Morgunblaðið - 19.09.2002, Side 53

Morgunblaðið - 19.09.2002, Side 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 53 Skráning er í síma 565-9500 Hraðlestrarnámskeið Viltu margfalda afköst í námi? Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Næsta hraðlestrarnámskeið hefst þriðjud. 24. september HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h . i s MEL B hefur viðurkennt að hafa reynt að fremja sjálfsmorð þegar hún var fjórtán ára. Kryddpían seg- ir í hispurslausri sjálfsævisögu sinni, „Catch a Fire“, frá því að hún hafi átt við þunglyndi að stríða á ung- lingsárunum. „Ég veit ekki hvar ég fékk þá hugmynd að taka inn of stóran skammt af lyfjum,“ segir í bók- inni. Þar kemur fram að Mel hafi skipulagt sjálfs- morðstilraunina nokkrar vikur fram í tímann. Hún hafði skrifað sjálfsmorðsbréf sem var svo- hljóðandi: „Mér líkar ekki við vini mína eða skólann. Ég hata pabba og hann skilur mig ekki.“ Það var pabbi Mel sem hafði keypt töfl- urnar anadin plus sem hún tók inn eina í einu á meðan hún horfði á sjálfa sig í speglinum og tárin streymdu niður kinnarnar. Til allrar hamingju bjargaði móðir hennar henni. Hún var með mikinn höf- uðverk og kom inn í herbergi Mel til að leita að verkjatöflum. Hún fór með Mel á sjúkrahús og stúlkan ældi alla leiðina. Mel B reyndi að fyrirfara sér Leitin að hamingjunni (Pursuit of Happiness) Gamanmynd Bandaríkin, 2001. Skífan VHS. 97 mín. Öllum leyfð. Leikstjórn: John Putch. Aðal- hlutverk: Frank Whaley og Annabeth Gish. MIÐJUMOÐIÐ virðist loða sterkar við rómantísku gaman- myndina en aðrar kvikmynda- greinar, að minnsta kosti þegar litið er til þess sem verið er að gera í dag í þeim efnum. Hér er ein slík með- almynd á ferðinni, en hún lýsir barn- ingi tveggja vina við hamingjuleit. Þetta eru þau Alan og Marissa sem verið hafa nánir vinir frá æsku, en þegar þau lenda bæði í mikilli krísu á fertugsaldri fara þau að líta hvert annað öðrum augum. Það er leikstjórinn John Putch sem leikstýrir myndinni, og er stíllinn látlaus og jarðbundinn. Hann fær áhorfendur auðveldlega til að detta inn í líf þessara tveggja persóna um stundarkorn, en framvindan býr ekki yfir nein- um sérstökum frumlegum sveifl- um. Frekar er hægt að mæla með annarri mynd eftir sama leik- stjóra, sem er gerð í sama látlausa stílnum, kom út nýlega á mynd- bandi og nefist Valerie Flake. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Róman- tískt miðjumoð Söngur Brians Brian’s Song Íþróttadrama Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (91 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn John Gray. Aðal- hlutverk Mekhi Pfifer, Sean Maher, Ben Gazzara. ÞAÐ kemur stundum (reyndar of oft) fyrir að maður botnar hreinlega ekkert í af hverju sumar myndir eru gerð- ar. Þessi er ein þeirra. Ekki það að hún sé svona alvond. Nei, hún er bara ein af þessum endur- gerðum sem manni finnst ein- hvern veginn al- gjörlega tilgangs- lausar. Ekki nóg með að þessi sanna saga, af vináttu tveggja ruðningskappa, hins hvíta Brians Piccolo og Gale Sayers, hafi þegar verið sögð í mynd með James Ca- an og Billy Dee Williams frá árinu 1971, heldur eru hún sláandi lík annarri sem sögð var í öllu stærri mynd sem hét Remember The Tit- ans og skartaði Denzel Wash- ington. Held að það væri nær að nýta krafta þessa annars hæfi- leikaríka fólks er að myndinni kemur til annarra og frumlegri hluta – því þótt endurvinnsla sé í flestum tilvikum af hinu góða þá er ekki svo þegar listsköpun á borð við kvikmyndagerð er annars vegar. Skarhéðinn Guðmundsson Þið munið hann Brian alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.