Morgunblaðið - 19.09.2002, Page 54

Morgunblaðið - 19.09.2002, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐLEGIR Stuttmyndadagar íReykjavík voru haldnir dagana 5. til9. september. Hátíðin er nú haldin ítíunda sinn, en í ár var sú breyting gerð að hafa hátíðina með alþjóðlegu sniði og sýna þar stuttmyndir eftir erlenda leikstjóra, m.a. verðlaunamyndir frá Cannes og Sun- dance-hátíðinni. Metnaðarfull dagskrá var skipulögð, efna átti til málþings í tengslum við dagskrána með þátttöku erlendra skipuleggj- enda og leikstjóra sem komu til að vera við- staddir hátíðina. Aðsókn á Stuttmyndadaga var hins vegar mjög dræm og var málþing sem efna átti til á laugardeginum m.a. fellt niður af þeim sökum. Síðastliðinn sunnudag birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Arnar Eggert Thoroddsen þar sem ýmislegt er varðar kynningu og fram- kvæmd hátíðarinnar er gagnrýnt. Segir Arnar að svo virðist sem skipulagning hafi verið í ólestri á hátíðinni, og nefnir sem dæmi að að- standendur hátíðarinnar hafi ekki verið við- staddir afhendingu verðlauna að dagskrá lok- inni og að verðlaunagögn hafi ekki legið fyrir. Þá telur Arnar að illa hafi verið staðið að kynn- ingu dagskrárinnar og nefnir sem dæmi að upplýsingar hafi ekki legið fyrir um sigurveg- ara hátíðarinnar að henni lokinni, almennt hafi hátíðin verið lítt sýnileg og að bæklingar með dagskrárliðum hafi ekki verið til staðar fyrr en í umfjöllun er birtist í Fókus þegar dagur var liðinn af hátíðinni. Af frásögnum að dæma hafi oft verið að meðaltali 3–5 áhorfendur á sýn- ingum. Stuttmyndadagar nutu opinberra styrkja m.a. frá Reykjavíkurborg, menntamálaráðu- neytinu, Kvikmyndasjóði Íslands og Media- áætlun Evrópusambandsins og minnir Arnar á í greininni að það sé á ábyrgð skipuleggjenda slíkra verkefna að vel sé að öllum þáttum staðið þegar farið er með opinbert fé. Þá hljóti fram- kvæmd Stuttmyndadaga óhjákvæmilega að skaða ímynd íslenskra hátíða út á við, en við- stödd voru m.a. Adeline Le Dantec frá sam- bandi evrópskra kvikmyndahátíða og Uwe Penker hjá Stutt- og hreyfimyndahátíðinni í Dresden í Þýskalandi. „Að sjálfsögðu er ekki hægt að skella allri skuldinni á aðstandendur hvað það varðar. En sannarlega hefði verið hægt að halda mun betur á spöðunum, a.m.k. hefði verið hægt að vinna kynningarstarfið og hugmyndavinnuna sem því fylgir af meiri fag- mennsku þannig að menn hefðu getað unað sáttir við sitt framlag,“ segir Arnar Eggert í grein sinni. Staðsetningin erfið Morgunblaðið hafði samband við Jóhann Sigmarsson, forsvarsmann Suttmyndadaga, og innti hann eftir því hvað hefði farið úrskeiðis við kynningu og framkvæmd hátíðarinnar í ljósi hinnar dræmu aðsóknar og annarra þátta er nefndir eru í grein Arnars Eggerts. Svaraði Jóhann því að prentuð hefðu verið veggspjöld og að fjallað hefði verið um hátíðina í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Aðsóknin hefði hins vegar verið dræm og mætti þar e.t.v. um kenna staðsetningu hátíðarinnar í Tjarn- arbíói og Bæjarbíói í Hafnarfirði. Upphaflega hefði verið gert ráð fyrir að hátíðin yrði í Regn- boganum en samningar um það ekki náðst. „Ég hafði gert munnlegan samning við Björn Sig- urðsson hjá Regnboganum fyrir ári um að há- tíðin fengi þar aðstöðu gegn því að greiða kvik- myndahúsinu helminginn af miðasölutekjum. Fjórum vikum fyrir hátíðina breyttist þetta og vildi Regn- boginn þá fá greiddar 1,5 millj- ónir króna í leigu fyrir tvo minnstu salina í þann tíma sem hátíðin stæði yfir. Það var alveg óraunhæft verð fyrir okkur, þetta eru 40 og 65 manna salir og engan veginn mögulegt að ná upp í það með miðasölu.