna eins mörg leyninúmer og lykilorð og nútíma- maðurinn. Hann þarf leyninúmer fyrir farsímann, debetkortið, kredit- kortið og heimabankann. Sjálfur þarf Víkverji líka að muna leyninúmer til að kveikja á tölvunni í vinnunni, ræsa forrit og opna tölvupóstinn. Hann þarf leyninúmer til að komast inn á líkamsræktarstöðina sína, númerið á talnalásnum fyrir skápinn í ræktinni og svona mætti lengi telja. x x x Eftir því sem leyninúmer og lyk-ilorð eru notuð oftar því betur festast þau í minninu og hægt er að auðvelda sér lífið með því að nota sem oftast sömu nöfnin og númerin. Þegar hvorugt á við er hætt við að þessar töfraformúlur nútímans fest- ist alls ekki í minnisfrumunum. Það fékk Víkverji að reyna í sumar eftir að hann varð fyrir því óláni að glata debetkortinu sínu. Eins og reglur gera ráð fyrir hringdi hann strax í bankann og lét loka kortinu. Nokkr- um mínútum síðar fannst kortið aftur en það hafði á dularfullan hátt komist í vasa á jakka sem Víkverji taldi sig ekki hafa notað í marga mánuði. Hvernig kortið komst í jakkavasann upplýstist aldrei fullkomlega en Vík- verji var engu að síður ánægður með fundinn. Verra var að hann gleymdi alveg að hringja í bankann og láta opna aftur fyrir kortið. Hann mundi reyndar alls ekki eftir að hafa lokað kortinu fyrr en síðar um daginn þeg- ar afgreiðslumaður í bókabúð til- kynnti hátt og snjallt að debetkort Víkverja væri vákort og gerði það upptækt á stundinni. Aftur hafði Víkverji samband við bankann, í þetta skiptið til að óska eftir nýju debetkorti. Það var auðsótt mál en beiðni Víkverja um að fá aftur gamla leyninúmerið var umsvifalaust hafnað – leyninúmerið væri leyndar- mál sem aðeins eigandinn sjálfur mætti vita. Þegar Víkverji fékk nýja debetkortið nokkrum dögum síðar þuldi hann leyninúmerið nokkrum sinnum í hljóði þar til hann taldi það greypt í huga sér, henti síðan bréf- snifsinu með leyninúmerinu í ruslið og gekk rakleiðis að næsta hrað- banka. Þar komst hann að því að hann hafði steingleymt nýja leyni- númerinu. Ekki var annað að gera en að hringja aftur í bankann og óska eftir nýju leyninúmeri. Enn og aftur lagði Víkverji nýtt leyninúmer á minnið en komst fljótlega að því að bankinn hafði sent vitlaust leyninúm- er, a.m.k. gekk það ekki að kortinu. Aftur var hringt í bankann en þar sem Víkverji var á þessum tíma í sumarleyfisferðum vítt og breitt um landið var hann án leyninúmers fyrir debetkortið tæplega mánuð. Þetta skapaði svo sem engin stórkostleg vandræði. Hann tók bara pening út í gamaldags bankaútibúum og keypti bensín á þjónustustöðvum. Vissulega varð af þessu svolítill aukakostnaður enda bensínið dýrara og bankarnir tóku nokkra hundraðkalla í þjón- ustugjöld. Þegar síðasta leyninúmer- ið komst loks í hendur Víkverja ákvað hann að taka enga áhættu. Hann stimplaði það inn í farsíminn sinn, dulbúið sem sjö stafa símanúm- er hjá kunningja. Nú er bara að vona að hann gleymi ekki hvað þessi ímyndaði kunningi heitir! 1. Rf3 Rf6 2. d4 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 d6 5. e4 0–0 6. Be2 e5 7. 