Morgunblaðið - 04.10.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
44 350
KUBUS hillurnar frá Ide møbler
fást í alls kyns útfærslum og miklu
úrvali í Húsgagnahöllinni.
Komdu röð og reglu á hlutina
og njóttu þess að horfa á þá
í KUBUS hillum.
L156 x D36 x H166
Litir: Hlynur, kirsuber og hvítt
Fylgihlutir: Hurðir og skúffur,
ekki innifaldar í verðinu.
Sími 510 8000 • Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • www.husgagnahollin.is
f
a
s
t
l
a
n
d
-
8
3
3
2
KUBUS
Listaklúbburinn Selma
Kjörorðin
eru fræðsla og
félagsskapur
ListaklúbburinnSelma er starf-ræktur á vegum
Listasafns Íslands. Lista-
safnið var stofnað 1884 og
er stærsta safn íslenskra
listaverka. Safnið er þjóð-
listasafn og leggur megin-
áherslu á 19. og 20. aldar
list, íslenska og erlenda.
Það er miðstöð rannsókna,
heimildasöfnunar og
kynningar á íslenskri
myndlist. Í Listaklúbbn-
um Selmu kennir ýmissa
grasa fyrir áhugamenn um
myndlist. Ólafur Torfason
starfar að kynningarmál-
um fyrir Listasafn Íslands
og hann er í forsvari fyrir
Listaklúbbinn Selmu.
Hann svaraði góðfúslega
nokkrum spurningum sem
Morgunblaðið lagði fyrir hann.
Hver er tilurð þessa klúbbs,
segðu okkur eitthvað um forsög-
una og hvers vegna heitir hann
Selma?
„Listaklúbburinn Selma er ein
af nýjungum Listasafns Íslands
til að auka þjónustuna. Slíkir
klúbbar hafa reynst vel við söfn
erlendis og safnið væntir þess að
fólk kunni vel að meta þetta tæki-
færi. Nýlega var opnuð í safninu
fyrsta stóra listasafnsbúðin hér-
lendis með úrvali prentgripa og
listmuna, nýting á húsakynnum
til sýninga er að aukast og staf-
rænn gagnagrunnur safnsins að
opnast gestum.
Klúbburinn er nefndur eftir dr.
Selmu Jónsdóttur listfræðingi
(1917–87) sem var lengi forstöðu-
maður Listasafnsins og öflugur
frumkvöðull í kynningu á mynd-
list hérlendis. Nafnið tengist því
hvorki Selmu sem Björk lék í
Myrkradansara né Selmu Björns-
dóttur sviðsstjörnu eins og sumir
hafa haldið.“
Hver er tilgangur Listaklúbbs-
ins Selmu?
„Annars vegar að auðvelda
fólki að kynna sér betur myndlist
og fylgjast með og hins vegar að
gefa því kost á að hitta aðra með
sameiginleg áhugamál. Slagorðin
eru því „fræðsla og félagsskap-
ur“.
Hverjum þjónar klúbburinn?
„Ég held að hann geti jafnt ver-
ið fyrir unga og aldna, alla sem
vilja kynnast listum og menningu
betur, símennta sig, deila sameig-
inlegum áhugamálum og öðlast
aukna lífsreynslu og lífsfyllingu.“
Nú hefur margt fólk fríðindi
gagnvart Listasafninu, fær t.d.
boðsmiða á allar sýningar. Hvað
meira felst í þátttöku í Selmu?
„Þarna er ólíku saman að jafna.
Fyrir árgjaldið fá klúbbfélagar
boð á foropnanir með leiðsögn og
veitingum og síðan geta þeir kom-
ið eins oft og þeir vilja á allar sýn-
ingar safnsins í heilt ár. Ennfrem-
ur fá þeir afslátt í
safnbúð og kaffistofu,
komast í menningar-
ferðir og fleira. Þetta
er allt ný þjónusta. Það
er mismunandi hve
mörgum hefur hingað til verið
boðið á formlegar opnanir og
stundum eru sýningar opnaðar án
slíkrar viðhafnar. Fastir boðs-
gestir munu eflaust átta sig á að
það hentar þeim ekki síður en
öðrum að vera í Selmu.“
Hvernig skrá menn sig í
Selmu?
„Upplagt er að koma bara á yf-
irstandandi sýningu og fá þar
kynningargögn og umsókn-
areyðublað. Opið er klukkan 11 til
17 alla daga nema mánudaga.
Einnig er hægt að hringja í síma
515 9600, senda tölvupóst í selm-
a@natgall.is eða heimsækja vef-
inn www.listasafn.is.“
Er klúbburinn öllum opinn?
„Já, og margs konar mögu-
leikar eru á aðild á mismunandi
verði. Árskort fyrir einstakling
kostar t.d. 3.500 krónur en fyrir
par 5.000 krónur. Enn lægra ár-
gjald er fyrir fjölskyldufólk,
námsfólk og eldri borgara. Einnig
geta stofnanir, samtök, fyrirtæki
og félög gerst aðilar fyrir 25–
100.000 árgjald og fá þá mismun-
andi mörg árskort og boðsmiða í
staðinn.“
Er eitthvað félagslíf í kringum
Selmu, árshátíðir, grillveislur,
eitthvað annað?
„Auk þess sem klúbbfélagar
hittast á foropnunum verða skipu-
lagðar sérstakar hópferðir fyrir
þá með leiðsögn sérfræðinga á
listasöfn og sýningar erlendis.
Klúbbfélagar geta líka keypt
miða í árlegan hátíðarkvöldverð
klúbbsins í salarkynnum safnsins
við Fríkirkjuveg, gamla
Glaumbæ.“
Hvað fær fólk svo að sjá í Lista-
safninu á næstunni?
„Nú er þar saga ljósmyndar-
innar en um miðjan nóvember
verður opnuð yfirlits-
sýning um það nýjasta
í íslenskri listasögu,
verk eftir listafólk sem
fætt er eftir 1950. Á
næsta ári verða m.a.
tvær sýningar sem vafalítið munu
vekja verulega athygli, á einlita-
verkum Claude Rutault og eftir-
myndum Mike Bidlo. Einnig
verða sýningar á verkum Rögnu
Róbertsdóttur, Ásgríms Jónsson-
ar og Georgs Guðna, yfirlitssýn-
ing um feril Júlíönu Sveinsdóttur,
yfirlitssýning um íslenska mynd-
list á 20. öld og sérstök sýning um
tímabilið 1960–80.“
Ólafur H. Torfason
Ólafur H. Torfason er fæddur
í Reykjavík 1947. Hefur stundað
nám í kvikmyndafræðum, gert
stuttmyndir, útvarps- og sjón-
varpsefni og stundað kennslu,
kynningar, myndlist og ritstörf.
Hann hefur búið í Reykjavík,
Kaupmannahöfn, Stykkishólmi
og á Akureyri og starfar nú fyrir
Listasafn Íslands og Kvikmynda-
sjóð Íslands. Maki er Þorgerður
Sigurðardóttir myndlistarmaður
og eiga þau þrjú börn, Melkorku
Teklu, Torfa Frans og Guðrúnu
Jóhönnu.
Auðveldar að
kynnast betur
myndlist
Þér eruð svo góðar í föndrinu, frú dómsmálaráðherra, gætuð þér ekki kennt mér að búa
til pappírs dugga dugg, ég er með efnið?