“ Þá segir Jóhann að áður hafi Regnboginn beðið um að hátíðin yrði frá fimmtu- degi til sunnudags í stað þess að hefjast á föstudegi, sem hefði kallast betur á við um- fjöllun sem fyrirhuguð var í Fókus. „Ég hefði e.t.v. átt að aflýsa hátíðinni þegar þetta var orðið ljóst en það var of seint, ég var búinn að eiga í samskiptum við erlenda aðila um ákveðnar tímasetningar. Ég leitaði síðan til Sambíóanna, um að fá leigðan einn sal í Há- skólabíói og var uppsett leiguverð 850 þúsund krónur en leigan var 150 þúsund krónur í fyrra. Ég ákvað því að fara þá leið að notast við Bæj- arbíó og Tjarnarbíó og bjóða upp á rútuferðir í Hafnarfjörðinn. Mér finnst það stóralvarlegt mál að vera alveg upp á markaðsbíóin kominn með svona verkefni, forgangsatriðið hjá þeim er bara næsta stórmynd. Það vantar algjörlega óháð kvikmyndahús í Reykjavík, sem getur sinnt metnaðarfullum verkefnum á sann- gjarnan hátt,“ segir Jóhann. Ólafur H. Torfason, kvikmyndagagnrýnandi og rithöfundur, hefur fylgst náið með þróun Stuttmyndadaga sem kvikmyndahátíðar og í ár var fyrirhugað að hann annaðist málþing í tengslum við hátíðina. Hann var því spurður hvað hann teldi að hafi farið úrskeiðis í ár. „Það þurfti einfaldlega að fella málþingið niður því það var enginn mættur. Það kom mér satt að segja á óvart hversu illa hátíðin var sótt, en ég held að ekki megi vanmeta þá vinnu sem Jóhann Sigmarsson hefur lagt í að byggja upp þessa hátíð. Það var verulega flott efni á hátíð- inni sem hefði að öllu jöfnu átt að draga að fólk. Ég held að staðsetning hátíðarinnar hafi ráðið nokkru þar um, menn eru ekki vanir að fara í þessi bíó og margir virðast setja það fyrir sig að gera sér leið í Hafnarfjörðinn til að sækja svona hátíð. Það má heldur ekki gleyma því að það er eðli hátíða af þessu tagi að eitthvað rask- ist í dagskránni og að ýmislegt komi upp á í svona verkefnum,“ segir Ólafur. Aðspurður hvers vegna svo seint hafi verið gengið til samninga um endanlegt leiguverð á sölum Regnbogans segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kvikmyndasviðs Norður- ljósa sem rekur bíóið, þá Jóhann einfaldlega ekki hafa náð samningum. „Við ræddum saman fyrir ári og myndi ég ekki segja að þar hafi ver- ið um munnlegan samning að ræða því við vor- um ekki farnir að ræða neinar upphæðir, fjölda mynda eða neitt slíkt. Ég lýsti yfir áhuga á að koma að verkefninu og myndum við ræða það betur síðar. Þegar kom að því að semja endanlega um þetta fjórum vikum fyrir hátíðina var Jóhann kominn heim frá Berl- ín, þar sem hann býr, en þá voru hugmyndir Jóhanns um verð og fjölda sala einfaldlega ekki raun- hæfar fyrir okkur. Það var einfald- lega of langt á milli sjónarmiða okkar og ákváðum við því að slíta viðræðum strax, til að Jóhann hefði svigrúm til að leita annað.“ Björn segir ekki rétt að hann hefði farið fram á 1,5 milljónir króna fyr- ir aðstöðuna. „Ef reiknaður er kostnaður bíósins við að leggja til aðstöðu til slíkrar hátíðar, má telja hann á aðra milljón. Ég var hins vegar tilbúinn að fara niður í tæpa milljón. Ég hafði mikinn áhuga á að taka þátt í verkefninu en hins vegar ber mér að reka mínar einingar svo að við séum ekki að borga með þeim, því miður. Á þessum tíma vorum við á fullu við að undirbúa þá spænsku kvik- myndahátíð sem er í gangi núna og höfum við átt mjög gott samstarf við þá aðila,“ segir Björn. Aðspurður seg- ir Þorvaldur Árnason for- stöðumaður kvikmyndadeild- ar Sambíóanna þá tölu sem Jó- hann nefnir ekki endurspegla beint þá leigu sem Há- skólabíó myndi almennt setja upp fyrir hátíð á borð við Stutt- myndadaga, hún geti orðið mun lægri sé fyr- irvarinn til að ráðstafa sölum hússins nægileg- ur. „Þegar Jóhann kom að máli við okkur voru aðeins um tvær vikur í að hátíðin hæfist, og höfðum við þegar ráðstafað okkar sölum. Það hefði verið mjög dýrt að breyta þeim fyrirætl- unum og var einfaldlega ekki hægt með svo stuttum fyrirvara nema með miklum tilkostn- aði. Hefði Jóhann komið til okkar fyrir ári hefð- um við eflaust getað samið um sanngjarnt verð,“ segir Þorvaldur. Bráðabirgðaaðild að samtökum kvikmyndahátíða Einn meðlima dómnefndar um íslensku verðlaunamyndirnar á hátíðinni, sem Morg- unblaðið hafði samband við, segir nokkurt reiðileysi hafa ríkt við verðlaunaafhendinguna sem fram fór á sunnudegi hátíðarinnar. Jóhann Sigmarsson hafi hvergi verið að finna og nauð- synleg gögn til verðlaunaafhendingarinnar, hafi vantað. Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, hafi komið til athafnarinnar í stað borgarstjóra en farið skömmu síðar þegar reiðileysið blasti við. „Við höfðum í raun ekki fengið nein gögn send um hvernig athöfnin átti að fara fram, og myndi ég því segja að upplýsingamiðlunin hafi ekki verið sem skyldi. En aðsóknin var sorg- lega dræm á myndirnar, stundum var enginn í salnum og sjaldnast fleiri en nokkrir gestir,“ segir einn af þremur meðlimum dómnefnd- arinnar. Þegar Jóhann Sigmarsson er spurður hvað sé hæft í því að forsvarsmenn hafi „skrópað“ við verðlaunaafhendingu en setið þess í stað „að sumbli“ á Naustinu eins og segir í grein Arnars Eggerts, segir hann að um hátíð- arkvöldverð fyrir erlenda gesti hátíðarinnar hafi verið að ræða, og þar hafi hann tafist. Seg- ir hann það hafa verið ákveðið fyrirfram að einn starfsmaður hátíðarinnar, Jón Sæmundur Auðarson, yrði á staðnum og sæi um verð- launaafhendinguna. „Kvöldverðurinn var inni í ákveðinni fjárhagsáætlun og var engum stór- fjármunum eytt í hann,“ segir Jóhann. Fjármagninu sem hátíðin hafði úr að spila var að sögn Jóhanns varið í að greiða starfs- mönnum hátíðarinnar laun, borga fyrir aðstöðu fyrir starfsmenn og hátíðina og prentun á veggspjöldum. Þá kosti á bilinu 500 til 700 þús- und að flytja inn erlenda kvikmynd til sýningar hér. „Við höfðum lagt mikla vinnu í að skipu- leggja hátíðina, og kom ég hingað í sumar gagngert til þess að sinna hátíðinni auk þess að hafa verið í samskiptum við erlenda aðila sl. vetur,“ segir Jóhann. Stuttmyndadagar hlutu vilyrði fyrir 10.000 evra úthlutun frá Mediaáætlun Evr- ópusambandsins og verður sá styrkur af- hentur síðar að lokn- um ákveðnum forms- atriðum. „Sá styrkur mun fara í það að borga upp skuldir há- tíðarinnar, sem mynd- uðust vegna þess að það keypti sig enginn inn á myndirnar. Fyrir hátíð- ina fengum við 500 þús- und krónur frá Reykja- víkurborg, og var sú upphæð lækkuð um 100 þúsund krónur frá því í fyrra þrátt fyrir að hátíðin hafi í raun vaxið á þessu tímabili. Af því fóru 350 þúsund krónur í verðlaunafé, sem er sú fasta upphæð sem við höfum veitt á Stuttmyndadögum. Aðrir op- inberir styrkir voru 250 þúsund krónur frá menntamálaráðuneytinu og 250 þúsund frá Kvikmyndasjóði.“ Þegar Jóhann er að lokum spurður hvort hann telji að það hvernig hátíðin fór fram skaði ímynd hennar út á við segist hann ekki telja svo vera. „Stuttmyndadagar eru þegar komnir með bráðabirgðaaðild að samtökum evrópskra kvikmyndahátíða, og eigum við von á staðfest- ingu á aðildinni fljótlega. Sú aðild er skilyrði fyrir styrkúthlutun úr sjóði Media-áætlunar- innar og virðist skipulagning hátíðarinnar að minnsta kosti hafa mætt þeirra kröfum,“ segir Jóhann. Jóhann Sigmarsson svarar gagnrýni á Stuttmyndadaga „Vantar óháð kvikmyndahús“ Verðlaunamyndin A Very Very Silent Filmeftir Manish JHA er ein þeirra mynda semfóru framhjá þjóðinni. Jóhann Sigmarsson heida@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir  Kvikmyndir .com  DV Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 6. Síðasta sýning Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 14.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Yfir 14.000 MANNS Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.40 B.i. 14. Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.  HL Mbl „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl  HK DV  Radíó X Yfir 14.000 MANNS „meistaraverk sem lengi mun lifa“  ÓHT Rás 2 i l i li Sýnd kl. 5 og 8. B. i. 14.Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i. 12 ára. kl. 4.45, 7.30 og 10.10.  Kvikmyndir .com  DV Sýnd kl. 8. The Sweetest Thing Sexý og Single i l miðaverð aðeins 350 kr! STUTTMYND  HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 4 og 4.30. Sýnd með íslensku tali. Ný Tegund Töffara  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.