Morgunblaðið - 04.10.2002, Page 1

Morgunblaðið - 04.10.2002, Page 1
232. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 4. OKTÓBER 2002 SVÍINN Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna í Írak, kynnti í gær á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna samkomulagið sem náðist við stjórn Saddams Husseins Íraksforseta í vik- unni um framkvæmd eftirlitsins. Blix fer í dag til Washington þar sem hann hittir m.a. Colin Powell utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Blix sagði nefndina ekki geta náð árangri í Írak nema full samstaða næðist í örygg- isráðinu um valdsvið og umboð eft- irlitsnefndarinnar til að leita að ger- eyðingarvopnum. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær vilja mynda öflugt bandalag þjóða sem gerðu sér grein fyrir þeirri hættu sem stafaði af Saddam. „Hernaðarárás er síðasti kosturinn sem ég vel, ekki sá fyrsti. En Saddam verður að skilja og Sameinuðu þjóð- irnar verða að vita að vilji [banda- rísku] þjóðarinnar er sterkur,“ sagði forsetinn í gær. Er Blix kom af fundi öryggisráðs- ins í gærkvöldi sagði hann að ráðið réði því hvort og hvenær vopnaeft- irlitsmenn færu til Íraks. „Ég vona að biðin verði ekki löng,“ sagði hann. „Við getum farið þangað eins fljótt og raunhæft er. En það kæmi ekki vel út, ef við hæfum eftirlit og síðan kæmi fram ný tilskipun sem breytti umboð- inu,“ sagði Blix. Ari Fleischer, tals- maður Bush, sagði í gær að færu eft- irlitsmennirnir til Íraks án þess að öryggisráðið væri búið að samþykkja nýja ályktun með hertum skilyrðum gagnvart Íraksstjórn myndu þeir verða eins og „ferðamenn í útsýnis- ferð“ og starf þeirra því gagnslaust. Bush vill að öryggisráð SÞ sam- þykki ályktun þar sem m.a. séu settar fram kröfur um óheftan aðgang eft- irlitsmanna að stöðum sem núverandi ályktanir ná ekki yfir. Er ekki síst átt við fjölmargar hallir Saddams sem eru sumar geysistórar og ná lóðirnar yfir samanlagt 31,5 ferkílómetra svæði með yfir þúsund byggingum. Rökstuddur grunur er um að Írakar noti hallirnar og húsakynni öryggis- sveita til að fela birgðir af efna- og sýklavopnum og búnað í tengslum við vopnin. „Stórkostlegt“ ef Saddam yrði velt úr sessi Ríkin fimm, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, eru klofin í afstöðu sinni til nýrrar ályktunar um Írak. Bretar fylgja Bandaríkjamönnum að málum en Kínverjar, Rússar og Frakkar hafa lýst andstöðu við nýja ályktun. Hvöttu Kínverjar í gær til þess að eftirlitsnefndin færi sem fyrst af stað og SÞ reyndu að leysa málið með friðsamlegum hætti. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hefur stutt Bush dyggilega í deilunum. Hann sagði á þingi Verka- mannaflokksins í gær að markmiðið væri að tryggja að Saddam afhenti öll gereyðingarvopn sem hann réði yfir. Það gæti gerst með friðsamlegum hætti ef Írakar létu undan kröfunum en gerðu þeir það ekki yrði að beita hervaldi. Blair sagði að það væri ekki endilega markmið hans að velta Saddam úr sessi, eins og stjórn Bush vill. En færi svo yrði það „stórkost- legt ... ekki síst fyrir írösku þjóðina,“ sagði forsætisráðherrann. Blix segir einingu SÞ skilyrði fyrir vopnaeftirliti Tony Blair leggur áherslu á að markmiðið sé að fjarlægja gereyðingarvopn Saddams Reuters Bush Bandaríkjaforseti hvatti til þess í ræðu í gær að bandarískum fyr- irtækjum yrði gert kleift að kaupa tryggingar gegn hermdarverkum. Washington, New York, London. AP, AFP. BRANDENBORGARHLIÐIÐ í Berlín var afhjúpað í gær eftir tveggja ára viðgerð við hátíðlega athöfn að viðstöddum Gerhard Schröder kanslara, Klaus Wowe- reit borgarstjóra og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hliðið var reist árið 1791, kop- arvagninn fræga ber hér í hvolf- þakið á þinghúsinu skammt frá. Um milljón manna fagnaði á göt- um þýsku höfuðborgarinnar í gær en þá var þjóðhátíðardagur og þess minnst að rétt 12 ár voru