0–0 Rc6 8. d5 Re7 9. Rd2 a5 10. Hb1 Bd7 11. b3 Kh8 12. a3 Reg8 13. b4 axb4 14. axb4 Re8 15. c5 f5 16. f3 Rgf6 17. Rc4 Rh5 18. g3 Ref6 19. Hf2 De7 20. b5 dxc5 21. b6 c6 22. d6 De8 23. Ra4 fxe4 24. Rxc5 exf3 25. Bxf3 Bf5 26. Hb3 Ha1 27. Ha3 Hb1 28. Hb3 Ha1 29. Rxb7 Be6 30. Rba5 e4 31. Be2 Rg4 32. Hf1 Hxf1+ 33. Dxf1 Bd4+ 34. Kg2 Ein af uppáhaldsbyrjun- um Zigurds Lanka með svörtu er kóngsindversk vörn og heldur hann tryggð við hana sama hvað á dynur. Í stöðunni hafði hann svart gegn hinum sterka stór- meistara Ljubomir Ftacník á opna Hamborgarmótinu 2001. 34... Hxc1! 35. Dxc1 Df8!! Þótt ótrúlegt megi virðast er sókn svarts ill- stöðvanleg enda f2-reiturinn illa varinn. Framhaldið varð: 36. De1 Rf2! 37. g4 Rf4+ 38. Kg3 Rh1+ 39. Dxh1 Rxe2+ og hvítur gafst upp enda mát bæði eftir 40. Kg2 Df2+ 41. Kh3 Rf4# og 40. Kh4 Dh6#. 6. skák Hreyfilsein- vígisins hefst kl. 16.00 í dag í Þjóðarbókhlöðunni. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÉG vil mótmæla því að Leiðarljós sé tekið út af dagskrá og í staðinn sé sýndur fóbolti. Það er fjöldi manns sem horfir á Leiðarljós og er ekki sátt við að missa af þættinum. Mætti ekki sýna fótboltann á öðrum tíma? V.S.B. Níð á tónleikum Á TÓNLEIKUM Quar- ashi 12. sept. sl. hitaði hljómsveitin XXX Rott- weiler upp. Á tónleikunum komu þeir því á framfæri að mesti glæpahundur þjóðarinnar væri Árni Johnsen og létu svo salinn taka undir níðsöng um Árna. Ég átti krakka á þess- um tónleikum og voru þeir miður sín vegna þessa þegar þeir komu heim. Undrar það mig að að- standendur tónleikanna skuli ekki hafa stoppað þetta af. Móðir. Hækkun bóta til bóta EF ellilífeyrir og bætur örorkuþega og laun verka- fólks myndu hækka um 100% mundi hagnaður fyrirtækja hér á Íslandi ekki vera ósvipaður. Er ekki kominn tími til að huga að verkalýðs-, ör- orku- og öldrunarmálum? Jón Trausti Halldórsson. Tapað/fundið Reiðhjól í óskilum GARY Fisher-fjallahjól er í óskilum í miðbænum. Upplýsingar í síma 896 3141. Stálarmband í óskilum STÁLARMBAND með gylltum stöfum merkt Re- bekka fannst í nágrenni Þjóðskalasafns. Upplýs- ingar í síma 695 0943. Barnabakpoki í óskilum BARNABAKPOKI, Lion King, grænn og rauður, fannst á göngustíg fyrir ofan Skógrækt ríkisins á Mógilsá. Upplýsingar í síma 557 5312 og 515 4500. GSM-sími í óskilum GSM-sími fannst í ná- grenni Langholtsskóla. Upplýsingar í síma 588 6838. Týndir geisladiskar FÖSTUDAGINN 6. sept. lagði fjölskylda úr Breið- holti af stað norður í réttir og við brottför lagði móð- irin geisladiskahulstur of- an á toppinn á bílnum á meðan hún var að raða í bílinn og uppgötvaðist það ekki fyrr en á leiðinni norður. Þeir sem hafa fundið geisladiskahulstur með u.þ.b. 25 diskum í vin- samlega hafi samband í síma 862 0637. Dýrahald Hnoðri er týndur HNOÐRI sást síðast laug- ardaginn 31. ágúst fyrir utan heimili sitt í Köldu- kinn 5. Hnoðri er 3ja ára grár fress með svarta ól með silfurmerki með nafni og síma. Hann er mjög blíður og svarar nafni. Hans er sárt saknað og þeir sem geta gefið upp- lýsingar um Hnoðra hafi samband í síma 660 7863. Fress vantar heimili Ársgamlan fress vantar heimili. Hann er bröndótt- ur með hvíta snoppu, kvið og loppur. Mjög kelinn og hefur þegar verið geltur. Uppl. í síma 860 4173. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Leiðarljós og fótbolti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.