Morgunblaðið - 04.10.2002, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VATNSVIRKINN ehf
Ármúla 21 · Sími 533 2020
vatnsvirkinn@vatnsvirkinn.is
MERKILÍMBÖND
Sérstaklega hentug og
þægileg merkilímbönd til
notkunar í lagnakerfum.
Merking og litir samkvæmt
stöðlum RB
Heildsala - Smásala
TIL stendur að lengja svokallaðan
Norðurgarð í vesturhöfn Reykja-
víkurhafnar, þar sem Grandi hefur
aðstöðu sína, um nærfellt helming
með landfyllingum auk þess sem
hann verður breikkaður. Gert er
ráð fyrir að fyrsti áfangi fram-
kvæmdanna kosti á bilinu 6–700
milljónir króna.
Skipulags- og bygginganefnd
Reykjavíkur samþykkti á miðviku-
dag að auglýsa tillögu að deiliskipu-
lagi svæðisins sem gerir ráð fyrir
þessum breytingum en það eru
Arkitektar Gunnar og Reynir sem
hönnuðu skipulagið.
Að sögn Hannesar Valdimarsson-
ar hafnarstjóra verða framkvæmd-
irnar hluti af breytingum sem gera
þarf í tengslum við byggingu tón-
listar- og ráðstefnuhúss á gömlu
Austurhöfninni. „Það þýðir að
Reykjavíkurhöfn þarf að þjappa sér
saman og hugmyndir okkar eru að
breyta svolítið til þannig að Grandi
fái betri aðstöðu en hann hefur
hingað til haft við Norðurgarð. Þá
verður starfsemi, sem núna er í
Austurhöfninni, færð í Vesturhöfn-
ina. Þannig að þetta er hluti af
lengra ferli.“
Heildarkostnaður
yfir milljarð
Hann segir að um talsverða
framkvæmd sé að ræða. „Þarna er
núna hafnarbakki sem er 150 metr-
ar og það á að lengja hann um
næstum því helming upp í tæpa 300
metra. Svo er hann mjór þannig að
það á að nota tækifærið og breikka
hann.“ Af greinargerð með deili-
skipulagstillögunni má ráða að
bakkinn verði breikkaður úr 9,8
metrum í 24 metra.
Alls verður lóð Granda stækkuð
úr rúmlega átta þúsund fermetrum
í tæp 31 þúsund fermetra en að
sögn Hannesar verður heildarfram-
kvæmdinni áfangaskipt. „Í fyrsta
áfanga geta þetta verið fram-
kvæmdir upp á 6–700 milljónir
króna,“ segir hann. „Þegar það er
komið tekur við að breyta annars
staðar þannig að þetta er yfir einn
milljarður króna þegar allt er kom-
ið saman, ekki bara við Norðurgarð
heldur í Vesturhöfninni allri.“
Breytingar á hafnarsvæðinu vegna fyrirhugaðs tónlistarhúss
Tölvumynd/Onno
Tölvugerð þrívíddarmynd af Norðurgarði eins og hann kemur til með að líta út að framkvæmdum loknum. Hér er horft til norðurs frá Faxaskála.
Norðurgarður stækkaður
Reykjavíkurhöfn
ÞAÐ er rólegt andrúmsloft í versluninni við
Vesturgötu 17 í Reykjavík. Þangað kemur fólk
ekki aðeins til að grúska í gömlum skræðum
heldur nota margir tækifærið til að létta á hjarta
sínu við eiganda búðarinnar og annarra starfs-
manna.
„Þetta er náttúrlega eins konar félagsmála-
stofnun líka,“ segir Bragi Kristjónsson, eigandi
fornbókabúðarinnar Bókavörðunnar, í samtali
við Morgunblaðið í tilefni af 25 ára afmælis
verslunarinnar.
„Hingað kemur allskonar fólk, ráðherra-
greyin og þingforsetinn til að létta á sér. Þetta
kemur hingað alveg úrvinda og fer endurnært til
baka.“ Og Bragi og starfsmenn eru meira en til-
búnir til að spjalla. „Það fylgir þessu andrúms-
lofti sem bókin hefur að vera ekki með neitt
stress.“
Geymdi bókalagerinn
á Bessastöðum
Verslunina setti Bragi á laggirnar árið 1977.
„Ég var búinn að vera í sambandi við ýmsa kalla
sem voru á þeim tíma í þessu eins og Sigurð heit-
inn Benediktsson sem var með listmunauppboð í
gamla daga og Helga Tryggvason bókbindara
sem átti 200 tonn af bókum og seldi í áratugi hér
í Reykjavík. Hann geymdi bókalagerinn sinn
suður á Bessastöðum hjá Ásgeiri Ásgeirssyni
forseta. Ég var sjálfur að safna bókum og um-
gekkst þessa kalla, lærði að taka í nefið hjá þeim
og hafa það huggulegt með þeim.“
Sex fornbókabúðir voru starfandi þegar Bragi
ákvað að bæta einni við en nú er aðeins ein
þeirra starfandi auk verslunar Braga. Hann seg-
ist ekki hafa óttast samkeppnina. „Menn óttast
hana ef þeir eru móðursjúkir. Það er bara eðli-
legt að það sé samkeppni í öllum hlutum, hún er
og hefur alltaf verið.“
Verslunin hóf starfsemi sína í litlu, 40 fer-
metra húsnæði á Skólavörðustíg 20. „Við höfum
verið á þremur öðrum stöðum á leiðinni þangað
sem við erum núna því þetta hefur verið smám
saman að stækka.“ Í dag er Bragi svo kominn í
200 fermetra húsnæði.