lið- in frá sameiningu þýsku ríkjanna tveggja. George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur vegna óánægju með andstöðu Schröders við stefnu Bandaríkjamanna í málefnum Íraks ekki enn óskað kansl- aranum til hamingju með kosn- ingasigur fyrir skömmu. Bush sendi hins vegar starfsbróður sín- um, Johannes Rau, heillaóskir í tilefni þjóðhátíðardagsins og minnti á nána samvinnu þjóðanna í meira en hálfa öld sem væri traustur grunnur fyrir því að tak- ast á við „ný verkefni“. Reuters Brandenborgarhliðið opnað Ráðgerðu þrjár árásir Qaeda hefðu sent að minnsta kosti 50 manns til þess að taka þátt í sjálfs- morðsárásum gegn Bandaríkjunum og Ísrael. Sjálfur kveðst hann hafa hafnað því að ganga samtökunum á hönd og taka þátt í árásunum. Lögmenn Lindh sögðust vilja kom- ast yfir gögnin til þess að nota sem gögn í máli hans. Þeir héldu því fram að hann hefði verið beittur harðræði meðan á yfirheyrslum stóð. Það var áður en þeir sóttust eftir því að ná samkomulagi um að Lindh játaði öll ákæruatriði um að hafa starfað fyrir talibana. Búist er við því að Lindh verði dæmdur í 20 ára fangelsi. JOHN Walker Lindh, Bandaríkja- maður sem var liðsmaður talibana í Afganistan, segir að árásin á Banda- ríkin hinn 11. september hafi átt að vera sú fyrsta af þremur sem al- Qaeda-samtökin hugðust gera í land- inu á skömmum tíma. Þá kveðst hann hafa hafnað tilboði um að taka þátt í sjálfsmorðssprengjuárás gegn Bandaríkjunum, að því er fram kem- ur í leynilegum gögnum sem sjón- varpsstöðin CNN birti í gær. Um er að ræða gögn sem eru hluti af yfirheyrslu liðsmanna bandarískra sérsveita yfir Lindh, sem var tekinn til fanga þegar Bandaríkjamenn gerðu árás á Afganistan í lok síðasta árs. Einnig er þar að finna gögn sem greina frá yfirheyrslu bandarísku al- ríkislögreglunnar yfir Lindh. Þar kemur fram að hann hafi átt tengsl við liðsmenn al-Qaeda, sem hafi greint frá því að samtökin hefðu í hyggju að gera þrjár árásir í Banda- ríkjunum. Önnur árásin hefði átt að eiga sér stað nærri kjarnorkuveri eða olíu- eða gasleiðslum. Þá hefði efna- vopnaárás komið til greina. Önnur árásin átti að eiga sér stað í nóvember og sú þriðja í upphafi árs 2002, að sögn CNN. Lindh, sem var í æfingabúðum al- Qaeda í nokkrar vikur í Afganistan, greindi í yfirheyrslunum frá því að al- Hryðjuverkin 11. september BRESKIR vísindamenn sögðu í gær fyndnasta brandara í heimi, þegar lokið var umfangs- mestu rannsókn sem gerð hef- ur verið á kímnigáfu. Undan- farið ár hefur fólki hvarvetna í heiminum gefist kostur á að greiða atkvæði um brandara á Netinu með því að nota þar til gerðan „hláturmæli“, auk þess að leggja sjálft fram brandara. Richard Wiseman, sálfræð- ingur við Háskólann í Hert- fordshire í Bretlandi, stjórnaði rannsókninni, en alls voru lagð- ir fram um 40 þúsund brand- arar og um tvær milljónir manna greiddu atkvæði um þá. Auk þess sem rannsóknin leiddi í ljós hvaða brandari höfðaði mest til fólks um víða veröld sýndi hún einnig fram á að kímnigáfa er mjög mismun- andi frá einni þjóð til annarrar. Brandarinn sem fékk flest at- kvæði á heimsvísu var sendur inn af Gurpal Gosall, geðlækni í Manchester, og er svona: Tveir veiðimenn eru úti í skógi þegar annar þeirra hníg- ur niður. Hann virðist hættur að anda og augun í honum eru gljáandi. Hinn maðurinn takur fram farsímann sinn og hringir í neyðarlínuna. Hann segir óða- mála: „Vinur minn er dáinn! Hvað á ég að gera?“ Starfsmað- ur neyðarlínunnar svarar: „Vertu rólegur, ég get hjálpað þér. Fyrst verðum við að vera vissir um að hann sé dáinn.“ Það er þögn um stund, síðan heyrist byssuskot. Veiðimaður- inn kemur aftur í símann og segir: „Ókei. Hvað svo?“ Wiseman segir að margir brandarar hafi þótt fyndnari meðal tiltekinna hópa fólks, en þessi hafi hvarvetna þótt góður. Fyndnasti brandari í heimi London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.