Hann segir söluna á bókunum ekkert vera að
dala. „Hún hefur aukist aftur seinni árin. Hún
datt dálítið niður um tíma þegar vídeóið var
ungt og tölvurnar voru að drepa allt. En svo er
fólk bara farið að þreytast á þessu kjaftæði í
sjónvörpunum og þessari ómerkilegu afþrey-
ingu í vídeóinu.“
Hann segir einnig spila inn í að bækur séu
orðnar bitastæðari nú en áður. „Forlögin hafa
breytt sinni stefnu og eru komin með miklu
vandaðri hluti en áður. Áður fyrr var þýdda ást-
arsagan afþreying kvenna en nú nota þessar
konur bara spólur í staðinn. Í staðinn hafa bóka-
forlögin þýtt meira af betri ritum og betri skáld-
sögum seinni árin.“
Nýjar tegundir bóka, sem Bragi virðist ekki
vera par hrifinn af, hafa einnig rutt sér til rúms.
„Það er varla hægt að fara út úr rúminu án þess
að lesa sjálfshjálparbók um það hvernig á að
fara út úr rúminu eða með kynlífsleiðbeiningum
og um bakstur og bara um það hvernig fólk á að
koma sér í gegn um daginn. Það er nú aldeilis
aldeilis!“
Inntur eftir því hverjir það eru sem kaupi hjá
honum bækur segir Bragi töluverða sölu til út-
landa til erlendra stofnana og einstaklinga sem
séu að stúdera íslensk fræði og sögu. Eins séu
margir Íslendingar sem séu að safna efni tiltek-
inna bóka, t.d. um ákveðin landsvæði, ættfræði
eða náttúrufræði.
Enn til menn sem
fjárfesta í bókum
Og hinn ástríðufulli bókasafnara sem safnar
bókinni bókarinnar vegna er ennþá til. „Það eru
meira að segja til menn sem fjárfesta í bókum
ennþá þótt það sé orðið erfiðara en áður. Áður
voru málverk og bækur eins konar miðlar til að
geyma í peninga en það er liðin tíð að mestu. Nú
eru einstaka menn sem gera þetta ennþá sér til
ánægju og hafa ekki tapað á því.“
En hvað á svo að gera í tilefni af afmælinu?
„Við verðum með útsölu frá 4. til 14. október þar
sem veittur verður helmingsafsláttur á öllum
bókum og meira af sumu. Það eru svo mörg tonn
sem eru til.“
Fornbókabúðin Bókavarðan heldur upp á 25 ára afmæli sitt
Vesturbær
„Mörg tonn sem eru til“
Morgunblaðið/Þorkell
Þekktir bókasafnarar komu Braga á bragðið með bækur og kenndu honum líka að taka í nefið.
HEILDARKOSTNAÐUR vegna
nýbyggingar við Fjölbrautaskól-
ann í Garðabæ er áætlaður 768
milljónir króna en byggingunni
verður senn lokið. Upphafleg áætl-
un hljóðaði upp á 600 milljónir
króna.
Í bréfi bæjarritara til bæjar-
stjórnar kemur fram að samningur
um byggingu hússins hafi verið
gerður milli Garðabæjar og Bessa-
staðahrepps annars vegar og ráðu-
neyta menntamála og fjármála hins
vegar árið 1993 og var samnings-
upphæðin 600 milljónir króna.
Hlutur Garðabæjar skyldi vera 36
prósent eða 216 milljónir króna.
Nú er komið að lokum verkefn-
isins og er útlit fyrir að heildar-
kostnaður verði 768 milljónir króna
og hlutur Garðabæjar þar með
276,5 milljónir króna. Samþykktar
fjárveitingar vegna verkefnisins
eru hins vegar aðeins 215,2 millj-
ónir.
Raunhækkun rétt
undir 10 prósentum
Var ákveðið á fundi bæjarráðs í
vikunni að vísa mismuninum, 61,3
milljónum króna, til endurskoðun-
ar fjárhagsáætlunar bæjarins, sem
nú stendur fyrir dyrum.
Í bréfi bæjarritara segir að
hækkunin stafi fyrst og fremst af
verðlagsbreytingum en raunhækk-
un sé rétt undir 10 prósentum.
Nýbygging FG
Kostnaður
meiri en
upphaflega
áætlað
Garðabær
TEKJUR Seltjarnarneskaupstaðar
aukast um 28 milljónir í ár sam-
kvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætl-
un bæjarins sem bæjarstjórn hefur
samþykkt. Þá hækka gjöld um ríf-
lega 13 milljónir.
Mest munar um aukin framlög til
fræðslumála en þau hækka um rúm-
lega 15,5 milljónir. Þá hækka fram-
lög til yfistjórnar bæjarins um tæpar
10 milljónir. Á móti kemur að fjár-
magn til gatna og holræsa er skorið
niður um rúmar 29 milljónir. Hækk-
ar útgjaldaliðurinn samtals um tæp-
lega 13,2 milljónir.
Auknar tekjur stafa fyrst og
fremst af útsvari sem eykst um 15
milljónir króna og 11 milljónir koma
frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Eru
auknar tekjur alls 28 milljónir.
Tekjur bæj-
arins aukast
Seltjarnarnes